Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Spuriúngin Eiga samkynhneigðir að fá að giftast í kirkju? Áslaug Harpa Axelsdóttir nemi: Já, af því að þeir eru ekkert öðru- vísi en aðrir. Halldóra Clausen húsmóðir: Mér finnst bara að þeir eigi ekki að giftast. Benedikt Þórðarsón nemi: Já, al- veg eins. Máni Björgvinsson nemi: Já, pott- þétt. Dóra Marteinsdóttir, vinnur hjá Morgunblaðinu: Já, þeir hafa sama rétt og allir aðrir. Katrín Briem nemi: Nei, mér fmnst nóg að þeir séu í sambúð. Lesendur Góðæri, skattar og stjórnsýslan Bréfritari gagnrýnir stjórnsýsluna í landinu harkalega og tekur dæmi af inn- anbúöarvanda starfsfólks gagnvart stjórnendum Flugstöövar Leifs Eiríks- sonar. Guðmundur E. Jóelsson skrifar: Hver tekur ábyrgð á því sem hann eða hún framkvæmir eða seg- ir í æðstu stjóm landsins? Hvað með blessaða góðærið fyrir kosning- ar? Daginn eftir kemur seðlabanka- stjóri og kallar: Úlfur,úlfur. Var þá ekkert að marka það sem yfírstjór- inn sagði fyrir kosningar? Skattar á einstaklinga hækka á milli ára um rúma fimm milljarða króna, ég end- urtek: um rúma fimm milljarða króna! Samt var skattaprósentan lækkuð um síðustu áramót, en á móti kom að persónuafslátturinn var lækkaður þannig að skattapró- sentan lækkaði svo sem ekki neitt. Það er í raun sama hvað maður gerir eða kaupir, alltaf er maður að borga í ríkiskassan. Hvað verður um alla þessa peninga? Rotnunin innan stjómsýslunnar sýnist vera að aukast vemlega. Ég minnist nú bara í svipinn t.d. bæjarstjórans í Vestmannaeyjum sem var einn af stærstu hluthöfum í einhverri hurðaverksmiðju sem fór á hausinn rétt fyrir kosningar, en ekki mátti komast í hámæli því þá hefði ýmis- legt komið í ljós sem ekki hefði ver- ið heppilegt fyrir atkvæðaveiðar flokks hans. Eöa þá Þýsk-íslenska sem fór á hausinn? Hvar er for- sprakki þess fyrirtækis núna? Jú, honum var hampað með því að ráða hann flugstöðvarstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar! Og er það ekki einmitt hans embætti sem stendur í þvi að brigsla starfsfólki um sóða- skap? Já, hvílík auglýsing fyrir land og þjóð! Hann stefnir kannski að því að setja ferðaþjónustuna á hausinn? Eins er það með verkalýðsfor- ustunna. Kjósa á menn eftir hæfl- leikum hvers og eins en ekki eftir flokkadráttum. Talað er um að ekki sé hægt að skipta út mönnum. Það er einfaldlega rangt, því vilji menn breytingar koma þær ekki af sjálfu sér. Þær koma frá fólkinu sjálfu. Lýðræði felst í því að það er fólkið sem ræður. Og það er fólkið sem á að leggja línurnar, það er fólksins að sjá til þess að stjórnað sé eins og það vill að sé stjómað. Eitt og sér getum við harla lítið, en samtaka- máttur fólks er gífurlega sterkt afl sem ekki verður brotið niður. Hvar væri þá lýðræðið? En ég lít á stjórn- málamenn eins og arkitekta, þeir teikna og bera svo enga ábyrgð á því sem þeir teikna. Hér vantar verulega og skjóta breytingu. Nú vantar Davíð „borgarstjóra"? Margrét Sigurðardóttir skrifar: Mikið er ég farin að sakna Dav- íðs borgarstjóra, og Birgis Isleifs borgarstjóra með grænu bylting- una. Hvar eru þeir, við þörfnumst þeirra. Þegar ég var yngri fannst mér lítið koma til Grænu