Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 12
4- Ein versta aðstaða sem nútímamaðurinn getur komið sér í er að búa við hliðina á einhverjum sem er með öllu óþolandi, enda eru til ófáar bíómyndir sem fjalla einmitt um þessa plágu sem stundum endar með ósköpum. Það eru alla vega til nokkur stereotýpumál hér á landi, allt sannar sögur sem margar hverjar eru ótrúlegar. Fókus gerði heiðarlega og hreinskilna úttekt á því sem allir óttast. Gæludýramorðinginn Ó, ó, ó, hvar ertu Lady Queen? Já, íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum margvísleg áföll í gegnum tíðina og eitt af þeim eru gæludýramorðin svokölluðu. Allir muna eftir henni Lady Queen. Rithöfundar sömdu smásögur og þjóðin stóö á öndinni yfir þeirri grimmd sem þjó í lúnum kroppi gamla karls- ins sem fór yfir um vegna hunds I stigaganginum. Það mál er alls ekkert einsdæmi og hver kannast ekki við aö hafa látið dýr nágrannans fara í taugarnar á sér eða öfugt? Þá standa margir frammi fyrir þeirri freistingu að láta einn skitinn katt- arhaus flúka. Og einhverjir láta það bara eftir sér án þess að nokkur komist að hinu sanna. Barnaníðingur Steingrímur Njálsson hefur ver- ið í fréttum undanfarna daga. Það vill enginn búa i nálægð við hann og núverandi nágrannar hafa hátt þessa dagana. Þeir vilja þó halda nafni sínu leyndu, svo slæmt er ástandiö, og ein- hverjir hafa hreinlega flutt í burtu. Það er kannski eina lausnin þegar búið er í nágrenni við landskunnan barnaníðing. Rokkarapakkið „Þetta væri nú allt í lagi ef þessar hljómsveitir væru ekki svona léleg- ar,“ sagði íbúi í Grjótaþorpinu. Hann býr í næsta húsi við æfingahús- næði nokkurra landsþekktra hljómsveita en vildi þó ekki nefna nein nöfn. „Þeir æfa á kristilegum tímum og ganga vel um en það er einmitt vandamálið. Ég get ekkert kvartað í lögreglu nema þeir æfi á nóttunni eða eldsnemma á morgnana. Það er þvi engin leið til að losna við þetta helvíti. Ég get hvorki horft á fréttirnar né sofið fram yfir hádegi." Dópgrenið Milljarður fer í að berjast gegn sölumönnum dauðans þetta kjörtímabilið, fullyrðir Framsóknarflokkurinn. Þeir sem búa í nálægð við dópgreni búast við að það hafi áhrif en i raun skiptir það litlu máli. Hvert greni fyrir sig er ekki langlift og þó það poppi upp í næstu íbúð einn daginn er nokkuð víst að það hverfur áður en hálft ár er liðið. Það þýðir lítið að hringja á lögguna, búirðu í ná- lægð við fíkniefnagreni, því hún fylgist hvort eð er með greninu og veit miklu meira en þú um málið. „Það versta við grenið er þegar dópistarnir verða blankir og brjótast inn til þín,“ sagði nágranni dópistagrenis á Laugaveginum. Það greni hefur verið að blómstra síö- an í febrúar og er nú aö leysast upp. Nágrannarnir þakka lögreglunni ekki fyrir það heldur þeirri staðreynd að fbúar grenisins eru nú komnir með fleiri, fleiri dóma á sig og eru flestir á leiðinni í fangelsi. Dagmamman Hún er bara eins ogfyrirtæki. Kúnnarnir mæta á morgnana og lega'a í stæði nágrannanna þegar þeir kasta illa uppöldum gríslingum inn til konu sem þeir hafa leigt til aö vera gervi- mamma á daginn. Krakkarnir eru Ifka alltaf með læti og ef dag- mamman er kærulaus er börnunum leyft að leika sér um alla ganga. Annars eru börn yndisleg og Ijósiö f lífi foreldranna, þrátt fyrir að þeir nenni ekki að ala þau upp. „Maður kann ekk- ert við að kvarta," sagði nágranni dagmömmu í samtali við Fókus og fullyrti að það væri ekkert mál að hringja upp f Dag- vist barna og láta afturkalla starfsleyfið. „Þessi börn hafa þannig séð ekkert gert manni en skrfllinn á það til að vera óþolandi plága og trafffkin er mikil á morgnana." Kynlífsógnin Við könnumst öll við háværa ríðingamálið úr Kópa- voginum. Það var í gangi fyrir nokkrum árum og staðreyndir málsins voru þær að kona f fjölbýlis- húsi gat ekki sofið