Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JULI1999 DV Ónauðsynlegur lóðaskortur Atli skrifar: Sífellt hækkar íbúöaverö í Reykjavík, lóðaskortur er algjör en borgaryfirvöld gera ekkert til að minnka spennuna. Þó er eitt besta og verðmætasta byggingar- svæði höfuðborgarinnar við bæj- ardymar eða réttara sagt innan þeirra, Vatnsmýrarsvæðið. Þar má ekki byggja vegna einhverrar undarlegrar þjónkunai' borgar- stjórnar (líka minnihlutans að því er best verður séð) við Flugleiðir og Flugmálastjóm sem ráða ríkj- um í útjaðri Vatnsmýrarinnar. Síðasti samgönguráðherra verk- aði eins og eins konar einkaráð- herra fyrir Flugleiðir og innan- landsflugið og samgönguráðherr- ann núverandi tekur við sem skoðanabróðir forvera síns. Höf- uðborgin geldur þessa og lands- byggðin brosir í kampinn. Umhverfiö okkar Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í DV í dag (14. júlí) var ágætis- blaflr sem fylgdi með sem heitir „Umhverfi". I blaði þessu vom alls konar upplýsingar um um- hverfi okkar. Stundum finnst manni að manneskjunni verði ekki bjargað (að maður tali nú ekki um náttúmna) og öðm því sem margir vilja halda í lengstu lög. En betra er seint en aldrei, og fagna skal því sem vel er gert og upplýsingar af því tagi sem í blað- inu var aö finna eiga erindi til okkar allra, og á öllum tímum. Frekja og ósvífni Sjónvarpsins Björn Guðmundsson hringdi: Það er allt á eina bókina lært hjá ríkisíjölmiðlunum, miðlunum sem njóta nauðungaráskriftar og segja að sjónvarp og útvarp séu öryggistæki fyrir landsmenn. Sjónvarpið er þó sýnu verra og ráðskast með dagskrána og fréttir að vild. Þannig seinkaði fréttum Sjónvarps sl. sunnudagskvöld um liðlega 35 minútur vegna útsend- ingar á golfþætti! Þetta getur rík- isfjölmiðill ekki leyft sér, sama þótt afsökun sé borin fram í byrj- un fréttatíma. Þegar hringt var í Sjónvarpið eftir kl. 19 var manni tjáð að starfsfólk væri á móti þessu framferði en framkvæmda- stjórinn væri ábyrgur (útvarps- stjóri sagður erlendis). Málið er einfalt: Enginn hefúr leyfi til að rjúfa auglýsta dagskrá ríkissjón- varps. Framkvæmdastjóri sem þaö gerir er ekki hæfúr í sinni stöðu, hann á skilyrðislaust að víkja. Sælgætisneysla barna Foreldri sendi þennan pistil: I uppeldi er til margra hluta að líta. Sælgætisneysla barna er einn þátturinn og börn eru fljót að til- einka sér hana. Þessum varningi er líka haldið að bömum í tima og ótíma. Hjá mér fékk barnið ekki að snerta sælgæti fyrstu 3 árin og þóttum við foreldramir hinir verstu að banna ættingjum og vinum að næra barnið okkar á þessu „góðgæti" - eða hitt þó heldur. En ekki kvartaði barnið sem ekki hafði smakkað herleg- heitin. Einu bamaafmæli man ég þó eftir þegar þorstinn sótti að eft- ir afmælistertuna og ég leitaði að íslensku mjólkinni okkar í öllu gosdrykkjahafinu. En enginn hafði gert ráð fyrir svo „hallæris- legum“ veigum á borðið, nema gegn séróskum. Svo var stórum sælgætispoka dreift til hvers og eins og náði ekki nokkur krakki aö torga pokanum. Ég spyr; af hverju ekki poppkomi eða ein- hverju heilsusamlegu? Ég er viss um ,að ekkert bamanna hefði kvartað. Lesendur Slæm þjónusta á Kaffi París Sara skiifar: Ég brá mér á kaffihúsið Kaffi París á virku kvöldj fyrir nokkra eins og ég hef nokkrum sinnum áður gert. Kaffii París býður upp á góðar kökur og vinalegt umhverfi en það sama verður ekki sagt um þjónana sem þar vinna. Umrætt kvöld mætti ég á kaffihúsið rétt fyrir miðnætti en húsið lokar kl. eitt á virkum kvöldum. Þjónarnir virtust hins vegar vera á mikilli hraðferð heim því þeir vom þegar byrjaðir að ganga frá stólum upp á borð og máttu varla vera að því að afgreiða gesti sem dirfðust að koma svona seint - aðeins klukkutíma fyrir lokun! Eftir aö hafa setið lengi og beðið eftir afgreiðslu stóð ég upp og gekk að afgreiðsluborð- inu þar sem ég ætlaði að panta mér köku. Bak við borðið stóðu þrír þjónar sem vom í óöaönn að þrífa og ganga frá. Sá fyrsti virti mig ekki viðlits þegar ég bað um kökuna sem mér fannst argasti dónaskapur en síðan fékk ég afgreiðslu þegar ég spurði hvort þeir væru nokkuð búnir að loka staðnum, rétt rúm- lega tólf. Um tuttugu mínútum fyrir eitt kom síðan par inn sem hrökklaðist út aftur er það spurði hvort búið væri að loka og fekk frekar loðin svör. Tíu mínútum síðar yfirgáfu ég og samferðarmenn mínir stað- inn og var hurðinni þá læst á eftir okkur - tiu mínútum fyrir eitt. Finnst þér að leyfa eigi ætt- leiðingar samkynhneigðra? Móeiður Helgadóttir nemi: það má leyfa þær. Hljómskálatónlist í miðbænum íslendingar og stóriðjan: Ingibjörg Isaksen sundkennari: Það