Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Side 18
18 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 1999 Fréttir DV Strandasýsla: Sagnir sögu- þjóðarinnar greyptar í tré Dy Hólmavík: Þeirri merku nýjung hefur verið hrint í framkvæmd að við athyglis- verða staði á Ströndum má i fram- tíðinni gestum og gangandi vera ljóst hvaða atburðir úr fylgsnum fortíðar eru við hann tengdir. Gerist það með þeim hætti að skráðar eru fornar sagnir á mikla rekadrumba sem settir verða niður viö athyglis- verða staði og náttúruundur allt frá innri hluta Hrútafjarðar og norður í Ámeshrepp. Afhjúpun fyrsta sagnarekans - eins og framtak þetta nefnist - var einn atburða á afar fjölbreyttri bryggjuhátíð á Drangsnesi. Þessir tveir viðburðir tengjast óneitanlega þar sem höfundur beggja er sami maðurinn, Jón Jónsson, þjóð- og sagnfræðingur frá Steinadal, sem fyrir nokkrum árum setti fram alló- venjulegar og nýstárlegar hugmynd- ir sem ferðaþjónustu tengjast 1 riti sem heitir Ferðaþjónusta og þjóð- menning og nokkuð hefur verið unnið eftir á Ströndum undanfarin Fyrsti staðurinn sem valinn var til að vitna um menningararf þessa svæðis er Kerlingin - steindrangur mikill sem hefur greinilegt andlits- lag mannveru og stendur rétt innan við kauptúnið Drangsnes. Saga hennar er á tveimur tungumálum auk íslensku og því einnig og ekki síður ætluð erlendum gestum okkar sem þar geta séð vísi að sagnaheimi söguþjóðarinnar í norðri. í sumar er fyrirhugað að 10 slíkar þjóðsagnamerkingar líti dagsins ljós og þær verði orðnar 25 í lok næsta árs ef allar vonir um fjármögnun og fleira rætast. Margt góðra manna auk Jóns Jónssonar hafa komið að framkvæmd þessari. Má þar nefna myndlistarkonuna og bóndann Dag- rúnu Magnúsdóttur á Laugalandi, sem myndskreytti sögurnar, Magn- ús Rafnsson, þúsundþjalasmið í Bakka, sem sér um smíðarnar, og Sigurð Atlason, sem verkefnisstjóm hafði á hendi. Síðast en ekki síst er þess svo vert að geta að Umhverfis- sjóður verslunarinnar kom því til leiðar að hugmynd þessi yrði að veruleika með því að styrkja framkvæmdina myndarlega með 400 þúsund krónum. -GF Fjölmenni við Kerlinguna, steindrang rétt innan við Drangsnes. DV-myndir Guðfinnur ár. BIFRI EIÐASTILLINGAR li co LAI| Beltagröfur /r.raeiw Suðurlandsbraut 16, sfmi 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Skemmtiatriði á bryggjuhátíðinni voru vel sótt. Ólafsfjarðarbær opnar heimasíðu Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Ólafsfjarðarbær eignaðist form- lega sina eigin heimasíðu þann 19. júní (www. olafsfjordur.is). Vinna við síðuna hófst seint á siðasta ári en það voru þeir Þorsteinn Ásgeirs- son og Stefán Hallgrímsson sem hönnuðu hana og unnu frá grunni. Á heimasíðunni er að finna margskonar upplýsingar um Ólafs- fjörö og bæjarbúa. Henni er skipt í fhnm þætti: 1) Ólafsfjörð, þar sem saga bæjarins er rakin, sagt frá staðháttum, jarðsögunni, samgöng- um, þjóðsögum og fjallað um sér- stöðu Ólafsfjarðarvatns. 2) Stjóm- sýsla, bæjarstjóm, stofnanir bæjar- ins og fundargerðir. 3) Ferðaþjón- usta, almenn þjónusta í bænum, af- þreying, áhugaverðir staðir, göngu- leiðir og norrænt samstarf. 4) At- vinnulífið, þar sem sagt er frá fyrir- tækjum í bænum. 5) Félagasamtök, listi yfir öll félög og samtök og stjórnir þeirra. Fjöldi Ijósmynda skreytir síðuna, bæði gamlar mynd- ir sem nýjar. Heimasíðuna er hægt að skoða á þrenns konar hátt, Java- síðu, Html-síðu og Flash3-síðu og velja tölvueigendur þá síðuna sem hentar þeim best. Gert er ráð fyrir að þýða heimasíðuna yfir á ensku og dönsku. -HJ Hann Þórður Guðmundsson í Burstarbrekku í Ólafsfirði á fallega skútu og sigiir oft á Ólafsfjarðarvatni. Burstarbrekka alveg við vatnið. Hinum megin vatnsins má sjá laxeldisstöðina til hægri, golfskálann f brekkunni og Os- brekkufjall. DV-mynd Helgi, Ólafsfirði r - »».■- • ■ *j íA' Bjálkahúsin við Olafsfjarðarvatn. DV-mynd Helgi ÓlafsQörður: Bjálkahús reist við vatnið DV Ólafsfirði: Nú er búið að reisa sex bjálkahús af átta við Ólafsfjarðarvatn. Þau voru tekin í notkun 18. júlí. Enn eiga eftir að koma tvö bjálkahús - stærri en þau sem komin eru. Það er Hótel Ólafsfiarðar sem reisir þessi hús, enda er tilgangurinn að auka gistirýmið. Það eru bara ellefu herbergi á hótelinu og því hefur verið erfitt að taka á móti stærri hópum. Með þessum húsum eykst gistirýmið mjög mikið. Fyrstu fiögur húsin taka 16 manns. Svo eru tvö stærri, eins kon- ar fjölskylduhús með svefnherbergi fyrir hjón á neðri hæði en svefnlofti á þeirri efri. Tvö stærri húsin, sem eftir er að reisa, eru með herbergi, snyrtingu, eldhúsi og stofu og tveimur herbergjum uppi. Fyrstu gestimir komu í húsin sunnudaginn 18. júli sl. og í vikunni á eftir var stór hópur franskra ferðamanna þar. Byrjunin lofar góðu en formleg markaðssetning hefur ekki farið fram. Það reynir í raun ekki á það fyrr en á næsta ári. Reist hefur verið bryggja og hægt verður að leiga róðrarbáta og fyrir- hugað að fólk geti rennt fyrir silung og lax í Ólafsfiarðarvatni. „Það hefur verið ágætur straum- ur af ferðafólki síðan Lágheiðin opnaðist," segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigenda hótelsins. „Nú erum við tilbúin til að taka á móti enn fleira fólki og ég vona bara að sem flestir komi til Ólafsfiarðar. Ég vona að þessi skemmtilegu bjálkahús verði líka til að auka enn ferða- mannastrauminn til okkar.“ -HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.