Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 13 Staðlausar staðreyndir Á síðustu árum hefur eðli frétta breyst. Sú var tíðin að þær voru ætlaðar tii upplýsingar og glöggvunar, nú eru fréttir orðnar afþreying fyrst og fremst. Því eru fréttir nú öðru fremur samkeppni um athygli og auglýsendur, inni- haldið skiptir minna máli, verður næstum aukaatriði. Mestan þátt í þessu á upplýsinga- byltingin, fréttasjón- varp allan sólarhring- inn, intemet o.s.frv. Menn eru yfirþyrmd- ir af upplýsingum, sem í sjálfu sér geta vel ver- ið réttar, en án sam- hengis við nokkra heildarmynd era þær gagnslausar eða beinlínis villandi. Enginn tími er ætlaður til að gefa fréttum samhengi. Ókjör af samhengislausum stað- reyndum eru til þess fallin bein- línis að rugla menn, enginn er nokkru nær ef eðli málsins gleym- ist í öllu staðreyndaflóðinu. reynt að gera hið gagnstæða, en eng- inn má við margn- um. Markaðurinn ræður, að minnsta kosti í auglýsinga- sjónvarpi, og 20 sek- úndur era allt sem þarf, segja markaðs- fræðingar. Baksvið Hver getur áttað sig á átökunum á Balkanskaga með því að heyra 20 sek- úndna glefsur öðru hverju, hverja glefsuna ólíka annarri og úr sam- hengi við síðustu 20 sekúndur í fyrradag? Vitaskuld enginn. Almenningsálitið hefur þegar verið mótað, fréttirnar verða að vera í samræmi við kröf- ur markaðarins. Til að skOja slík mál að einhverju gagni þarf að þekkja bæði forsögu og forsendur atburða, m.ö.o. mikinn lestur og Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður 20 sekúndur Fréttasjónvarp stendur sig vel i því að segja frá flugslysum, eða hversu margir hafi verið drepnir í einhverjum átökum. En fréttasjón- varp er bundið þröngum tíma- mörkum. í Bandaríkjunum er við það miðað að almennur áhorfandi hafi ekki áhuga á neinni venju- legri frétt lengur en í 20 sekúndur. Ein minúta er óratími í sjónvarpi. Af þessu leiðir að aðeins er fleytt froðan ofan af atburðum. Einkum á þetta við um atburði á fjarlæg- um slóðum. Hins vegar eru oft teknar nærmyndir í ómældan tíma af kjökrandi fórnarlömbum einhverra hörmunga. Þetta kaliast á sjónvarpsmáli vestra „húman interest“-fréttir. Sem betur fer eru íslensku sjón- varpsstöðvarnar enn ekki full- numa í bandarískum markaðs- fræðum. Sjónvarp getur kallað fram mjög sterk tilfmningavið- brögð, og þá er hætt við að eðli máls og málsatvik öll verði afflutt og beinlínis rangtúlkuð. Sjálfur hef ég fylgst með þessari þróun í áratugi og mislíkar stórum og „Fréttasjónvarp stendur sig vel í því að segja frá flugslysum, eða hversu margir hafi verið drepnir í einhverjum átökum, en fréttasjónvarp er bundið þröngum tímamörkum." - Frá sjónvarpsupptökum á Austurvelli. langa reynslu. Sá sem treystir á sjónvarp til að botna í Kosovodeil- unni verður engu nær. Serbar eru vondir, Albanar góðir, NATO og Bandaríkin eru vitaniega á bandi hins góða. Fróðlegt verður að fylgjast með þegar reynt verður að segja á 20 sekúndum frá vænt- anlegum hernaði KLA gegn NATO í Kosovo, þar sem KLA lít- ur þegar á NATO sem hemámslið og er farið að hegða sér jafnvel enn verr en Serbar gerðu áður, og það ekki aðeins gegn Serbum heldur Albönum líka. 400 morð hafa verið framin þar síðustu sex vikur, meirihlutinn á Albönum. Þannig fréttir seljast ekki. Illu heilli er hætt við að almenningsá- litið muni framvegis mótast í jafn- vel enn ríkari mæli en nú af froðusnakki og fréttum sem faila inn í fyrirfram- gerða umgerð. Gegn því geta ís- lenskir fjölmiðl- ar aðeins spom- að með meiri grundvallarupp- lýsingum sem gefa þeim sem áhuga hafa tæki- færi til að draga sínar eigin álykt- anir. En skugga- hliðin á upplýsingaöldinni er komin í ljós. Sundurlaust upplýs- ingaflóð er ekki fréttir, heldur flaumur af staðreyndum sem segja ekkert, og oft því minna sem staðreyndimar eru fleiri. Gunnar Eyþórsson „Almenningsálitið hefur þegar verið mótað, fréttírnar verða að vera í samræmi við kröfur mark- aðarins. Til að skilja slík mál að einhverju gagni þarf að þekkja bæði forsögu og forsendur at- burða, m.