Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Fréttir Þýsk tollyfirvöld hrella íslenska landsliöiö í Kreuth: Harkaleg aöför - óeinkennisklæddir menn á sveimi viö hesthús íslensku keppnishestanna Aðgangsharka þýskra tollvarða við tslenska landsliðið í hestaíþróttum hefur sett svip sinn á mótið og truflað ís- lenska keppendur. Myndin er frá mótinum og má meðal annarra sjá Sigurð Sæmundsson landsliðsþjálfara og Auð- un Kristjánsson. DV-mynd EJ Aðgangsharka starfsmanna þýska tollsins við íslenska landsliðið í hesta- íþróttum hefur sannarlega sett sinn svip á heimsmeistaramótið í Kreuth, að sögn Þrastar Karlssonar, formanns landsliðsnefndar. íslenskir knapar o.fl. hafa verið kallaðir í yfirheyrslur, tollverðir hafa farið yfir útflutnings- pappíra, auk þess sem óeinkennis- klæddir menn hafa verið á sveimi í kringum hesthús það sem íslensku keppnishestamir era geymdir í. Land- búnaðarráðherra, sem staddur er á heimsmeistaramótinu, hefur verið í sambandi við utanríkisráðuneytið, svo og íslenska sendiherrann í Þýska- landi til að reyna að binda enda á að- gerðirnar þannig að menn fengju keppnisfrið. Utanríkisráðuneytið fylgdist grannt með málinu í gærdag. íslenski sendiherrann, Ingimundur Sigfússon, bauð íslendingunum að- stoð lögmanns ef á þyrfti að halda. Sjálfur var hann á leiðinni á mótsstað síðdegis í gær. „Þessar aðgerðir eru fremur ósmekklegar," sagði Þröstur Karlsson við DV í gær. „Hér mæta menn sem gestir og keppendur á heimsmeistara- móti. Tollverðirnir fara í nafnalista mótsins og sjá hverjir eru hér á staðn- um. Síðan eru menn kallaðir fyrir og sagt að mæta stundvíslega klukkan þetta eða hitt. Það hefur óneitanlega haft áhrif á islensku sveitina að hafa vofandi yfir sér stórrannsóknir með yfirheyrslum hér í miðri keppni. Mæti þeir ekki er gefið í skyn að þeir verði sóttir. Vitaskuld truflar þetta menn. Við óskuðum eftir að mæta all- ir á mánudagsmorgun þegar mótið væri búið en þeir höfnuðu því.“ Fundað með tollurum Þröstur sagði, að starfsmenn þýska tollsins hefðu kallað fyrir forsvars- menn íslenska landsliðsins. Þeir vildu fara yfir alla tollapappíra sem vörð- uðu íslensku sveitina. Þeim var tjáð að íslensku keppnishestarnir hefðu verið fluttir inn á svokölluðum car- net-pappírum. Samkvæmt þeim má fara með skepnur eða hluti milli landa. í landinu þar sem hluturinn endar þarf að greiða af honum tolla, skatta og skyldur. Þröstur og Kristján Auðunsson, fulltrúi útflytjenda, áttu fund með toll- urunum í gærmorgun og aftur klukk- an þrjú í gærdag. Tollverðirnir voru þá búnir að fá alla pappíra frá Frank- furt. Þeir sögðu að þeir væru í mjög góðu lagi, þannig að málið væri búið hvað íslenska landsliðið snerti. Sagan er þó ekki öll sögð, því toll- verðirnir vildu einnig ræða við tvo af íslensku knöpunum varðandi útflutn- ing á hrossum. Þeir áttu að mæta á til- teknum tíma eftir hádegi í dag. For- svarsmönnum íslenska liðsins tókst að fá tímasetningunum hnikað því keppendurnir áttu að vera í keppni á vellinum einmitt á þeim tíma sem tollverðirnir boðuðu þá á sinn fund. „Svo virðist sem málið sé búið af hálfu tollayfirvalda nú. íslenska liðið hefur alveg hreinsað sig,“ sagði Þröst- ur. -JSS Sumarið ónýtt fjárhagslega fyrir tvítuga stúlku sem vinnur í ísbúð: Honda Esterar horfin í tvo mánuði Það er ekki eftirsóknarvert fyrir tvítuga stúlku sem vinnur í ísbúðinni í Álfheimum að upplifa að bílnum hennar sé stolið - 520 þúsund króna ökutæki af gerðinni Honda Civic. í gær voru liðnir nákvæmlega tveir mánuðir frá því að bíl Esterar Óskar Herves var stolið að næturlagi frá Að- albílasölunni við Miklatorg í Reykja- vík. Ester Ósk kærði þjófnaðinn til lögreglu en hvorki henni né eigandan- um, sem hefur ekið um allt á öðrum bil til að leita, hefur tekist að finna hann enn þá. Lögreglan yfirheyrði stúlku sem hafði fengið að prufuaka bílnum í um eina klukkustund dagana fyrir þjófn- aðinn. Grunur lék á að hún, eins og reyndar aðrir gera gjarnan, hefði fengið bílinn lánaðan, farið með lykil- inn til lyklasmiðs, skilað bílnum svo en stolið honum næst þegar enginn sá til. Stúlkan neitaði. Þetta eru einu vís- bendingarnar um hugsanlegan bílþjóf. En hvar bíllinn er núna er hulin ráðgáta enda er sjaldgæft á íslandi að stolnir bílar finnist ekki um síðir. Það kom m.a. á daginn síðasta vetur þegar DV greindi frá öðrum stolnum Hondu- bíl. Ekki löngu eftir að blaðið kom út fannst bíllinn - við