Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 JLj"V Halli, slakki, brekka, hlíð Ásta Ólafsdóttir - Ferðalag, blönduð tækni, 1999 DV-mynd Guðm. Karl Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Þessi orð komu upp í huga undirritaðs á leiðinni á Sel- foss þar sem Hildur Hákonardóttir hefur komið á laggir samsýning- unni Land. Henni er einmitt fylgt úr hlaði með stórum spurningum : Hver er þessi Móðir Náttúra? Hvort er lífið...fremur í tengslum við Móður Náttúru eða Guð? Er mannveran tengiliður milli Móður Náttúru og Guðs? Ég sá fyrir mér eina af þessum alvöruþrungnu agítprop-sýningum sem einlægar konur settu stundum saman á sjö- unda og áttunda áratugnum þegar mótmæla þurfti barnaþrælkun eða arðráni einhvers staðar austur í löndum. Og nú flökraði einmitt að mér að íslensk náttúra og náttúru- vernd á landinu væri orðið svo brýnt umfjöllunarefni að ekki mætti kæfa það í tilfinninga- væmni. Sýningin í Listasafni Árnesinga kom mér verulega á óvart. Vissu- lega eru dáidið viðkvæmar konur og bókstafstrúar meðal listakvenn- anna 29 sem þarna koma við sögu, annað væri óeðlilegt. En stór hluti þátttakenda leggur út af viðfangs- efninu „maður/náttúra“ þannig að fengur er að; hugkvæmnin, ímynd- unaraflið og glettnin eru í fyrir- rúmi. Óneitanlega hjálpar það upp á sakirnar hve vel verkunum er fyrir komið i húsnæðinu sem virð- ist henta til fjölbreytilegustu sýn- inga. Lífseigar klisjur Vissulega er náttúruvernd listakonunum ofarlega, kannski efst, í huga. Hins vegar eru verk þeirra blessunarlega laus við einstefnu og einfaldanir á þeim vanda sem við okkur blasir. Írónískt vídeóverk Söru Björnsdóttur, Fallvötn, sýnir vatn sem i sibylju, og á mörg- um skermum, er sturtað niður í klósett. Hér tæpir listakonan á ákveðnum tvískinnungi okkar; við viljum vita af fallvötnunum óspilltum uppi á öræfum, en við þurfum einnig á þeim að halda til að koma frá okk- ur úrgangi. í Bláa tjaldinu Eyglóar Harðar- dóttur er einnig ýjað að vanda náttúruskoð- andans, annars vegar verður hann að gaum- gæfa náttúruna - með stækkunargleri - til að öðlast á henni tilhlýðilegan skilning. En með þvi að gaumgæfa náttúruna er hann að breyta henni, þótt í litlum mæli sé, sjá lögmál Heisenbergs. Ekki veit ég hversu mörg blæbrigði iróníunnar Magnea Ás- mundsdóttir er með undir í púsluspilinu sem hún hefur látið búa til úr ljósmyndum af íslensku lyngi en það er freistandi að álykta að hér sé vikið að ákafri viðleitni Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson markaðsfræðinga til að gera landið að söluvöru. Aðrar listakonur gera sér mat úr líf- seigum klisjum sem oft einkenna sam- skipti okkar - og raunar listamanna líka - við landið. „Vor egen“ Áslaug Thorlacius snýr út úr slagorðunum „eldur og is“ með því að heimfæra þau upp á marengstertugerð. Ingileif systir hennar minnir með bráðsnið- ugum hætti á til- hneigingu ferðalanga til að afgreiða Selfoss sem eina stóra sjoppu þar sem áð er áður en farið er að skoða landið fyrir alvöru. Með sólhatt Van Goghs Anna Líndal dregur burst úr nefi lands- lagsmálara með því að sthla sér upp með sól- hatt eins og Van Gogh átti og pínulítið staffelí fyrir framan hrikalegt jökullandslag og segja: Það jafnast ekkert á viö raunveruleikann. Fáar listakvennanna gera sér hins vegar far um að vinna „með“ náttúrunni eins og hún „er“, til aukins skilnings fyrir okkur áhorfendur. Þar þóttu mér einna tilkomu- mest tilbrigði Kristínar Reynisdóttur um hveralandslag. Hvað með stóru spurningarnar hér í upp- hafi? Ásta Ólafsdóttir svarar sumum þeirra, a.m.k. óbeint, í fallegum texta i skrá: „Land- ið, stærð þess, gæði og fegurð, breytist með hugmyndum okkar um sjálf okkur. Við erum öll ferðamenn i landi hugmynda okkar, þar sem ferðinni lýkur á