Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 53 Margt sem tengist Titanic er á sýn- ingunni í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Htanic Sett hefur verið upp Titanic-sýn- ing í húsnæði Hafnarfjarðarleik- hússins Hermóðs og Háðvarar. Um er að ræöa safn með úrval ljós- mynda og sýningarmuna sem tengjast sögu Titanic og þá sérstak- lega smíði skipsins. Þá hafa starfs- menn Landsbókasafnsins tekið saman efni sem tengist umfjöllun íslenskra fjölmiðla um skipið og örlög þess á sínum tíma. Einnig verða til sýnis munir úr kvik- myndinni Titanic sem fór sigurfór um heiminn fyrir tveimur árum. Má þar til dæmis nefna búninga og borðbúnað, auk þess sem tónlist kvikmyndarinnar mun hljóma í sýningarsalnum ásamt myndskeið- um úr myndinni. Á sýningunni gefst gestum kost- ur á að „kafa“ niður að flakinu með tölvubúnaði og kanna þar að- Sýningar stæður og umhverfi og hægt verð- ur að skoða annað markvert efni sem nú er fáanlegt á tölvutæki formi og tengist Titanic. Til þessa verða nokkrar öflugar tölvur sett- ar upp á sýningunni til afnota fyr- ir sýningargesti. Expo Islandia mun, í samvinnu við Kvikmyndasafn íslands, skipuleggja sérstaka kvikmynda- hátíð í tengslum við Titanic-sýn- inguna þar sem sýndar verða helstu útgáfur Titanic-kvikmynda bæði gamlar og nýjar. Kvik- myndasýningamar eru í Bæjar- biói í Hafnarfirði. Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir leika í Stykkishólmskirkju á morgun. Tríó-tónlist Tríó-tónleikar verða haldnir í Stykkishólmskirkju á morgun kl. 17 og í Reykholtskirkju á sunnudaginn kl. 16. Flytjendur eru Eydís Franz- dóttir, óbó, Kristín Mjöll Jakobs- dóttir, fagott, og Unnur Vilhelms- dóttir, píanó. Efnisskrá tónleikanna er i anda sumars, létt og skemmtileg. Leikin verða þrjú tríó þar sem kynnast má sumarsælu í þremur mismunandi löndum. Frá Englandi verður leikið tríó eftir Madeleina Dring. Hún leið- ir hlustandann á vængjum söngsins yfir fagúrgræna akra Englands. í nýju verki eftir Hróðmar Inga Sig- urbjömsson er ferðast um landið okkar hreina og tæra í sínu sterka Tónleikar litaskrúði. Um er að ræða frum- flutning. Þriðja verkið er svo franskt eftir Jean Francais. Þar kynnast áheyrendur París, iðandi af lífi, glensi og gríni, en einnig er komið við á vínekrum Frakklands og brugðið á leik meðal pálmatrjánna á Rivíerunni. Tónleik- unum lýkur svo á íslenskum söng- perlum eftir Sigfús Halldórsson, Sig- valda Kaldalóns og fleiri. Tríóið, sem þær Eydís, Kristín Njöll og Unnur skipa, var stofnaö í október 1997 og hefur spilað við ýmis tækifæri. Hafnarborg: Litli óperukórinn Einn af bestu kómm Danmerkur, Det lille operakor, er kominn til landsins og heldur tón- leika í kvöld kl. 20.30 í Hafnarborg, Hafnarfirði. í kómum era einungis atvinnusöngvarar sem eru annað- hvort einsöngvarar við Konunglega leikhúsið eða syngja í Óperukórn- um. Stjómandi kórsins og píanó- leikari er Adam Faber sem lauk námi við Konunglega danska tón- listarháskólann. Hann var kórsöngmeistari við Mal- mö Musikteater 1995-1997 en hefur frá árinu 1990 ver- ið óperaæfingastjóri við Konung- lega leikhúsið. Danskir söngvar ráða mestu í fyrri hluta tónleikanna. Þeir eru eft- Tónleikar ir Niels W. Gade, P.E. Lange-Múller, C.E.F. Weyse, P. Heise og Carl Niel- sen. í seinni hluta tónleikanna eru kaflar úr þekktum óperum og lýkur honum með Negro Spirituals. Auk tónleika Litla óperakórsins í Hafnarborg verða tónleikar í Stykk- ishólmi, Reykholti, þar sem kórinn verður hluti af tónlistarhátíðinni og að lokum á Sauðárkróki. Óperukórinn sem syngur í Hafnarborg í kvöld. Hlýjast sunnan til NV 8-10 m/s, skýjað að mestu og stöku skúrir norðaustan til. Annars NV 5-8 m/s og víðast léttskýjað. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast sunnan til síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 23.08 Sólarupprás á morgun: 4.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.00 Árdegisflóð á morgun: 1.21 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 8 Bergsstaóir Bolungarvík alskýjaó 6 Egilsstaóir 7 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 9 Keflavíkurflv. hálfskýjaö 8 Raufarhöfn skýjaö 6 Reykjavík skýjaó 8 Stórhöföi skýjaó 9 Bergen þrumuv. á s.kls. 15 Helsinki skýjaó 23 Kaupmhöfn skýjaö 18 Ósló skýjaó 16 Stokkhólmur 20 Þórshöfn rigning 10 Þrándheimur skýjaö 17 Algarve heiöskírt 21 Amsterdam skýjaó 17 Barcelona heiöskírt 22 Berlín skúr á síó.kls. 20 Chicago skýjaó 24 Dublin skúr 12 Halifax heiöskírt 14 Frankfurt úrkoma í grennd 20 Hamborg skýjaö 17 Jan Mayen rigning 6 London léttskýjaö 14 Lúxemborg skúr á síó.kls. 16 Mallorca heióskírt 20 Montreal heiöskírt 18 Narssarssuaq skýjaö 6 New York skýjaó 24 Orlando léttskýjaö 26 París skýjaö 18 Róm heiöskírt 21 Vín skýjaö 22 Washington þokumóöa 22 Winnipeg heiöskírt 22 Veðrið í dag Fært um Kjöl Vegir um hálendið era flestir orðnir færir. Þó er enn ófært i Hrafntinnusker, Fjörður og um Dyngju- fjalla- og Gæsavatnaleiðir. Þó vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu jeppa- færir. Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og í Landmanna- laugar frá Sigöldu era þó færir öllum bílum. Færð á vegum Grafningsvegur nr. 360 er opinn en vegfarendur mega þó búast við töfum vegna vegavinnu. Ástand vega 4*-Skafrenningur 0 Steinkast |S1 Hálka B Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmark ófært Œ1 Þungfært © Fært fjallabílum Ásta Myndarlega stelpan á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Ásta Marý, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 21. septem- Barn dagsins Marý ber síðastliðinn. Hún var við fæðingu 3.540 grömm að þyngd og 51 sentímetri. Foreldrar Ástu Marý eru María Björg Benedikts- dóttir og Ágúst Krist- manns og er hún þeirra fyrsta barn. Liv Tyler leikur hlna fallegu og slóttugu Rebeccu Gibson. Plunkett & Macleane Plunkett & Macleane, sem Há- skólabíó sýnir, gerist á Englandi á 18. öld. Will Plunkett og James Macleane era hvor á sínum enda félagslega. Þeir gera með sér heið- ursmannasamkomulag, að stela öllu steini léttara frá aðalsstétt Englands. Plunkett er mjög fær glæpamaður en Macleane hefur góð sambönd. Á skömmum tíma verða þeir þekktir sem „kurteisu stigamennirnir". En einn daginn, þegar þessir stigamenn ákveða að ræna þjálfara Gibsons, ///////// Kvikmyndir forseta Hæstaréttar, verður Macleane ástfanginn af fal- legri en slóttugri dóttur hans, Lady Rebeccu Gibson. Því miður er lögreglumaðurinn Chance líka hrifinn af Rebeccu og færist nær og nær því markmiði sínu að kló- festa bæöi Rebeccu og stigamenn- ina tvo. Með aðalhlutverk fara Ro- bert Carlyle, Jonny Lee Miller og Liv Tyler. Leikstjóri er Jake Scott. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum. Bióhöllin: The Mummy Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Perdita Durango Háskólabíó: Hásléttan Kringlubíó: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: The Thirteenth Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins era birtai- myndir af ungbörnum. *- Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróð- ur eða foreldra. Myndir eru end- ursendar ef óskað er. «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.