Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Sport nrrffir oka Sex lió eru nú eftir í Intertoto keppninni og næsta umferð mun skera úr um það hvaða þtjú lið komast áfram í UEFA-bikarinn næsta vetur. West Ham vann hollenska liðið Heerenveen, 1-0, líkt og í fyrri leiknum og skoraöi Paolo Wanchope sigurmarkið en West Ham mætir franska liðinu Metz í næstu umferð. Þá tekur Juventus á móti Rennes og Montpellier spilar við Hamburger. Fyrri leikirnir fara fram 10. ágúst en þeir seinni 24. ágúst. íslenskum þátttakendum á HM hefur fjölgað því FEIF, Félag eigenda og vina íslenska hestsins, bauð Hauki Bjarnsyni frá Skáney aö koma og sýna á laugardag og sunnudag með öðrum unglingum. Haukur ríður hryssunni Ösk frá Brún, ekki þeirri einu sönnu heldur annarri sem er í eigu Ola Reber. -ÓÓJ/-EJ Knattspyrna í Grindavík: „Enginn flótti frá okkur" - segir formaðurinn Vegna fréttar DV um að níu leikmenn.hafi yfirgefið herbúðir Grindvíkinga í Lands- símadeildinni má kannski draga þá ályktun að þeir hafi allir farið vegna óánægju með þjálfarann, eða eitthvað annað í starfi deildarinnar. Sem betur fer er því ekki þannig varið. Þrír piltanna, Leifur Guðjónsson, Ámi Stefán Bjömsson og Ray Anthony Jónsson, fóra beinlínis vegna óánægju með val á liðinu en hinir sex af ýmsum ástæðum sem eiga ekkert skylt við óánægju. Að sögn Bjama Andréssonar, formctnns knattspymudeildar Grindvikinga, hafa fimm þeirra leikmanna sem hafa farið frá félaginu i sumar átt við langvarandi meiðsli að stríða og því vonlítið fyrir þá að komast í liðið en einn leikmaður hætti strax í fyrrahaust. „Það er því enginn flótti brostinn á frá félaginu, síður en svo, þrír piltar vildu fara og fengu það í fúllri sátt við stjómina. Hitt er allt annað mál að verkefni vantar sárlega fyrir leikmennina þegar þeir koma upp úr öðrum flokki. Það mál verður KSÍ að fara að hugleiða í fúllri alvöra. Það er góður hugur í okkur og við stöndum viö bakið á þjálfaranum og leikmönnum og við Grindvíkingar þjöppum okkur vel saman á lokasprettinum," sagði formaðurinn. Aö sögn Hjálmars Hallgrímssonar, fyrirliða Grindvíkinga, er liðsandinn í góðu lagi og menn ákveönir í að standa sig í þeirri jöfnu og spennandi baráttu sem fram. undan er. -bb Heimsleikar hestamanna í Þýskalandi: Yfirtaka - íslendinganna í fjórganginum í keppni gærdagsins DV, Þýskalandi: Enn eltir óheppni ís- lendinga því Prins frá Hörgshóli, hestur Sigurð- ar Sigurðarsonar, tók sig tii og stökk skyndilega úr hringnum er Sigurður var að hefja keppn í fimm- gangi á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi. Sig- urður taldi að bam hefði hlaupiö skyndilega að keppnisvellinum og ís- lendingar fóru aö safna saman gögnum þvi til sönnunar og fundu mynd- bönd sem studdu þá kenn- ingu. í yfirdómi vora rök íslendinga ekki tekin til greina og Sigurður var úr leik. Auðunn Kristjánsson var eini íslendingurinn sem komst í A-úrslit í fimmgangi og er í 2. sæti á Baldri frá Bakka með Jens Fúchtenschnieder á Reyk frá Kringlu en efstur er Karly Zingsheim á Fána frá Hafsteinsstöðum. Sigurbjörn Bárðarson er í 8. sæti á Gordon frá Stóru- Ásgeirsá og Guðni Jóns- son (Svíþjóð) sjöundi á Álmi frá Lækjamóti. Eftir vonbrigði mið- vikudagsins þar sem tveir íslenskir knapar voru dæmdir úr leik tóku ís- lensku knapamir heldur betur við sér í fjórgangi í gær og hreinlega eignuðu sér A-úrslitakeppnina því þar verða þrír íslenskir knapar sem keppa fyrir ís- land og fjórði íslendingur- inn sem keppir fyrir Sví- þjóð. Rúna Einarsdóttir, sem kom inn í landsliðið með Snerpu frá Dalsmynni í stað Einars Ö. Magnús- sonar með Glampa, setti stefnuna og komst í efsta sætið snemma dags og varð að lokum í 8. sæti. Hún getur því unnið sig upp í A-úrslit á laugardag- inn og þá eiga íslendingar Qóra knapa af sjö í A-úr- slitum. Olil Amble tók við efsta sætinu af Rúnu á Kjarki frá Homi og loks kom Ásgeir S. Herberts- son og skaust upp fyrir Olil og á toppinn og þar er hann enn, Olil er í 2. sæti, Unn Krogen frá Noregi í þriðja sæti á Hruna frá Snartarstöðum, Irene Reber frá Þýskalandi ijórða á Kappa frá Álfta- gerði og jafnir í firnmta sæti heimsmeistarinn í fjórgangi, Styrmir Árna- son, á Boða en hann kepp- ir fyrir ísland og Sveinn Hauksson sem keppir fyr- ir Svíþjóð á Hrímni frá Ödmárden, Það vakti ekki