frásögn." Það er vel þess virði að á á Selfossi þessa dagana, kaupa sér brjóstsykur og skoða þessa sýningu í Listasafni Árnesinga. Ferðalög um aðra heima „Alglaðir allir senn“ eru upphafsorð svonefnds Músículofs sem sungið var á tónleikum í Skál- holtskirkju síðastliðinn laugardag. Er þetta við- eigandi byrjun á einstak- lega fallegum lögum sem varðveitt eru í gömlum handritum í Þjóðarbók- hlöðunni. Snorri Sigfús Birgisson, annað staðar- tónskáld Skálholts í ár, útsetti lögin fyrir sópran og selló og eru þau fjögur talsins. Fyrst er Mús- ículof síðan kemur sálm- ur, þar næst hvitasunnu- kvæði og að lokum vókalísa. Tónverkið allt, sem er svíta, ber nafnið Lysting er sœt að söng og hefur ör- ugglega gert áheyrendur „alglaða alla senn“ því út- setning Snorra Sigfúsar er í einu orði sagt yndis- leg. Sellóröddin var skemmtilega spontanísk og frjálsleg og stundum hafði maður á tilfinningunni að sellóleikarinn væri að leika af fingrum fram. Þrátt fyrir þaö studdi hann miðaldalegan sönginn af einingu og var heildarútkoman áhrifarík og grípandi. Flutningur þeirra Hallveigar Rúnarsdóttur sópran og Nóru Kornblueh sellóleikara var líka til fyrir- myndar, söngurinn var fallega látlaus og sellóröddin óheft og fljótandi. Hallveig er ung söngkona sem er í framhaldsnámi í London og er greinilega bráðefnileg. Rödd hennar er mikil og björt og var túlkun henn- ar á svítunni afar sannfærandi. Sömuleiðis skilaði Nora Kornblueh sínu hlutverki með næmi og tilþrif- um, án þess að trana sér fram fyrir sönginn. Næst á efnis- skránni var Hymni eftir Snorra Sigfús. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasveit árið 1982 en nú- verandi útgáfa, sem mun hafa verið gerð sér- staklega fyrir tónleikana, er fyrir 2 víólur, selló og kontra- bassa. Hymni er sérstætt verk, allan tím- ann rólegt og hljóðlátt, skreytt löngum þögnum með reglulegu milli- bili. Þetta er tónlist sem gæti hentað vel til hugleiðslu því hún er fjarlæg og ópersónu- leg, eins og ferðalag um einhverjar óravídd- ir þar sem ekkert ber fyrir augu. Hymni er vel heppnað tónverk og þaö virtist falla áheyrendum vel í geð, a.m.k. gat maður ekki séð að neinn úr órólegu deildinni væri i kirkjunni. Tónlist Jónas Sen Torskiljanlegar laglínur Síðast á efnisskránni var frumflutningur á verki eftir Snorra Sigfús sem ber nafnið Feg- urð veraldar mun hverfa. Það er fyrir sópran, klarinett, slagverk, 2 víólur, selló og kontra- bassa. Textinn mun vera eftir Hallgrím Pét- ursson en það virðist þó ekki vera alveg á hreinu, eins og fram kemur í grein eftir Mar- gréti Eggertsdóttur bókmenntafræðing í Morg- unblaðinu á laugardaginn var. Margrét segir samt að margt bendi til þess að Hallgrímur sé höfundur kvæðisins og rökstyður það á sann- færandi hátt. Textinn er um fallvaltleika heimsins og að túlka slíkan alheimslegan sannleika í tónum hlýtur að vera erfitt. Strax í upphafi tónverks- ins mátti heyra að hér var engin lyftutónlist á ferðinni því verkið er langt frá því að vera aðgengilegt. Þar eru ómstríðir hljómar og torskiljanlegar laglínur sem birta manni myrka veraldarsýn. í lokin leysist þó tónlist- in upp í annarsheimslegum samhljómum og er það óneitanlega rökréttur endir. Hrynjandin í kvæðinu er mjög áberandi og kemur það á óvart að Snorri Sigfús skuli hafa forðast hana í tónlistinni. Ef til vill væri tónverkið auðmeltanlegra ef „dansinn hefði fengið að duna“ á stöku stað. En Snorri Sigfús túlkar kvæðið sem einhvers konar véfrétt og er tónlistin því draumkennd og óáþreifanleg allan timann. Það er í sjálfu sér eðlilegt þótt lengd kvæðisins kalli kannski á fjölbreyttari vinnubrögð. Hvað um það, flutningur var hinn prýðilegasti, Hall- veig Rúnarsdóttir söng afar fallega erfiðar laglínumar, og verður það að teljast þrek- virki