byltingar- innar hans Birgis Isleifs hér í borg- inni. En þegar vinstri meirihlutinn ætlaði að úthluta Laugardalnum undir einbýlishús í kringum 1980 þá snerist ég gegn honum og kaus Davíð. Nú er vinstri meirihlutinn aftur með áætlanir um að malbika Laug- ardalinn, með þá Helga Pétursson (Landið fýkur burt!) og Sigurð Harðarson (sem hingað til hefur viljað varðveita hverja einustu þúfu borgarinnar) í fararbroddi. Hvað hefur komið yfir þessa menn? Hvað fær þá til að svíkja allar sín- ar hugsjónir? Ég mun ekki aftur kjósa fólk sem ekkert er heilagt hér í borg. Ingibjörg Sólrún verður ekki áfram í framboði að mér skilst, þannig að ekki þarf hún neitt að óttast, og meðreiðarfólki hennar virðist sama um framtíðina. Ég er meira undrandi á Sigrúnu Magnúsdóttur framsóknarkonu. Hvar eru hin vistvænu gildi Fram- sóknarflokksins nú, þegar á reynir? Kannski er Sigrún einnig að hætta í pólitík? Nú set ég allt mitt traust á Davið fyrrum borgarstjóra. Ríkis- stjórnin ræður öllu hlutafénu í Landssímanum og getur því látið Landssímann draga byggingará- formin í Laugardalnum á langinn, þ.e. fram yfir næstu kosningar. Þá verður Ingibjörg Sólrún hætt, vist- vænt fólk komið til valda aftur og Laugardalnum forðað frá óbætan- legum skaða. Davíð getur þvi þannig bjargað Laugardalnum í annað sinn. En hvað verður um Laugardalinn að Davíð gengnum þori ég vart að hugsa. Þær eru margar Ingibjarg- amar á sveimi. Viðgerðir á Hallgrímskirkju - verði ekki á vegum hins opinbera Bréfritari vill meina að ekki stoði að vísa til samþykktar Alþingis frá árinu 1940 vegna viðgerðar á Hallgrímskirkju 60 árum síðar. Björn Halldórsson skrifar: Ég hef heyrt og lesið fréttir um að viðgerð standi nú yfir á Hallgríms- kirkju eða standi fyrir dyrum. Það hefur greinilega komið fram í þess- um fréttum að áður hefur verið gert við steypuskemmdir á Hallgríms- kirkju og hvaö sem líður þætti fyrri verktaka í viðgerðum á steypu- skemmdum hlýtur að liggja í aug- um uppi að steypunni í kirkjunni hefur verið stórlega áfátt. Engum blöðum er að fletta um að auðvitað eru byggingaverktakar þeir sem við er að sakast. Allar viðgerðir sem síðar hafa farið fram eru líka á ábyrgð viðkomandi verktaka. Það er allt of lítið um það hér á landi að verktakar séu látnir sæta ábyrgð á skemmdum í byggingu húsa eða annarra mannvirkja. Hvað viðvíkur viðhaldsframkvæmdum á Hallgrímskirkju nú stoðar lítt að vísa til samþykktar Alþingis frá ár- inu 1940 um að reist skuli eitt stykki Hallgrímskirkja sem minnis- merki um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. í dag ganga menn ekki, hvorki einstaklingar né söfnuðir af einu eða ööru tagi, í opinbera sjóði til að koma áhugamálum sínum í framkvæmd. - Það á líka við um viðgerðina á Hallgrímskirkju nú. Þama verða áhugamenn eða söfn- uðurinn sjálfur að koma að með sín- um fjárframlögum, happdrættum eða hverju öðm sem þeim kemur til hugar til að vekja áhuga almenn- ings til frjálsra framlaga. Ríkið og skattborgarar um land allt eiga að standa fast í báða fætur og krefjast þess aö þurfa ekki sífellt að greiða fyrir mistök annarra. Verktakar eru líka sú starfsstétt sem þyrfti að setja um þrengri reglugerð