Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Fréttir Pólsk oröa fyrir störf í þágu áfengissjúkra: Póllandsforseti heiðraði íslending - Stefán Jóhannsson byggöi upp áfengismeöferö og þjálfaöi pólskt fagfólk Stefán Jóhannsson áfengisráð- gjafi var í síðustu viku heiðraður af Aleksander Kwasniewski , for- seta Póllands, fyrir uppbyggingar- starf sitt i þágu áfengismeðferðar í Póllandi. Stefán veitti orðu sem nefnd er „Order of merit“ eða þakklætisorðan viðtöku í forseta- höllinni nú á dögunum. Mikið hef- ur verið fjallað um orðuveitinguna í pólskum fjölmiðlum, bæði í sjón- varpi og 1 dagblöðum. Einnig hefur verið gefin út bók í Póllandi með viðtölum við Stefán um áfengissýk- ina. Bókin, sem skrifuð er af pólsk- um lagaprófessor, Wiktor Osi- atynski, nefnist „Alcoholism, sin or disease?" og hefur hún einnig verið gefin út í Bandaríkjunum. „Þetta byrjaði allt fyrir um tólf árum þegar ég bjó í Bandaríkjun- um og var fenginn til að fara til Póllands til að meta þarfir á með- ferð fyrir alkóhólista og skipulagn- ingu AA-samtakanna í Póllandi. Stefán Jóhannsson áfengisráðgjafi hlaut mikla athygli fjölmiðla í Póllandi á dögunum er hann var heiðraður af forseta Póllands, Aleksander Kwasniewski, fyrlr uppbyggingu áfengismeð- ferðar þar í landi. DV-mynd ÞÖK Ég fór svo nokkrar ferðir þangað næstu árin til að þjálfa fag- fólk í áfengismeðferð og koma þessu öllu af stað.“ Stefán segir þörfina fyrir nútímalega áfeng- ismeðferð hafa verið mikla á þessum tima því meðferðarúrræði hafi verið frumstæð og alkóhólistar einfald- lega taldir geðveikir. Sterk tengsl landanna „Það tók um tvö ár að koma þessu öllu i gang en síðan hefur þetta verið í fullum gangi og gengið framar öllum vonum síðastlið- in tíu ár. Nú eru kom- in meðferðarúrræði í fangelsum og komin sérstök meðferðarheimili sem áður voru ekki til staðar." Stefán segir Pólverja finna sig mjög nálægt íslendingum og þeir hafi munað vel eftir heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Póllands síðastliðinn vetur. „Ég hélt fyrirlestra m.a. í Varsjá, Kraká og Gdansk og mér fannst mjög merkilegt að pólsk-ís- lenska vináttufélagið í Varsjá var mjög spennt fyrir þessu öllu. Pól- verjunum fannst líka mjög merki- legt að íslendingur skyldi vera sóttur til Bandaríkjanna til þess- ara starfa í stað einhvers Banda- ríkjamanns. En ástæðan fyrir því var auðvitað meðal annars sú að það var mun auðveldara fyrir mig að komast inn í Pólland á þessum tíma heldur en einhvem Banda- ríkjamann." -GLM Gífurleg stemning á Landsmóti skáta ‘99: Mjög góð þátttaka í mótinu nýjustu frétt- ir og slúður. Þá er einnig mótsútvarp til staðar sem verður væntanlega með beinar útsendingar af hinum og þessum leikj- um. Þema mótsins er „Leiktu þitt lag“ og skín tónlist því í gegnum flest allt á því. Á Leiktu þitt lag Dagskráin er uppfull af alls kyns leikjum og ævintýrum. Á svæðinu er starf- rækt mótsblað sem kemur út á hverjum degi með DV Úlfljótsvatni. í gærkvöldi fór fram mótssetning á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Stemningin í hópnum sem sat fyrir framan hátíðarsviðið var ískrandi góð og bros á hverjum munni. Setn- ingarathöfnin byrjaði á þvi að Gaui litli stórskáti barði bongótrommur af krafti við mikinn fögnuð áhorfenda. Gaui sá einmitt um skreytingu hátíð- arsviðsins. Þá sungu skátarnir söngva af fullri raust og fulltrúar aUra þjóða sem saman eru komnar á Úlfljótsvatni köstuðu kveðju á hina. Mótið stendur í viku, nánar tiltekið 13.-20. júlí, og er nóg að gerast. Skáta- félögin voru búin að koma upp búð- unum sínum í gærkvöldi en í dag verður haldið áfram við smíðar hliðanna sem ein- kenna tjaldsvæði hvers félags. Mikill fjöldi skáta frá mörgum löndum Myndin er frá setningu mótsins. er nú saman kominn viö Úlfljótsvatn. DV-myndir Teitur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Jónas B. Jónsson f.v. skátahöfðingi voru meðal heiðursgesta. hverjum degi er sérstök tónlistar- stund og aUir læra einnig hina og þessa dansa. Þá fær hver og einn þátttakandi sérstaka mótsflautu og er honum gert að læra táknmál sem henni fylgir. Þátttakan á mótinu er með eindæmum góð, þetta er stærsta Landsmót skáta sem hefur verið