Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 DV onn Ummæli Davíð og Jesús „Hvað skal segja um mann sem myndi vefjast tunga um tönn ef maður spyrði hann hvort Jesús Kristur hefði haft eitthvað það til að bera sem gerði hann meiri Davíð Oddssyni.“ Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur um Hannes Hólmstein Gissurarson, ÍDV. Eins og í Englandi „Þetta er nákvæmlega eins og nánast alltaf í Englandi, rigning og aftur rigning." Graham Taylor, knatt- spyrnustjóri Watford, spurður um veðrið, í Morg- unblaðinu. Verða að vinna fyrir kaupinu „Kennarar verða að vinna fyrir kaupinu sínu.“ Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórn- ar, um kröfu kennara um að fá borgaðan ágústmánuð. Hljómur bæjarins „í raun og veru er umrædd- ur hávaöi hljómur bæjarins og þaö verður fólk annað hvort að skilja eða þá flytja." Reynir Vilhjálmsson tands- lagsarkitekt um kvartanir íbúa í Grjótaþorpi um há- vaða frá veitingahúsum. Lífsgæðakapp- hlaupið „Hvemig á nokkur mann- eskja að fást í grundvallarstörf þegar lágmarks- lífsgæði nú til dags felast í risa- einbýlishúsi, upphækkuðum | jeppa sem er að- eins keyrður innanbæjar og rándýmm tuskudruslum? Ásta Svavarsdóttir bók- menntafræðingur, í DV. Að losna úr fýlunni „i fullri vinsemd vil ég benda menningarvitum borg- arinnar á góða leið til aö losna úr fýlunni. Farið til Þingeyrar, allri lykt hefur verið eytt í því plássi. í stað- inn viljum við fá vinnufúsa Þingeyringa til að bræða loðnu." Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður i Sjómanna- félagi Reykjavíkur, í Morg- unblaðinu. I Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskóla íslands á Hvanneyri: Viðurkenning löggjafans á mikilvægi landbúnaðar DV, Vesturlandi: „Nýja starfið leggst bara vel í mig. Það felast miklir möguleikar í þeim lag- aramma sem stofhunin hefur fengið og stofnun landbúnaðarháskóla er mikil viðurkenning löggjafans á mikilvægi landbúnaðar í samfélagi framtíðarinn- ar. Það verður gaman að takast á við verkefnið og tryggja öfluga og lifandi háskólastofhun i framtíöinni," segir Magnús B. Jónsson, nýskipaður rektor Landbúnaðarháskóla íslands á Hvann- eyri til næstu fimm ára. Magnús lauk búfræðiprófi og BS- prófi frá Hvanneyri og fór síðan til starfa fyrir Búnaðarsamband Suður- land í 1 1/2 ár en fór þá til framhalds- náms í Noregi og lauk þaðan dr. scient prófi 1969. Hann starfaði fyrir norska loðdýrasambandið í 2 ár frá 1968-1970, var ráðunautur á Suðurlandi 1970-1972 en var þá ráðinn skólastjóri á Hvann- eyri. Hann hætti skólastjóm 1984 og gerðist aðalkennari í búfjárrækt við skólann til 1990. Var forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins 1990-1992 og tók þá aftur við. Alls munu hafa um 3200-3300 nemendur hafa þreytt loka- próf frá Bændaskólanum á starfstíma hans. Háskólaprófi hafa lokið um 220 nemendur. Magnús segir aðsókn að háskóla náminu fara vaxandi en aðsókn að almennu búnaðamámi hafi verið að dragast saman þar til í ár að aftur kemur nokkur uppsveifla. „En eins og um alla skóla, það geta allir bætt við sig góðum nemend- um.“ DV-mynd Daníel Hverju breytir það svo fyrir skólann að fara á háskólastig? „Það breytir miklu bæði hvað varðar alla umflöllun út á við og einnig gerir það auknar kröf- ur til starfseminnar. Það breytir miklu í öllu samstarfi við aðrar háskólastofn- anir og miklu fyrir nemendur okkar sem eru í háskólanámi. Það mun einnig Maður dagsins styrkja starfsmenntunina. Rannsóknar- starfsemin mun eflast og við fáum það hlutverk að tengja saman hina fjöl- mörgu aðila sem eru að vinna á fræða- sviði landbúnaðarins." Magnús segir að það séu mörg tækifæri til þess stofna nýjar námsbrautir í nýja skólanum, bæði í starfsmenntun og há- skólamenntun. „Það hefur ekki verið ákveðið hvaða náms- brautir verður boðið upp á en ég hef við önnur tækifæri nefnt námsbrautir á sviði umhverfismála og landbúnaðar, á sviði nýbúgreina á borð við skógrækt o.fl.