Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1999 enmng 11 Með fugla í farteskinu Það er eins víst að einhverjir listnæmir ís- lendingar hvái eða fýli grön þegar útskurð- armyndir af fuglum eru nefndar, sjái þá ým- ist fyrir sér steingelt handverk eða bernskar afurðir alþýðulistamanna. Svo ekki sé minnst á þá sem líta á ljósmyndavélina sem eina tækið sem dugi til að segja frá fuglum. Staðreyndin er sú að um gjörvöll Bandarík- in og langt norður eftir Kanada hefur þróast merkileg útskurðarmenning sem snýst að mestu leyti um fugla. Þar gildir að gaum- gæfa fugla í náttúrlegu umhverfi, ljósmynda þá eða teikna, tálga síðan út og mála eftir- myndir þeirra svo nákvæmlega að þeir virð- ast lifandi komnir, stilla þeim loks upp í um- hverfi sem minnir á kjörlendi þeirra „i det gronne". Keppt er í útskurði og uppstUlingu fugla vítt og breitt um þessi lönd, safnarar sækjast eftir þeim bestu og bera frægustu út- skurðarmenn úr býtum háar upphæðir fyrir verk sin. Ef til vill er meiri ástæða fyrir okkur Is- lendinga að kynna okkur þessa sérstöku handverkshefð en ella þar sem einn helsti fulltrúi hennar í Kanada er fyrrverandi bóndi af íslenskum ættum, Einar Vigfússon frá Árborg í Manitoba. Og nú gefst aukin- heldur tækifæri til að kynna okkur þessa hefð, þvi Einar og Rósalind kona hans, sem einnig er af íslenskum ættum, hafa verið á yfirreið um landið með fugla í farteskinu með fulltingi Flugleiða og íslendingafélag- anna í Kanada. Af fjarlægum fuglum og nálægum í júlí hélt Einar sýningu á fuglum sínum í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, um þessa helgi verða nokkrir þeirra settir upp í Háskóla ís- lands í tengslum við svokallaða Canadian Studies ráðstefnu, en frá 17. ágúst til 21. sept- ember verður haldin stór sýning á þeim í anddyri Norræna hússins. Einar vonast til að hitta íslenska tréskera meðan á dvöl hans stendur til að kynna þeim vinnubrögð sín. „Kannski tekst mér að vekja áhuga þeirra á því að skera út og mála íslenska fugla," seg- ir hann af meðfæddri ljúfmennsku og lítil- læti. Einar segist hafa teiknað og málað frá unga aldri, auk þess eru honum minnisstæð- ar sögumar sem afi hans sagði honum af Einar Vigfússon frá Árborg í Manitoba með einn af fuglum sínum - „Eyði hundruðum kiukku- stunda í einstaka fugla.“ DV-mynd E.ól. fuglunum heima í „gamla landinu". „Nöfn eins og langvía, hringvía, haftyrðill og teista höfðu á sér ævintýralega fjarlægan blæ og vöktu með mér löngun til að sjá þessa fugla þótt síðar yrði.“ Síðan tók lífsbaráttan við; um árabil stundaði Einar búskap á jörð sem hann erfði eftir föður sinn og ræktaði aðallega kom. Um leið fylgdist hann grannt með fuglalífmu allt um kring, án þess að fmna hjá sér sér- staka þörf til að teikna það eða mynda. Hann var kominn á sextugsaldur þegar hann rakst á raunsæja útskurðarmynd af fugli og afréð þar og þá að læra að gera slíkar myndir. Dyggilega studdur af Rósalind konu sinni hóf Einar að sækja námskeið hjá þekktum fagmönnum, bandarískum og kanadískum. Að stöðva tímann Síðan hefur mikið vatn rannið til sjávar; Einar er búinn að eftirláta syni sínum bú- skapinn, hefur skorið út fugla í hundraðatali og unnið til verðlauna fyrir marga þeirra í samkeppnum. Hann segir að sérhver fugl út- heimti töluverða forvinnu. „Ég fylgist lengi með fuglum áður en ég hefst handa, ljós- mynda þá, teikna og punkta niður það sem mér finnst skipta máli. Það tekur mig minnst fjörutíu klukkustundir að skera út fúgl, en ég hef líka eytt hundruðum klukku- stunda í einstaka fugla.