Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Síða 13
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 13 Þrír Siggar sem eiga myndir á sýningunni. Frá vinstri: Siguröur Þórir Sigurðsson, Siguröur Magnússon og Sigurður Örlygsson. Hverageröi: Yfir 60 listmálarar sýna sam- stöðu um að opna listaskálann Frá opuninni. Einar Hákonarson - fyrir miðju - ásamt Ófeigi Björnssyni og Björgvini Sigurgeir Haraldssyni til hægri. DV-myndir Eva DV, Hveragerði: Ein gölbreyttasta málverkasýning sem haldin hefur verið hérlendis stend- ur nú yfir í Listaskálanum í Hvera- gerði. Yfir 60 af þekktustu listamönn- um landsins sýna þar úrval málverka sinna. Einar Hákonarson segir í for- mála í kynningarbæklingi að í mynd- listinni hafi málverkið átt undir högg að sækja, m.a. í opinberum sýningar- sölum landsins. Væri svo komið að málverkasýningar væru helst í kaffi- húsum og jafhvel í fataverslunum. Þessi sýning listamanna og velunn- ara Listaskálans í Hveragerði er sam- stöðusýning með því að opna skálann að nýju og henni er auk þess ætlað að vekja athygli á málverkinu sem list- formi. Sýningin var opnuð 17. júlí í blíðskaparveðri og sagði Einar Hákon- arson að hann vonaðist til að framtíð Listaskálans yrði eins björt og veðrið væri þennan dag. Troðfullt var við opn- un sýningarinnar og ríkti sannkölluð sólarstemning úti sem inni. Tríó Carls Möllers lék fyrir sýningargesti eftir að Karl Guðmundsson leikari og Jóhann Hjálmarsson skáld höfðu lesið ljóð. Sýningin er opin alla daga og henni lýkur 1. ágúst. -eh Hressar konur f lauginni ásamt Rakel skemmtanastjóra. DV-mynd Eva Glens og grín í lauginni DV, Hveragerði: Hefð er komin á að „Heilsuefling Hveragerði" standi fyrir konu- og karlakvöldi i sundlauginni í Lauga- skarði í Hveragerði sitt hvort sumar- kvöldið eftir að laugin hefur verið lok- uð almenningi. Þá er fenginn sérstak- ur skemmtanastjóri, sem sér um leiki og frjálslega sundkeppni af ýmsum toga. 15. júlí sl. var konukvöld í laug- inni. Rakel Magnúsdóttir stýrði þar alls konar leikjum og skemmtu kon- umar sér greinilega konunglega. Karlakvöldið var síðan haldið 22. júlí en þá var kvenkyns fféttaritara bann- aður aðgangur. -eh TITANIC • Upprunalegar Ijósmyndir • Ómetanlegir kristals-og postulínsmunir • Sýndarveruleiki • Fróðleikur og áður óþekktar staðreyndir • Kvikmyndir úr hafdjúpinu > Tölvuleikir • Veitinga-og minjagripasala I HAFNARFIRÐI *\\aiaekur stæði fyrir Örn Árnason, Karl Agúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson 'éí&yíg&íÉ' “ úiiMiJr tsSStsjfi, Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fiskverkandi eöa bóndi. Með því aö fella gám að umhverfinu getur hann hentaö sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma og fl. HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.