ö.o. mikinn lestur og langa reynslu Séríslensk í Ingólfsstræti 1, þar sem Fiski- stofa er einnig til húsa, er sérís- lensk „þrælasala" á vegum hins opinbera, en í einkaþágu LÍÚ. Þama er leyfum úthlutað og þá geta menn farið til veiða með því að leigja sér aðgang að sinni eigin fiskveiðilögsögu, hjá einhverjum útvöldum gjafakvótaeiganda. Og menn verða eins og þrælar í bý- flugnabúi við að greiða niður skuldir fyrirfram verðlausrar stór- útgerðar, sem senn syngur sinn svanasöng. Sumarið '96 Það sumar var svonefndur Þró- unarsjóður sjáv- arútvegsins settur til höfuðs hinum höfuðlausa her smáútgerðarmanna. Fengið var til verksins glaðbeitt fólk sem sveifst einskis við að blekkja menn til óhæfuverka. Að eyðileggja at- vinnuskapandi verkfæri varðar við lög í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum þótt lög virki ekki lengur hér í okkar siðblinda sam- félagi. Þama voru einyrkjarnir fyrst settir út i horn og að þeim þrengt með því að banna þeim að fara á sjó nema fáa daga á ári, á sama tíma og togveiðar eru frjálsar all- an sólarhringinn allan ársins hring. Þegar þarna var komið var mönnum boðið upp á tvo kosti: „Verði það sem nefnt er Lands- samband smábátaeigenda ekki leyst upp á haustdögum þá undir- strika smáútgerðarmenn á ís- landi sinn vesaldóm endanlega. Þeir hafa sl. 12 ár sýnt fádæma þolinmæði, algjörlega vonlausri forystu..." þrælasala veslast upp eða láta af hendi atvinnuleyfi sitt (frelsið) fyrir smáaura, miðað við núgildandi kvótabrask. Nú er bátafjöldinn orðinn meiri en fyrir úreld- ingu, en það er vel séð, því flestir eru orðnir leiguliðar í einhverri mynd. Landssamband smábátaeigenda Verði það sem nefnt er Landssamband smá- bátaeigenda ekki leyst upp á haustdögum þá undirstrika smáútgerð- armenn á íslandi sinn vesaldóm endanlega. Þeir hafa sl. 12 ár sýnt fádæma þolinmæði al- gjörlega vonlausri forystu sem hef- ur það m.a. til saka unnið að hafa upp á sitt eindæmi hunsað meiri- hluta í atkvæðagreiðslu haustið 1995, sem var fylgjandi aflatoppi - 10 tonn á hvert stærðartonn báts, og á móti framsali og leigu aflaheim- ilda. í stað þess að vinna svo sem þeim bar samkvæmt siðfræði lýðræðisins þá unnu formennirnir i þágu minnihlutans, sem var armur auraapa er kröfðust þess að fá að sitja við borð stóru auraapanna og taka þátt í hruna- dansi þeirra sem nú eiga senn að syngja sinn seinasta fals- tón. Hundurinn með heinið er ekki góð fyrirmynd, og því munu menn brátt sjá að sala og leiga aflaheimilda er það hagtæki sem á eftir að leiða íslenskt efnahagslíf inn í mikinn vítahring sem aðeins framsýnt og heiðarlegt fólk er fært um að brjóta upp. Garðar Björgvinsson Kjallarinn Garðar Björgvinsson útgerðarmaður og bátasmiður Með og á móti Er stjörnustríðsæðið komið út í öfgar? Fljótlega verður fjórða Stjörnustríðs- myndin frumsýnd hér á landi. Mynd- in, sem er sú fjórða í seríunni, fór sigurför um Bandaríkin og geta að- dáendur myndanna varla sofið þessa dagana, enda búnir að horfa á hinar þrjár oftar en sjálfa sig í spegli. Myndirnar og vörur tengdar þeim hafa aflað ógrynnis tekna út um allan heim og skemmt mörgum. Margar gagnrýnisraddir hafa aftur á móti komið fram sem segja að stjörnu- stríðsæðiö sé farið úr böndunum. Sömu lögmál og í Wagner- óperu „Já, stjörnustriðsæðið er ábyggilega komið út í öfgar. Það þarf einfaldlega að benda fólki á að Star Wars-myndirnar eru eins og Wagnerópera. Sagan lýtur sömu lögmál- um að því leyti að einhver skýjaglópur bjargar heim- inum eftir að spilltur faðir hans setti allt á annan endann. Ef einhverjum er bent á hve Wagner er leið- inlegur þá sjá þeir að Star Wars er ekki spennandi. Lengdin á þessum fyrirbrigðum er einnig svipuð. Lengsta Wagner-verkið er eflaust um 17 klukkutíraar og er Star Wars að feta sig í þá átt- ina. Kvikmyndalistin er án alls efa á villigötum ef hún snýst ein- ungis um að selja veikgeðja sál- um drasl. Það er orðið þannig að fólk getur ekki opnað morgun- kornspakka án þess að upp spretti einhver figúra úr banda- rískri bíómynd eins og Star Wars.“ Tímalaust ævintýri „Nei, stjörnustríðsæðið er alls ekki komið út i öfgar. Þetta er tímalaust ævintýri sem höfðar til allra, alltaf. Stór hluti mannkyns ólst upp við leikfóngin úr fyrstu myndunum. Sagan hefur í raun allt sem góð saga þarf að hafa, galdra- karlinn, prinsessuna, þjófinn og allt þetta. í raun er saga Star Wars rétt að byrja. Ég er búinn að sjá myndina og stenst hún fyllilega væntingar og lofar góðu um framhaldið. Nýja myndin er svolítið sér á báti mið- að viö hinar myndimar og ég myndi kannski ekki bera þær saman þvi maður upplifði hinar allt öðravísi. Ég tel aö allt þetta æði í kringum Star Wars eigi fyllilega rétt á sér. Þetta byrjaði sem góð hugmynd hjá Lucas og hefur hann haldið rétt á spilun- um með þetta. Auðvitað nýtir maðurinn sér það hversu mikil snilld öll umgjörðin um Star Wars er.“ -hdm/hvs Stefán Sigurjóns- son, ritstjóri Star Wars blaös Undir- tóna. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.