Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@rff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samkeppnin lifnar við Eitt af öðru falla hin lögvernduðu einokunarvígi. Nú hefur enn eitt skarðið verið höggið í rammgerða víg- girðingu Landssímans. Neytendur og fyrirtæki munu njóta þess. Samningur Íslandssíma og Línu, fyrirtækis Orku- veitu Reykjavíkur, um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets á veitusvæði Orkuveitunnar markar ákveðin tímamót á íslenskum fjarskiptamarkaði. Þar með fær Landssíminn í fyrsta skipti samkeppni á öðr- um sviðum arskiptaþjónustu en GSM-símaþjónustu, þar sem Tali hf. hefur tekist að ná fótfestu. Reynt hefur verið að gera þátt Reykjavíkurborgar í að koma á samkeppni í fjarskiptum tortryggilegan, líkt og talsmaður Landssímans í DV í gær: „Það vakna ýms- ar spurningar þegar einkafyrirtæki hefur fengið Reykjavíkurborg til að leggja út fyrir grunninum í fjar- skiptakerfi sínu. Þróunin upp á síðkastið er sú að opin- berir aðilar dragi sig út af fjarskiptamarkaðnum, eins og reyndar öðrum mörkuðum. Einkavæðing Landssím- ans stendur nú fyrir dyrum þegar Reykjavíkurborg ákveður að fara sjálf út í þennan rekstur.“ Ákveðinn hressleiki leikur um Landssímann þessa dagana en hressleikinn má ekki verða svo mikill að for- ráðamenn fyrirtækisins byrji að kasta steinum úr gler- húsi. Talsmenn fyrirtækis, sem í skjóli ríkisverndaðrar einokunar hefur tekist að byggja upp dreifikerfi og heldur símnotendum, einstaklingum og fyrirtækjum, í gíslingu, hafa ekki efni á því að amast við þótt opinber- ir aðilar taki þátt í því að tryggja að raunveruleg sam- keppni komist á. Þvert á móti eiga þeir að vera svo stór- ir að fagna samkeppni sem eflir flesta menn til dáða. Samgönguráðherra er heldur ekki yfír sig hrifinn af framtaki Reykjavíkurborgar - segist hafa áhyggjur af offjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Væri ekki nær að ráðherrann tæki af skarið í einkavæðingu Landssím- ans? Hvaða áhyggjur á ráðherra í ríkisstjórn að hafa af því þótt einhverjir aðilar út í bæ ráðist í fjárfestingu sem kannski stendur undir sér og kannski ekki? Væri ekki nær að beina athyglinni að því hvernig hægt er að tryggja raunverulega samkeppni í fjarskiptum, neytend- um og fyrirtækjum til heilla? Öll rök hníga að því að Landssíminn verði seldur, þó það kunni að vera skynsamlegt að kljúfa fyrirtækið upp í sjálfstæð fyrirtæki um leið og dreifikerfið yrði opnað fyrir alla sem vilja selja fiarskipta- og símaþjónustu. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því Landssíminn varð sjálfstætt hlutafélag í eigu ríkisins hefur fyrirtæk- ið gengið í gegnum miklar breytingar sem gera því kleift að takast á við samkeppni. Yfirburðir Landssím- ans eru hins vegar gífurlegir, hvort heldur er litið til þeirrar staðreyndar að fyrirtækið sat eitt, til skamms tíma, að fiarskiptamarkaðinum eða þess fiárhagsstyrks sem það býr yfir. Þegar saman fer mikil þekking starfsmanna, fiárhags- legur styrkur og einokun fyrirtækis til langs tíma, er ekki auðvelt fyrir aðra að hasla sér völl í samkeppn- inni. Þá kunna yfirvöld samkeppnismála að vera eina vörn þeirra sem sækja að risanum og einmitt þess vegna er hugsanlegt að skynsemi sé í því að skipta Landssímanum upp í nokkur