Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Prins frá Úlfljótsvatni 1. v. stóðhestur Glæsilegur klárhestur með tölti, hreinræktaður af Kolkuósstofni, verður í girðingu í nágrenni Selfoss frá 23. júlí. Upplýsingar í síma 482 2668 eða 854 2668. Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn Opift. Mán - Fi 10-18 : Fö 10-19 i Lau 10-18 ' Su 12-17 NÝJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI Útlönd Khatami íransforseti: Mótmælin ógna öryggi landsins Þúsundir írana, margir með myndir af hinum látna trúarleiðtoga Khomeini, gengu um götur Teheran í íran í morgun og lýstu yfir stuðn- ingi við íslömsku klerkastéttina. Höfðu klerkamir hvatt til göngunn- ar sem var sjónvarpað beint í ríkis- sjónvarpinu í íran. Khameini, æðsti trúarleiðtogi írans, hvatti í gær samtök ungra vopnfærra múslíma til að brjóta á bak aftur óeirðimar sem brotist hafa út í kjölfar mótmæla stúdenta undan- farna sex daga. Stúdentarnir, sem upphaflega efndu til mótmæla gegn lokun frjálslynds dagbiaðs, sögðust í gær ekki ætla að taka þátt í göngunni í dag til stuðnings klerkaveldinu. Mikil átök brutust út í íran í gær er lögregla beitti kylfum til að stöðva mótmæli námsmanna. Óbreyttir borgarar komu til liðs við stúdenta og tóku þátt í bardögunum við lög- regluna í miöborg Teheran. Átök brutust út á ný í Teheran í gær milli námsmanna og lögreglu. Forseti írans, sem í kosningabar- áttu sinni lofaði ýmsum umbótum í landinu, fordæmdi í gær mótmæli stúdenta og sagði þau ógna öryggi landsins. Sagði hann mótmæli ekki gagna umbótastefnu stjórnarinnar. Kvaðst forsetinn viss um að tilgangur mót- mælenda væri af illum toga. Hingað til hafa stjómmálaskýrendur litið á mótmælin sem pólitískan sigur fyrir Khatami en í gærkvöld sá hann sig neyddan til að fordæma þau. Svo virtist sem mótmælin væru komin úr böndunum. Leiðtogar stúdenta, sem sumir eru í nánu sambandi við forsetann, við- urkenndu í gær að þeir hefðu ekki lengur stjóm á mannfjöldanum í Teheran. „íran er orðið eins og Palestína. Hvers vegna eigum við bara að sitja og horfa á,“ hrópuðu mótmælendur í gær. Þrátt fyrir mikla fátækt og atvinnuleysi eru bæði fjárhættuspil og hanaat daglegir viðburðir í borginni Dili á Austur- Tímor. Maðurinn á myndinni býr hana sinn undir að berjast. Símamynd Reuter Odýri kvikmyndagerðarmaðurinn Haukur M. Hrafnsson. Vhjjjj 'ó 1-T h i Hvalveiðimenn skutu á gúmbát grænfriðunga Skotið var á gúmbát grænfrið- unga úr norsku hvalskipi síðast- liðinn mánudag. Trond Eide, lög- reglumaður í Stavanger, sagði í gær að allt benti til að skotið hefði verið á gúmbátinn. Norska strandgæslan gerði skip grænfriðunga, Síríus, upp- tækt síðastliðinn mánudag undan suðurströnd Noregs. Grænfrið- ungar höfðu reynt að koma í veg fyrir hrefnuveiðar norska hval- veiðiskipsins Katos. Lögreglan á eftir að yfirheyra áhöfn skipsins um skotárásina. Ekki stendur til að yfirheyrslan fari fram fyrr en skipið kemur til hafnar að loknum veiðum, það er i fyrsta lagi eftir um tvær vikur. Skip grænfriðunga fær ekki að sigla fyrr en hvalveiðitímabilinu lýkur 1. ágúst næstkomandi. Stuttar fréttir r>v Eins og í Strandvörðum Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, heldur áfram kosningabar- áttu sinni í New York og hélt á strönd í gær til að láta mynda sig með strand- gestum. „Mér finnst eins og ég sé í Strand- vörðum," sagði Hillary í gamni um leið og hún stillti sér upp með sólbrúnum og vöðvamiklum lífvörðum. Aukefni í sígarettum Komið hefur í ljós að tóbaksfyr- irtæki hafa stundað það að setja aukefni í sígarettur til að gera þær meira ávanabindandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá breskum krabbameinsrannsókn- arsjóði og Massachusettsríki í Bandaríkjunum. Bjórflöskur drepa Alls hafa 5 látist og 52 slasast í Kína að undanfomu þegar bjór- flöskur hafa sprungið framan í fólk. Eldar í Alaska Miklir eldar geisa nú í Alaska í kjölfar mikils hita og þurrka í jörðu. Eldingaveður á mánudag varð til þess að 16 nýir eldar kviknuðu í miðhluta landsins en fyrir loguðu eldar á 49 stöðum víðs vegar um rikið. Tekur ákvörðun í dag Öll spjót standa nú á David Trimble, leiðtoga Sambandssinna á N-írlandi, en hann verður að ákveða í dag hvort hann og flokkur hans, Ulster, sam- þykki friðar- drög þeirra Blairs og Aherns um myndun heimastjórn- ar og afvopnun öfgahópa. Hart hefur verið gengið á eftir Trimble að samþykkja friðardrögin. Tony Blair lagði í gær frumvarp fyrir breska þingið sem á að tryggja að Sinn Féin verði vikið úr heima- stjórninni standi IRA ekki við sinn hluta samningsins. Nýr forsætisráðherra Fyrram bankastjóri og kaup- sýslumaður, sir Mekere Morauta, tók formlega við embætti forsæt- isráðherra á Papúu Nýju-Gíneu í gær. Meira skrifað um karla Helmingi fleiri minningarorð era skrifuð um karla en konur í bandarískum dagblöðum. Þetta kemur fram í rannsókn félags- fræðingsins Robin Moremen sem skoðaði 500 minningargreinar. Skotið á írak írakar halda því fram að vest- rænar flugvélar hafi hæft skot- mörk í norðurhluta landsins i gær. Lestarmorðingi í haldi Mexíkóski flækingurinn Rafael Ramirez, sem granaður er um að hafa myrt að minnsta kosti átta manns, gaf sig fram við lögreglu í Texas í gær. Ramirez var á lista FBI yfir tíu hættulegustu menn heims. Trump íhugar framboð Viðskiptajöfurinn og milljarða- mæringurinn Donald Tramp hef- ur hug á að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta mun Tramp hafa sagt i viðtali við vikuritið Newsweek á dögunum. Tramp er þekktur kvennamaður og kvaðst í ljósi mikilla umræðna um kvennamál Clintons geta fullvissað fólk um að sínar vinkonur væra miklu sætari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.