Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999
11
DV
Fréttir
Smábátaútgerð vestra:
Verður lokaskriðan
í hruni Vestfjarða
- segir Ólafur Ragnarsson skipstjóri
DV, Vestfjörðum:
„Fiskiríið hefur verið lélegt
núna síðustu vikurnar en var
mjög gott framan af. Það hafa ver-
ið lélegar gæftir og lítið hægt að
róa. Menn muna ekki annað eins
tíðarfar. Það byrjaði að bræla I
september í fyrra, ég veit ekki
hvort er aðeins að slá á það núna,“
segir Ólafur Ragnarsson, skip-
stjóri á Margréti ÍS, frá Flateyri.
Ólafur stundar línuveiðar á
krókabáti á aflamarki og segir
hann útgerðina hafa þurft að leigja
Olafur Ragnarsson skipstjóri.
DV-mynd Guðm. Sig.
Saumastofa á Barðaströnd:
Hefur staðið af
sér allar sveiflur
Þrjár af konunum á saumastofunni Strönd á Barðaströnd. Frá vinstri Sigur-
björg Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.
DV-mynd Guðm. Sig.
DV, Baröaströnd:
Á Barðaströnd er saumastofan
Strönd sem starfrækt hefur verið
frá árinu 1978. í upphafí var talsvert
umleikis hjá saumastofunni enda
var þá mikið saumað fyrir Álafoss
sem þá var einhver stærsta ullar-
verksmiðja landsins. Á undanforn-
um árum .hefur heldur dregið úr
rekstri stofunnar þar til nú að stof-
an hefur náð samningum um að
sauma fyrir prjónastofuna ísprjón
ehf. á Hvammstanga.
„Við saumum úr ull og kamb-
gami fyrir Isprjón auk þess sem við
höfum verið að taka að okkur önn-
ur verkefni. Meðal annars höfum
við saumað nokkuð fyrir sjúkrahús-
ið á ísaflrði og svo má ekki gleyma
því að við saumum vinsælar jóla-
sveinahúfur," segja þær stöllur á
Strönd, Sigurbjörg, Guðrún og Val-
gerður.
Samningurinn við ísprjón trygg-
ir jafnari vinnu en áður var og eru
nú fjórar konur í fostu starfi við
stofuna. Þegar mikið er að gera er
lausráðið fólk fengið til starfa til að
anna verkefnum. Saumastofan er
mikil fylling í atvinnulíf kvenna á
svæðinu og hefur stofan staðið af
sér allar þær miklu sveiflur sem
riðið hafa yfir slík fyrirtæki í land-
inu á þessum ámm.
„Það hafa komið kaflar sem lítið
hefur verið að gera. Þá höfum við
minnkað við vinnuna en stofan hef-
ur verið starfrækt allar götur frá
því hún var opnuð fyrst, þó mis-
mikið hafi verið að gera. Enda hef-
ur verið gott fyrir okkur hérna í
sveitinni að hajfa þetta með búun-
um.“
-GS
til sín kvóta og kaupa, auk þess
sem afla sé landað tonn á móti
tonni þannig að fiskkaupandi leggi
til hluta kvótans.
„Við löndum bara þar sem hæst
er verðið - höfum meira að segja
landað töluverðu af aflanum til
Húsavíkur. Kvótastaðan gerir okk-
ur mjög erfitt fyrir þannig að við
verðum að gera sem mest verðmæti
úr aflanum."
Mikið hefur verið þrengt að smá-
bátaútgerð á undanfornum árum
með þrengdum reglum um stjórnun
fiskveiða. Og vist er að margir
kvíða breytingum þeim sem boðað-
ar hafa verið á næsta ári, á fiskviði-
stjórnun smábáta, og telja smábáta-
sjómenn að búið sé að þrengja nóg
að þeim fyrir og varla á bætandi.
„Mér líst mjög illa á framtíðina
fyrir smábátaútgerð hér á Vestfjörð-
um. Ætli maður verði ekki orðinn
atvinnulaus eftir að steinbíturinn
og ýsan verða komin undir kvóta.
Það er óskiljanlegt að smábátar
þurfi að sæta kvóta í þessum teg-
undum. Mér sýnist að verið sé að
hygla LÍÚ eina ferðina enn. Þeir
vilja fá allt í kvóta til að auka verð-
mæti skipanna og stjórnvöldum
virðist vera að miklu leyti stýrt frá
LÍÚ. Ég get ekki ímyndað mér að
nýi sjávarútvegsráðherrann breyti
neinu þar um. Ég held að hann sé
steyptur í nákvæmlega sama mót og
Þorsteinn Pálsson og gæti allt eins
verið klónaður af honum. Þessi ráð-
stöfun gengur frá vestfirskum sjáv-
arplássum. Þetta verður lokaskrið-
an í hruni Vestfjarða. Smábátarnir
hafa tekið við hráefnisöflun eftir að
búið er að selja flesta togarana burt
með aflaheimildum. Menn verða að
fara að átta sig á stöðunni hérna,"
segir Ólafur skipstjóri. -GS
S.S. GUNNARSSON HF.
VELSMIÐJA
Rennismíði - Vélsmíði
Dráttarkúlur - Varahlutir í fiskvinnsluvélar
Tannhjól - Ásar - Fóðringar
Nipplar -Valsar - Slífar
Eigum á lager ryðfrítt vökvafittings.
Framleiðum eftir pöntunum.
Fljót og góð afgreiðsla.
Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 555 3343. Fax 565 3571. GSM 898 7449
Pallaolía
Viðarvörn í rétta litnum
Við blöndum rétta litinn á pallinn þinn
1.785 kr.
■
3 liimr ul .loliin |uillcK)lui
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is