Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. JULI 1999 Sport síí'ÍS^ K ENGLAND Verulegar líkur eru nú taldar á því að hollenski landsliðsmaðurinn Edg- ar Davids gangi í raðir Manchester United frá ítalska liðinu Juventus. Ef af sölunni verður mun Edgar styrkja miðju meistaranna til muna. Nýliðarnir i Sunderland eru stöðugt að styrkja sig fyrir átökin. f gær gekk Þjóðverjinn Thomas Hel- mer í raðir liðsins en hann fékk frjálsa sölu frá Bayern Múnchen. Helmer, sem er 34 ára, á að baki 68 landsleiki. Helmer mun gangast undir lækniskoðun hjá Sunderland áður en formlega verður gengið frá samningnum. Salan á israelska landsliðsmannin- um Eyal Berkovic frá West Ham til Celtic gekk loksins í gegn í gær. Celt- ic greiðir West Ham yfir hátt í 700 milljónir króna og kemur Berkovic örugglega til með að styrkja Glasgow- liðið mikiö. Með tilkomu Berkovics eru dagar Norðmannsins Haralds Brattbakks taldir hjá Celtic. Hann kom i fyrra frá Rosenborg er jafnvel talið að hann snúi aftur til síns gamla félags. Að vísu hafa Derby og gríska liðið Olympiakos sýnt honum áhuga. Hann er metinn á um 100 milljónir króna. Everton hefur selt Marco Materazzi til ítalska liðsins Perugia og fékk fyr- ir hann um 310 mUljónir íslenskar krónur. Vinstri bakvöröur Chelsea, Andy Myers, er genginn í raðir nýliðanna frá Bradford sem greiddi Lundúnalið- inu um 90 milljónir króna fyrir leik- manninn. Það œtlar að reynast þrautinni þyngri fyrir Aston Villa að kaupa Hollendinginn George Boatens frá Coventry. Villa bauð öðru sinni í leikmanninn i gær og var 500 millj- óna króna tilboði hafnað. John Gregory, knattspyrnustjóri Villa, ætlar ekki aö gefast upp og ihugar þriðja tilboðið. Gerald Houllier, knattspyrnusrjóri Liverpool, hefur til- kynnt Paul Ince að ekki sé óskað eftir kröftum hans lengur á Anfield Road. Ekki er talið útilokað að Ince fari til sins gamla félags, West Ham, þar sem ferill hans hófst. West Ham er talið getað fengið hann á 1,2 milljðnir punda. , -JKS Akurnesingar mæta Lokeren í Intertoto-keppninni á sunnudag: Höfum byr - og hann ætlum við aö nýta okkur, segir Logi Olafsson Skagamenn mæta belgiska liðinu Lokeren í síðari leik liðanna í Inter- toto-keppninni á Akranesi á sunnu- dag klukkan 16. Lokeren vann fyrri leikinn ytra um síðustu helgi, 3-1, og verða því Skagamenn að skora tvö mörk í leiknum á Skaganum og fá ekkert á sig til að komast áfram í keppninni. Hvernig skyldi Loga Ólafssyni lít- ast á leikinn og hvernig verður hann lagður upp? „Það er ljóst að meiri áhersla verður lög í sóknarleikinn. Við verðum að skora tvö mörk og halda jafnframt hreinu. Þetta verður erfitt en á góðum degi eru allar möguleik- ar fyrir hendi. Lokeren-liðið er gott og vel spilandi. Við vorum með góða stöðu i fyrri leiknum allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka en þá fengum við á okkur tvö ódýr mörk. Markmiðið hjá okkur verður að leggja Lokeren, 2-0," sagði Logi Arnar Þór Viðarsson, sem er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren, sækir hér að Gunnlaugi Jónssyni í fyrri leik liðanna í Belgíu um síðustu helgi. Það verður örugglega háð hörð rimma á Akranesi á sunnudag. DV-mynd Marc N0TA BENE • SÚÐARV0GUR 6 • 104 REYKJAVfK • Sfmi 533 2444 • www.notabene.is • Netfang:notabeneenotabene.is Opna nota bene mótið verður á Hlíðarvelli Mosfellsbæ þann 10. júlí kl. 9.00 Glæsileg verðlaun 1 .-2.-3. verðlaun án forgjafar • 1.-2.