Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Fréttir____________________________________pv Geitungavertíðin hófst með miklum látum eftir veðursæla verslunarmannahelgi: Tugum geitungabúa eytt á hverjum degi - sprenging aö koma núna, segir verkstjóri Meindýravarna Reykjavíkurborgar Konráð Magnússon meindýraeyðir við geitungabú sem var fjarlægt á höfuðborgarsvæðinu í gær - eitt af fjölmörg- um sem hann og kollegar hans fjarlægja eftir að veðrið batnaði og geitungarnir fóru á stjá. DV-myndir S Geitungavertíðin er óvenjuseint á ferðinni. Hún hófst engu að síður með miklu annríki hjá meindýra- eyðum strax á þriðjudag - að lok- inni veðursælli verslunarmanna- helgi. „Þetta byrjaði í júní í fyrra, svo kom skot 13. júlí en 20. júlí kom sprengja. Fram að þessu er búið að vera rólegt en það logar allt núna út af geitungum. Það er sama sprengj- an núna og 20. júlí í fyrra,“ sagði Guðmundur Bjömsson, verkstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, við DV. Guðmundur sagði að í fyrra hefðu starfsmenn borgarinnar eytt 110 geitungabúum - þá eru aðeins talin bú á göngustígum, í almenn- ingsgörðum og á opnum svæðum. Þá er ótalinn gríðarfjöldi búa í einkagörðum þar sem margir einka- aðilar sjá einnig um eyðingu. í gær hafði borgin eytt 19 búum á opnum svæðum, þar af 10 síðustu fjóra dag- Geitungabú í dúkkuhúsi í gær! Fremur óskemmtileg aðkoma fyrir barn sem ætlaði að fara að leika sér. Búið var fjarlægt. ana, til samanburðar við hin 110 allt sumarið í fyrra. „Við erum aö fá gusuna núna,“ sagði Jóhannes Þór Ólafsson, hjá Meindýravömum Suðurlands, við DV. Á þriðjudagsmorgun tók ég níu símtöl fyrir klukkan níu frá Hvera- gerði, Selfossi og nágrenni. Þetta var fólk sem hafði verið heima í göröum sínum um verslunarmanna- helgina og hringdi svo strax eftir helgina. Geitungurinn gerði fyrst vart við sig 25. júní í fyrra hjá okk- ur en um miðjan júlí núna. Hann er seinn til út af vetrinum og vorinu," sagði Jóhannes. Konráð Magnússon, meindýra- eyðir hjá Firringu, sagði að þar sem sumarið hefði í heildina verið svalt og blautt hefði miklu minna verið um geitunga nú en tvö síðustu sum- ur. „En þetta er mjög að aukast. Það era orðin um 4 geitungabú hjá mér á dag. Á móti kemur að það hefur verið töluvert meira um skordýr eins og silfurskottur en þó sérstak- lega hambjöllur," sagði Konráð. Ró- bert Ólafsson meindýraeyðir kvaðst i samtali viö DV hafa eytt 5-12 geit- ungabúum á dag í vikunni. Meindýraeyðarnir voru almennt á einu máli um að þótt sprengjan væri að springa núna þá reiknuðu þeir ekki með aö eins mikið yrði um geitunga í ár og í fyrra þar sem tíð- arfarið þá hefði í raun verið ein- stakt. -Ótt Kvikmyndahátíð í Reykjavík: Eyes Wide Shut lokar hátíðinni Síðasta kvikmyndin sem Stanley Kubrick geröi, Eyes Wide Shut, sem nýverið var framsýnd í Bandaríkj- unum og vakiö hefur mikið umtal, verður lokakvikmynd Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík sem hefst 27. ágúst og stendur til 5. september. Verður myndin einnig lokahnykk- urinn á sérstöku prógrammi kvik- myndahátíðarinnar þar sem sýndar era nokkrar af kvikmyndum meist- arans. Auk Eyes Wide Shut eru það Shining, Clockwork Orange, Barry Lydon og Full Metal Jacket sem sýndar verða. Stanley Kubrick tókst rétt aö ljúka Eyes Wide Shut áður en hann lést. Meðal aðdáenda Kubricks í Bandaríkjunum ríkir nú mikil reiði vegna þess að myndin var stytt um einhverjar sekúndur svo kvikmynd- eftirlitið léti ekki hinn alræmda X- stimpil á hana. í aöalhlutverkum eru hjónin Tom Cruise og Nicole Kidman. -HK Siglufj aröarvegur: Kóngsnefið tekið niður DV, Fljótum: DV, Höfn: í dag ekki væri leyfilegt að hafa svona stóran olíutank utan á timburhúsl eins og var á gamla íbúðarhúsinu í Skoruvík sem er í eyði. DV-myndir Júlía 17 eyðijarðir á Langanesi arhúsin uppistandandi að mestu og gefa hugmynd um við hvaða að- stæður stórar fjölskyldur bjuggu á fyrri hluta þessarar aldar. Um 17 jarðir á nesinu hafa farið í eyði á þessari öld og er þá ekki þar með- talið hversu margir ábúendur voru á hverri jörð. Fjörur og bakkar á norðan- vitavörður með fjölskyldu sinni. verðu Langanesi eru þaktar timbri og Á öllum þeim jöröum norðan á alls kyns plastdrasli og þar má sjá nesitóu,iþátí sém! búid .Varj éfálðjÉÍ I i í to-gac gleésilegar róteú-hnýðíurj iis-ðlí Leiðin út Langanes í