Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 29
DV FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 29 Titanic er eitt frægasta skip mann- kynssögunnar Htanic Frægasta skip allra tíma, Titan- ic, og stórbrotin örlagasaga þess er til sýnis í húsnæði Hafnarfjarð- arleikhússins við Norðurbakkann í Hafnarfirði, beint á móti stóru flotkvínni. Titanic hefur verið fyrirferðar- mikið söguefni á tuttugustu öld- inni. Að kvöldi 14. apríl 1912 var Titanic i jómfrúferð yfir Atlants- hafið, á leið sinni frá gamla heim- inum til hins nýja. Þeir sem voru um borð, farþegar og áhöfn, gerðu sér enga grein fyrir hættunni fram undan. Titanic og allt það sem glataðist með skipinu hefur síðan fangað hug og ímyndunarafl fólks. Margir héldu að þegar flak- ið loksins fannst 1985 myndi áhrifamáttur Titanic-goðsagnar- innar minnka en raunin varð önnur. Hún gekk í endurnýjun líf- daga og hefúr varla verið öflugri ----------------- en í dag og nú, Svningar 1 lok aidarinn- J ° ar, er eins og Titanic hafi öðlast merkingu handan harmleiks og dauða. Sýningin varpar litríku og fræðandi ljósi á skipið stóra, slys- ið ógurlega, tíðarandann, flakið og eftirmálann í máli, myndum, munum og sýndarveruleika og er konfekt fyrir hug og ímyndunar- afl. Hún er opin frá 10 til 22 alla daga og verð aðgöngumiða er 800 kr. fyrir fullorðna. Eitt verka Péturs á sýningu hans í Galleríi Sævars Karls. Pétur sýnir í Galleríi Sævars Karls Pétur Magnússon opnar sýningu I Galleríi Sævars Karls í dag. Pétur er fæddur 1958, stundaði nám í Myndlista- og handíöaskóla íslands ‘78 til ‘81, Accademia delle belle Arti í Bologna á Ítalíu ‘82 til ‘83 og framhaldsnám við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amster- dam frá ‘83 til ‘86. Pétur er búsettur í Amsterdam og hefur haldið sýn- ingar á Norðurlöndum, í Hollandi, Þýskalandi, Englandi og víðar. Sex eistlenskir myndlistarmenn Laugardaginn 31. júlí opnuðu sex eistlenskir gullsmiðir og mynd- höggvarar sýningu á verkum sin- um í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðu- stíg 5. Það eru þau Harvi Varkki, Anne Roolaht, Andrei Boloshov, Julia Maria Pihlak, Kerttu Veller- ind og Arseni Mölder en þau reka saman A-Galerii í Tallinn. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin á al- mennum verslunartíma. Vatnslitamyndir í Café Milano Sýning á vatnslitamyndum eftir Soffiu Marý Sigurjónsdóttur stpnd- ur nú yfir í Café Milano. Soffia hef- ur stundað nám í Myndlistarskól- anum í Reykjavík í mörg ár, í hin- um ýmsu deildum skólans. Hefur hún haldið sýningar í Lóuhreiðri í Kjörgarði. Sýningin á Café Milano stendur til 7. ágúst. Stórsveit Reykjavíkur á Ingólfstorgi: Stórsveitardjass og Raggi Bjama Blues Express á Punktinum Blues Express spilar blúsrokk á Punktinum, Laugavegi (áður Blús- barinn), í kvöld og ann- að kvöld. Flutt verða lög eftir Eric Clapton, Stevie Ray Vaughn, Al- bert Collins, John Lee Hooker, Gary Moore, ZZ Top og marga fleiri. Aðgangur er ókeypis. í Blues Express eru: Matthías Stefánsson, gítar, Ingvi Rafn Ingva- son, trommur/ söngur, Atli Freyr Ólafsson, bassi, Gunnar Eiríks- son, munnharpa/söng- Stærsta djasshljómsveit landsins og ein sú allra besta, Stórsveit Reykjavíkur, verður með tónleika á Ingólfstorgi kl. 17 í dag. Þar sem spáð er blíðviðri er víst að margir verða i bænum og því ekki úr vegi að staldra við á Ingólfstorginu og heyra sannkallaðan þrumudjass þar sem leikin verða þekkt djass- og dægurlög í útsetning-_______________ um fýrir stórsveit. Þá er ekki verra að söngvari með hljóm- sveitinni í dag er Ragnar Bjarnason Skemmtanir sem ávallt hefur kunnað vel að meta sveifluna. Stjórnandi Stór- _____________sveitar Reykjavíkur er Sæbjörn Jónsson sem er nokkurs konar guðfaðir sveitarinnar, hafði veg og vanda af stofnun henn- ar og hefur verið aðal- stjórnandi hennar frá upphafi. Stórsveit Reykjavíkur leikur fyrir gangandi vegfarendur í dag. Þokubakkar með ströndinni Næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir að verði hæg norðlæg eða breytileg átt. Léttir víða til yfir dag- Veðríð í dag inn en annars skýjað og sums stað- ar súld eða þokubakkar með strönd- inni. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast inn til landsins en 5 til 10 stig í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt og léttskýjað að mestu en þokubakkar við ströndina í nótt. Hiti 11 til 15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.13 Sólarupprás á morgun: 4.