Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1999, Page 36
■ ^Jinnmgstölur laugdi daginn: 24,
L214v9
Jókertölur
vikunnar:
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphœð
1. 5af 5 0 2.011.280
2. 4 af 5+1® 1 309.910
3. 4 af 5 60 8.300
4. 3 af 5 2.802 550
fll
7 3 0 0 3 1
i
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUÐAGUR 26. JÚLÍ1999
Sauðárkrókur:
E-töflur
fundust
Nóg var um að vera hjá lögregl-
^Wini á Sauðárkróki um helgina.
Piltur var tekinn með tvær e-töflur
á sér og var honum sleppt eftir yftr-
heyrslu. Voru töflurnar ætlaðar til
eigin neyslu og má pilturinn búast
við sekt. Tvær manneskjur týndust
á fostudag. Voru þær á vegum Nátt-
úruverndarráðs og urðu viðskila
við hóp sem þær voru með og skil-
uðu sér ekki.Var björgunarsveit
fengin til að leita að þeim. Þær
fundust um nóttina heilar á húfi.
Um helgina voru svo níu teknir fyr-
ir of hraðan akstur. Að sögn lög-
reglu er allt of mikið um hraðakst-
ur og er rétt að brýna fyrir fólki að
aka varlega. -hdm
Österbris:
aftur
Ægir, skip Landhelgisgæslunnar,
fylgdi á laugardag norska loðnu-
veiðiskipinu Österbris inn í Akur-
eyrarhöfn eftir að það hafði verið
tekiö að ólöglegum veiðum um 100
sjómílur norð-
ur af Grímsey.
Skipinu hafði
skömmu áður
verið leyft að
sigla úr höfh á
Akureyri eftir
greiðslu trygg-
ingar. Skip-
stjórinn hafði
Björn Jósef Arnviö- ^ , X.erí®
arson sýslumaður. a*ærðuf ^
að nota not
með of lítilli möskvastærð við
loðnuveiðar í íslenskri landhelgi.
Þegar skipið var tekið í fyrra skipt-
ið hélt skipstjórinn því fram að nót-
in væri ný og það ætti eftir að teygj-
ast á henni.
Björn Jósef Arnviðarson, sýslu-
maður á Akureyri, sagðist í gær-
kvöldi reikna með að tekin yrði af-
staða strax í dag um hvort gefin
,yrði út ákæra í málinu. „Ekki er
*n búið að flytja fyrra málið og
mér sýnist að það þurfi að skoða
þessi tvö mál saman.“ -SJ
Fíkniefni í
Vestmannaeyjum
Fikniefni voru tekin af einum að-
ila í Vestmannaeyjum á laugardags-
kvöld. Var hann með um eitt
gramm af efni sem talið er vera am-
fetamín. Hefur hann áður verið tek-
inn fyrir flkniefnalagabrot. Að sögn
lögreglu er mikið eftirlit með flkni-
efnum í bænum núna fyrir þjóðhá-
tíð. Er fylgst með pökkum sem
koma, Herjólfi og eins ýmsum að-
i fcomumönnum. -hdm
Bifreiö var ekið á Ijósastaur við Lokinhamra í Grafarvogi í gær með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaður ætlaði
að flýja af vettvangi en náðist og er grunaöur um ölvun. Hlaut hann áverka á höfði. DV-mynd S
Fjóla Rut nuddaöi Kevin Costner á Planet Pulse:
Draumur nudd-
arans rættist
Fjóla Rut Rúnarsdóttir, nuddari
hjá Planet Pulse, hafði frægasta
viðskiptavin sinn til þessa á milli
handanna í síðustu viku. Það var
stórleikarinn og -sjarmörinn
Kevin Costner sem hefur verið við
laxveiðar hér á landi að undan-
förnu.
„Þetta var góður skammtur fyr-
ir egóið,“ segir Fjóla Rut. „Hann
fékk heildrænt nudd eins og það
gerist best.“
Þegar Fjóla
Rut frétti að
Costner væri á
landinu hugs-
aði hún með
sér að það
væri sniðugt
að bjóða hon-
um í nudd.
„Svo dreymdi
Kevin Costner á mighannnótt-
leið í nudd. ina áður en
hann kom í nudd en í
draumnum var ég að
nudda hann.“ Fjóla Rut
hlær. „Þetta var eins og
gerðist svo í raunveru-
leikanum.“
Flóla Rut segir að leik-
arinn hafi notið þess að
liggja á bekknum. „Ég
hugsaði um hann eins og
alla hina.“ Hún talaði lft-
ið við hann. „Ég kynnti
mig, svo lagðist hann á
bekkinn og sagðist vera
farinn að eldast. Hann er
aðeins farinn að grána.
