Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 19
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 19 Fréttir Smíði íslenskra skipa að færast frá Evrópu: Fjögur fiskiskip í smíðum í Kína DV, Akureyri: Svo virðist sem smíði íslenskra fiskiskipa sé að færast að ein- hverju leyti a.m.k. frá Evrópu til Kína, en þar eru nú fjögur íslensk fiskiskip í smíðum í skipasmíða- stöðinni í Guangzhou sem er skammt frá Hong Kong. Um er að ræða nótaskip, togara með útbún- að til túnfiskveiða, línuveiðiskip með túnfiskveiðiútbúnað og skel- fiskveiðiskip. Skipin verða afhent skömmu fyrir áramót og fyrri hluta næsta árs. Það skip sem lengst er komið er Örn KE, nýtt nótaveiðiskip fyrir Örn Erlingsson í Keflavík sem leysa á aflaskip með sama nafni af hólmi. Nýja skipið er 71 metra langt og verður afhent í desember á þessu ári. Hin þrjú skipin eru kúfiskveiði- skip fyrir Hraðfrystistöð Þórshafnar sem verður 38 metra langt, togari fyrir Stíganda í Vestmannaeyjum sem verður 42 metra langur og línu- veiðiskip fyrir ístún í Vestmanna- eyjum sem verður 52 metra langt. „Þessi skipasmíðastöð er mjög vel í stakk búin til að fullnægja þeim kröfum sem við gerum varðandi fiskiskip okkar og þær eru miklar," segir Reynir Arngrímsson hjá Icemac, en það fyrirtæki er umboðs- aðili hér á landi fyrir skipasmíða- stöðina í Guangzhou. Reynir segir að stöðin hafi lengi vel annast alla smíði herskipa fyrir kínverska rík- ið og þvi sé hefð fyrir því þar að smíða flókin skip, eins og okkar skip séu. „Það er alveg borðleggjandi að stöðin er fyllilega fær um að upp- fylla allar okkar kröfur og skilar góðum skipum sem eru flókin í smíði. Verðið er einnig mjög hag- stætt miðað við það sem við þekkj- um frá Evrópu og það er m.a. ástæð- an fyrir því að við erum að færa skipasmíðar okkar þangað frá Evr- ópu. Launakostnaður er t.d. miklu lægri þarna. Ég sé mikla framtið í því að láta smíða skip fyrir okkur þarna, og stöðin er t.d. núna að smíða þessi fjögur skip fyrir íslend- inga sem eru mjög ólík hvert öðru og til mismunandi veiða og sam- skipti við Kínverjana ganga öll mjög vel,“ segir Reynir. -gk , wT ||J||pr w [|l[ ^ m nf A ^ m viipi 4 .*.e J-Í ' - HL / Þau tóku á móti gjafabréfum útibúsins.Tryggvi Karelsson útibússtjóri fyrir miðju. DV-mynd Ægir Fáskrúðsfj örður: Afmælisgjafir bankans DV, Fáskrúðsfirði: Starfsfólk útibús Landsbanka ís- lands hf. á Fáskrúðsfirði hélt nýverið upp á 25 ára afmæli útibúsins. Það tók til starfa 29. maí 1974 við sameiningu Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar og Lands- bankans. Landsbankinn starfaði fyrstu árin í leiguhúsnæði í félagsheimilinu Skrúð en flutti i nýtt, eigið húsnæði 4. desem- ber 1981. í útibúinu hefur verið seðla- geymsla frá Seðlabanka sem þjónar Suðurfjörðum frá því að það flutti í Þuríður Backman. eigið húsnæði. Útibúið hefur verið að- alviðskiptabanki stærstu fyrirtækja og ibúa á staðnum frá upphafi. Afmælisins var minnst með því að útibúið bauð öllum bæjarbúum til veislu sem var vel sótt, m.a. væntan- legir viðskiptavinir bankans sem enn eru í leikskólanum Kærabæ. í tilefni afmælisins afhenti útibússtjórinn skólastjóra Grunnskólans þrjár tölvur að gjöf í tölvuver skólans, auk bóka- gjafar. Þá voru undirritaðir samstarfs- samningar við Björgunarsveitina Geisla og Ungmennafélagið Leikni. Nú Eyþór Arnalds. Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað við vinnslu blaðsins í gær að mynda- víxl urðu í dálkinum Með og á móti, undir yfirskriftinni Landssíminn seldur. Mynd af Eyþóri Arnalds birtist með texta Þuríðar Backman og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. eru fjögur stöðugildi við útibúið. Úti- bússtjóri er Tryggvi Karelsson og skrifstofustjóri Ingigerður Jónsdóttir. Básafell er ekki að skipta yfir í rækju - segir Arnar Kristinsson Arnar Krist- insson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf., segir það rangt sem fram kem- ur í frétt DV í gær að Básafell sé á fullu að skipta yfir í rækjuvinnslu á með- an það er opinber stefna sjávarút- vegsráðuneytisins að leggja áherslu á bolfiskvinnslu. „Bása- fell hf. hefur ekki skipt einu ein- asta kílói af þorski yfir í rækju. Það sem kemur fram í fréttinni i gær er því rangt,“ segir Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells hf. Arnar segir að 30% af veltu fyrirtækisins séu í rækju og hafi minnkað samfellt undan- farin ár. Þegar hún var mest voru 75% af veltunni bundin í rækju. í fréttinni í gær var fjallað um kaup Lifeyrissjóðs Vestfjarða í Básafelli hf. og leiddar að því lík- ur að slíkar fjárfestingar væru vafasamar. Beðist er velvirðingar á því þar sem með rangt mál var farið. -BMG Hann gefur ekki upp vonina heldur vinnur verk sitt af trúmennsku í trausti þess að brátt muni skipið sigla á hvalamið. DV-mynd S Akranes: Fjórir sækja um starf íþróttafulltrúa DV, Akranesi: Kristinn Reimarsson, sem gegnt hefur starfi íþróttafulltrúa Akranes- kaupstaðar, hefur sagt upp störfum og mun hann taka við nýju staríi hjá íþrótta- og ólympíusambandi Is- lands í sumar. Á fundi bæjarráðs Akraness voru lagðar fram umsóknir um starf íþróttafulltrúa Akraneskaupstaðar. Starfið var auglýst laust til umsókn- ar með umsóknarfresti til 24. maí sl. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Guðbrandur Jóhann Stefánsson, Keflavik, Jakob Þór Haraldsson, Seltjamamesi, Karl Ómar Karlsson, Akranesi, og Stefán Már Guð- mundsson, Laugarvatni. Bæjar- stjóri og íþróttafulltrúi ræða við umsækjendur og skila umsögn fyr- ir næsta fund bæjarráðs 3. júní. -DVÓ Fyrir alla! Heilsa, megrun, fitun, útlit, fjárhagslegt öryggi. Ifeiti ráðgjöf ng stuðning. Anna Toher, s. 897 7575 eða e-mail: 588 7575 annatoher@fardi.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.