Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 9 i>v Stuttar fréttir Talebanar fordæmdir Fulltrúar í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna fordæmdu í gær hreyfingu talebana í Afganistan fyrir nýjar hernaðaraðgerðir gegn andstæðingum sínum. Holbrooke samþykktur Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti loks í gær tilnefningu Richards Hol- brookes í emb- ætti sendi- herra hjá Sam- einuðu þjóðun- um. Staðfest- ing tilnefning- arinnar hafði þá dregist í meira en ár, bæði vegna siðferðilegra spum- inga og flokkadrátta í þinginu. Holbrooke átti á sínum tíma stærstan þátt í að leysa stríðið í Bosníu. Skattar lækka Bandaríkjaþing þar sem repúblikanar hafa meirihluta samþykkti mestu skattalækkun í nærri tvo áratugi, þrátt fyrir að Clinton forseti hafi hótað því að beita neitunarvaldi sínu. Ekki með Uppreisnarhermenn í Sierra Leone, sem halda starfsmönnum SÞ og fleiri í gíslingu, segja að ekkert tillit hafi verið tekið til þeirra í friðarsamningunum í júlí. Frændur í eina sæng Sænsku bílaverksmiðjumar Volvo hafa eignast meirihluta i keppinautnum Scania sem fram- leiðir vöruflutningabíla og stræt- isvagna og rútur. Volvo-menn hafa boðist til að kaupa afganginn líka. Blair veldur uppnámi Heilmikið uppistand er komið upp vegna sumarleyfis Tonys Bla- irs, forsætisráð- herra Bretlands, á ítalskri bað- strönd. Bresk blöð héldu því fram að löngum kafla strandar- innar hefði ver- ið lokað fyrir al- menningi af ör- yggisástæðum en yfirvöld í sveit- inni segja að þessi ákveðni hluti strandarinnar hafi aldrei verið opinn almenningi. Slöpp rannsókn Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings úrskurðaði í gær að rannsókn þriggja stofhana á njósnum kínversk-bandarísks vís- indamanns í þágu Kínverja hefði verið slæleg. Góðar viðræður Bandarisk stjórnvöld segja að viðræður við Norður-Kóreumenn í Genf í vikunni hafi verið upp- byggilegar og góðar. Feitur frelsaður Slökkviliðsmenn í Los Angeles þurftu aö brjóta niður vegg til að koma 363 kilóa þungum manni burt af heimili sínu á sjúkrahús til meðferðar. Grannar segja að maðurinn hafi ekki farið út í ár. Bradley í slaginn Bill Bradley, fyrrum öldunga- deildarþingmaður frá New Jers- ey, tilkynnir formlega í næsta mánuði að hann ætli að sækjast eftir tilnefningu demókrata fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári. Bradley er talinn munu veita A1 Gore varaforseta harða keppni. Pabbarnir heim Sænski símarisin Ericsson ætl- ar að auka foreldraorlof starfs- manna sinna til að hvetja fleiri feður til að vera heima með börn- unum sínum. Starfsmenn Erics- sons eru 44 þúsund. Útlönd Serbar hylla frjálsan fréttamann: Hálft fjórða þúsund manna í bæn- um Leskovac i sunnanverðri Serbíu kom saman í gær til að fagna því að sjónvarpsfréttamaður frá bænum hafði verið látinn laus úr fangélsi. Hann þurfti að dúsa í einn mánuð inni fyrir að hvetja til mótmælaað- gerða gegn stjómvöldum. „Andstaða gegn ríkisvaldinu er eina vonin um einhverja framþróun í Serbíu," sagði fréttamaðurinn Iv- an Novkovic við ibúa Leskovac sem Albönsk kona í Kosovo grætur yfir kistum ættingja sinna þegar þeir voru grafnir að nýju í þorpinu Kosovo Polje skammt frá héraðshöfuðborginni Pristina. Athöfnin fór fram undir árvökulu auga gæsluliða NATO. efndu til daglegra fjöldafunda til að mótmæla fangavist hans. Novkovic notfærði sér hlé í út- sendingu á leik í Evrópumótinu í körfubolta til að senda út upptöku þar sem hann hvatti til mótmælaað- gerða til að hrekja stjóvnöld í bæn- um úr embætti. Um tuttugu þúsund manns mættu á mótmælafund daginn eftir. Novkovic var handtekinn þarnæsta dag og dæmdur í 30 daga fangelsi. