Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 Fréttir Drengir á Eyrarbakka brenndust illa: Hlupu logandi - í næsta hús - eru á batavegi en meö slæm brunasár Eins og kom fram í DV i gær gerðist sá átakanlegi atburður á Eyrarbakka á miðvikudaginn að tveir ungir drengir hlutu mjög slæm brunasár þegar eldur sem þeir voru að leika sér með fór al- gerlega úr böndunum. Drengirnir tveir, Magnús Þórir Sveinsson, 11 ára, og Emil Freyr Júlíusson, 10 ára, voru að leik inni í gömlum kapalkeflum í útjaðri bæjarins þar sem þeir voru búnir að gera sér felustað, eins konar klúbbhús sem þeir skriðu inn í. Þeim hcifði tekist að komast yfir lítinn bensínbrúsa og notuðu þeir bensínið til þess að kynda bál sem þeir kveiktu inni í keflunum. Þá gerðist það að þeir misstu brúsann og bensínið sullað- ist út um allt, þar á meðal í föt drengjanna. Bálið blossaði skyndi- lega upp og eldurinn fór í fotin. Þeir skriðu út úr keflinu og reyndu að slökkva í sér með hönd- unum og með því að rúlla sér á jörðinni. Þar sem bensín var í föt- unum gekk það ekki, brenndi ein- ungis hendurnar, þannig að þeir hlupu logandi í nálægt hús þar sem menn voru við vinnu og náðu að slökkva í þeim og kæla þá nið- ur með vatni. Þeir hringdu strax á sjúkrabíl sem færði drengina til Reykjavíkur á sjúkrahús hið bráð- asta. Víti til varnaðar Báðir hlutu drengimir mikil brunasár en þó eru sár Emils meiri en Magnúsar Þóris. Þeir skaðbrennd- ust báðir á höndum eftir tilraunirnar til að slökkva í sér og einnig í andliti, en eldtungurnar loguðu upp að and- litum þeirra. Brunasárin voru djúp annars stigs, sum þriðja stigs. Þegar DV leit inn í heimsókn til Magnúsar Þóris í gær var hann á batavegi og leið betur. „Honum líður þokkalega eftir atvikum og er mjög rólegur. Hann þarf þó aö liggja á sjúkrahúsinu í einhvern tíma meðan verstu sárin jafna sig,“ sagði Rannveig Sverris- dóttir, móðir Magnúsar Þóris. Emil fer af gjörgæslu í dag niður á legudeild i sömu stofu og Magnús Þórir. Búist er við því að þeir þurfi að liggja á sjúkrahúsinu í rúmar tvær vikur. „Þetta er hræðilegt og því mið- ur gerist svona öðru hvoru. Foreldrar þurfa að vera mjög vel á varðbergi því að börn ganga í gegnum þetta ákveðna skeið, þá drengir sérstak- lega, þar sem mikið er fiktað og farið óvarlega með eld. Ef bensín er svo með i spilinu er þetta orðið gifurlega hættulegt," sagði Herdís Storgaard, hjá Slysavömum barna og unglinga, í gær. „Það þarf ekki að líta lengra aft- ur en á hann Sindra Snæ sem brennd- ist fyrir tæplega ári. Það er vonandi að þetta verði öðrum víti til vamað- ar.“ -hvs Vélstjórar hóta stríði: Beint í málaferli - ef útgeröir skeröa launahækkanir „Ef útgerðarfélögin fara ekki að þessum úrskuröi forum við beint í málaferli til intiheimtu," sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, um túlkun Lands- sambands íslenskra útvegsmanna á úrskurði svonefndrar úrskurða- nefndar um launahækkanir til vél- stjóra. Hlutaskiptin hækka, auk þess sem þeir fá einnig fasta upp- hæð. Yfirvélstjórar á frystitogur- um hækka mest eða vel á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Aðrir hækka minna. Allflestir vél- stjórar eru með yfirborganir og hefur LÍÚ hvatt útgerðir til að lækka þær sem nemur launa- hækkununum samkvæmt úr- skurði úrskurðanefndar, að sögn Helga. „LÍU hefur rangtúlkað þessar niðurstöður," sagði