er í góðu lagi. Dóra Stephensen verslunarmað- ur: Það er gott mál. Svanhvít Thea Ámadóttir hús- móðir: Já, þeir geta verið góðir for- eldrar eins og allir aðrir. Guðmundur Ólafsson, eldri borg- ari: Já, er þetta ekki gott fólk? Guðrún Vigfúsdóttir húsmóðir: Já, ég held það. Þráinn Bertelsson, Fischersundi 3, skrifar: Konurnar sem afgreiða í búðun- I um hérna í mið- bænum hafa verið að biðja mig að skrifa í blöðin eða til borgarstjórnar eða einhverra málsmetandi aðila út af miðvikudags- tónleikunum á Ingólfstorgi og vilja ekki gera það Bertelsson. sjájfar af því þær vilja ekki gera öðra fólki ónæði með því að vekja athygli á skoðunum sínum. Konurnar og ég erum á einu máli um að það sé góður vilji á bak við þessa tónleika á Ingólfstorgi en það sé dáldið bamalega að þeim staðið að því leytinu til að aðalatrið- ið er ekki músíkin heldur hávaðinn sem rafkerfið getur framleitt. Þetta er eins og hjá villimanni sem sest upp í sportbíl og keyrir um á 300 km hraða af því það er há- markið sem sést á hraðamælinum og lendir fyrir björg meðan siðaðir menn keyra neðan við 90 km há- markshraða og 30 í íbúðahverfúm án tillits til þess hversu hratt megi þeyta bílnum áfram með þvi að stíga af alefli á bensínpedalann. Þessi hávaðadýrkun unglinganna er dáldið bemsk og einhver ætti að hjálpa þeim til að átta sig á lífinu; það er víst það sem uppeldi gengur út á en ekki að láta alla vitleysu eft- ir þeim. Svo væri líka gaman ef flutt væri á torginu tónlist fyrir aðra aldurshópa en smáfólkið, til dæmis fólk sem er komið yfir þrí- tugt en hefur samt ennþá gaman af lífinu. Það væri líka ábyggilega heilsusamlegt fyrir gamla fólkið á „Aðalatriðið er að taka nótís af því að það er einvörðungu ein kynslóð borg- arbúa sem hefur gaman af svona rosalegum hávaða og aðeins lítill hluti þeirrar kynslóðar," segir Þráinn m.a. elliheimilinu á horni Vestm-götu og Garöastrætis að geta fengið sér snúning annað slagið oná Ingólfs- torgi við harmónikkuundirleik og ég er viss um að þeir sem búa hérna í grenndinni á vegum Geðhjálpar hefðu líka gaman af því að lækkað væri í hátölurunum og til að mynda Bubbi Morthens væri fenginn til að syngja og spila á gítarinn sinn. En aðalatriðið er að taka nótís af þvf að það er einvörðungu ein kyn- slóð borgarbúa sem hefur gaman af svona rosalegum hávaða, og aðeins lítill hluti þeirrar kynslóðar, öllum öðmm, sem sé langflestum, finnst miklu meira gaman að hlusta á tón- listina heldur en sándið í græjun- um. Og að lokum vil ég taka fram að ég er að skrifa þetta fyrir konurnar sem alltaf eru svo elskulegar og standa vaktina sína og afgreiða í búðunum héma allt í kring, en eru svo ófram- fæmar aö vilja ekki tjá sig sjálfar op- inberlega. Mér sjálfum er nokk sama um þessa tónleika alla því yfirleitt nota ég tækifærið og fer í sund með- an hávaðadýrkunin fer fram. En ég væri svo sannarlega til í að sleppa sundinu ef alltíeinu væri farið að spila skemmtilega hljómskálamúsík ókeypis og gratis í nágrenni við mig. Með bestu kveðjum Frekar í Austur-Evrópu en á Reyðarfirði Ásdís Arthúrsdóttir skrifar: Það borgar sig sjálfsagt ekki fyrir Reyðfirðinga að slá slöku við aö berjast fyrir þessu álveri sínu og líta til framtíðar, eins og sjómaður- inn orðaði það í grein sinn í DV á dögunum. Þeir eru famir að sjá fram á að geta mannað þessa verk- smiðju með því að taka á móti flóttamönnum. Reyðfirðingar vora manna fyrstir til aö taka á móti 20 og það verður sjálfsagt ekki langt að bíða þess að þeir verði tilbúnir að taka á móti öðrum eins hópi ættingja þeirra. Svo þjónusta allan súlarliringinn _ i sima 5000 flli kl. 14 og 16 Frá Reyðarfirði. Ásdís talar til íbúanna hrútshornum. hafa Reyðfirðingar kannski von um að geta laðað að eitthvað af þessum á þriðja hundrað Pólverjum fyrir vest- an sem eygja kannski betra veður fyrir austan og betri laun í álverinu en í fiskinum. Sérstaklega ef Vest- firðingum tekst ekki að kría út meiri byggðakvóta, lán eða styrki úr Byggðasjóði til að halda úti at- vinnu fyrir þá. Ég tel þó sniðugra að íslendingar settu heldur á stofn ein- hverja stóriðju í Austur-Evrópu sé þeim svo mikið í mun að veita Austur- Evrópubúum vinnu, og hlifðu þá okkar viðkvæmu og tiltölu- lega óspilltu náttúra sem dregur hingað ferðamenn í þús- með tveimur undatali út á þaö eitt hversu ósnortin víð- átta er hér á landi. Að lokum tek ég undir orð ís- lenskufræðingsins um að þessir 3 Reyðfirðingar, sem hafa verið á at- vinnuleysisskrá undanfarið, fari bara í skógrækt á Héraði, eða gangi til liðs við Græna herinn með Stuð- mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.