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.52 Árdegisflóð á morgun: 00.52 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri þokumóöa 10 Bergsstaöir þoka í grennd 10 Bolungarvík háifskýjaö 11 Egilsstaöir 14 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 17 Keflavíkurflv. skýjaö 17 Raufarhöfn alskýjaö 8 Reykjavík þoka í grennd 14 Stórhöföi þoka 10 Bergen hálfskýjaö 22 Helsinki skruggur 24 Kaupmhöfn léttskýjaö 25 Ósló skýjað 25 Stokkhólmur 27 Þórshöfn alskýjaö 11 Þrándheimur hálfskýjaö 15 Algarve heiöskírt 24 Amsterdam skýjaö 23 Barcelona mistur 29 Berlín alskýjaó 28 Chicago léttskýjaö 19 Dublin rign. á síö.kls. 18 Halifax skýjaö 19 Frankfurt þrumuv. á s.kls. 24 Hamborg skýjaö 26 Jan Mayen skýjaö 8 London hálfskýjaö 24 Lúxemborg skýjaö 24 Mallorca láttskýjaó 30 Montreal alskýjaö 18 Narssarssuaq rigning 18 New York hálfskýjaó 24 Orlando þokumóöa 23 París skýjað 25 Róm heiöskírt 31 Vín skýjaö 26 Washington hálfskýjaö 22 Winnipeg heiöskírt 16 Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og i Landmannalaug- ar frá Sigöldu eru þó færir öllum bílum. Ástand vega Skafrenningur E3 Steinkast E1 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir ffl Þungfært © Fært fjailabtlum Ebba Á myndinni er hún Ebba Björg nýkomin af sjúkrahúsi í Ósló þar sem Barn dagsins Björg hún fæddist 6. maí síðast- liðinn. Með henni á myndinni er bróðir henn- ar, Ari Páll. Sú þriðja í systkinahópnum er Auð- ur Kolka sem tók Ijós- myndina. Jeppafært um hálendið Vegir um hálendið eru flestir orðnir færir, í flest- um tilfellum er þó átt viö að þeir séu aðeins jeppa- færir. Horft á eina dauðgildruna. Cube 9 Stjörnubíó sýnir spennutryllinn Cube. í henni segir frá sex ólíkum einstaklingum sem vakna við vond- an draum þegar þeir komast að því að þeir eru innilokaðir í völundar- húsi sem uppfullt er af dauðagUdr- um. Hópurinn samanstendur af lög- reglumanni, stærðfræðinema, sál- fræðingi, meistarþjófi, einhverfum unglingi og dularfullum manni sem síðar kemur í ljós að er hönnuður völundarhússins. Lögreglumaður- inn virðist vera fullur sjálfstrausts og leiötogahæfileika en er ekki all- ur þar sem hann er séður, stærð- fræðisnillingurinn, sem er stúlka, er veikgeðja en hún gæti með ''/////// Kvikmyndir hæfileikum sínum komist að því hvar útgönguleiðin er, sálfræðingurinn er kona og kannski er það hún sem getur styrkt hópinn með þekkingu sinni á mannlegu eðli. Meistaraþjófurinn er sá fyrsti sem reynir aö sleppa úr gildrunni og sá einhverfi, sem flest- ir taka ekki mark á, býr yfir meira viti en nokkurn grunar. Nýjar myndir í kvikmyndahúsnm: Bíóhöllin: Wild Wild West Saga-Bió: The Mummy Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Notting Hill Háskólabíó: Fucking Ámál Kringlubíó: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Virus Stjörnubíó: Gloria Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Lárétt: 1 brim, 8 þegar, 9 gufa, 10 starf, 11 hey, 12 bæta, 14 ávana, 16 slen, 18 leit, 20 snemma, 21 hlífir, 23 rúmábreiða, 24 hjari. Lóðrétt: 1 hamingja, 2 hagnað, 3 ávinning, 4 skráði, 5 trufla, 6 nöldur, 7 úrþvætti, 13 peninga, 15 guðir, 17 þroskastig, 19 púki, 20 málmur, 22 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: lágspil, 8 ágæt, 9 áði, 10 nú, 11 færan, 12 ása, 13 karm, 15 staur, 17 í AA, 18 tá, 20 krónu, 22 alkunn. Lóðrétt: 1 lán, 2 ágúst, 3 gæfa, 4 stækur, 5 párar, 6 iöar, 7 lin, 12 Ásta, 14 mauk, 16 akk, 17 ann, 19 ál, 21 ón. Gengið Almennt gengi LÍ 06. 08. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenni Dollar 72,460 72,830 73,540 Pund 117,200 117,790 116,720 Kan. dollar 48,380 48,680 48,610 Dönsk kr. 10,4420 10,4990 10,4790 Norsk kr 9,3940 9,4460 9,3480 Sænsk kr. 8,8420 8,8900 8,8590 - Fi. mark 13,0680 13,1465 13,1223 Fra. franki 11,8451 11,9163 11,8943 Belg. franki 1,9261 1,9377 1,9341 Sviss. franki 48,5300 48,7900 48,8000 Holl. gyllini 35,2581 35,4700 35,4046 Þýskt mark 39,7267 39,9654 39,8917 ít. lira 0,040130 0,04037 0,040300 Aust. sch. 5,6466 5,6805 5,6700 Port escudo 0,3876 0,3899 0,3892 Spá. peseti 0,4670 0,4698 0,4690 Jap. yen 0,632300 0,63610 0,635000 írskt pund 98,657 99,249 99,066 SDR 99,000000 99,59000 99,800000 ECU 77,7000 78,1700 78,0200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.