Helgi. „Þeir segja t.d. að það sé skilyrði að yfir- vélstjórarnir á frystiskipunum eigi að sjá um allt viðhald á milli- dekkinu hvaða nöfnum sem það nefnist. I úrskurðinum er ekki stafur um það, heldur aðeins að þeir beri ábyrgð á því. í úrskurð- inum eru yfirhöfuð ekki neinar viðbótarkröfur um vinnuframlag. Það er mergurinn málsins." Helgi sagði að þessar greiðslur kæmu til framkvæmda á næstu dögum og þá kæmi í ljós hvort út- gerðirnar greiddu vélstjórunum eins og þeim bæri, skv. úrskurðin- um. Um tilmæli LÍÚ til útgerða um að skerða yfirborganir, svo sem nemur úrskurðuðum launahækk- unum sagðist Helgi vilja benda á að í gildi væru kjarasamningar. „Þarna eru heildarsamtökin að hafa áhrif á einstaka félagsmenn. Við teljum að það sé ekki heimilt meðan kjarasamningurinn er í gildi. Fari einhver aö þessum til- mælum förum við með það til túlk- unar hjá félagsdómi eða beint í dómskerfið. Ég hef þá trú að út- gerðarmenn muni greiða bæði launahækkanirnar og álögurnar." -JSS Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á kálf sem á hryssu fyrir mömmu. Sú sýn er hins vegar til staðar á Eskifirði þessa dagana. Þórólfur Sverrisson á hryssuna Sunnu sem kastaði folaldi sem dó eftir 12 tíma baráttu. Þá fékk Þórólfur kálfinn Hjálmar til þess að taka við hlutverki folaldsins. Hér sýgur Hjalli litli spenann á „mömmu“ sinni Sunnu. DV-mynd Emil Ríkharður Jósafatsson, doktor í austrænum lækningum: Kærði landlæknisembættið til samkeppnisráðs „Mér finnst landlæknisembættið vera að misnota aðstöðu sína til að vernda sérhagsmuni,“ segir Rík- harður Jósafatsson, doktor í aust- rænum lækningum, sem um eins og hálfs árs skeið hefur árangurslaust reynt að fá leyfi til að starfa hér á landi. Ríkharður á að baki áralangt nám í sínum fræðum og hefur starf- að í Santa Fe í Bandaríkjunum við lækningar, nálastungumeðferð og kennslu í nálastungum. „Ég byrjaði á því að sækja um leyfi til að starfa sem doktor í austrænum lækning- um og nálastungum en þar sem það starfsheiti var ekki til og engar regl- ur til um nálastungulækningar á þeim tima var umsókninni hafnað og mér bent á að sækja um starfs- réttindi sem sjúkranuddari. Þeirri umsókn var líka hafnað þar sem nám mitt var ekki talið fullnægja þeim skilyrðum sem landlæknis- embættið setur. í millitíðinni skrif- aði landlæknir reglur um nála- stungumeðferð þar sem hann viður- kennir tilurð nálastungumeðferðar, þannig að ég sótti aftur um leyfi til að starfa við nálastungumeðferð. Ég hef ekki fengið skriflegt svar við þeirri umsókn en aðstoðarland- læknir táði mér munnlega í lok apr- íl að ég fengi ekki leyfí til að starfa við mitt fag hér á landi.“ Aðspurður segist Ríkharður ekki hafa hugmynd um hvers vegna um- sókn hans um starfsleyfi er hafnað og hann hafi enga skýringu fengið. „Eina skýringin sem ég sé er að hér sé á ferðinni geðþóttaákvörðun embættisins til að koma i veg fyrir eðlilega og heilbrigöa samkeppni við vestræna læknisfræði sem hér er kölluð hefðbundin læknisfræði þótt sú austræna sé fimm þúsund ára gömul fræöigrein og því mun hefðbundnari. Það er verið að koma í veg fyrir að fólkið hér eigi eitt- hvert val.