Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 7 DV Fréttir Kjarvalsstaöir kæra 5 „Kjarvalsverk“: Hafa keypt 11 falsverk „Þetta eru allt myndir sem eru keyptar af mér og mín- um kolleg- um,“ sagði Gunnar Kvaran en Kjarvalsstað- ir keyptu alls 11 málverk þegar Gunn- ar var for- stöðumaður Kjarvalsstaða og þar af 5 eftir listamanninn sem safnið er kennt við. Andvirði þeirra verka sem safnið keypti er um 1,5 milljón en söluverð eins verkanna er ekki skráð hjá ríkislögreglu- stjóra. Allar myndirnar voru keypt- ar hjá Gallerí Borg. „Við lögðum til við yfirstjórn safnsins að þessar myndir yrðu keyptar. Þær voru all- ar skoðaðar af Kristínu Guðnadótt- ur, sérfræðingi safnsins, og við sáum ekkert athugavert við þær,“ sagði Gunnar sem telur að mis- tök safnsins hafi verið fólgin í því að fá ekki eig- endasögu mynd- anna. ■ „Þá voru það ekki viður- kenndir við- skiptahættir en af útliti verkanna að dæma gátum við ekki séð nema að um al- vöruverk væri að ræða. Þegar um- ræðan um falsan- imar kom svo upp létum við Ólaf Inga Jóns- son forvörð skoða verkin og svo voru þau kærð til lögreglu." Gunn- ar var forstöðu- maður Kjarvals- staða 1988-1997. -hb Heiti vcrks: Lvsing á verki: Höfundarmcrking: Kœrandi: Dags. k»ru: Kaupandi! cigandi: Scijandi: Sala: Söiuandviröi: Haustskip Vwnsiitir - stxrö 64,2 x 52,2 sm Jóhannes Kjarval Jóhanncs Aibert Sxvarsson, hdl, f.h. Ólaft Inga Jónssonar, forvarðar 18.06.1997 Kjarvaisstadir Ciallcri Borg Uppboónr. 1 - 07.03.19<>3 230.000.00 kr Ljósrit úr rannsóknargögnum Ríkislögreglustjóra. Vinsælast að falsa Kjarval: Apótekari keypti falsanir fyrir 6 milljónir Rannsóknartilvik: 13 Heiti verks: Lvsing á verki: Höfundarmcrking: Kærandi: Parið Vatnslitir - stærð 39,7 x 52,1 sm ^ Jóharuies Kjárval Jóhannes Albert Sævar 'on, hdl, f.h. Ólafs Inga Jónssonar, forvaröar Dags. kæru: Kaupandi / eigandi: Scljandi: Sala: Söluandvirði: 18.06.1997 Kjarvalsstaðir Galleri Borg Uppboð nr 120.000/ Alls hafa rúmlega 80 málverk verið kærð til ríkislögreglustjóra sem grunur leikur á að séu fölsuð. Málverkin eiga það öll sameiginlegt að vera keypt hjá Gallerí Borg og flest á uppboðum frá 1990-99 en eitt þeirra var keypt í febrú- ar á þessu ári. í yfirliti sem efnhags- brotadeild ríkislögreglustjóra hefur sett saman má fmna upplýsingar um höfundarmerkingu verkanna, kær- anda, kaupanda verksins, söluandvirði o.fl. auk þess sem ljósmynd af hverju verki fylgir. Skv. yfirlitinu heíúr verið vinsælast að falsa myndir eftir Jóhann- es S. Kjarval enda hafa myndir eftir hann verið þær dýrustu um áraraðir á íslenskum myndlistarmarkaði. Alis hafa 17 meint falsverk með höfundar- merki Kjarvals verið kærð en næstur á eftir honum er Þórarinn B. Þorláksson sem hefur um 13 falsverk. Erfitt er að átta sig nákvæmlega á lista ríkislög- reglustjóra því á a.m.k. fjórum stöðum í yfirliti um rannsðknartiivik embætt- isins er vinnubrögðum eitthvað ábóta- vant. T.d. er höfundarmerkingin ÞÞ áberandi á einni ljósmyndinni en í texta stendur að myndin sé að öllum líkindum eftir Jóhannes Kjarval. ÞÞ var höfundarmerki Þórarins B. Þor- lákssonar. Svipuð mistök hafa átt sér stað í a.m.k. þremur öðrum tilfellum. Keypti 32 falsverk Næstur á eftir Þórami eru Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur) og Nína Tryggvadóttir en óprúttnir hafa falsað 8 málverk eftir hvort þeirra. Og fimmti er Þorvaldur Skúlason en höfund£irmerking hans er notuð á 7 falsverk. Af ljósmyndum af meinhim falsverkum að dæma má sjá að flest falsverkin hafa ekki augljós stílbrögð þess málara sem myndin var merkt. Myndir frá París, úr dönsku þorpi, New York, frá London og ýmsar upp- stillingar bera engin augljós stíl- brögð meistaranna sem þau eru heimfærð á. Hins vegar hefitr sá eða þeir sem ábyrgð bera á fólsununum haft nokkuö fyrir því að merkja meisturunum ýmis verk úr íslenskri náttúru, myndir frá Breiðafirði, Eyr- arbakka, Patreksfirði, frá Esjunni o.fl. Nöfn þeirra sem hafa keypt mynd- imar hljóma flest kunnuglega. Kaup- endur eru flestir þekktir úr íslensku athafnalífi en athygli vekur að dánar- bú Nínu Tryggvadóttur keypti eina mynd sem ætluð er folsuð eftir lista- konuna. Slíkar aöferðir þekkjast er- lendis og eru oft keypt falsverk í þeim tilgangi að taka myndina úr umferð. Sá einstaklingur sem hefur keypt flest falsverk hefur keypt alls 32 málverk fyrir tæpar 6 milljónir króna. Kaupandinn er apótekari á höfúðborgarsvæðinu. Ekki hefur ver- ið gefin ákæra á hendur neinum vegna þessara falsverka enn sem komið er. -hb 1 afsláttur áöllum iii*« vorunum 20% afsláttur á #Lowe "alptne vörunum Erum enn að taka ti! TILBOÐSVERÐ A VÖNDUÐUM ÚTIVISTARBÚNAÐI Tiinbcriaiide 20-70% Regatta fatnaður og útivistarbúnaður Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 560 3878

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.