Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og piötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kaupmætti haldið niðri Stuðningur við landbúnað nam 15 miHjörðum króna á liðnu ári. í blaðinu í gær voru leiddar að því líkur að með markaðsvæðingu atvinnugreinarinnar, niðurfell- ingu innflutningshafta og kvóta mætti ná þessum kostn- aði niður að verulegu leyti. Það hefði í för með sér kaup- máttaraukningu sem skilaði sér í 2-3 prósenta hagvaxt- araukningu. Væri horfið frá núverandi landbúnaðar- stefnu gæti það á næsta áratug, að öðru óbreyttu, gert ís- lendinga að ríkustu þjóð í heimi. Á þetta hefur verið bent í þessu blaði í ár og áratugi. Þannig sagði í niðurlagi leiðara fyrir réttum tólf árum að íslendingar væru ríkasta þjóð í heimi ef landbúnað- inum væri hleypt út á gaddinn þar sem fyrir er frískur sjávarútvegurinn, hornsteinn velmegunar þjóðarinnar. Þrásinnis hefur verið á það bent að landbúnaðurinn sé þaulskipulagt ríkiskerfi þar sem hið opinbera ábyrgist ekki aðeins tekjur bænda, heldur kaupi einnig í raun ákveðið framleiðslumagn, umfram þarfir heilbrigðs markaðar. Landbúnaður, rekinn með þessum hætti, skerðir þjóðarauð og heldur niðri lífskjörum. Miðstýring verðlags, framleiðslukvótar, útflutnings- bætur, beingreiðslur, niðurgreiðslur og innflutningshöft hafa einkennt atvinnugreinina. Búin er mörg hver lítil og óhagkvæm. Kostnaður er því óheyrilegur sem menn bera sem skattgreiðendur og neytendur. Mismunur á meðalbúvöruverði hér á landi og í OECD- ríkjunum er um 40 prósent. Miðað við vinnuplagg í Seðlabankanum, sem blaðið hefur byggt fréttir sínar á undanfama daga, er stuðning- ur við landbúnað hér á landi sá næsthæsti í heiminum, á eftir Sviss. Útgjöld ríkisins hafa farið stighækkandi samkvæmt tölum úr fjárlögum þótt stuðningurinn fari lækkandi sem hlutfafl af landsframleiðslu. Markaðs- stuðningur við landbúnaðinn heldur einnig áfrarn að vaxa þar sem verð á landbúnaðarafurðum lækkar hrað- ar ytra en hér. í nefndum gögnum bankans kemur fram að búrekst- urinn hér sé svo óhagkvæmur að breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi greinarinnar, þar sem markaðslögmál fengju að gflda, leiddu til þess að allt að tveir þriðju sauðfjár- og kúabúa misstu rekstrargrundvöll sinn. ít- rekað hefur það komið fram að auðvelda þarf bændum búskaparlok til þess að ná fram hagkvæmum og nauð- synlegum breytingum. Um þessar mundir er umframeftirspum eftir vinnu- afli. Þeir bændur sem lifa á sultarlaunum á búum sínum hafa því möguleika á betur launaðri vinnu. Meðaltekjur sauðfjárbænda eru rúmlega 70 þúsund krónur á mánuði og tekjur kúabænda litlu meiri. Meðaltekjur iðnaðar- manna eru ríflega 100 þúsund krónum hærri á mánuði. Þá eru 20 prósent sauðfjár- og kúabænda nú yfir ellflíf- eyrismörkum og 30 prósent bænda hafa stærstan hluta tekna sinna af öðru en landbúnaði. Það er því lag til að- gerða, tfl hagsbóta fyrir neytendur og skattgreiðendur og um leið fyrir þá bændur sem hokra við rýra afkomu. Færri og stærri bú, þar sem best búskaparskflyrði eru, eiga framtíð fyrir sér. Framleiðsluvara þeirra á að geta keppt við innflutta búvöru í gæðum og verði. Kostnaður vegna innlendra landbúnaðarvara nemur 7,4 prósentum af útgjöldum heimflanna og barnafjölskyldur eyða hlut- faflslega meira en aðrar. Grundvallarbreytinga er