Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 10
enning FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 UV 10 Dauðans alvara Ur Manni lifandi. Dauðinn verður ekki umflú- inn, sú staðreynd er ljós en hvernig við mætum honum er hins vegar annað mál. Getum við borið höfuðið hátt og sagt: Jamm, ég hef svosem ekkert að skammast mín fyrir, engar syndir að baki, get því tekið á móti honum fagnandi? Eða kemur hann sem óboðinn gest- ur inn í svallveislu lasta okkar likt og í Manni lifandi, óperu- leik þeirra Áma Ibsens, Kar- ólínu Eiríksdóttur og Messíönu Tómasdóttur um dauðans óvissan tíma, sem frumsýndur var á Litla sviöinu í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi? Maöur lifandi er sviðsverk fyrir leikara, söngvara, leik- brúður og hljóðfæraleikara. Dauðinn kemur í byrjun að hinum sjálfumglaða Manni lif- andi, sem er í höndum Johns Speights, algerlega að óvörum. Hann veit ekki betur en hann eigi allt; eiginkonu, börn, hjákonu og al- menna hylli og fyrir honum er lífið unaðs- legt þar til þessi ókunni maður birtist hon- um (fyrst í farsímanum). Hann reynir að múta honum, skipa honum að fara en dauð- anum verður ekki haggað og Manni lifandi fer að skiljast að hér er á feröinni dauðans alvara og reynir því að fá einhverja með sér í fór. Orðstírinn verður að engu, vinir og fjölskylda bregðast honum og jarðneskar eig- ur hans hverfa. Manninum skilst á endanum að þessa fór fari enginn með honum nema Sjálfsþekkingin. Verkið felur í sér afskaplega mikinn sið- ferðisboðskap og er eins konar dæmisaga um velferð mannsins á stuttri leið hans milli fæðingar og dauða. „Allt þitt líf hefur þú stefnt til fundar við þitt sjálf og mig,“ segir Dauðinn. ískaldar og áhrifamiklar Texti Árna er lipur, aldrei of háfleygur, bundið mál rennur ljúflega saman við óbundið og hvergi er vikið frá kjarna máls- ins. Húmorinn er heldur ekki langt undan þó hér sé um háalvarlegt mál að ræða. Tónlist Karólínu fellur ágætlega að textan- um þó hún geri söngvurunum ekki létt fyrir. Áberandi var hversu vel var búið að gítam- um en hljóðfæraleikurinn var í góðum hönd- um þeirrar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Guð- rúnar S. Birgisdóttur, Einars Kristjáns Ein- arssonar og Hraínkels Orra Egilssonar og stjómandi var Oliver J. Kentish sem fórst það hlutverk vel úr hendi. Að láta kontratenór syngja Dauðann er Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir sterk hugmynd og gerir sig afar vel í meðfór- um Sverris Guðjónssonar sem söng hlut- verkið af miklu öryggi og voru senumar með honum oft ískaldar og áhrifamiklar og sviðið þannig notað að maður vissi aldrei hvar hann myndi birtast næst. Sólrún Bragadóttir syngur Aðra rödd dauðans, Oröstírinn, Vináttuna og Þekking- una og söng það einnig örugglega með hljóm- mikilli og failegri rödd sinni nema hvað textaframburðurinn varð stundum óskýr. John Speight er í hlutverki Manns lif- andi og fer afar vel með söng og leik, sérstaklega í síðari hlutanum, þegar hlutverkið verður bitastæðara. Gæddi hann persónuna miklu lífi svo lá við að maður fengi samúð með honum. Skrautsýning dauð- ans Dúett hans og Sólrúnar sem Vináttunnar var sérlega falleg- ur. Umbreytingin sem verður á honum á meðan á sýningu stendur, frá leiðinlegum montrassi yfir í iðrunarfulla persónu sem stendur ein eftir með Dauðanum, er gífurleg sem er ekki síst að þakka sterkri DV-myndTeitur umgjörð Messíönu og lýsingu Lárusar Bjömssonar. Leikararnir Ásta Amardóttir og Þröstur Leó Gunnarsson bregða sér í ýmis hlutverk og fóru oft á kostum og má þar nefna senuna þar sem fjölskyldumeðlimirnir mæta til þess að ræða ástandið, hinar smeðjulegu jarð- nesku