-3. verölaun meðforgjöf • Næstholuá9/18 • Næstholuá5/14 Allir fá glaöning á teig! Rástímapantanir í síma: 566 7415 Ólafsson, þjálfari Skagamanna, í samtali við DV í gær. Kenneíh verður með Kenneth Matjane fékk sitt annað gula spjald í keppninni í fyrri leikn- um gegn Lokeren og stóðu Skaga- menn í þeirri meiningu að Kenneth væri þá kominn í leikbann. Svo er hins vegar ekki því þrjú gul spjöld þarf til að fara í bann. „Það er mjög gott að Kenneth get- ur leikið með okkur og Stefán Þórð- arson styrkir framlínuna hjá okkur til muna. Liðið hefur haft meðbyr undanfarið og hann ætlum við að nýta í leiknum gegn Lokeren á sunnudag," sagði Logi. Það er ástæða til að hvetja fólk á leikinn og hvetja þannig Skagaliðið i baráttunni um að komast áfram í Intertoto-keppninni. Það lið sem kemst áfram mætir franska liðinu Metz í næstu umferð. -JKS Heiðar Helguson er hrósað í hástert i norska blaðinu Aftenposten fyrir frammistöðuna í leik Lilleström gegn Kongsvinger í fyrrakvöld. Heiðar skor- aði tvö mörk í leiknum en þau eru orð- in alls 9 á tímabilinu sem er hálfhað. ítólsk dagblöó skýrðu frá því í gær að Juventus vaeri á eftir Nicolas Anelka og væri reiðubúið að greiða yfir tvo milljarða fyrir leikmanninn. Stefan Effenberg verður fyrirliði Bayern Múnchen á næsta tímabili og leysir því Thomas Helmer af hólmi. Mario Basler er óánægður með sinn hlut hjá Bæjurum og getur vel hugsað sér að leika á Englandi, Spáni eða jafn- vel öðru félagi í Þýskalandi. Svo gœtifarió að Barcelona bryti blað í 100 ára sögu félagsins á næsta tima- bili. Félagið hefur í hyggju að leika með auglýsingu á búningi liðsins. Það rœðst á nœstu dögum hvort Marokkó-búinn Mustapha Hadji leiki með Coventry á næsta tímabili. Hann er á mála hjá spænska liðinu Deportivo La Coruna og var kjörinn knattspyrnu- maður ársins í Afríku 1998. Forsala aðgöngumiða á leik KR og Watfbrd stendur yfir á Shell-stöðvun- um við Birkimel og Suðurströnd, Spörtu á Laugavegi og KR-heimilinu. Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna, 300 kr fyrir 12-16 ára og frítt fyrir börn yngri en 12 ára. JKS 13 Skagamörk í síðustu 4 leikjum; - mínútur frá því skorað var hjá ÍA Það má segja að Skagamenn hafa mátt þola misjafnt gengi í sumar en nú virðist sem glitti aftur á ný í meistaratakta hjá liðinu. Sóknarmennirnir eru fundnir, vörnin orðin firna- sterk og skipulögð og Ólafur þór Gunnarsson, efnilegasti leikmaður úr- valsdeildarinnar í fyrra, er búinn að festa rætur og tengjast liðinu. Liðið vann ekki fyrstu fimm úrvalsdeildarleiki sína og mörgum stuðnings- manninum stóð ekki lengur á sama enda hafði liðið aðeins skorað í þeim eitt mark. En þá var sem Logi Ólafsson þjálfari fyndi lausnina, hann nýtti vel hléið vegna landsleikja og síðan þá hefur liðið unnið 4 leiki í röð og skorað í þeim 13 mörk á móti tveim- ur mörkum í fyrstu 6 leikjum sum- arsins. Rúmir sjö leikir En það sem er örugglega athyglis- verðast með gott gengi Skagamanna að undanfórnu er að þeir eru ekki búnir að fá á sig mark í 7 leikjum eða síðan í maí- mánuði. Þetta gera samtals 646 mínútur og reyndar hafa mótherjarnir aðeins skorað 4 mörk í sum- ar í 10 leikjum, öil í fyrstu þremur leikjun- um. Tólf - núll ÍA tryggði sér sætið í undanúr- slitum bikarsins í fyrrakvöld og þar hefur liðið markatöluna 12-0 í þremur sigurleikjum. Næsta verkefni liðsins er gegn Lokeren i Intertoto-keppninni en seinni leikurinn fer fram á Akra- nesi um helgina. -ÓÓJ I i \ Skagamenn hafa verið drjúgir við að skora mörkin að undanförnu og hér fagna þeir einu þeirra gegn Víklngi í bikarkeppninni í fyrrakvöld. DV-E.ÓI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.