þörf enda óviðunandi að ríkisstýrð atvinnugrein dragi úr kaupmætti og rýri með því afkomu afls almennings. Jónas Haraldsson Skiltið frá Eyjabökkum. - Það stóð þarna eitt, sér og umkomulaust á bökkunum norðanverðum, fest á tvær vegastikur. Eyjabakkastífla - Eyjabakkar DAM ““svarsmanna virkjunará- Kjallarinn '™ómar raen,,rt fundamentalískum mú- hameðstrúarmönnum eru ríkjandi í okkar heimshluta, ekki síst fyrir þá tilhneigingu þeirra að vera afdráttar- lausir og jafnvel óbil- gjarnir í afstöðu sinni til þeirra sem ekki eru sömu trúar. Hafa þeir verið harölega gagn- rýndir, m.a. fyrir að nefna hlutina öðrum nöfnum en þeir heita, einnig í skiltaformi á heilögum stöðum krist- inna manna, til dæmis í Palestínu og annars „Eyjabakkar eiga sína sögu og sitt nafn sem er nátengt náttúru- fari á svæðinu. Heilagleika svæðisins þekkja þeir sem hafa tengst því og kynnst þeim undr- um sem þar er að fínna.“ Einar Már Guðvarðarson myndlistarmaður Á ferð minni um Eyjabakkasvæðið fyrir nokkrum dög- um ók ég ásamt fylgdarmönnum að 100 x 25 sm. stóru sjálflýsandi gulu álskilti með svörtu letri. Það stóð þama eitt, sér og umkomulaust á bökkunum norðan- verðum, fest á tvær vegastikur með tveimur stál- skrúfum i um eins metra hæð frá jörðu. Á því stóð Eyja- bakkastífla og und- ir með smærra letri á ensku EYJABAKKAR DAM. Einhver hafði krotað yfir ís- lenska orðið og seinna enska orðið með svörtu tússi. Ekki að ástæðu- lausu því þar sem skiltið stóð er hvorki stífla né „Dam“, aftur á móti sjálfir EYJABAKKAR, þetta umtalaða svæði sem fyrirhugað er að drekkja samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins. Lýsandi hreintrúarstefna Ekki veit ég af hverju þetta skilti hefur verið sett þarna, þar sem hvorki er á svæðinu stífla eða „Dam“, né hver hefur gert það. Hins vegar finnst mér felast mikill hroki og móðgun í því að setja upp slíkt skilti við þann meirihluta landsmanna sem er andvígur virkjun til stóriðju á svæðinu og ekki síst í ljósi þess hvað málið er á viðkvæmu stigi. Jafnframt má segja að gerð og uppsetning skiltis- ins sé lýsandi fýrir þá hreintrúar- stefnu sem einkennir afstöðu for- staðar í Austurlöndum nær og fjær. Hæpnar forsendur Eyjabcikkar eiga sína sögu og sitt nafn sem er nátengt náttúru- fari á svæðinu. Heilagleika svæð- isins þekkja þeir sem hafa tengst því og kynnst þeim undrum sem þar er að finna. Að drekkja þeim á táknrænan hátt með slíku skilti og sýna svæðinu þá óvirðingu, og þar með þeim sem una þvi, með uppsetningu þessa skiltis nálgast að mínu mati stríðsyflrlýsingu að hætti strangtrúarmanna. Þar að auki eru bæði siðferðilegar og lagalegar forsendur fyrir uppsetn- ingu þess ærið hæpnar, ekki síst í ljósi þess að löggjafarvaldið í höndum Alþingis landsmanna hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort Eyjabökkum verði drekkt í formi stíflu og þar með uppistöðulóns í þágu virkjunar til stóriðju. Þar sem ég er maður friðsam- legra og skynsamlegra lausna og ávallt tilbúinn að bregðast við hverjum þeim vanda sem upp get- ur komið á öræfum sem og annars staðar og því oftast vel birgur m.a. af skrúfjárnum af ýmsum stærð- um og gerðum, fjarlægði ég skiltið eftir áðumefhdar vangaveltur og er það nú í minni vörslu ásamt skrúfunum tveimur. En þar sem ég hef nú þegar grafið það í jörðu og sýni það að- eins