síður at- hygli að Jolly Schrenk og Ófeigur komust ekki einu sinni í B-úr- slit en íslenskir knapar töldu að þar væri hvað erfiðastan hjallann að klífa. Íslenskum gullum mun hugsanlega fjölga því hryssan Jörp frá Schnorrenberg, fimm vetra, var dæmd úr leik því knapi hennar skipti tvisvar sinnum um hlífar á meðan á keppni stóð. Ásrún frá Ey, sem Erlingur Er- lingsson sýnir, var næstefst og stendur best að vigi í keppn- inni um gullið. „Ég gerði mistök í sýn- ingunni með Ásrúnu en mun bæta það á yfirlits- sýningunni," segir Erling- ur. í dag hefst forkeppni í tölti og tveir fyrstu sprett- imir í 250 metra skeiði. Is- lendingar hafa fundið bragð af blóði og setja stefnuna á toppinn í báð- um greinum. -EJ „Þjóðverjamir eru allir jákvæð- ir og hjálpa mér jafnmikið og knöpunum í þýska landsliðinu," segir Rúna Einarsdóttir, sem kepp- ir fyrir ísland, en hún er í þeirri sérstöku aðstöðu að vera gift Karly Zingsheim, knapa í þýska landsliðinu. Saman eiga þau dótt- urina Önnu. Samkvæmt þýskum reglum getur Rúna ekki keppt fyr- ir Þýskaland en hún var valin í landsliðið af Sigurði Sæmundss- syni sem varamaður fyrir fjór- gangsvænginn. „Sigurður sagði mér strax á laugardaginn að ég yrði með en þá var ljóst að Glampi Einars Ö. Magnússonar hafði helst er hann rann til á grasi. Þetta er ekkert vandamál hjá okkur Karly. Við keppum ekki í sömu greinum en hjálpumst að. Reyndar þarf Karly ekki mikla hjálp, hann kann þetta allt, en það er frekar að hann hjálpi mér. Ég hef verið að keppa á Snerpu í sumar og gengið mjög vel. Ég vann mót á búgarði okkar Karly og var efst í tölti á þýska meistara- mótinu en skeifa fór undan Snerpu í úrslitum og hún var úr leik,“ segir Rúna. Geymt en ekki gleymt - segir Sigurður Sæmundsson DV, Þýskalandi: „Við getum sagt að það séu mannleg mistök að skila blaði með 16 æfingum," segir Sigurður Sæmundsson landsliðsþjálfari en það hefur vakiö athygli að Qlil Amble var dæmd úr leik áður en hún hóf keppni fyrir að skila inn of mörgum æfingum í fimi. „Á íslandi eru æfingarnar 16 til 20 en 10-14 samkvæmt FIBO- reglunum. En þaö eru svínatökin, að sitja með blöðin frá því á mánudegi og koma svo rétt fyrir keppni og segja: „Ha, ha, við náðum þér út,“ sem eru geymd en ekki gleymd. Þetta atvik er skömm fyrir dómarastéttina. Yfirdómari kom og bað Olil afsökunar en það nær ekki langt,“ segir Sigurður. -E J Ekkert vandamál DV, Þýskalandi: Rúna Einarsdóttir-Zingsheim, Karly Zingsheim, dóttirin Anna og hryssan Snerpa frá Daismynni. DV-mynd E.J. Franski landsliðsmaðurinn Youri Djorkaejf, sem leikið hefur með italska liðinu Inter Milan, gerði í gær 3 ára samning við þýska A-deildarfé- lagið Kaisers- lautem. Manchester Cúy-klúbburinn mun koma saman eftir nokkurt hlé á Ölveri á sunnudaginn kl. 12.00. Formaður klúbbsins er hinn kunni markvörður KR-inga, Gunnleifur Gunnleifsson, og fást nánari upplýsingar hjá honum í síma 869-7007. -ÍBE BlancS i noka Afmælistap -Þróttara gegn Stjörnunni í gær 1- 0 Boban Ristic (24.) 2- 0 Ásgeir Ásgeirsson (29.) 3- 0 Boban Ristic (39.) 3-1 Hreinn Hringsson (82., víti) Stjömumenn gáfu Þrótturum af- mælisgjöfina fyrir leikinn en ekki í honum sjálfum þegar þeir unnu 3-1 í 1. deildinni í gær. Stjömumenn gáfu Þrótturam 50 rauðar rósir fyr- ir leik, eina fyrir hvert ár í sögu Þróttara, en Þróttur átti hálfrar ald- ar afmæli í gær, 5. ágúst. Færin léttu á sér standa í þessum leik og hann var frekar daufur af þeim orsökum. Stjömumenn skor- uðu öll sin mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var frekar dapur hjá heimamönnum en samt náðu slappir gestir ekki að breyta örlög- um sínum. Þau tækifæri sem þeir náðu að skapa sér stoppuðu á sterkri vöm Stjörnunnar eða Rögn- valdi Johnsen, öruggum markverði heimamanna. Það þarf að gera eitthvað róttækt í herbúðum Þróttar því ekki hefur leikur þeirra skánað frá upphafi leiktiðar. Liðið er aðeins fjórum stigum frá botni deildarinnar og eiga öll liðin fyrir neðan Þrótt leik til góða en umferðin klárast í kvöld og á morgun. Stjarnan þarf að ná jafnvægi í leik sínum, ef hún nær því er góður möguleiki að endurvinna úrvals- deildarsæti á ný. Hún er einu stigi á eftir ÍR í þriðja sæti deildarinnar. Maður leiksins: Dragan Stoja- novic, Stjörnunni. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.