Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 15 Sport Frábær seinni hringur Olafar Ólöf María Jónsdóttir tyllti sér í toppsætið í kvennaflokki með frábærum seinni hring en hann lék hún á þremur undir pari eftir að hafa farið fyrri 9 holurnar á fimm yfir parinu.Ólöf lék á 73 höggum. „Þetta var ótrúlega sveiflukennt. Ég var skelfíleg á fyrri hringnum og hitti aðeins eina braut sem er ömurlega slakt. Ég tók mér tak á seinni hringnum og spilaði minn besta hring á móti frá upphafi. Ég fékk fjóra fugla og hitti allar flatir. Það var gott að enda svona vel og þetta gefur manni gott sjálfstraust. Ég ætla að sækja áfram og vonandi held ég áfram á sömu braut,” sagði Ólöf María. -GH Stórefnilegur Akureyringur Ómar Haildórsson úr GA lék mjög vel í gær og þessi ungi og stórefnilegi kylfingur frá Akureyri hefúr aila burði til þess að berjast um verðlaun á mótinu. „Ég náði settu marki og get ekki annað en verið ánægður eftir þennan fyrsta hring. Það voru helst púttin sem voru að stríða mér og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Fyrsti hringurinn segir ekki mikið. Ég var á sama stað í fyrra eftir fyrsta hring en það mót endaði ekki vel. Núna er ég rólegur og spila mitt golf og Keilismað- þetta verður engin keppni fyrr en á síðustu urjnn holunum," sagði Ómar. -GH Björgvin Sigurbergs- son er forystu eftir fyrsta dag, einu undir pari. Mfi | Landsmótið í golfí 1999 Hvaleyrin skartaði sínu fegursta á fyrsta keppnisdegi lands- mótsins i golfi í gær en þokan, sem sjá má vel hér að ofan, setti þó nokkurn svip á fyrsta daginn. nessar uv-mynair ira ianas- mótinu f golfi tók Hiimar Þór á Hvaleyrarvelli í gærdag. Er bjartsýn á framhaldið íslandsmeistari síðasta árs, Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, er tveimur höggum á eftir Ólöfu eða á 75 höggum. „Ég er svona þokkalega sátt. Ég var að slá vel en átti í vandræðum með löngu púttin framan af sem ég náði að laga þegar á leið. Völlurinn er góður en grínin eru erfið. Þau eru hröð og þau voru að stríöa mér. Ég horfi bjartsýnum augum á framhaldið," sagði Ragnhildur. -GH imamenn I- í Keili eru í efstu sætunum eftir fyrsta dag Kylfmgar úr Keili i Hafnarfirði geta verið sáttir við frammistöðu sína eftir fyrsta keppnisdaginn á landsmótinu í golfi sem hófst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær. í karlaflokki eiga Keilismenn íjóra af fimm fyrstu mönnunum og í kvennaflokki leiðir heimakonan Ólöf María Jónsdóttir. Ekki er hægt að segja annað en umgjörðin í kringum landsmótið hafi verið glæsileg. Hvaleyrarvöllurinn skartar sínu fegursta og veðrið lék heldur betur við kylfingana í gær. Að vísu læddist þoka inn á Hvaleyrina eftir hádegi í gær en um kvöldmatarleytið var komin glampandi sól og keppendur sem og áhorfendur nutu bliðunnar. Það stefhir í hörkuspennandi keppni hjá körlunum en eftir fyrsta hringinn eru Björgvin Sigurbergsson, GK, og Ómar Halldórsson, GA, efstir og jafnir en þeir léku báðir á 70 höggum eða einu höggi undir parinu. Á hæla þeim koma Keilismennimir Ásgeir J. Guðbjartsson, Helgi Birkir Þórisson og Ólafur Már Sigurðsson. Þekki hverja þúfu Sveinn Sigurbergsson úr Keili er einn af gömlu refunum i golfinu en hann hefur lengi verið í hópi þeirra bestu. Sveinn er í toppbaráttu eftir fyrsta hring en hann kom inn á 73 höggum. „Ég er mjög sáttur við spilamennskuna. Ég byrjaði ágætlega og var þijá undir eftir sjö holur en síðan gaf ég eftir á 8. og 9. holu og síðari hringurinn gekk stórslysalaust fyrir sig. Ég þekki hverja þúfu á vellinum og það skemmir ekki fyrir. Vöilurinn er stórkostlegur og aðstæður hreint frábærar og ég ætla auðvitað að reyna að halda mér í hópi þeirra efstu," sagði Sveinn. -GH Staðan á Landsmótinu í golfi Meistaraflokkur karla, 1. dagur Björgvin Sigurbergsson, GK.......70 Ómar Halldórsson, GA.............70 Ásgeir Jón Guöbjartsson, GK......71 Ólafur Már Sigurðsson, GK........71 Helgi Birkir Þórisson, GK .......71 Tomas Salmon, GR.................72 Tryggvi Pétursson, GR............72 Júlíus HaUgrimsson, GV ..........73 Sveinn Sigurbergsson, GK.........73 Guðmundur Sveinbjömsson, GK .. 