Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999
5 JAPISS
og auk þess: 9tl^r^
14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn
og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára.
Dregið 20. ágúst
Vikulega verður dreginn
út áskrifandi sem fær
kr. 30.000 í vöruúttekt að
eigin vali í Útilífi.
Heildarverðmæti vinninga er
700.000 kr.
Heppinn áskrifandi fær SONY
heimabíó frá Japis sem er:
29" 100 riða sjónvarp
6 hátalarar
Fréttir
Fingurgull úr
fornri gröf
DV, Egilsstöðum:
„Þessi hringur er með svipuðu
mynstri og Miðhúsasilfrið og er
mjög rnerkur fundur. Kolefnisgrein-
ing úr gröf þar sem hringurinn
fannst gefur tímabilið 875-980. Mið-
húsasilfrið er aldursgreint frá
900-1000. Bein úr annarri gröf sýna
með aldursgreiningu tímann
1005-1250. Hér virðist því hafa verið
grafsett á löngu tímabili fyrir og eft-
ir kristnitöku,“ sagði Jóhanna Berg-
mann, safnvörður við Minjasafnið á
Egilsstöðum.
Miðhúsasilfrið er þar til sýnis
ásamt þessari nýju viðbót, fing-
urgulli sem fannst við uppgröft á
Þórarinsstöðum í Seyðisfirði.
Stjómandi við uppgröftinn er Stein-
unn Kristjánsdóttir fomleifafræð-
ingur og hefur hún gefið út bækling
um uppgröftinn, sem hófst raunar á
síðasta ári. Steinunn dregur þær
ályktanir m.a. af aldursgreiningum
úr uppgreftinum að á Þórarinsstöð-
um hafi verið kumlateigur fyrir
kristnitöku, skammt ffá bæjarhús-
um.
Um 1000 hafi þessum heiðna graf-
reit verið breytt í kristinn heima-
grafreit, en þarna hafa fundist tveir
steinkrossar. Síðan hafi verið reist
kirkja á 11. öld. Það sanna fjórar
hlaðnar stoðholur sem komu í ljós
við uppgröftinn. Greftrun hafi síðan
farið þama fram allt til þess að
kirkjan var aflögð snemma á 13. öld.
Grafir snúa cillar austur-vestur.
Það getur vel staðist hvað heiðnar
grafir snertir þar sem á þeim tíma
réð landslagið mestu um hvemig
grafir snera, en Seyðisfjöröur snýr
austur-vestur. í elstu gröfunum
fannst mikið af viðarkolum, en þau
eru talin tilheyra greftxunarsiðum í
heiðni. -SB
Rannsóknastofnun fiskiönaðarins:
Fær faggildingu í haust
- sérfræöingur til veiðarfærarannsókna
DV, Vestfjörðum:
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
er ein þeirra opinberu stofnana sem
aðsetur hafa í nýju Þróunarsetri á ísa-
firði. Starfsmenn hafa fram að opnun
setursins verið 3 að tölu, en verða 5 í
framtíðinni.
„Helstu verkefnin hafa undanfarið
verið þjónusta við fiskiðnaðinn á
staðnum. Nú erum við hins vegar að
færa okkur út á nýja braut, með ráðn-
ingu sérfræðings í veiðarfærarann-
sóknum,“ segir Kristinn Þór Kristins-
son, forstöðumaður útibúsins á ísa-
flrði.
„Vaxtarbroddur stofnunarinnar
hér er i rannsóknum til viðbótar á
beinni þjónustu eins og verið hefur. í
þessu húsi höfum við betri aðstöðu og
vonumst til að hér getum við tekið að
okkur fjölþættari verkefni í tengslum
við aðra aðila. Nú í ágúst verður þessi
stofa svo tekin út samkvæmt Evrópu-
staðli EN 45001. Þá fær RF faggildingu
sem á að tryggja viðskiptavinum
sama öryggi við rannsóknavinnu og
best gerist í Evrópu.
Varðandi veiðarfærarannsóknimar
Kristinn Þór Kristinsson, forstöðu-
maður RF, og María Halldórsdóttir í
nýju aðstöðunni í Þróunarsetrinu á
ísafirði. DV-mynd Hörður
hefur Hafrannsóknastofnun sinnt
rannsóknum á veiðigetu. Við munum
hins vegar skoða þau út frá því hvern-
ig áhrif þau hafa á gæði fisksins sem
í þau koma. Væntanlega munum við
þá geta nýtt okkur samvinnu við
Netagerð Vestfjarða, sem hefur stund-
að sínar eigin rannsóknir á veiðarfær-
um sem þar eru framleidd," sagði
Kristinn Þór. -HKr.
Kennarar Reykjanesbæ:
Eingreiðsla upp á 300 þús.
DV, Suðurnesjum:
Meirihluti bæjarráðs Reykjanes-
bæjar lagði fram tillögu á fundi ný-
lega um tímabundið átak í ráðn-
ingamálum kennara.Þar er meðal
annars lagt til að heimilt verði að
greiða réttindakennurum sem ráða
sig i 100% starf við grunnskóla, leik-
skóla og tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar og flytjast búferlum til bæjar-
ins ílutningsstyrk, - eingreiðslu upp
á krónur 300.000,- Skilyrði er sett
fyrir því að kennarar geri samning
til minnst tveggja skólaára .
A.G.