eigur sem vom hreint frábærar í sín- um gullumbúðum og skrautsýningu dauðans sem var heilsteyptasta sena sýningarinnar og hápunktur þar sem allt small saman. Undir lokin var komin svolítil Scrooge- stemmning í verkið: Maður lifandi hefur fengið andstyggð á sjálfum sér og yfir hann hellast efasemdir um eigið líf. Atriðið þar sem Þekkingin leiðir Manninn til Dauöans sem ætti í raun að vera áhrifamest varð það ekki. Textinn og þar með innihaldið sem öllu máli skiptir komst ekki til skila. Að láta hljóðfæraleikarana syngja með er góð hug- mynd út af fyrir sig en gekk ekki upp. Þannig datt botninn svolítiö úr í lokin sem var synd því í heild er þetta vel unnin sýn- ing og góð skemmtun sem einnig megnar að vekja mann til umhugsunar. Maður lifandi, óperuleikur eftir Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu Tómasdóttur, frumsýndur í Borgarleikhúsinu 3. 6.1999. Fágun og fjaðurmagn Umsjon : -------------------- Aðalsteinn Ingólfsson fsaumsmunstur og tólg Eins og íslensk myndlist er öðrum þræði framlenging á þeirri dönsku er klassískur ballett á íslandi angi af dönskum hefðum í dansmennt. Fyrstu íslensku ballettkennar- amir voru danskmennt- aðir og helsti ballett- dansari okkar fyrr og síðar, Helgi Tómasson, var auðvitað uppfóstrað- ur í Konunglega danska ballettnum. Einnig má nefna að danskir ballett- dansarar og dansahöf- undar hafa ítrekað lagt íslenskum starfsbræðr- um sínum liö á undan- förnum áratugum. Full ástæða er til að minna okkur á þessa staðreynd með reglu- legu millibili, einkum nú þegar klassíska ball- etthefðin á undir högg að sækja í íslenskum listdansi. Því vora þeir sannar- lega aufúsugestir, dans- ararnir tíu úr Konung- lega danska ballettnum, sem tróðu upp í Þjóð- leikhúsinu í fyrrakvöld. Hér vora á ferðinni dansarar í hæsta gæðaflokki, fágaðir, vel limaðir og fjaöurmagnaðir. Hvort sem efnt var til nútímadans, að hætti Peters Martins og Alvins Aileys, eða skrautsýninga í Bo- umonville-stíl, var einbeitingin og fag- mennskan allsráðandi. Svo mikil raunar að þegar leið á sýninguna fór mann ósjálfrátt að langa til að sjá feilspor og óæfðar tilfinning- ar. Ef hægt væri að setja út á nokkum skap- aðan hlut væri þaö helst samsetningin á efn- isskránni. Ég er ekki frá því að rétt hefði verið að leggja síðari hluta sýningarinnar al- farið undir sögulega uppriíjun, það er Bo- umonville-hefðina, í stað þess að enda fyrri hlutann á tvídansi úr Boumonville-ballettn- Ballett Aðalsteinn Ingólfsson um Blómahátíöinni í Genúa. Þá hefði gefist tækifæri til að brúa bilið milli 19. og 20. ald- ar í dansprógramminu, til dæmis með verk- um eftir Massine eða Balanchine, sem báðir hafa verið á dagskrá KDB. Mette Bodtcher dansar í Witness eftir Alvin Ailey. Ljósm. KDB Hárfín beiting líkams- parta Það verk sem hreif undirritaðan einna mest var það sem Peter Martins samdi við Fiölukonsert Samuels Barbers. Hér er um að ræða tvöfaldan tvídans og dansar annað parið upp á klassískan máta en hitt frjáls- lega. í fyrsta þætti dansa þau saman, öll fjög- ur, og heldur hvort parið sínu klassíska eða frjálslega striki, tekst þó að skapa sterka og áhrifamikla heild. í öörum þætti reynir „frjálsi" karldansarinn að véla „klassísku" dansmeyna til að víkja af vegi hefðarinnar og í þeim þriðja er komið að litlu „frjálsu" dansmeynni að gera hið sama við hávaxinn „klassíkerinn" með hýsna spaugilegum tilburðum. Niðurstað- an gæti verið sú að fulltrúar þessara ólíku hefða gætu ýmislegt lært hver af öðrum. En hér er engin þurr kennslufræði að verki heldur feiknalega hugmyndaríkur dans. Mette Bodtcher „hin nakta" end- urskapaði síðan trúarlega innlifun- ina í þekktu dansverki