haldið. Rúmlega 3000 eru á mótinu sjálfu og gert er ráð fyrir að þar bæt- ist ofaná 2000 manns sem verða þama að hluta til og líti inn. -hvs Landsmót skáta ‘99: Alþjóða samhugur Þeir félagar Erik, Alexander og Martin em fæddir og uppaldir í Svía- ríki, nánar tUtekið í Stocksund. Þeim var alveg sama þó veðurguðimir væm ekki ennþá komnir í gott skap þrátt fyrir að vera nýkomnir úr 30 stiga hita. Þegar þeir vora spurðir að því hvað það væri sem þá hlakkaði mest tU að gera á Landsmótinu var ekki langt í svarið: Að kynnast öðm fólki, eignast nýja vini aUs staðar að úr heiminum. Ekki skemmdu stelpumar þá fyrir. Á Landsmótinu em skátar frá yfir tutt- ugu löndum, öUum heimsálfum. Fólk flykkist hvaðanæva að; 150 manna hóp- ur frá Hong Kong ferðaðist yfir hálfan hnöttinn tU þess að geta verið í vinnu- búðum á mótinu, hjálpað tU; tvær kon- ur frá Egyptalandi mættu á svæðið og hvöttu alla tU að koma á skátamót tU sín; stór hópur frá Japan brosti sínu breiðasta; skátar frá Nepal, Grikklandi, Puerto Rico og svona mætti lengi telja. AUir koma þeir með sama hugarfari, að skemmta sér og kynnast nýju fólki og siðum. -hvs Erik Persson, Alexander Hammerland og Martin Svenselius hlökkuðu mest til að kynnast nýju fólki. DV-mynd Teitur Stuttar fréttir i>v Fyrsti einkaskólinn Nuddskóli Guðmundar Rafns Geirdal hefur fengið við- urkenningu menntamála- ráðuneytisins sem einkaskóli. Skólinn, sem er á framhaldsskólastigi, er fyrsti skól- inn sem fær slíka viðurkenningu á því stigi. 50 nemendur em við skól- ann og 86 hafa útskrifast sem nudd- fræðingar. Ástand vatnsbúskapar Landsvirkjun hefur sent fyrir- tækjum í orkufrekum iðnaði bréf þar sem bent er á að veðurfar það sem af er sumri hafi ekki verið vatnsbúskap fyrirtækisins hagstæð- ur. Sökum þess getur komið til verð- hækkana og skerðingar á ótryggðu rafmagni og afgangsorku. Fylgst með Borgarráð beindi í gær þeim til- mælum til Lögreglunnar í Reykja- vík og Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur að fylgjast grannt með gangi máli í Grjótaþorpinu en íbúar þar hafa kvartað mikið vegna skemmtana- halds i hverfinu. Gengur vel Sophia Han- sen sagði í við- tali við Morgun- blaðið í morgxm að dætrum sin- um, þeim Dag- björtu og Rúnu, vegnaði vel í skólanum að eig- in sögn. Ekki væri þó ömggt að þær fengju inngöngu í háskóla þar sem neitað væri að taka við nemendum i kuflum með andlitsblæjur. Sophia mun hitta dætur sínar aftur í dag. Tengsl við glæpasamtök Lögreglan í Keflavík rannsakar nú hvort tveir menn, sem handtekn- ir vora vegna gruns um flkniefha- brot i Grindavík um siðustu helgi, tengist mótorhjólasamtökunum Hell’s Angels. Ummerki þess efnis fúndust við húsleit þar sem m.a. var lagt hald á um 20 grömm af hassi og 7 grömm af efni sem líklegt þykir að sé LSD. Olía hækkar Bylgjan sagði frá þvi í morgun að talið er að olíuhækkanir erlendis muni hafa slæm áhrif á útgerðina hér heima. Líklegt þykir að styttast fari í það að olía verði hækkuð. í gær var hráolíutunnan á Rotterdam- markaði hækkuð úr 10 í 19 dollara. Skógaskóli hættir Framhalds- skólinn að Skóg- um hættir eftir 50 ára starfsemi eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Drífa Hjartar- dóttir, formaður skólanefndar skól- ans, að ákveðið hafi verið að starf- rækja skólann ekki á næsta ári þar sem of fáar umsóknir bárust. Aðeins sóttu 18 nemendur um skólavist og 11 staðfestu skólavist sína Ríkisstjórn Tvö mál vora á dagskrá á ríkis- stjómarfundi í gær. Utanríkisráð- herra ræddi breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn og menntamálaráðherra áherslur OECD-ríkja í rannsóknum og vísind- um. Dró úr skjálftum Mjög dró úr jarðskjálftum við Kleifarvatn í fyrrinótt. Upp úr kl. 7 og til 7.30 mældust nokkrir litlir skjálftar með upptök í Holtum, n.t.t. um 11 km norður af Hellu eða 2-3 km norður af Marteinstungu. Stærstu skjálftamir urðu kl. 7.03,2.1 á Richter, og 7.18, sem var 2,6 að stærð. Eimskip í ferjurekstur? Eimskip hefur í hyggju aö hefia ferjurekstur milli Færeyja, íslands, Danmerkur og Aberdeen í Skotlandi næsta sumar. Þegar hefur færeyska fyrirtækið Smyril Line rekstur á þessum siglingarleiðum. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.