hjá manninum sfnum öðruvísi en að öskra f stað þess aö stynja, svo mikill karl- maður var hann. Fáeinir af þeim sem haft var sam- band við höfðu svipaða sögu að segja og nágrann- ar konunnar. Einn þeirra sagði: „Ég bjó einu sinni fyrir neðan skrímer á Hverfisgötunni. Það var alveg ótrúlegt. Hún öskraði aðallega um helgar og þá eft- ir að skemmtistöðum var lokað. Maður vaknaði ósjaldan við þvflfk pyntingaöskur klukkan fjögur á nóttunni og maður var orðinn nokkuð viss um að þau væru að gera eitthvað meira en að stunda hefðbundið kynlff." Sá sami fullyrti að það væri ekkert hægt að gera. Þessi hringdi einu sinni á lögguna og hún kom hálftfma seinna, þegar stun- urnar höfðu hjaðnað og gerði þvf ekkert nema skapa almenna pirru innan hússins. Eina lausnin er þvf að fá konu til að öskra á virkum dögum, f hefndarskyni, eða flytja bara I burtu. Heimilisofbeldi „Ef nágranni þinn lemur konuna sína ferð þú ekki og lemur krakk- ana hans og kveikir svo f húsinu. Það myndi ekk hjálpa konunni neitt," sagði Haraldur Ólafsson veðurfræöingur í FókuSi f sfðustu viku. Hann var að vfsu að leika sér með myndlíkingu varðandi strfðið f Kosovo. En það hafa samt margir lent f þvf að búa í ná- grenni við konuníðing. „Þegar ég bjó f vesturbænum voru alltaf einhver læti frá íbúðinni við hliðina á mér. Ég er nokkuð viss að karlinn var að berja konuna sína. Maður vissi það samt aldrei fyr- ir víst en stundum voru öskrin úr næstu íbúð þannig að maður var nærri þvf búinn að banka en gerði samt aldrei neitt f neinu." Þetta er frekar algengt viðmót. Þú heyrir kannski öskur úr næstu íbúð en þeir eru örfáir sem gera eitthvað f því. Þjófurinn DV og Mogginn eru helstu fórnarlömbin. Sérstak- lega ef póstkassarnir eru lélegir eða engir yfir höf- uð. Þetta er að vfsu smáþjófnaður en getur undið upp á sig og endað I mjög alvarlegum nágranna- erjum. Slíkar erjur geta endað með gælu- dýramorðum, úldnum fiski í póstkössum, handa- lögmálum eöa hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Eina lausnin er að vera með harðlæstan og vel merktan póstkassa. Kaffihúsabarinn Svo ekki sé minnst á strippklúbb eða einhvern af þessum börum sem biskupinn vill ekki vita af. En það eru Ifka til samtök gegn þessum börum og þau vilja fyllibytturnar úr miðbænum. Skemmst er að minnast látanna f Grjótaþorp- inu. Þarvar hérfyrir nokkrum árum dansstaðurinn Duus-hús og eigendur staðarins skemmtu sér konunglega við að æsa nágranna sfna upp með þvf að fjárfesta I betri og háværari græjum. Nágrannarnir mótmæltu hóflega f fjölmiðlum en bættu sér hógværðina uþp með þvf að ná einhverju hreðja- taki á annars punglausum borgarstjóra. Það tak skilaði sér í þvf aö staðurinn missti vínveitingaleyfiö en eigendurnir reyndu að snúa á það með þvf aö opna bara strippklúbb (nágrannarnir tæplega ánægðir með það) og selja brennivín bara til miðnættis. Það er sem sagt engin leið að losna við skemmtistaö ef hann fer í taugarnar á manni. Eina vitið er að flytja f burtu eða bara að setjast að á barnum og horfa á stelpurnar séu þær til staðar. Framkvæmdamanía „Það er ekkert eins slæmt og duglegur ná- granni," sagði karlmaöur á þrítugsaldri. „í fyrsta lagi eru læti f honum þegar hann er að bora eða leggja parket eða hvað þetta er allt saman sem hann gerir. Svo er hann auðvitað alltaf að reyna aö virkja alla með sér í ein- hverjar framkvæmdir. Það á að girða garöinn eða hreinsa til f beðunum. Konan veröur líka öfundsjúk við að horfa upp á þessa ofvirkni. Um næstu helgi veröur til dæmis einhver grill- veisla í garðinum svo fbúarnir geti kynnst. Það er náttúrlega alveg óþolandi. Maður á aldrei neitt sameiginlegt með nágrönnum sínum." 5,11(16« i>* 10UB”98 ©totil fyrlrmynd I raunverulolkanum <c 18. júní 1999 f Ó k U S f Ó k U S 18. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.