Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 27 Sviðsljós Nú á að græða á litla syninum Tímaritið OK! ætlar að birta myndir af komungum syni Kryddpíunnar Victoriu Adams óg Davids Beckhams á forsíðu sinni. Tímaritið hafði keypt einkarétt á birtingu mynda úr brúðkaupsveislu Victoriu og Davids fyrir um 130 milljónir íslenskra króna en bresku kvöldblöðin urðu á undan að birta myndimar. Þess vegna á nú að reyna að hala inn fé með því að lokka kaupendur með myndum af syninum litla sem heitir Brooklyn. Verða það fyrstu opinbem myndirnar af Beckhamhjónunum með litla krúttinu sínu. Victoria í stuði. Símamynd Reuter Hin nýgiftu hafa fundið fleiri leiðir til þess að græða peninga. Ef marka má frásagnir erlendra blaða hafa þau selt margar af ræðunum sem fluttar voru í brúðkaupsveislu þeirra. Blaðið Sunday People birti um helgina margar ræður, þar á meðal ræðuna sem David hélt Victoriu. „t fyrsta sinn sem ég sá þessa stúlku vissi ég að ég myndi kvænast henni og elska hana það sem eftir væri ævinnar," sagði David meðal annars. Þetta þóttu að vonum fógur orð. Vonandi hættir David Beckham aldrei að elska Victoriu sína. Kata Moss með glas í hendi á ný Ofurfyrirsætan Kate Moss dvaldi á meðferðarstofnun utan við London i nóvember á síðasta ári. Eftir meðferðina virtist eins og fyrirsætan hefði dregið úr drykkj- unni. En nú sést hún á nýjan leik með glas í hendi í veislum fina fólksins á tísku- stöðum i heimsborginni. Það virðist því sem Kate Moss sé komin i sama gamla farið aftur. Hún sést ekki nema með glas í hendi. Umboðs- maður ofúrfyrirsætunnar vill ekki tjá sig um ástand hennar. Það vakti á sínum tíma mikla athygli þegar Kate greindi frá því að meðferðinni lokinni að hún hefði alltaf verið undir áhrifúm áfengis eða annan-a fikniefna á tískusýningum. Tvískiptur sumarkjóll suðurkóreska hönnuðarins Moon Goon er einkar glæsilegur. Undanfarna daga hafa 300 hönnuðir sýnt sumartískuna fyrir árið 2000 í Hong Kong. Símamynd Reuter Nicole og Tom þurftu ekki kynlífsráðgjafa: Höfða skaðabóta- mál gegn Star Nicole Kidman og Tom Cruise hófu í gær skaðabótamál gegn bandaríska blaðinu Star. Þau segja blaðið hafa farið með ósannindi þegar greint var frá því i vetur að Stanley heitinn Kubrick hefði þurft að ráða kynlífs- ráðgjafa vegna myndarinnar Eyes Wide Shut. Ástæðan hefði verið fá- kunnátta þeirra hjóna í ástarleikjum. PhO Bunton, ritstjóri Star, segir frétt blaðsins sanna en í henni var vitnað til kynlífsráðgjafanna Tony og Wendy Dufiield sem kváðust hafa ver- ið ráðin til að kenna hjónunum sitt- hvað um hvílubrögð. Óvíst er að þetta dugi Bunton rit- stjóra því Dufiíeldparið hefur gefið eið- svarinn vitnisburð þess efnis að þau hafi aldrei kennt þeim Nicole Kidman og Tom Cruise nokkum skapaðan hlut. Nicole og Tom á góðri stundu. Hagkvæmasta leiðin úr landi uda Sérblað DV Sérteia® DV ©étHbO®© DV Miðvikudaginn 21. júlí nk. mun veglegt sérblað um ferðir ínnanlands fylgja DV. Ferðir innanlands hafa komið út í tæpa tvo áratugi og er löngu búið að festa síg í sessi hjá lesendum DV sem margir hverjir geyma blaðið sér til upplýsingar þegar leggja á land undir fét. Umsjón efnis er í höndum Jóns Birgis Péturssonar, blaðam. DV, í síma 550 5000 Auglýsendum er bent á að hafa samband sem fyrst við Sigurð Hannesson, auglýsingadeild DV, í síma 550 5728, netfang: sh@ff.is, eða Þórð Vagnsson í síma550 5722, netfang: toti@ff.is Auglýsendur, athugið að auglýsingum þarf að skíla til DV fyrir föstudagínn 16. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.