sjálfstæð fyrirtæki. Óli Björn Kárason Sú aðvörun skal endurtekin að verði Keikó sleppt lausum getur hann orðið slysavaldur, sérstaklega gætu smá- bátar orðið fyrir barðinu á dýri sem hefur verið í einangrun í svo mörg ár... Keiko - leiksoppur fáránleikans Kjallarinn Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur frelsun að ræða, sagði talsmaður uppátækis- ins, vegna ákalls frá bömum heimsins. Varla verður því trúað að sveltur heimur hafi verið með sérstakar kröfugerðir á sama tíma og nokkur hund- ruð börn falla úr hor dag hvem vegna nær- ingarskorts. Svona langt getur dýrkun fá- ránleikans gengið án þess að að nokkrum finnist það athugavert. Þó að fáránleikann með Keiko hafi borið hátt síðustu mánuðina þá er af mörgu öðra skringilegu að taka. „Það hefur löngum loðað við fólk úti í heimi að það beri meiri umhyggju fyrír ýmsum dýrateg■ undum, ekki síst ferfætlingum, heldur en fyrir sinni eigin teg■ und, mannfólkinu.“ Eins og fram kem- ur í lítilli bók, Hval- reki eða kvalræði, þá era öfgar nútím- ans svo magnaðar að mat fólks á réttu eða röngu er víðs fjarri. Fáránleikinn hefur náð yfirhöndinni á fjölmörgum sviðum.' Frelsun Keiko er dæmigert hugtak um brenglaðar at- hafnir og firringu. Kannski er fárán- leiki ekki eingöngu nútímafyrirbrigði því óneitanlega sver bramboltið og plokk- ið í kringum Keiko sig talsvert til sög- unnar um dansinn í kringum gullkálfinn í Gamla testament- inu. Menn eru gjarn- ir á að vilja græða á góðverkum. Fáránleikinn að þessu sinni á rætur að rekja til Hollywood eins og margt annað sem raskar ró nútímamannsins. Gerðar voru kvikmyndir um frelsun Willy. Vinsældir kvikmyndanna fóru fram úr björtustu vonum. Nú var nauðsyn á að reka endahnútinn og láta Hollywood-drauminn rætast með því að frelsa Keiko í raun, kvikmyndastjörnuna í Willy-mynd- unum. Wamer Brothers lögðu auð- vitað peninga í púkkið og efnt var til samskota. Ótrúlega háar upp- hæðir hafa safnast til þessa frels- unarverkefnis, líklega um eitt hundrað sinnum hærri upphæð en Keiko kostaði á sínum tíma við brottför frá íslandi. Dýrkun fáránleikans En þetta Keiko-mál má ekki nefna réttu nafni. Flest viðskipti gera það, jafnvel þó til þeirra sé stofnað í ábataskyni. Hér er um Það hefur löngum loðað við fólk úti i heimi að það beri meiri um- hyggju fyrir ýmsum dýrategund- um, ekki síst ferfætlingum, heldur en fyrir sinni eigin tegund, mann- fólkinu. Jafnvel er mörgum skít- sama um sína nánustu. Tíkin og sambýliskonan Oft hafa slíkar sögusagnjr kom- ist á kreik og þá verið frá þeim sagt. Meðal þeirra sem komið hafa við sögu er bandaríski auðkýfmg- urinn Sidney Altmann. Frá hon- um var sagt í fréttum á sínum tíma. Altmann ánafnaði gæludýri sínu, tíkinni Samönthu, allar eig- ur sínar, þar á meðal glæsivillu í Beverly Hills. Hins vegar sat sam- býliskonan Marie Dana við allt annað borð en tíkin. Að vísu fær Marie Dana að búa í villunni á meðan tíkinni Samönt- hu endist aldur. Að auki fær hún 60 þúsund dali árlega í lífeyri sem virðist allriflegt. Hins vegar má hún éta það sem úti frýs þegar tík- in er öll. Þá verður húsið og allar aðrar eigur Altmanns seldar og rennur andvirðið til dýraverndun- arsamtaka. Dana er að vonum óhress með þessa niðurstöðu. Hún hyggst samkvæmt fréttinni fara í mál