Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 19
4 FOSTUDAGUR 9. JULI 1999 19 I>V Sviðsljós Vildi vera með stærri brjóst Það er víst engin ávísun á gott sjálfstraust þótt maður sé eftir- sóttur leikari og í ofanálag giftur eina helsta kyntákni Hollywood. Fyrrnefnd atriði hafa að minnsta kosti ekki hjálpað upp á sjálfs- traustiö hjá áströlsku leikkon- unni Nicole Kidman. Hún viður- kenndi nýlega í viðtali við hreskt tímarit að ef hún gæti breytt ein- hverju í fari sinu; þá væri hún lágvaxnari og með stærri brjóst. Auk þess vildi hún búa yfir meiri yfirvegun. Kidman viðurkenndi einnig i viðtalinu að hafa neytt fíkniefna en ekki fylgdi sógunni hvort það var fyrir eða eftir sambandið við Cruise. Ekki gefin fyrir píramída Leikkonan Brooke Shields var nýverið á yfirreið um Egyptaland þar sem hún annaðist meðal ann- ars fjáröflun fyrir fátæk börn. Við heimkomuna rigndi spurn- ingum yfir leikkonuna og urðu margir hissa þegar hún sagði að píramídarnir, ein merkilegustu mannvirki heims, hefðu bara ekki heillað sig. En hvað heillaði þá? „Börnin á Egyptalandi voru stórkostleg," sagði Brooke og bætti við að augu sín hefðu hvað eftir annað fyllst tárum þegar hún tal- aði við börnin með aðstoð túlks. Það verður ekki af henni skafið að hún er sannkallað gæðablóð. Fergie of feit Sarah Ferguson, eða Fergie, hefur eins og heimsbyggðin veit átt í erfiðu stríði við aukakílóin undanfarin ár. Nú er Fergie hins vegar í meiri vandræðum en áður því í vetur skrifaði hún undir samning um að gera líkamsræktar- og megrun- armyndband. Þar með ætlaði Fergie að feta í fótspor glæsikvenna á borð við Cindy Crawford og Elle Macpherson. Málið er að Fergie er bara ekki í formi fyrir myndbandið og framleiðslu þess hefur nú verið frestað fram á haust eða þar til Fergie hefur tekist að létta sig. Játvarði prins er annt um nýja húsið sitt: Lífverðimir skólausir Játvarður prins hugsar vel um heimili sitt og er annt um að þar séu allir hlutir í lagi. Þau Sophie hafa gert miklar endurbætur á húsi sínu í Bagshot Park í Surrey og frá fyrsta degi voru starfsliðinu settar skýrar reglur. Eitt af því var að skipa lífvörðun- um að vera skólausir á meðan þeir væru við störf innandyra. Játvarði mun umhugað um öll nýju og dýru gólfteppin og getur ekki hugsað sér að lifverðirnir skilji eftir fótspor um allt hús. „Þeir trúðu ekki sínum eyrum og héldu að jarlinn væri að grínast. En honum var full alvara," sagði einn lífvarðanna í viðtali viö Sunday People. Lífverðirnir brugðust sumsé illa við kröfu jarlsins en gerðu mála- miðlun á þá leið að þeir mega vera í skóm svo fremi sem þeir klæðist plastpokum utanyfir skóna. „Þetta er út í hött. Þessir menn eru að hugsa um öryggi jarlshjón- anna en það eina sem Játvarður hugsar um er gólfteppið," sagði heimildarmaður blaðsins. Játvarður og Sophie eru búin að eyða 200 milljónum í húsið sem þau reyndar leigja af drottningunni fyr- ir hálfa miUjón á ári. Kínverska fyrirsætan á myndinni er einkar glæsíleg þar sem hún skartar framúrstefnugreiðslu á sýningu Vidal Sassoon í Peking í gær. Kínverjar sækja nú hart fram í heimi tískunnar og hafa þegar kotniö sér upp iönaói sem veltir milljónum Bandarfkjadala á ári. Símamynd Reuter Býr sig undir föðurhlutverkið Stórleikarinn Richard Gere býr sig nú undir nýtt hlutverk; föður- hlutverkið. Kappinn tilkynnti nefnilega nýlega að hann ætti von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs. Tímasetningin þykir skemmti- leg hjá Gere því fyrrum kona hans, Cindy Crawford, er sjálf ný- búin að eignast myndarlegan son. Gere er nú giftur fyrrum fyrir- sætunni Carey Lowell en þau hafa verið saman allt frá skilnaði hans við Cindy. Þau Gere og Car- ey eru víst yfirmáta hamingjusöm og hlakka mikið til að eignast barnið. Það er að vísu meira en nóg að gera hjá þeim báðum; Carey leik- ur í vinsælum bandarískum sjón- varpsþætti, Law and Order, og Gere bíður spenntur eftir að gam- anmyndin Runaway Bride verði frumsýnd seinna í mánuðinum. Þar leiða þau Gere og Julia Ro- berts saman hesta sína í annað sinn. J Taktu DV með þér ifríld Fáið DV sent í sumarbústaðinn: Ti! þess að fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en að hringja í 550 5000 ogtilkynna um dvalarstað og þú færð DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstað. Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: Árborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfiröi Bjarnarbúö, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupstungum Hreðavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíð, Mývatnssveit Shell, Egilsstöðum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staðarskáli, Hrútarfirði Varmahlíð, Skagafirði Veitingaskálinn, Víðihlíð Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara að heiman í sumarfríinu og verða í burtu í lengri eða skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan við heimkomu. Það eina sem áskrifendur þurfa að gera er að hringja í 550 5000 og tilkynna hvenær þeir verða að heiman. Starfsfólk DV safnar blöðunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.