fyrir svo unga söngkonu. Sömuleiðis voru hljóðfæraleikararnir með allt sitt á hreinu, það er bara undirritaður sem er hálfringlaður. Þetta tónverk er nefnilega eitt af þeim sem maður þarf að heyra oftar en einu sinni til að meta almennilega. Snorri Sigfús Birgisson - „yndislegar út- setningar" íslensk ljósmyndun í aldarlok A Siglufirði fer fram markverð menning- arstarfsemi sem oft fer fram hjá fjölmiðlum hér sunnan heiða. Fyrir skömmu tóku sig saman skóla- og menningarnefnd Sigluflarðarkaupstaðar og nokkrir áhugamenn á staðnum og gerðu það sem engum í Reykjavík hefur dottið í hug að gera, nefni- lega að efna til sýningar á verkum islenskra sam- tímaljósmyndara. Mark- miðið er að sýna þver- skurð af því sem íslenskir ljósmyndarar eru að fást við nú í aldarlok og „þá um leið að varpa ljósi á stöðu persónu- legrar íslenskrar ljósmyndunar í dag“, eins og segir í fréttatilkynningu. Á sýningunni eiga verk ljósmyndararnir Einar Falur Ing- ólfsson, Guðmundur Ingólfsson, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, ívar Brynjólfsson, Kristinn Ingvarsson, Kristján Sigurðsson, Mats Wibe Lund, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson, Sig- urgeir Sigurjónsson og Spessi (á mynd). Sýningin er haldin í ágætum sýningarsal Ráðhússins á Siglufirði en þar hafa verið haldnar sýningar á verkum margra ís- lenskra listamanna. Hún er opin daglega kl. 13-17 til 8. ágúst. Wagner-afkomendur í hár saman Fyrir viku var hleypt af stokkunum Bayreuth-óperuhátíðinni, þar sem flutt eru verk Richards Wagners, og eins og svo oft áður eru afkomendur tónskáldsins ekki á eitt sáttir um framkvæmd hátíðarinnar og flutning verkanna. Nike Wagner, dótturdótt- urdóttir tónskáldsins, vill ólm fá að stjórna hátíðinni og nokkrum klukkustundum áður en frumflutt var ný útgáfa af Lohengrin krafðist hún þess'að Wolfgang frændi henn- ar, sem stjórnað hefur hátíðinni í háifa öld, segði af sér. Hefur hún sakað frænda sinn um listræna undanlátssemi og metnaðarleysi. Margir gagnrýnendur eru henni raunar sammála; oftlega er rætt um að margar sviðsetn- ingar Wagner-verka þarfnist verulegra endurbóta. Samt er ævinlega uppselt á hátíðarn- ar í Bayreuth og borga menn fúslega 10.000 krónur fyrir miða á helstu sýningar. Á móti hefur Wolfgang lýst því yfir opinberlega að Nike, sem er 54 ára gömul, hafi ekki næga reynslu til að reka þessa 108 ára gömlu tónlistarhátið. Þess í stað vill hann að Gudrun kona hans, sem séð hefur um fjármál hátíðarinnar um margra ára skeið, taki við af sér. Kvisast hefur að Gudrun vilji fá eitthvert stórt nafn úr tónlist- arheiminum til að taka að sér listræna stjórn sem yrði í fyrsta sinn sem aðili utan fjöl- skyldunnar fengi það verkefni. Þar hefur nafn Daniels Barenboims oftast verið nefnt. Það flækir málið að Wolfgang hefur einnig haft orð á því að hann langi til að sviðsetja nýja útgáfu af Hringnum sem mundi þá ganga allt fram til ársins 2006. Það er svo Wagner-stofnunin í Bayreuth sem tekur end- anlega ákvörðun um framhaldið. Fótósjoppa ? Inn á menningardeild berst ókjör af alls kyns kynningarefni á innlendum og erlend- um listviðburðum. Af einhverjum ástæðum telja ýmsir aðilar 1 Amsterdam að á íslandi sé ríkjandi mikill áhugi á alls kyns ljós- myndatengdri myndlist, þar af leiðandi dríf- ur sérstaklega mikið af ljós- myndaefni inn á deildina. Meðfylgjandi myndvérk eftir hollenska lista- manninn Adri- aan van der Have hefur valdið talsverð- um heilabrotum á deildinni og meöal ljós- myndara DV. Verkið heitir „12th of never“ eftir slagaranum gamalkunna og sýnir tvær (?) systur í flugvél. Fótósjoppa, segir einn ljósmyndarinn á blaðinu. Annar leikmaður dregur það í efa. Hér skal myndin lögð í dóm almennings... Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.