74 Ólafur Þór Ágústsson, GK ........74 Gunnar Þór Gunnarssón, GKG ... 74 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA.....74 Öm Ævar Hjartarson, GS ..........74 Kristinn Ámason, GR .............74 Öm Sölvi Halldórsson, GR.........74 Bjöm Knútsson, GK................75 Davíð Jónsson, GS................75 Tryggvi Traustason, GSE..........75 1. flokkur karla, 1. dagur Hlynur Geir Hjartarson, GOS ... 73 Jón Thorarensen, GK . ...........74 Þorbergur Guðjónsson, GL ........74 Guðlaugur Georgsson, GK..........75 Óskar Halldórsson, GS ...........75 fvar Harðarsson, GR..............75 Reynir Guðmundsson, GF...........75 Jakob Már Böðvarsson, GK.........76 Sváfnir Hreiðarsson, GK..........76 Jónas Hagan Guðmundsson, GK . 76 Ámi Geir Ómarsson, GR............76 Þorgeir Geir Halldórsson, GS ... 76 Guðjón Gunnarsson, GOB...........76 Magnús Þórarinsson, GR...........76 Bjarni Þór Hannesson, GL.........76 2. flokkur karla, 2. dagur Pétur V. Georgsson, GSE.........161 Jón Þ. Hjartarson, GF ..........164 Ólafur Danivalsson, GK..........165 Þröstur Sigvaldsson, GÓ ........165 Haraldur Sigurðsson, GH.........166 Hilmar Viðarsson, GSE...........167 Pálmi Einarsson, GO.............167 Haukur Hafsteinsson, GKJ........167 Einar Lyng Hjaltason, GO........168 Rikharður Hrafnkelsson, GMS . . 168 Hjörtur Brynjarsson, GSE .......168 Jóhann Sigurðsson, GO...........168 3. flokkur kara 2. dagur Hilmar Sighvatsson, GO .........162 Ingvi Þ. Elliðason, GR..........175 Guðlaugur Harðarson, GKD .... 176 Rúnar Óli Einarsson, GS.........177 Þorsteinn Einarsson, GR.........177 Sveinbjöm Hansson, GK ..........178 Eyjólfur Jónsson, GR............179 Sæmundur Oddsson, GO ...........180 Guðmundur Bragason, GR..........180 Gunnar Hreiðarsson, GSE.........182 Meistaraflokkur kvenna, 1. dagur , 73 . 75 . 76 . 78 . 79 . 80 . 82 83 84 Ólöf María Jónsdóttir, GK . Ragnhildur Sigurðardóttir, GR Kristín Elsa Eriendsdóttir, GK Herborg Arnardóttir, GR.......... Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK . Nína Björk Geirsdóttir, GKJ .. Þórdís Geirsdóttir, GK........... Katla Kristjánsdóttir, GR........ Helga Rut Svanbergsdóttir, GJKJ 1. flokkur kvenna, 1. dagur Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK . 81 Helga Gunnarsdóttir, GK............83 Alda Ægisdóttir, GR ...............84 Magdalena S. Þórisdóttir, GS .... 85 2. flokkur kvenna, 2. dagur Sigrún Gunnarsdóttir, GR..........89 Þuríður Pétursdóttir, GKJ.........92 Sigrlður Kristjánsdóttir, GR .... 93 Hólmfríður Kristinsdóttir, GR . . . 95 Regina Sveinsdóttir, GR ...........95 Kristin Ó. Ragnardóttir, GR .... 96 Það er enn mikið eftir íslandsmeistarmn frá því í fyrra, SigurpáU Geir Sveinsson, GA, er á 74 höggum en þrátt fyrir það er ekki hægt að afskrifa hann. „Þetta var ágætt, svona að mestu leyti. Ég fékk fljúgandi start, var tveimur undir. eftir fjórar holur en svo fór að halla undan fæti og ég fékk tvo yfrr á 9. holunni. Púttin fyrir fugli fóru ekki niður og ég endaði á þremur yfir. Það er mikið eftir af þessu og til að mynda í fyrra vann ég sjö högg upp á síðustu 8 holunum. Þetta hlýtur að vera besti völlurinn á landinu en ég lít ekki á þetta mót sem neina titilvöm heldur er ég búinn að skila bikamum og stefhi að því að ná í hann aftur,“ sagði Sigurpáll. Ómögulegt að spá um úrslit Ólafúr Már Sigurðsson úr Keili lék vel í gær og er í 3.-5. sæti á 71 höggi. „Eg spiiaði ágætlega, skoraði vel og púttin gengu vel. Ég ætla að halda áfram að hafa gaman af þessu og spila mitt golf. Þessi fyrsti hringur segir ekki mikið en þegar aðstæður em svona góðar getur maður ekki spilað nema vel. Það er ómögulegt að spá fyrir um hver hampar titlinum en auðvitað hefúr maður sett stefnuna á að vinna eins og margir aðrir,“ sagði Ólafur Már. -GH Ráll 6f ágúst, Þingvellir og nágrenni Akureyri, 1. umferð 'y' _____\ \ \ / , GO-kart 8. ágúst við Krýsuvíkurveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.