Þistilfirði, alveg út á Font, er orðin vinsæl ferðamannaleiö þó ekki sé vegurinn upp á það besta. Skoravík var síð- asti bærinn á útnesinu sem búið var á en þar bjó Bjöm Kristjánsson Vinna hófst fyrir skömmu við svokallað Kóngsnef á Siglufjarðar- vegi, þar sem mikil aurskriða féll fyrr í sumar. Búið er að taka ákvörðun um að vegurinn verði á sama stað og áður en hæðin ofan við verði lækkuð mikið. Gerður verður á hana verulegur flái þannig að hætta á hrani verði úr sögunni. Reiknað er með að taka 20-30 þús- und rúmmetra af jarðvegi úr Kóngs- nefinu vegna þess. Það er Stefán Einarsson, verktaki á Siglufirði, sem vinnur verkið. Hann sagði í samtali við fréttamann að þetta, væri. afar seinleg vinna. ; i af ttáagrýt* efet.i’.nefinui sem tafsamt væri aö losa um og ryðja fram af brúninni. Verkið er unnið með jarðýtu uppi á Kóngsnef- inu, um 60 metra ofan vegarins, og jarðvegi ýtt fram af. Aðeins er ratt niður að næturlagi, enda veginum lokað á meðan. Á daginn er efninu síðan mokað fram af. Umferð fer nú öll fram um bráðabirgðaveg sem lagður var þeg- ar skriðan féll í sumar en gamli veg- urinn er notaöur til að taka við því efni sem rutt er niður á næturnar. Þama geta því orðið litils háttar taf- ir fyrir vegfarendur á daginn en ferðalangar um verslunarmanna- helgina urðu þó ekki fyrir neinum töfum því þá var ekki unnið á þess- . : lTO;^Óðútíl.í ! y í ] i 1 ] i j j 11 ! i í ÍÖÞ Það veitir ekki af stórvirku tæki í giímunni við björgin. Til þess er notuð 48 tonna jarðýta. DV-mynd Örn Framspilda Fjölmennur undirbúningshópur að stofnun samtaka undir heitinu „Verndum Laugardalinn" efndi til fundar á fyrirhugaðri byggingarlóð Landssímans i gær og kynnti þar röksemdir fyrir því hvers vegna Laugar- dalurinn eigi að vera ósnortinn af atvinnustarfsemi. Talsmaður undir- búningshópsins er Þorgeir Ást- valdsson, geð- þekkur útvarps- maður með meiru. Þorgeir er mikill Framari. Fréttir af fundinum og talsmáta Þorgeirs urðu tilefni til vangaveltna hjá glettnum Þróttara. Honum fannst augljóst að Þorgeir sæi þarna möguleika á að ná í smáspildu fyr- ir sitt félag en Framarar búa við heldur þröngan kost í Safamýri... Pollrólegur Og enn um Ólaf Helga Kjartans- son sýslumann og Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. Kunnugir segja Ólaf Helga afar kurteisan og háttvísan mann sem haldi ró sinni, sama hvað á gengur. Eins og kunnugt er af fréttum hitti Ólaf- ur Helgi nefndan Jagger á götu í heimabæ sínum. Meðan á samtali þeirra stóð hringdi gemsi sýslu- manns. Menn hefðu nú fyrirgef- ið honum það að svara ekki síman- um í miðju samtali við hinn vara- prúða stórsöngvara en sýslumaður lét þennan merkisfund ekki slá sig út af laginu, svaraði í símann og sagði saliarólegur við hringjanda: Fyrirgefðu. Ég er svolítið upptek- inn. Gætirðu nokkuð hringt seinna? Að sögn hringjanda var ekki að heyra á Ólafi að hann væri að upp- lifa eina stærstu stund lífs síns ... Sægreifi? Lögbirtingablaðið er vinsælt blað þar sem lesendur geta fylgst með hverjir lenda á uppboði, verða gjald- þrota, stofna fyrirtæki eða annað. Nýjasta tölublaðið er mjög sérstakt að þvi leyti að hefð- bundið efhi, ef svo má kaila, þekur ein- ungis eina síðu af átta. Hinar sjö fara allar undir vinn- ingsnúmer í kosn- ingahappdrætti Samfylkingarinn- ar. Eitt tonn af þorskkvóta, metið á 820 þúsund krónur, var í fyrsta vinning. Ekki er vitað hvemig sala miða gekk og um það hvort fyrsti vinningur gekk út. Skemmta ófáir sér við þann möguleika að Margrét Frímannsdóttir geti, fyrir hönd Samfylkingarinnar, verið komin í hóp sægreifa ... Með á nótunum Stjórnmálamenn eru óðum að færa sér í nyt möguleika Netsins til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Einn af frumkvöðlum meðal stjóm- málamanna á Netinu er Guðmund- ur Ámi Stefánsson, krataforingi úr Hafnarfirði. Gott ef hann var ekki fyrst- ur pólitíkusa til að opna heimasíðu á Netinu. Eitthvað hefur þó lækkað risið á Guðmundi á þessum vett- vangi því það fyrsta sem ir manni á heimasíðu hans er: „Það eru mikil vandkvæði hjá forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins að berja saman nýja rík- isstjórn. Það er afskaplega lítil stemning í báðum þessum flokkum fyrir áframhaldi..." Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom - - g ;• 1, i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.