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, lýsti því yfir í gær að ekki væri hægt að ætlast til að friðargæsluliðar NATO gætu veitt öllum Serbum í Kosovo vemd gegn hugsanlegum hefndar- aðgerðum albanska meirihlutans í héraðinu. Rubin sagði þó að NATO mundi berjast fyrir því að Serbar fengju að njóta fuflra réttinda í Kosovo. ► grunnforgjöf 19,0 og hærri ► verðlaun: 1. til 3. sæti m/ án forgjafar: glæsilegar golfvörur ► nándarverðlaun á öllum par 3 holum NEVADA BOB HREYSTI --------------------------------------------------------------------------------- nánari upplýsingar og skráning f sima 565 5690 • muniö forgjafarskirteinin Haraldur kónga fátækastur Haraldur Noregskonungur og ijölskylda hans eru fátækust af öllum ríkjandi konungsfjölskyld- um í Evrópu, samkvæmt tímarit- inu EuroBusiness. Samanlagt á norska konungs- fjölskyldan um 17 milljarða ís- lenskra króna í eignum, verbréfum o.fl. og er í tíunda sæti á listanum. Danski og sænski kóngurinn em í sætunum fyrir ofan en efstur trónir kóngurinn af Liechtenstein, með litla 595,9 mifljarða íslenskra króna. ► verður haldið hjá golfklúbbnum Setbergi, laugardaginn 7. ágúst Andstaða er eina vonin um bætt líf Kúrdar hlýða kalli Öcalans Kúrdneskir aðskilnaðarsinnEtr í skæruliðahreyfingunni PKK lýstu því yfir að þeir myndu hlýða kalli Abdullah Öcalans, hins fangna for- ingja þeirra, hætta 14 ára sjálfstæð- isbaráttu sinni og yfirgefa Tyrk- land. Öcalanan gaf sem kunnugt er frá sér yfirlýsingu fyrr í þessari viku þar sem hann hvatti skæruliðana til að hætta baráttu sinni fyrir 1. sept- ember nk. Tyrkneska ríkisstjórnin hefur ekki gefið mikið fyrir þessa ákvörð- un skæruliðanna og segist aldrei munu semja við þá. Ebólaí Þýskalandi? Fertugur þýskur myndatökumað- ur liggur nú þungt haldinn í sóttkví á sjúkrahúsi í Berlín með sjúkdóm sem hingað til hefúr ekki tekist að greina. Einkenni sjúkdómsins eru lík þeim sem Ebóla veiran alræmda veldur, líffærabilun og innri blæð- ingar, og greip um sig nokkur hræðsla og fjölmiðlafár í Þýskalandi vegna málsins. Nú hafa læknar, eftir blóðrann- sóknir, hins vegar komist að því að ekki er um Ebóla að ræða. Taktu sumarmyndirnar þínar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þær belnt til DV, Þverholti I I. 105 Reykjavík, merktar “SUMARMYNDAKEPPNP’. Keppt verður i tveimur flokkum: A) 16 ára og yngri. B) Allir aldurshópar. A) 16 ára og yngri: i. verðlaun CANON IXUS pakkl Manrverðlaunuð^APS myndavél m. i. verðlaun CANON EOS IX-7 mað 22-55 USM llnsu. Elnsuklega skemm tlleg EOS APS myndavél 3 mismunandi fókusstilDngar 3 mísmunand myndasuerðir 4 mlsmunandi flassstilllngar Aðgerðahjól með mismunandl stlllingar Mögulelki á dagsetningu og texta aftan á myndunum. Verðmaeti 54.900.- myndunum o.fl. Fali Verðmaati 28.900.- Canon Aukaverðlaun: 10 3. verðlaun CANON IXUS FF25 myndavélar myndavélar og KODAK fllma CANON IXUS M-l pakkl. Þessi netta APS myndavél vegur aðeins 115g. Sérmerkt Canon leðurtaska ásamt filmu fylgi KODAK filma og námskeið I Ijósmyndun 135 x 3°x CANON IXUSAF I vinning fyrir bestu innsendu sumarmynd mánaðarins úr báðum flokkum f júll og ágúst. Verðmæti 9.900.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.