við dánarbúið og krefjast helmings auðæfanna til móts við tíkina. Engar fréttir hafa enn borist af því að Marie Dana hafi hlotið er- indi sem erfiði. Kannski það verði í þessu máli sem mörgum öðrum úti í hinni stóru Ameríku að það verða aðeins lögfræðingarnir sem hafa hag af málarekstrinum en báðar þær sambýliskonan Marie Dana og tíkin Samantha deyi blankar. Aðvörun - Keiko getur reynst hættulegur Að lokum skal vikið að Keiko á ný og endurtaka þá aðvörun að ef honum verður sleppt lausum getur hann orðið slysavaldur. Sérstaklega gætu smábátar orð- ið fyrir barðinu á dýri sem hefur verið I einangrun í svo mörg ár og hefur ekki getað þjónað sínum náttúrulegu þörfum. Einangrunin hefur vafalaust haft slæm áhrif á Keiko enda eru háhymingar hópdýr og sjást helst aldrei einir á ferð. Einsemdina reyndi vesalings Keiko að vinna upp með því að riðlast á bíldekkj- um af stærstu gerð til að reyna að þjóna bældri náttúru sinni. Þetta olli auðvitað mikilli hneykslun vestur í Oregon á meðal við- kvæmra aðdáenda sem tóku fyrir augun á börnum sínum. Lögmálum náttúrunnar verður seint breytt hvort sem atvinnugóð- mennin í Vestmannaeyjum vinna við þjálfun eða afþjálfun Keiko þessar vikumar. Jón Kr. Gunnarsson Skoðanir annarra Lindarskýrsluna á borðið „Það kom fáum á óvart að niðurstaða ítarlegrar úttektar opinhera kerfisins á Lindarmálinu yrði sú að engan væri hægt að draga til lagalegrar ábyrgðar fyrir að um 800 milljónum króna af eignum lands- manna var á glæ kastað ... Samkvæmt því pólitíska ljármálasiðferði sem ríkt hefur hér á landi um langt skeið er nefnilega fátt saknæmt við að brenna upp eigur þjóðarinnar, fé almennings i landinu. Fyrir slíkt framtak fá menn frekar stöðuhækkun en refs- ingu ... Auðvitað á þjóðin heimtingu á að fá fulla vit- neskju um það hvernig bankastjórar, bankaráðs- menn og starfsmenn Landsbankans héldu á málum með svo hörmulegum afleiðingum." Elías Snæland Jónsson í leiðara Dags 13. júlí. Lykt af menningu viö höfnina „Menningin sér um sína. Þeir sem hafa menningu þurfa ekki lykt. Ferðamálafrömuöur mætti í sjón- varpsfréttir og náði ekki upp á nef sér. Útlendingar höfðu fundið vonda lykt í miðbæ Reykjavíkur ... Sennilega hefur verið búið að segja útlendingunum að Reykjavík væri menningarborg, ekki slorborg. Óheppilegt... Reyndar skil ég ekki hvaða bakgrunn það fólk hefur sem er í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er eins og þessu fólki sé ekkert heilagt þegar kemur að menningu og sú árátta þess að ráðast að höfninni þess vegna er ótrúleg. Því í ósköpunum er ekki verkið klárað, fyllið bara í höfnina og byggið þar menningarhús við menningarhús." Birgir Hólm Björgvinsson í greininni „Hver fer í fýlu" í Mbl. 13. júlí. Nektardans ekki list „Mér finnst þetta ekki vera list, en ég er hins veg- ar ekki á móti þessu. Það tekur fjögur ár að læra að verða danskennari og það sem við erum að kenna er alvöru dans. Nektardans þarf ekki að læra því þú kennir engum að verða fatafella. Mér fmnst alveg sjálfsagt að leyfa þetta ef eftirspum er fyrir hendi og þetta gengur ekki út í öfgar, en ég vil ekki kalla þetta listdans. Erótískur dans eða eitthvað svoleiðis er ekki listdans." Skoðun Auðar Haralds í Degi 13. júli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.