“ Einar notar aðallega lindivið frá Man- itoba í fuglum sínum. Byrjar hann þá á því að teikna prófíl fuglsins í viðinn, tálgar hann svo til með aðskiljanlegum eggjárn- um. Ham fuglsins gæðir hann lífi með því að ýfa hann með logsuðutækjum, loks mál- ar hann sérhverja fjöður á haminn með olíu eða akrýllitum. Hverju leggur Einar mest upp úr við gerð fugla sinna? „Mér þykir mest um vert ef ég get gert þá sprelllifandi eitt augnablik, látið líta svo út sem þeir hafi tyllt niður fæti hjá mér rétt sem snöggvast. Þá finnst mér ég hafa stöðvað tímann." -AI Tll vókalísunnar Með því athyglisverðasta sem gerst hefur í tónlistarheiminum á undanfömum áram er uppgangur kontratenóranna, eða alt-söngv- ara. Fyrir þremur áratugum eða svo var breski söngvarinn Aifred Deller nánast eini kontratenórinn sem naut virðingar á alþjóðlegum vettvangi, en á undanförnum sjö-átta árum hefur hver kontra- tenórinn á fætur öðrum komið fram á sjónarsviðið og eru a.m.k. tveir þeirra, Andreas Scholl og David Daniels, á góðri leið með að öðlast fastan sess á stjörnuhimni. Aðrir gera einnig tilkall til frægð- arinnar, Brian Asawa, Kowalski, Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson Mera, Ragin, Balcone, Cristofellis og Raunig, og eru þá einungis fáir nefndir. Svo má auðvitað ekki gleyma „vores egen“ Sverri Guð- jónssyni. í ljósi þeirra áhrifa sem Deller hafði á sinum tíma er at- hyglisvert að aðeins einn þessara söngvara, Ragin, er af breskum uppruna. Sjáifsagt eru margar skýringar á skyndileg- um vinsældum kontratenóra, nýjungagirni út- gáfufyrirtækja sem í auknum mæli hafa sótt í alis konar eldri tónlist sem sniðin er að háum karlmannsröddum, nýjungagimi tónlistaraðdá- enda sem famir eru að þreytast á tenórunum þremur en hafa ekki enn komið auga á arftaka þeirra. Svo má ekki vanmeta áhrif kvikmynda á borð við Farinelli, sem fjallar um kontraten- órinn með sama nafni. Brian Asawa kontratenór - smekkvís og þýður söngvari. Ljóð án orða Ég hef áður lofað Andreas Scholl í bak og fyrir en hann flutningur hans á eldri tónlist, til dæmis þýskri barokktónlist, er framúr- skarandi tián.mgarríkur og tær. Ég sé ekki að neinn slái honum við í þeirri tegund tón- listar. Þeir Asawa og Daniels hafa hins veg- ar borið við að syngja nýrri tónlist, það er frá síðbarokki og fram á 20stu öld, með prýð- isgóðum árangri. Að því ég best veit hafa þeir þó ekki enn reynt fyrir sér í ljóðasöng. Sumir mundu segja „sem betur fer“. Nýverið gaf Brian Asawa út geisla- plötuna Voca/Ae og eins og nafnið ber með sér er hún hylling til vókalís- unnar, þeirrar viðleitni rómantískra tónskálda að skapa Ijóðasöng án orða, sem grundvallaðist auðvitað á þeirri sannfæringu að tónlistin þyrfti ekki á tungumálinu aö halda. Asawa syngur tónlist eftir Fauré, Medtner, Villa-Lobos og Rakhmanínov og heldur sig ekki við hreinar vókalís- ur - það er sennilega ekki til nægi- lega mikið af þeim - heldur velur sér sönglög og vókalísur sem eiga saman, tónlistarlega og tilfinninga- lega. Asawa hefur háa, fmgerða næst- um kvenlega rödd, mýkri en rödd Scholls en ekki alveg eins tónvísa. Samt er hann öruggari á hátónum en á neðra tónbili. Mér þótti einna mest til um túlkun hans á tónsmíðum Nikolai Medtners, máski vegna þess að þær vom nýjar fyrir mér. Med- tner, sem var Rússi af þýsku bergi brotinn.var fæddur 1880 en lést ekki fyrr en 1951, þannig að hann brúar bilið milli stemningstónlistar 19. ald- ar og stríðari tónlistar 20stu aldar. Aukinheldur var hann snjall lagahöf- undur, eins og Asawa sýnir fram á. Á þessari geislaplötu Asawas er söngtónlist í háum gæðaflokki og túlkun söngvarans er í senn smekkleg og skemmtileg. Hann er dyggilega studdur af öðrum smekkmanni, sir Neville Marriner og sjóaðri hljómsveit hans. Áhugafólk um kontratenóra