Skúlagötu, aðeins nokk- ur hundrað metra frá stærstu lögreglustöð Norður-Atlantshafsins. „Lögreglan sagði mér að hún væri núna hætt að leita, þetta er orðinn svo langur tími. En þeir eru með bílinn enn þá á skrá yfir stolin tæki,“ sagði Ester Ósk, von- svikin, við DV. Hún er enn að borga af Hond- unni sinni - bílnum sem var nýsprautaður, á nýj- um heils árs dekkjum, með nýju pústkerfi og afturrúðu. Ester Ósk átti von á að Hondan fyndist Óskar, bílasali á Aðalbílasölunni, segir orðið ai- gengt að þjófar framvísi skilríkjum þegar þeir fá lánaðan bíl, fari svo til lyklasmiðs með bíllyklana, skill bílnum og komi svo næst þegar enginn sér til og stell bíinum. Ester Ósk Herves með það eina úr Hondunni sinni sem hún á í dag - afturljósið sem vantaði á bflinn þeg- ar honum var stoiið af Aðalbflasöl- unni. Á minni myndinni er sams konar bfll og stolið var frá Ester - Honda Civic alhvítur með spoiler - skrásetningarnúmerið er PU 178. DV-myndir S og var búin að kaupa sér annan bíl til að komast á milli staða. En nú hefur hún ekki efni á að borga af tveimur bílum. „Ég verð að selja hann,“ sagði Ester Ósk. Þeir sem geta hjálpað Ester Ósk og gefið upplýsingar um alhvítu Hond- una hennar, sporttýpu árgerð 1991 með skrásetningamúmerinu PU 178, eru beðnir að hafa samband við Aðal- bílasöluna eða lögregluna í Reykjavík. Bíllinn er sjálfskiptur með hvítri vindskífu (spoiler). Annað afturljósið vantar og ofanvert á framstuðaranum er lítið gat þar sem stykki vantar. -Ótt Stuttar fréttir i>v Kristín tekur við Kristín Árnadóttur tekur að nýju við sem aðstoð- armaður borgar- stjóra er Árni Þór Sigurðsson lætur af störfum. Hann mun taka sæti Guðrúnar Ágústsdóttur í borgarstjórn sem er í tímabundnu leyfi þar sem hún fylgir eiginmanni sinum, Svavari Gestssyni sendiherra, til Kanada. Lést í Kaupmannahöfn íslendingur lést í Kaupmanna- höfn í fyrradag. íslendingurinn var á reiðhjóli þegar hann féll og varð undir strætisvagni. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að hópur hjólreiðamanna hafi staðnæmst á hjólabraut við gatnamót H.C. And- erse Boulevard þegar íslendingur- inn lenti undir strætisvagni og lést samstundis. FÍB-tryggingar hækka í kjölfar breytinga á skaðabóta- lögum hækkuðu stóru tryggingarfé- lögin þrjú tryggingar sínar um 39-40 prósent. FÍB-tryggingar hafa hækkað um 21 prósent að jafnaði að undanfómu. Mbl. greindi frá. Hassneysla minnkar Kynntar voru í gær niöurstöður könnunar á vímuefnanotkun ung- menna í 10. bekk á árunum 1995-1999. Samkvæmt könnuninni dregst vímuefnaneysla nokkuð sam- an en mesta athygli vekur að hassneysla hefur dregist saman frá síðasta ári en árið þar áður jókst hún verulega. Laugardalssamtök Alls hafa um 5.000 undirskriftir safnast til varn- ar fyrirhuguðum byggingarfram- kvæmdum í Laugardal. Sam- tök sem stofnuð hafa verið til varnar byggingu i austanverðum Laugardalnum þar sem ætlað er að bygging Landssímans og kvik- myndahús muni rísa. Samtökin héldu fund í gær í Laugardalnum þar sem Þorgeir Ástvaldsson, tals- maður samtakanna, hélt m.a. ræðu. Olíuleki Óttast er að olía sé farin að leka úr flaki olíubirgðaskipsins E1 Grillo sem Þjóðverjar sökktu í seinni heimsstyrjöldinni. Skipið liggur rétt utan við Seyðisíjörð og er tölu- vert af olíubrák í kringum bauju sem er ofan við skipið. Lögreglan á Seyðisfirði sagði að allt að 1000 tonn af svartolíu væru I skipinu. Kafarar verða sendir að skipinu i dag. Vís- ir.is greindi frá. Bíða eftir íbúð Alls bíða um 55-60 manns eftir leiguíbúð á Akureyri en Akureyrar- bær bauð íbúum bæjarins að skrá sig á biðlista í sumar eftir íbúðum. Aðeins þeir sem ekki hafa greiðslu- getu til að kaupa sér íbúð og upp- fylla ákveðin skilyrði geta skráð sig á biðlistann. Mbl. greindi frá. Eldur í verkstæði Slökkviliðið var kallað út að tré- smíðaverksmiðjunni Söginni um klukkan tvö í nótt vegna elds í sag- geymslu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að eingöngu var um glóð að ræða og gekk því greið- lega að slökkva eldinn. Eldsupptök era ekki kunn. Halldór til Svalbarða Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun sitja árleg- an fund þingfor- seta Norðurland- anna dagana 6.-14. ágúst. Mun Halldór halda til Noregs þar sem þingforsetamir hittast og síðan halda þeir í rannsóknarskipið Lance en fundurinn verður haldinn á siglingu um nágrenni Svalbarða. -hb/EIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.