útvöldum, þ.e. þeim sem ég treysti, þýðir ekkert að sækja það til mín. Aftur á móti mun ég skila því til hreppsstjóra Fljótsdals- hrepps eða sýslumannsins á Egifs- stöðum þegar Alþingi hefur fellt sinn dóm. Þjóðin er búin að gera það nú þegar í skoðanakönnunum Eyjabökkum í vil. Vegarstikumar skildi ég aftur á móti eftir á staðn- um þar sem engum stafar ógn af þeim og þær gætu nýst til að hjálpa fólki að rata um svæðið. I för með mér þennan sólríka og hlýja sumardag vom erlendir vin- ir mínir og samstarfsfélagar sem vom að vinna með mér að gerð kvikmyndar á svæðinu. Einum þeirra, fyrverandi konsertmeist- ara sinfóníuhljómsveitarinnar í Basel í Sviss, sem aðstoðaði mig dyggilega við verkið, varð orðfall þegar hann áttaði sig á þvi hvað stóð á þessu skilti en sagði svo ákveðið um leiö og hann leit dreymandi inn Eyjabakkana til Vatnajökuls: „Einar, em þessir menn dauðir?" Og áður en ég vissi af hafði ég svarað: „Nei, því mið- ur ekki.“ En það var alls ekki illa meint, þetta var bara rökrétt svar í þess- um aðstæðum í tæm ilmandi Eyjabakkaloftinu þennan guö- dómlega dag. Einar Már Guðvarðarson Skoðanir annarra Eignaraðild i bónkum „Nú er auðvitað ljóst, að sparisjóðirnir og sam- starfsfyrirtæki þeirra geta selt hverjum sem þeim hentar hlutabréf í þeirra eigu, hvort sem um er að ræöa hlutabréf í FBA eða öðrum fyrirtækjum. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að margir litu með velvild til kaupa þeirra í þessum nýja banka, m.a. vegna þess hvemig sparisjóðimir eru uppbyggðir... Það er hins vegar ljóst, aö viðræður um sölu hluta- bréfa fyrir um fimm milljarða fóru fram fyrir lukt- um dyrum og þar komu einungis tveir aðilar við sögu fyrir utan seljendur...Þessi viðskipti nú ýta undir þau sjónarmið að eignaraðild að bönkunum komist á fárra hendur nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar til þess að hafa áhrif á þessa þróun.“ Ur forystugrein Mbl. 5. ágúst. Þensluvaldar á höfuðborgarsvæðinu „Það sýnir breytta tima að eitt prósent fráyik í verðbólguspá veki þau viðbrögð að grípa verði til að- gerða... Þau tæki sem stjómvöld hafa í höndunum til þess að hamla gegn verðbólgu era fyrst og fremst op- inberar framkvæmdir. Þensluvaldarnir í efnahags- málum nú er mikið fjármagn í umferð og þar af leið- andi mikil einkaneysla, og innflutningur á vörum. Hinn hluti þenslunnar eru framkvæmdir á öllum sviðum, og þá tilheyrandi innflutningur fjárfesting- arvara. Þó er toppurinn á þenslunni bundinn við höfuðborgarsvæðið og keyrir þar alveg um þverbak. Jón Kristjánsson í grein sinni í Degi 4. ágúst. Einkavæðingu verði hraðað „Nú upp á síðkastið hefur mikið verið rætt um það útspil ríkisstjórnarinnar að fresta opinbemm framkvæmdum í því skyni að slá á þenslu en jafn- framt hefur hún skoraö á sveitarstjómir að gera slíkt hið sama... Það sem raunhæfast er að gera í þessari stöðu er að hraða einkavæðingu sem mest má verða. Viðskiptablaðið tók saman í byrjun júní að verðmæti hlutabréfa ríkisins í fyrirtækjum á Verðbréfaþingi íslands næmi um 36 milljörðum króna, þannig að af nægu er að taka án mikillar fyr- irhafnar. Þar blasir við að byrja á hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, enda er dráttur á sölu hans að verða vandræðalegur.“ Ur forystugreinum Viöskiptabiaðsins 4. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.