Ég fann að hann vildi bara liggja
og njóta þess þegar ég var að
nudda hann. Hann umlaði öðru
hvoru og sagði að þetta væri gott.
Svo dottaði hann inni á milli.“
Tveir geisladiskar snerust undir
geislanum á meðan á nuddinu
stóð; annar innihélt tíbverska
hugleiðslusöngva.
Hinn diskurinn
innihélt rólegri lög.
Þegar leikarinn
fór tók hann utan
um Fjólu Rut og
þakkaði fyrir sig.
Fjóla Rut segir að
hún hefði helst vilj-
að að Costner legð-
ist oftar á bekkinn
því honum veitti
ekki af að láta stilla
vélina. „Það tekur
greinilega á að vera
svona frægur, bæði
orkulega og líkamlega séð. Costner
á sína aumu punkta. Hann er ekki
fullkomnari en aðrir.“
Fjóla Rut lét Costner ekki koma
sér úr jafnvægi og segir að hann
hafi verið farinn úr stjörnugallan-
um og leyft sér að vera eins og
hver annar. -SJ
Fjóla Rut Rúnarsdóttir
nuddari.
Reykjavík:
Mikið um
innbrot
Mikið var um innbrot í Reykjavík
um helgina. Brotist var inn í Gróðr-
arstöðina Mörk og skiptimynt
stolið. Tvö heimahús urðu einnig
fyrir barðinu á óprúttnum aðilum,
annað i Klukkurima þar sem stolið
var heimilisbúnaði og var þar um
töluverð verðmæti að ræða. Einnig
var brotist inn í Miðtúni og GSM
síma stolið. Bíll fannst eftir að hafa
verið týndur í mánuð og var einn
aðili handtekinn á staðnum. Svo
hafði lögreglan afskipti af manni og
reyndi hann að stinga af en náðist
við Alþingishúsið. Var hann á stoln-
um bíl og fannst annar bíll fullur af
þýfi sem hægt er að tengja við hann.
Er talið að þýfið sé úr tugum bíla
sem brotist hefur verið inn í undan-
famar vikur. Alls haföi lögreglan af-
skipti af 19 ökumönnum fyrir ölvun-
arakstur frá miðnætti á fimmtudag
og fram á sunnudag og voru 49
kærðir fyrir of hraðan akstur.
-hdm
Óbreytt
kjúklingasala
Svo virðist sem neikvæð umræða
um kjúklinga undanfarið hafi ekki
haft mikil áhrif á sölu á kjúklingum
um helgina. Kaupmenn sögðu þó að
ekki yrði ljóst fyrr en eftir helgi
hvernig raunverulega hefði til tekist.
Sigrún Jónsdóttir, verslunarstjóri
Nóatúns í Rofabæ, sagði að kjúklinga-
sala hafi verið samkvæmt áætlun.
„Við gerðum okkar söluáætlanir fyrr
í vikunni áður en kjúklingamálin
komust í hámæli. Við vorum með til-
boð á kjúklingum um helgina og það
seldist vel. Við getum ekki séð að
þessi neikvæða umræða undanfarið
hafi haft áhrif á sölu hjá okkur. Hins
vegar eru við ekki með Holta-
kjúklinga heldur Móakjúklinga, sagði
Sigrún. Aðrir kaupmenn, sem DV
ræddi við, tóku í sama streng og
sögðu við fyrstu sýn ekki sjáanlega
söluminnkun vegna neikvæðrar um-
ræðu undanfarið. -bmg
Bifreið hafnaði á Seðlabankanum á
föstudagskvöldið. Tildrög slyssins
voru þau að ökumaðurinn missti
stjórn á bílnum og keyrði á Ijósastaur
og kastaðist svo á steinvegg bank-
ans. Ökumaður og farþegi voru báðir
í beltum og slösuðust ekki.
DV-mynd S
Hlýtt
austanvert
Á morgun er gert ráð fyrir
fremur hægri vestan og suðvest-
anátt. Smásúld verður á annesj-
um vestanlands og sums staðar
þoka við sjóinn. Ánnars verður
bjartviðri og hlýtt í veðri, eink-
um um landið austanvert.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Pantið í tíma
dayari Þjóðhátíð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS &
570 3030 *
4