ætti endilega að bæta þessari upptöku í safn sitt. Brian Asawa - Vocalise Academy of St. Andrews in the Fields, stj. Neville Marriner BMG 09026 Umboð á íslandi: JAPIS Rendez-vous eftir Erik Mogensen Nafn íslenska tónskáldsins Eriks Júlíus- ar Mogensens (á mynd) hefur ekki oft heyrst upp á síðkastið, enda hefúr hann verið búsettur í Bandaríkj- unum um íjögurra ára skeið. Kórverk eftir hann var þó flutt hér á landi fyr- ir par árum, ef umsjónar- maður man rétt. Nú er hins vegar komin á markað hér á landi geislaplata frá út- gáfufélagi bandarískra tón- skálda (MMC) þar sem er að finna hljómsveitarverkið Rendez-vous eftir Erik Júlíus. Verkið er tekið upp af Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Kraká í Pól- landi, undir stjórn Jerzy Svoboda. Erik Júlíus segir að það sé mjög við hæfi að pólsk hljómsveit spili verk hans þar sem hann hafl ævinlega haft dálæti á pólskum tónskáldum frá Chopin til Lutaslawskis. Um verkið segir hann enn fremur: „Allt tónefni er byggt upp á einum hexachord sem síðan er meðhöndlaður með margvís- legmn hætti. Þarfir hljómsveitarinnar voru mér ofarlega í huga við samningu verksins, auk þess sem mér varð mikið hugsað til stemninga og litbrigða í islenskri náttúru." Auk þess segir Erik Júlíus að hugmyndir Nietszches í bókinni The Birth of Tragedy setji einnig mark sitt á verkið, en þar fjall- ar Nietszche m.a. um tvenns konar áhrifa- valda í listum, Apollón og Dýonýsus. “Rendez-vous er óður til Apollóns. Óð til Dýonísusar er hins vegar að frnna í nýju hljómsveitarverki sem ég lauk við í fyira og nefhist L*homme armée eða Vopnaói maðurinn." Á sömu geislaplötu er einnig að finna verk eftir Stephen Richards, James Lentini og Allan Blank. Steinbeck í Stanford Stanfordháskóli í Kalifomíu er nýbúinn að festa kaup á miklu af handritum, bréf- um, ljósmyndum og bókum sem varða John Steinbeck og hafa verið í eigu fjöl- skyldu hans allt frá því hann lést árið 1968. Háskólinn á fyrir tpluvert efni um Steinbeck og verð- ur við þessi kaup stærsta heimildasafn í heimi um rithöfundinn. Það er við hæfi að safnið skuli vera til húsa í Stanford, þar sem Steinbeck stundaði þar nám, auk þess sem flestar skáldsögur hans, til dæmis Tortilla Flat og Þrúgur reiöinnar gerast á næstu grösum við háskólann. Meðal þess sem háskólinn festi kaup á era um 400 einkabréf sem Steinbeck skrifaði foreldrum sínum, systrum og öðrum nán- rnn ættingjum, en þar að auki handrit að sögum og ljóðum, birtum og óbirtum. Eyjaskeggjar yrkja um hafið A mánudaginn, kl. 20.00, treður norrænt ljóðleikhús upp í Norræna húsinu með dag- skrá sem nefnist Hafió og er samansafn ljóða og sagna frá Álandseyjum, Færeyjum, Grænlandi og Is- landi. Bókmenntaffóðir menn frá hverju landi hafa valið textana en þeir sem flytja þá eru leikáramir Rune Sandlund frá Álandseyjum, Hans Tórgarð frá Færeyjum, Borgar Garðarsson frá ís- landi og Varste M. Berndts- ii son frá Grænlandi. Leikstjórn ■ annast Éyðun Johannessen frá Færeyjum og Vladhnir Shafranov píanó- leikari sér um tónlistarflutning. Meðal skálda sem lesið verður eftir eru William Heinesen, J.H.O. Djurhuus og Rói Patursson frá Færeyjum, Karl-Erik Berg- mann og Runar Salminen frá Álandseyjum, Villads Villadsen, Jens Rosing og Kristian Ol- sen Aaju frá Grænlandi og Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Hannes Pétursson, Jóhann Hjálmarsson og Einar Már Guömundsson frá íslandi. Þessi dagskrá er samvinnuverkefni nor- rænu stofnananna á Álandseyjum og Græn- landi og Norrænu húsanna í Færeyjum og á íslandi. Dagskráin er flutt á sænsku og kost- ar aðgangur 1.000 krónur. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.