Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 5 e>v Fréttir Biðraðir við Keisarann við Hlemm fyrir hádegi: Hleyp ekki með koppa á eftir gestum - segir veitingamaðurinn í höll hinna vonlitlu Margeir Margeirsson við Keisarann: - Rotaður af strokufanga. DV-myndir ÞÖK húsið og íslensku óperuna blikna í samanburðinum. Lífið á Keisaran- um getur líkst súrsætri martröð þegar líður á kvöld: Hróp, köll, grátur og hlátur renna saman í eina allsherjarkviðu sem þó er að- eins bergmál af tilvistarkreppu fólks sem misst hefur fótanna á hálu svelli lífsins. Skammaður af kerlingum „Mig dreymir Keisarann aldrei. Þær myndir sem greipast í hugskot mitt geymi ég eins og annað en stundum halda gamlar kerlingar vöku fyrir mér með simhringing- um. Þær eru þá að skamma mig fyr- ir að hella áfengi ofan í syni sína sem margir hverjir voru orðnir sífullir löngu áður en ég fermdist," segir Margeir Margeirsson og bend- ir á að öll keisaraveldi eigi það sam- eiginlegt að vera ósnertanleg - og standa lengi. Sjálfur sé hann til í að hætta - fyrir rétt verð. -EIR „Ég hef hitt miklu meiri drullu- sokka úti í þjóðfélaginu en í þeim hópi sem sækir Keisarann,“ segir Margeir Margeirsson veitingamað- ur sem rekur eina alræmdustu búllu á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað; Keisarann við Hlemm. Á skilti ofan við dyr stend- ur reyndar að Keisarinn sé „besti barinn í bænum“ og var sú fullyrð- ing eitt sinn kærð til samkeppnis- ráðs. Ekki var þó gripið til aðgerða þvi Margeir svaraði því til að þetta væri brandari sem má til sanns veg- ar færa þegar inn er komið. Þar sit- ur fólk af ýmsu sauðahúsi og kaffi- drykkja er ekki áberandi. Stórir bjórar hvíla í höndum flestra. Sum- ir eru stroknir og fínir, fleiri bíða eftir jólabaðinu. Augu gesta mörg hver sljó en þó stingandi eins og oft vill verða við amfetamínneyslu. Sumir sofa á meðan aðrir vaka. Gestir drepa tímann og drekka sig í form til að mæta nýjum degi enda klukkan ekki enn orðin tólf á há- degi. Keisarinn opnar klukkan ell- efu og þá er biðröð fyrir utan. Mar- geir Margeirsson hefur rekið ingastofnunar hefur kvartað yfir rekstri Keisarans á núverandi stað enda er staðhæft að viðskiptavinir stofnunarinnar séu hræddir að ganga fram hjá staðnum. Starfs- mannafélag Tryggingastofnunar hefur einnig kvartað svo og tisku- vöruverslun gegnt staðnum og ís- landsbanki á næsta homi. Viðskipti ganga ekki sem skyldi á þeim hluta Laugavegarins sem nær frá Snorra- braut og upp á Hlemm. Allt vegna Keisarans. Ráðherra fær sér kollu „Vandamálið á þessum hluta Laugavegarins er einfaldlega skortur á salernisaðstöðu. Ekki get ég að því gert þó fólk sé að míga og æla allt út hér í nágrenninu. Ég hleyp ekki með koppa á eftir gest- um mínum þegar þeir fara. Hér í portinu fyrir aftan sé ég starfsfólk Tryggingastofnunar og heilbrigðis- ráðuneytisins standa og reykja á meðan aðrir standa örlítið frá og sprauta sig eða ganga örna sinna. Ekki get ég að því gert. Ég er ekki mannkynsfrelsari," segir Margeir Benetton-búðirnar þegar þær vom og hétu i Reykjavík. Hann þvertek- ur fyrir að viðskipti með fíkniefni og þýfi fari fram á Keisaranum. Gestir sínir séu ekki nógu vitlaus- ir til að reyna slíkt. Flestir séu þeir með farsíma og stundi sín við- skipti þannig. Lögreglan geti stað- fest að það sé undantekning að fikniefhi finnist á gestum Keisar- ans þegar leitað sé: „Sjálfur get ég ekki verið að fara ofan í vasa gest- anna þegar þeir koma inn hinsveg- ar er athyglisvert að hingað koma með í fínu taui, pressaðir og stífir og halda að hægt sé að kaupa fíkniefni hér eins og á markaði.“ Hróður Keisarans hefúr borist víða um land og hópferðir verið skipulagðar utan af landi þar sem takmarkið er: „Kvöld á Keisaran- um“. Landsbyggðarfólkið lætur þá vita af sér með fyrirvara og mætir svo í nokkra bjóra og virðir fyrir sér mannlífið eins og það telur það gerast verst í höfuðborginni. Mörgum sveitamanninum hefur kvöld á Keisaranum orðið ógleym- anlegt og pakkaferðir í Þjóðleik- Hann heitir Árni og drekkur sinn bjór á Keisaranum þegar hann er ekki að vinna. Keisarann í tíu ár og sér ekki eftir því. Tryggingastofnun vildi kaupa „Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert. Ef maður ætti að vera að sjá eftir einhverju og velta sér upp úr því ætti maður helst að sjá eftir því að hafa fæðst en það geri ég ekki. Allt tal um að ég sé einhver örlaga- valdur í lífi gesta minna og leggi líf margra þeirra i rúst er eins og að skamma ljósastaur fyrir að lýsa ekki. Ekki flyt ég áfengi til landsins, ekki sel ég eiturlyf, ekki ákveð ég hvort þetta fólk komi hingað eða ekki. Ég rek þennan bar eins og hvert annað fyrirtæki og á mínar góðu stundir hér eins og gerist og gengur. Hér er fjölskrúðug flóra af mannfólki - bæöi gott ifólk og slæmt,“ segir Margeir sem fyrir skemmstu fékk tilboð í Keisárann frá Tryggingarstofnun ríkisins sem ráðgerði að nota húsnæðið fyrir af- greiðslu sína. Samkomulag var um verð en Tryggingastofnun vildi ekki kaupa reksturinn og því varð ekk- ert úr kaupunum. Yfirstjórn Trygg- og bætir því við að reyndar kunni hann vel við að hafa heilbrigðis- ráðuneytið fyrir ofan sig og heil- brigðisráðherrar hafi oftar en einu sinni litið við á barnum hjá sér „... þó þeir hafi ekki límst við hann eins og margir,“ segir Margeir sem rekur Keisarann í góðu samráði við yfirmenn lögreglunnar í næsta húsi: „Ef þeir þurfa að finna ein- hvern þá koma þeir fyrst til mín. Lögreglan kom og spurði um Vatnsberann á dögunum. Ég gat sagt þeim að hann hafi verið kexruglaður í Ölveri í Glæsibæ nokkrum dögum áður. Þeir komu einnig hingað að leita strokufang- anna af Litla-Hrauni en þá hafði ég ekki séð. Reyndar kannaðist ég við annan þvf hann rotaði með með bjórkönnu eitt kvöldið hér á staðn- um og ég er enn með ör á höfðinu eftir það högg. Það er eina árásin sem ég hef orðið fyrir hér á Keisar- anum,“ segir Margeir. Pílagrímsferðir utan af landi Margeir Margeirsson þekkir vel til viðskipta því hann rak Margeir á barnum: - Allir kvarta nema gestirnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.