Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 43 dv____________Kvikmyndir Stjörnubíó - The Thirteenth Floor: Fullkominn sýndarveruleiki? , Þær eru ekki ófáar kvik- ~ ” myndirnar sem á undan- fornum árum hafa verið að fjalla um mörkin sem skilja á milli veruleika og sýndarveruleika. Skemmst er að minnast eXistenZ og The Matrix. The Thirteenth Floor gengur lengst í sýnd- arveruleikanum enda er áhorfandinn skil- inn eftir i lokin villu- ráfandi og veit ekki í sinn haus hvort um nokkum veruleika hefur verið að ræða í myndinni. The Thirteenth nær athygli áhorfand- ans strax í byrjun í vel gerðum og áhuga- verðum atriðum Við emm stödd i hjarta Los Angeles árið 1937 og fylgjumst með eldri manni sem gamnar sér viö ungar stúlkur áður en hann hverfur til síns heima í gamalt og virðulegt hús. Hann leggst til svefhs og vaknar á þrettándu hæð í háhýsi innan um tölvur nútim- ans. Hann er Hannon Fuller (Armin Mueller- Stahl), tölvugúru sem hefur dvalið í full- komnum sýndarveru- leikaheimi sem hann hefur skapað þar sem þátttakand- inn frnnur engan mun á milli raunveruleika og sýndarvem- leika. Þetta er byltingarkennd uppgötvun en áður en Fuller get- ur látið nánasta samstarfsmann sinn, Douglas Hall (Craig Bierko), vita um árangurinn er hann myrt- ur. Hall er granaður um morðið, sjálfur veit hann að hann var ekki á morðstaðnum og myrti ekki Fuller en getur enga skýringu gef- ið á því að vitni sáu hann myrða Fuller. Svarið hlýtur að vera í sýndarveruleikanum. The Thirteenth Floor er góð skemmtun framan af, framtiðar- sakamálamynd þar sem sparlega er farið með tæknibrellur en í þess stað er góð sviðssetning. Hún heldur dampi fram yflr miðju þar sem farið er skemmtilega leið í kringum hvað er veruleiki og sýndarveruleiki. En þegar fara að koma fram tákn um að veruleik- inn, sem hingað til hefur staðið á traust- um fótum efnishyggj- unnar, geti allt eins verið sýndarveruleiki fer myndin að fara fram úr sjálfri sér og endirinn er eitthvað sem engin leið er að fá botn í. Leikstjóri Josef Rusnak. Handrit: Josef Rusnak og Ravel Centeno- Rodriguez. Kvikmyndataka Wedigo von Schultzendorf. Tón- list Harald Kloser. Aðalhlutverk: Craig Bierko, Gretchen Mol, Vincent D'Ononfrio og Armin Mueller-Stahl. Hilmar Karlsson Vincent D’Ononfrio og Craig Bierko í hlutverk- um tölvusnillinga sem fara út fyrir ystu mörk. K v i k m y n d a GAGNRÝNI Sam-bíóin: - Wing Commander: Geimhasar á lágu plani ★ Tölvuleikir og kvikmyndir eru ekki sami hluturinn og það hlýt- ur að gefa augaleið að ef hægt á að vera að gera mannsæmandi kvik- mynd úr tölvu- leik verður að fmna leiknum farveg innan ramma kvik- myndarinnar, láta hann öðlast líf umfram það sem hægt er að gera á skjánum. Þetta er eitt- hvað sem leik- stjóri Wing Commanders, Chris Roberts, Flugmennirnir Blair og Marshall f hremmingum. Freddie Prinze jr. og Matthew Lillard í hlutverkum sínum. um leið jarðarbúum stríð á hendur. Einhverra hluta vegna er geimskip- ið, sem flugmennimir tveir em á leið til, eina björgun jarðarinnar úr klíp- unni, hvers vegna er eins og flest annað í myndinni án skýringa. Upp- hefst nú sögu- þráður sem er með eindæmum þunnur og án nokkurrar skynsemi þar sem loftbardag- ar em eina af- þreyingin en þeir em þreyt- hefúr engan skilning á Kvikmynda andi til lengdar. Ekki en hann er sjáifsagt FEÍ/MI bæta leikarar myndina fyrsti tölvuleikjahöfund- uAuNK I Pll oger spum hvað gæða- urinn sem fær milljónir dollara upp í hendumar til að gera kvikmynd úr eigin tölvuleik. Af- raksturinn er ein leiðinlegasta stjömustriðsmynd sem gerð hefur verið. Það er ekki hægt að fá neinn skynsamlegan botn í myndina, hún er eins líflaus eins og tölvuleikurinn sem hún er gerð eftir. Wing Commander gerist árið 2564. Tveir flugmenn, nýkomnir úr þjáif- unarskóla, era á leið til geimstöðvar þar sem þeir eiga aö leysa aðra flug- menn af. Á meðan á ferð þeirra stendur ná óvinimir, sem era heldur ófrýnilegir, svo ekki sé meira sagt, að komast yfir uppdrátt af vörðum sigl- ingaleiðum tO jarðarinnar og segja leikarar á borð við Júrgen Prochnov og David Suchet era að meina með því að leika í dellu á borð við þessa. Markaðsverð ungu leikaranna sem eiga að selja mynd- ina hlýtur að hafa lækkað þegar frammistaða þeirra í myndinni er höfð í huga, þar sem helst má aétla af látbrögðum þeirra að víðátta geims- ins sé knattspymuvöllur. Leikstjóri og handritshöfundur Chris Roberts. Kvikmyndataka Thierry Arbogast. Aöalleikarar: Freddie Prinze jr„ Matthew Lill- ard, Saffron Burrows, Jurgen Prochnow, Tchéky Karyo, David Warner og David Suchet. Hilmar Karlsson 29" 100 riða sjónvarp i fær SONY Heppinn heimabíó frá Japis sem er: Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. 6 hátalarar og auk þess: 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. ■ ■ aniCA UI IL.U- JAPISð eBGBiEI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.