Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 33 Myndasögur Veiðivon Jóhanna Jónasdóttir með lax sem veiddist á maðk í Setbergsá fyrir fáum dögum. Vatnasvæði Hvítár: staða gott eftir að hlaupið byijaði í Haga- vatni og ekki virðist það í rénun eins og staðan er núna. Þeir einu sem virð- ast veiða laxa er netaveiðimennimir. Setbergsá: 5 laxar komnir á land „Það hafa veiðst 6 laxar en um helg- ina fengust 3 laxar og einn í fyrradag, áður voru komnir 2 laxar,“ sagði Jón A. Snæþjömsson, formaður Stanga- veiðifélags Austur-Húnavatnssýslu, í gærkvöld, en veiðimenn eru byrjaðir að fá hann í Setbergsá. „Laxarnir hafa allir veiðst á maðkinn og svo hefur veiðst eitthvað af hleikju líka. Ég held að næstu dagar ættu að gefa vel, vatn- ið er gott í ánni og það er stærstur straumur í dag,“ sagði Jón. Það er veitt á tvær stangir í Setbergsá. Miðá: Efri-Þröskuldur Við sögðum frá því í fyrradag að stærsti laxinn í ánni hefði veiðst í Pallinum en það rétta er að laxinn veiddist í Efri-Þröskuldi. Eini pallur- inn sem við vitum um er við veiðihús- ið og þar hefur fiskurinn örugglega ekki veiðst. Það var Leó Guðbrands- son sem veiddi fiskinn og hann var 18 pund Fyrst við erum erum að tala um Miðá er rétt að segja frá því að lax hef- ur veiðst í Tunguá sem rennur i Miðá en þessi veiddist í Svalbarðsfossi. Þar hafa sést nokkir laxar. Sportvörugerðin hf., Mávahlíð 41, s. 562 8383. Slæm „Það er lítið að frétta héðan eins og staðan er núna, þetta er djöfuls dauði, staðan er helvíti slæm. Á Pailinum í Ölfusá hafa aðeins veiðst 17 laxar og það er ekki mikið,“ sagði Ágúst Mor- hens í Veiðisporti á Selfossi er við spurðum um stöðuna á svæðinu. En hlaupið í Hagavatni og núna síðast aukið vatnsmagn í Tungufljóti hefur spilað verulega inn í veiðiskapið á svæðinu. „Það hafa aðeins veiðst 2 eða 3 lax- ar hérna fyrir neðan í Ölfusánni. En Veiðivon Gunnar Bender það er mokveiði í netin, 30-40 fiskar á dag í sumar lagnimar. Veiðin gengur rólega í Soginu og Stóru-Laxá. Veiðin gengur vel í Baugsstaðaósnum, Gísli Karl var þar fyrir fáum dögum og hann veiddi 10 og 9 punda sjóbirting. Stefán Jón Hafsteinn veiddi 7 fiska og voru þeir stærstu 7 pund. Þetta fékk hann allt á flugu,“ sagði Ágúst að lok- um. Ástandið á svæðinu er alls ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.