hvað ábyrgð varðar. I>V Frídagur versl- unarmanna - á keyrslu allan daginn Jóhann Sigurjónsson skrifar: Það er stór dagur, frídagur verslunarmanna. Hann er orðinn gamall í hettunni og menn flykkj- ast út og suður. Sumir aðallega þangað sem sólin skín og dvelja þar þessa helgi aOa. Aðrir nota bara mánudaginn til að fara út úr bænum og koma heim sama dag. En hvað sem menn gera þessa helgi sér til afþreyingar, hvort sem þeir fara út úr bænum helgarlangt eða bara mánudaginn, á frídegi verslunarmanna, eru þeir á þeyt- ingi. Þeir eru á keyrslu lungann úr deginum í bílnum sínum eða í bil annarra. Stundu í rútu. Frídag- ur verslimarmanna er orðinn sannkallaður keyrsludagur. Er þetta það sem menn ætluðu í upp- hafi og hlökkuðu til? Að vera á keyrslu allan verslunarmannafrí- daginn? Svari hver fyrir sig. Skipulagið í Laugardalnum -•hvað segja arkitektarnir? Garðar skrifar: Um fátt annað er meira rætt þessar vikumar en skipulagið í Laugardalnum, eða réttara sagt skipulagsleysið. En hverjir ræða málin? Jú, það em stjórnmála- menn i borgarstjórn, meirihlut- inn og minnihlutinn rífast um skipulagið. Fáir aðrir, þótt allir virðist hafa skoðun á málinu. íþróttafrömuðir þegja þunnu hljóð, af ótta við að komast í ónáð hjá borgarstjóra og meirihlutan- um, sem skaffa jú peninga til íþróttamála og allra íþróttafélag- anna. En allir arkitektamir, hvar eru þeir? Og hvað segja þeir? Maður hefði haldið að skipulags- mál væru á þeirra áhugasviði. En arkitektarnir eru alveg stikkfrí í Laugardalsmálinu. Hafa ekkert að segja um nýbyggingarnar fyr- irhuguðu. - Skrýtið, ekki satt? Sleppum seðla- bankastjóranum T.K.Á. skrifar: Ég er orðinn leiður á því að lesa um og heyra allt talið um hver vérði næsti seðlabanka- stjóri. Það er verið að ræöa þessa dagana um að fyrrverandi banka- stjóri, og fráfarandi úr tveimur bönkum „eigi“ að hreppa hossið. Ég get ekki séð að það gangi upp yfirleitt. í fyrsta lagi er nóg til af vel menntuðum mönnum á hag- fræöi- eöa fjármálasviði sem gætu gengið í starf seðlabankastjóra, og einnig er hægastur vandinn - til að losna við vandann allan - að ráða engan nýjan seðlabanka- stjóra fyrr en sá sem nú gegnir starfinu yfirgefur það. - Sem sé: sleppum seölabankastjóraráðn- ingu að þessu sinni. Sæunn Axels er heljarmenni Njáll hringdi: Ég sé ekki betur en kona sú sem nú er mest í fréttum og rekur umfangsmikla útgerð og fisk- vinnslu á Ólafsfirði sé hreinlega heljarmenni, bæði andlega og lík- amlega. Slík kona sem þarna er við stjómvöl er ekki á hverju strái og mér finnst hún eiga skO- ið allan heiður af sinni elju sem forsvarsmaður atvinnulífs á staðnum. Ég skil raunar ekki hvers vegna bæjarstjómin stend- ur ekki með svona kvenskörungi og reynir að halda í hana í stað þess að leyfa henni að leggja af reksturinn. Auðvitað á bæjar- stjórn Ólafsfjarðar að róa að því öllum árum að styðja Sæunni Ax- els þessa og víta Byggðastofnun fyrir fádæma klaufsku í úthlutun byggðakvóta. Þeir ættu náttúrlega ekki að vera til, en úr því þeir em staðreynd, ætti pólitík ekki að spila inn í eins og ég held að ger- ist ótæpilega hjá Byggðastofnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.