“ Um síðustu áramót hóf skólinn að bjóða upp á kennslu á fjamámsstigi og hefur aðsóknin verið góð og árangur fyrstu fjarnámsnemendanna góöur. „Það voru kenndar ýmsar grunn- og sérgrein- ar búfræðinnar eftir því hvernig undir- búningur nemendanna var. Við munum halda þessu áfram og bjóða upp á nýja valkosti frá og með næstu áramótum." Ég er ekki sérfræðingur í neinu er lýt- ur að tómstundum og starfið blandast mjög í áhugamálin utan vinnunnar. Ég gutla í ýmsu þegar tími gefst til,“ segir Magnús. Eiginkona Magnúsar er Steinunn S. Ingólfsdóttir bókasafns- fræðingur og starfar hún sem yfirbókavörður við safn skólans. Þau eiga tvö böm, Sofflu Ósk, 35 ára, dr. í eðlisefnafræði sem starfar við háskóla Verona á Ítalíu, og Jón, 30 ára, M.Sc í markaðsfræði sem starfar í London sem markaðstjóri hjá þjón- ustufyrirtæki. -DVÓ - Orgeltónleikar Næsti flytjandi í tónleika- röðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði er Christian- Markus Raiser, orgelleikari frá Karlsruhe, Þýskalandi, og eru tónleikar hans í kvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni er tónlist eftir Thi- ele, C.P.E. Bach, J.S. Bach, Rinck, Merkel og Mendels- sohn-Bart- holdy. Áhuga- . vert er Flöten- - Concert fúr die Orgel, op. 55 eftir Johann Rinck og Variationen úber ein Thema von Beethoven, F-Dur, op; 45 eftir Gustav Merkel, verk sem bæði eru ekki mikið heyrð og bæði fallegt og gaman að heyra. . Christian-Markus Raiser fæddist 1962 í Eschental og stundaði nám í tónlist í Stuttgart og Trossingen. Hann var frá 1986-1991 kór- stjóri og organisti við Evangelische Stadtkirche í Renningen og frá 1991 var hann kórstjóri og organisti við Ev. Stadtkirche í Stutt- gart-Untertúrkheim og starfar í dag við Ev. Stadtkirche í Karlsruhe. 1990 lauk hann meistaragráðu- prófi í orgelleik. Þrjár geislaplötur hafa komiö út með orgelleik Raiser og hann hefur haldið orgeltón- leika í Þýskalandi, Noregi, Frakklandi, Danmörk, Sviss og Ítalíu. Tónleikar Myndgátan Lausn á gátu nr. 2450: £y þoR- Brennur til kaldra kola Hressir kylfingar í Vest- manna- eyjum. Þar, eins og í öðr- um golf- kiúbbum, hefst meistara- mót í dag. Meistaramót golfklúbba Þessa dagana eru meistaramót golfklúbbanna að hefjast og lang- flest mótin hefiast í dag, meðal annars í stærsta golfklúbbi lands- ins, Golfklúbbi Reykjavíkur, en þar er gert ráð fyrir að þátttakend- ur verði um 320. Meistaramótin eru aðalmót sumarsins hjá golf- klúbbunum og er yflrleitt keppt í mörgum flokkum. Allir bestu golfleikarar landsins eru meðal þáttakenda enda líta margir svo á að mótið sé besta -------- æfingin fyrir IþrÓttÍr landsmot sem _____________ verður 4.-8. ágúst. Landsmótið verður spilað á tveimur golfvöll- um, Hvaleyrinni í Hafnarfirði og Odfellow-vellinum í Heiðmörk. Hin mikla aukning á kylfingum sem orðið hefur á undanfórnum árum, sérstaklega á höfuöborgar- svæðinu, hefur gert það að verk- um að meistaramótin hafa sprengt af sér vellina og hjá sumum klúbb- um er byrjað að leika í birtingu svo klára megi fyrir myrkur. Golf- klúbbur Reykjavíkur hefur yflr tveimur átján holu golfvöllum aö ráða, Grafarholtsvelli og Korpúlfs- staðavelli og eru þeir nýttir í mót- inu frá morgni til kvölds. Bridge Þrjú grönd á hendur NS er ekkert sérlega gæfulegur samningur en vandvirkur sagnhafi ætti auðveld- lega að finna vinningsleið í þessari legu. Legan er að vísu hagstæð í laufinu en þó er óþarfi að treysta á svíningu í þeim lit. Vestur gjafari og eillir á hættu: é Á42 542 ♦ ÁD93 ♦ Á105 * 76 «* G6 K7 * D876432 ♦ K853 4* ÁD98 ♦ 542 4 K9 Vestur Norður Austur Suður pass 1 -f pass 1 s* pass 1 grand pass 3 grönd P/h Austur spilar út spaðadrottningu og sagnhafi gerir best í því að gefa þann slag þrátt fyrir hættuna í lauf- litnum. Austm- heldur áfram með spaða sem sagnhafi drepur á ásinn í blindum, Næst er hjarta spilað á drottninguna. Þegar sú svíning geng- ur er tekin tígulsvín- ing. Hún gengur einnig og horfur orðn- ar bjartari. Ljóst er að spilið vinnst ef annar hvor rauðu litanna brotnar 3-3 eða þving- un er fyrir hendi. í þessari stöðu er best að spila lágu hjarta. Vestur á slaginn og gerir best í því að spila tígulkóng. Hann fær einnig að eiga þann slag og þá verð- ur hann að spila laufi í þessari stöðu: * - «*. ♦ - 4 D876532 f 2 2 f Á9 4 Á105 f 109 V K10 f G10 * G f K8 "* Á8 f 2 * K9 Sagnhafi drepur gosa austurs á kóng og getur nú augljóslega svinað laufi. En engin þörf er á því. Sagn- hafi spilar einfaldlega laufi á ásinn og austur getur enga björg sér veitt. Hann getur ekki haldið valdi á þrem- ur litum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.