Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Fréttir O 00 7ö <D Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn Opia Mán Fi 10- 18 Fö 10-19 Lau 10-18 Su 12 • 17 NÝJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRETTIRNAR Leitin aö flugkonunum tveimur viö HornaQörö: Fjöru lokað fýrir leitarsveit - sem varð aö brjóta upp lás til aö komast til leitar Lidia van Benkum ásamt Þorvaldi Hafdal, Friðriki Jónasi björgunarsveitar- manni og Þorvarði Helgasyni, skipstjóra og eiganda Gústa í Papey. Hún var í tvo tíma í sjónum. . DV-mynd Júiía Grét við björgunina DV, Hornafiröi: „Það kom sér vel að bíllinn sem við vorum á var vel útbúinn tækj- um og gátum við klippt lásinn í sundur og komist áfram án mikillar tafar,“ segir Friðrik Jónas Friðriks- son, varaformaður Björgunarsveit- ar Hornaíjaröar, um leitina að áhöfn flugvélarinnar sem fórst við Flugmaður flugvélar Flugmála- stjórnar ásamt Effie Andreeé Wil- kens. Vélin beið á meðan hlynnt var að konunum á Heilsugæslustöðinni á Höfn en flutti þær síðan til Reykja- víkur. Stokksnes á fóstudagskvöld. Hann vísar til þess að fjörunni hafði verið lokaö með keðju og lás. Friðrik Jónas segir að allt fram til sl. vors hafi björgunarlið átt greiðan aðgang að fjörunum allt að Hornafjarðarósi og þangað hafi ver- ið lagður góður og greiðfær vegur en nú er komið rammgert hlið á veginn, læst með keðju, þar sem beygt er út af Stokksnesveginum. „Okkur hafði ekki verið tilkynnt um að búið væri að loka veginum þarna. Björgunarsveitin er með neyðarskýli á fjörunum, enda er þetta svæði þar sem fjölmörg sjóslys og mannskaðar hafa orðið á liðnum árum og ótrúlegt og óskiljanlegur hugsunarháttur að nokkrum skuli detta í hug að hindra aðgang að sliku svæði. Með lokun hliðs á þess- um stað er verið að loka fjölförnum vegi að Hornafjarðarósi og þeim miklu mannvirkjum sem þar eru á landi Hornafjarðarbæjar," segir hann. „Síðast heyrðist þegar flugmaður- inn sagðist sjá fjörur og hús áður en sambandið rofnaði. Við vorum á bakaleið þegar við fréttum að starfs- menn radarstöðvarinnar á Stokks- nesi hefðu fundið flugmanninn á gangi,“ sagði Flugvélin, sem var af gerðinni Gulfstream AA5A, nauö- lenti bensínlaus á sjónum um klu- kkan 19 á fóstudagskvöld en um borð voru tvær hollenskar konur, Lidia van Benkum og Efifie Andreeé Wilkens. Konurnar björguðust giftusamlega þar sem Effie komst í land af sjálfsdáðum en Lidiu var bjargað af sjó eftir tveggja tíma volk. Þær voru á leiöinni frá Skotlandi til Færeyja en vegna slæms veðurs í Færeyjum ákváðu þær að fara til Hornafjarðar „Konan sagði okkur að hún heföi skellt vélinni í sjóinn við brim- garðinn," segir Friðrik Jón. -JI DV, Hornafirði: „Ég þakka guði,“ var það fyrsta sem við heyrðum Lidíu segja þegar við fundum hana þai' sem hún var búin að vera tvo tíma í sjónum, sagði Þorvaldur Hafdal, skipverji á fiskibátnum Gústa í Papey SF, sem bjargaði annarri konunni sem var með flugvélinni sem fórst við Stokksnes á fóstudagskvöld. Þor- valdur er ásamt Þorvarði Helgasyni í áhöfn Gústa i Papey. „Við vorum búnir að leita út af Stokknesinu og þegar austur fyrir það kom fundum við hana strax. Ekki var að sjá neitt brak úr flug- vélinni. Lidía virtist fyrst ekki al- mennilega hafa áttað sig á hvað hafði gerst og vera i hálfgerðu sjokki en á leiðinni í land fór hún að átta sig og okkur létti mikið þeg- ar hún fór að gráta, þá vissum við að allt var í lagi. Hún var ótrúlega dugleg eftir þessa lífsreynslu," segir Þorvaldur. -JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.