Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Síða 21
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 25 Myndasögur rÞað sem ég vil sjá ér > ógeðslega væmin og ) sykursæt ástarsögumynd j frá suðurhöfum i ótrúleg- um litum og hljóði. j Veiðivon Minnivallarlækur: Veiðin gengur vel „Á þessari stundu hafa veiðst yfir 100 fiskar í læknum og í vik- unni veiddist 11 punda fiskur,“ sagöi Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna í Minnivall- arlæk í Landsveit í gærkvöld. „Veiöin hefur verið ágæt síð- ustu dagana en stærsti fiskurinn er 12 pund. Viö höfum fengið nokkra fiska, frá 8 upp í 10 pund. Það eru ýmsar flugur sem eru að gefa þessa veiöi en öllum fiskin- um er sleppt," sagði Þröstur enn fremur. Það hafa sést feiknavænir fisk- ar sveima um lækinn en þeir hafa ekki tekið. Vignir Vignisson með maríulaxinn sem hann veiddi löglega í Blöndu. DV-mynd G. Bender Gat ekki beðið eftir veiðitímanum: Fyrsti lax sumarsins - í Straumunum í Borgarfirði Þrátt fyrir að laxveiðitiminn sé ekki byrjaður fyrir alvöru er fjörið byrjað. Fyrsti laxinn er kominn á land og fyrstu laxarnir hafa sést í veiöiánum. Spáð er einhverju besta veiðisumri sögunnar. Sérfræðingar sem DV ræddi við í vikunni eru all- ir á sömu skoðun. Þetta verður feiknagott veiðisumar, öll skilyrði eru fyrir hendi. En það eru ekki allir sem geta beðið eftir sumrinu fengsæla. Veiði- menn voru teknir í Straumunum í Borgarfirði fyrir fáum dögum. Þá höfðu þeir veitt einn 13 punda fisk en bóndi einn i nágrenninu kom að þeim við veiðiskapinn. Voru afli og veiðarfæri gerð upptæk en veiðin byrjar ekki fyrr en 1. júní í Straumunum. Laxinn kominn víða Laxinn er farinn að láta sjá sig víða, t.d. i Norðurá í Borgarfirði en veiðin hefst þar á þriðjudaginn. Þá hefst veiðin eftir hádegi í Laxá á Ásum. Veiðin í Þverá byrjar ekki fyrr en 4. júní en i Kjarrá 7. júni. Umsjón Gunnar Bender Þetta er nokkru seinna en venjulega hefur verið. Laxinn er heldur betur að hellast Veiðimenn eru farnir að litast um eftir löxum. Laxar hafa sést í Norðurá en veiði hefst þar á þríðjudaginn. DV-mynd G. Bender inn í Norðurá en hann hefur sést víöa um ána og sumir eru vel væn- ir. Fiskifór hafa sést í Blöndu og Laxá á Ásum en erfitt er að sjá fisk- inn í Blöndu vegna vatnsmagns. Laxá á Ásum er að komast í gott form þessa dagana og verður spenn- andi að sjá hvernig veiðin þar byrj- ar. Það eru Hilmar Ragnarsson og félagar sem opna hana þetta árið. Lítið hefur enn þá sést af laxi í Laxá í Kjós en það gæti staðið til bóta. Menn hafa ekki orðið varir við laxi Elliðánum enveiðihefst 15. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.