blökku- mannsins Alvins Aileys af innfjálgri sannfæringu og hárfinni beitingu líkams- partanna. Það var hér sem læddust að þess- um áhorfanda hugleiöingar um sértæka upp- lifun blökkumanna á örlögum sínum og hvort aðrir en þeir geti nokkum tímann gert henni skil í dansi. Um Bournonville-sýninguna vil ég einung- is endurtaka þaö sem sagt er hér að framan um fagmennsku og fágun þessa hóps. Megi hann sækja okkur heim sem oftast. Efnisskrá var lítilmótleg; engar upplýsing- ar um dansarana og nöfn á verkum ýmist á íslensku eða ensku. Eins og áður hefur komið fram í þessum dálkum hefúr Listasafn Ámesinga á Selfossi einsett sér að kynna listafólk sem á rætur að rekja til Suður- lands. Á morgun verður opnuð þar sýning á verkum tveggja listakvenna, Steinunnar Helgu Sigurðardóttur og Ingu Jónsdótt- ur. Um verk sín segir Steinunn: „Síðastliðin sex ár hef ég unnið með gömul ísaumsmunstur, sem erfðust í fjölskyldunni allt frá langömmu. Munstrin eru hluti af fjölskyldusögunni. Jón Ein- arsson, bóndi á Skaftafelli um miðja 18. öld, gaf líka út munsturbók fyrir konur tU að vefa og sauma eftir. Þessi munstur, sem notuð hafa verið mann fram af manni, yflrfæri ég beint á veggi sýningarsala." Inga Jónsdóttir (á mynd ásamt dóttur sinni, Þóru ÞorgUsdóttur) verður með innsetningu sem er gerð úr vikri, lopa og tólg. Hún segir: „Vikurinn er fenginn frá jarðorkunni, sem gef- ur möguleika á búsetu í köldu landi en býr jafnframt yfir krafti eyðUeggingar. Lopinn er fenginn frá sauðkindinni sem auk þess að hafa fætt og klætt íslendinga í gegnum aldir, hefur lika nagað nýjabrumið, stundum um of. Tólgin sem áður veitti nauðsynlega orku, hefur nú gerst ógnvaldur æðakerfisins." Eins og áður segir, verður sýningin í Lista- safni Ámesinga opnuð á morgun kl. 14 og stendur til 27. júni. Friðrik Þór filmaður Þýsk-franska sjón- varpsstöðin ZDF vinn- ur nú að gerð 60 mín- útna sjónvarpsmyndar um Friðrik Þór Frið- riksson kvUímyndaleik- stjóra sem sýnd verður í nóvember nk. í tengsl- um við sjónvarpsfrum- sýningu á kvikmynd- inni Djöflaeyjunni. Sjónvarpsmyndin er gerð af menningardeild ZDF sem nefnist arte þar sem er við stjórnvölinn maður að nafhi Alex- ander Bohr. Tæknimenn á vegiun ZDF hafa verið að störfum hér á landi í þrjá daga og er áætlað að tökum ljúki i næstu viku. Páll klappar í fjörugrjót Fyrr í vikunni var mhmst á minnisvarða um Sigvalda Kaldalóns sem PáU Guðmundsson frá HúsafeUi vinnm- nú að fyrir aðstandendur tón- skáldsins. En PáU er maður ekki einhamur því að mánudaginn 7. júni verður opnuð sýning á nýjum verk- um hans að Lónkoti í Skagaflrði þar sem Ólafur Jónsson rekur ferðaþjón- ustu og menningarsetur. Páll Guðmundsson var upp- haflega kvaddur að Lónkoti tU að gera eina höggmynd en leist svo vel á fjörugrjót og annað grjót þar um slóð- ir að hann ákvað að vinna áfram uns hann hefði önglað saman verkum i heUa sýningu. Þetta er útisýning, þar sem hin ýmsu sköpunarverk Páls (sjá mynd) standa á víð og dreif í túnfæt- inum og í námunda við ströndina, með gjörvaUan fjaUahringinn að bakgrunni. Grass fær helstu bók- menntaverðlaun Spánverja Helstu og virtustu bókmenntaverðlaun Spánverja eru kennd við Prinsinn af Astmias og eru afhent einu sinni á ári. TU þessa hafa verðlaunin ein- göngu faUið í skaut spænsku- skrhandi höfundum á borð við CamUo José Cela, Mario Vargas Llosa og Carlos Fu- entes. í þetta sinn voru þau hins vegar veitt Gunter Grass fyrir „bókmenntaafrek hans, gagnrýna mannúðar- stefnu og siöferðisþrek" og var þá sérstaklega visað til Blikktrommunnar. Nú er einmitt unnið að því að koma Blikk- trommunni allri yfir á íslensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.