“ Ríkharður segist ekki vera að halda því fram að austrænar lækn- ingar eigi að taka fram yfir þær vestrænu. „Þetta eru tvær ólíkar greinar sem þó eiga erindi hvor við aöra. í Bandarikjunum, þar sem ég hef starfað í átta ár, getur fólk valið hvort það leitar til lækna sem eru menntaðir í austrænum eða vest- rænum lækningum og tryggingafé- lögin viðurkenna báðar greinar. Það er því einkennilegt að land- læknisembættið í okkar litla landi sem sækir mikið til Bandaríkjanna, ekki síst í læknisfræðum, skuli beita sér fyrir því að þessar tvær greinar fái ekki þrifist samhliða og í samstarfi." ítarlegt viðal verður við Ríkharð í Helgarblaði DV á morgun. Stuttar fréttir :dv Þakklátur Rússum Halldór Ás- grímsson utan- rikisráðherra segir við Morg- unblaðið að ástæða sé til þess að þakka Rúss- um sérstaklega fyrir framlag þeirra til friðarviðræðna við Júgóslavíu sem nú virðast hafa bor- ið árangur. Vérður dýrara Nefnd á vegum sveitarfélaga skoð- ar hugsanlegan aukakostnað sem fylgir nýrri aðalnámskrá grunn- skóla. Jón Hjartarson, fræðslustjóri Suðurlands, segist í Degi vera sann- færður um að henni muni fylgja kostnaðarauki. Sögubær Bæjarjflrvöld og íbúar Mosfells- bæjar vilja að bærinn verði þekktur sem sögubær auk þess sem þar verði miðstöð heilsuræktar og -bótar auk smáiðnaðar. Fara offari Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði við Ríkisútvarpið að tryggingafélögin ætli að gerast stór- tæk með hækkunum bOatrygginga- iðgjalda.* Til greina komi að breyta nýju skaðabótalögunum í kjölfarið. Fyrirhugaðar hækkanir ógni þó ekki efnahagslegum stöðugleika. Sekt fyrir veiðar Garðar Björgvinsson smábátaút- gerðarmaður hefur af Hæstarétti verið dæmdur í 400 þúsund króna sekt fyrir brot gegn fiskveiðistjóm- arlögum. Hann veiddi eitt tonn af flski í fmun sjóróðrum án þess að hafa leyfi til jjess. Rannveig formaður Rannveig Guð- mundsdóttir al- þingismaður var i gær kosin þing- flokksformaður Samfylkingai'- innar. Jóhann Ársælsson er varaformaður og Guðrún Ögmundsdóttir ritari. Krefja SH svara Bæjarráð Akureyrar ætlar að krefja SH um svör við því á hvem hátt stjómin ætli að efna loforð sín sem gefin vom bæjarstjóm með bréfi dags. 23. janúar 1995 þar sem stjóm SH hefnr nú lokað skrifstof- umfyrirtækisins á Akureyri. Netskyndikynni Lögreglan í Reykjavík hefur haft til rannsóknar nokkur kærumál sem varða kynferðisbrot og nauðg- anir gegn 14-18 ára stúlkum sem rekja má beinlinis til samskipta þeirra við eldri karlmenn sem hafa byijað á spjallrásum á Netinu og leitt síðan til frekari kynna með áð- umefndum afleiðingum. Morgun- blaðið sagði frá. Smyglaði hormónum Hæstiréttm' hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms yflr vaxtarrækt- armanni um 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn reyndi aö smygla inn hormónalyflum og ók bíl of hratt, réttindalaus að auki. Dagur sagði frá. Rukkarar fá þriðjung Bflastæðasjóður Reykjavikur- borgar átti útistandandi rúmlega 150 milljóna kröfúr í lok síðasta árs vegna aukastöðu- og stöðubrota- gjalda. Talið er að Lögmannsstof- unni sf. takist að innheimta 24,1 milljón á árinu. Þar af fær Lög- mannsstofan 8 milljónir króna í inn- heimtulaun.Þetta kemur fram í árs- reikningi Reykjavíkurborgar. Skilur ekki kæruna Einar Sveins- son, fram- kvæmdastjóri Sjóvá-Almennra, kveðst í Morgun- blaðinu ekki skilja ásakanir FÍB um ólöglegar niðurgreiðslur. Félagið hafi aldrei aðhafst neitt ólög- mætt varðandi iðgjaldsákvarðanir fyrr eða síðar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.