Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 836 m.kr. ... Mest með bankavíxla, 293,5 m.kr. ...Hlutabréf, 227 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,28%, er nú 1,240,1... Mest viðskipti með íslandsbanka, 50 m.kr. ... Viðskipti með Samherja 401 m.kr. sl. mánuð ... Tryggingamiðstöðin lækkaði um 3% Dollari veikist en evra og jen eru á uppleið: Dregur saman með stærstu hagkerfunum Gengi dollars hefur fallið verulega undanfama daga en jen og evra era að styrkja sig. Margir telja að ein helsta ástæðan sé sú að japanska og evrópska hagerfið séu að ná sér á strik frekar en að hið bandaríska sé aö gefa eftir. Gengi dollars hefur fallið verulega siðustu daga, eftir nánast samfellda styrkingu það sem af er þessu ári. í gær var gengið gagnvart krónunni 72,59 og hefur hækkað um 4,8 prósent frá áramótum en veikst um 3,3 prósent síðustu þrjá mán- uði. Jafnframt hefur evran styrkt sig verulega, svo og japanska jenið. Flestir sérfræðingar á gjaldeyris- Gengi dollars gagnvart krónu frá áramótum 76 75 74 73 72 71 70 69 68 Um áramótin var gengið 68,76 en fór hæst í 75,51 um miðjan júlí. Síöastliöinn mánuð hefur gengið hins vegar lækkað um 3,3% en nokkur óvissa er um framhaldiö. 5.1. 1999 -► 3.8. 1999 a Evrópusambandið rannsakar nú einokun í klósettframleiðslu. Einokun yfirvof- andi í klósett- framleiöslu Evrópusambandið er aö hefja ít- arlega rannsókn, sem standa á yfir í fjóra mánuði, vegna ásakana um að einokun sé yfirvofandi á kló- settamarkaði í Evrópu. Ástæðan er sú að hugsanlegt er að tveir af stærstu framleiöendum á klósett- um og vöskum í Evrópu muni sam- einast. Finnski framleiðandinn Sanitec gerði kauptilboð í hol- lenska fyrirtækið Gustavsberg og ef af samruna verður mun nýja fyr- irtækið hafa markaðsyfirráð á kló- settum en það samrýmist ekki samkeppnislögum. Fyrirtækin tvö hafa hins vegar sagt að þau muni starfa með sam- keppnisyfirvöldum tii að finna við- unandi lausn á þessu máli. Rann- sóknin mun ná tU margra landa i Evrópu og er ísland í þeim hópi. Samkeppnisyfirvöld í Evrópu segja að sameinað fyrirtæki muni hafa 10 tU 20 sinnum meiri mark- aðshlutdeild en næsti keppinautur og slíkt gæti útrýmt aliri sam- keppni á klósettamarkaðnum. -bmg mörkuðum, bæði hér heima og er- lendis, segja að engin ein skýring sé á lækkun doUarsins núna. f mánað- arskýrslu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, sem kom út í gær, er sagt að fátt bendi tU þess að hag- vaxtarskeiðinu sem verið hefur í Bandaríkjunum undanfarin ár sé lokið. Hins vegcir var viðskiptahaUi þar töluvert meiri en búist hafði verið við og það hefur stuðlað að lækkun doUars, sérstaklega gagn- vart evranni. Skýringin er frekar sú að hin stóru hagkerfin í heiminum, Evrópa og Japan, séu að ná sér á strik og draga tU sín fjármagn frá Banda- ríkjunum. Mikil samkeppni er um fjárfesta og svo virðist sem þeir séu að einhverju leyti að færa sig. Einnig skiptir það mUdu máli að vextir eru lágir í Evrópu og Japan og það laðar að bandaríska lántak- endur sem vilja fjármagna sig á hagkvæman hátt. Fjárstreymi á miUi þessara aöUa stuðlar að lækk- un doUara. Þá hafa hörð orð Alans Greenspans um að hart verði bragð- ist við öUum verðbólgumerkjum haft sitt aö segja og jákvæð viöhorf Þjóðverja einnig stuðlað að styrk- ingu evrannar gagnvart doUar. Al- mennt búast flestir við að evran haldi áfram að styrkjast síðar á ár- inu en óvissan er meiri með doUar- ann. Jenið styrkist einnig Þrátt fyrir aö japanski seðlabank- inn hafi undanfarið reynt að halda aftur af hækkun jensins hefur það ekki gengið nógu vel. Japanar telja að styrking jensins sé ótímabær og vUja ekki að slíkt gerist fyrr en efnahagslegar forsendur séu réttar. Frá 10. júní hef- ur bankinn gripið reglu- lega inn og keypt doUara eða evrur fyrir jen og reynt aö stuðla að lækkun. Bank- inn hefur litið látið á sér kræla undanfarið og nokk- ur óvissa ríkir um fram- haldið. Sérfræðingar FBA telja að jenið muni halda áfram að styrkjast, til skamms tima aö minnsta kosti, því aö mikU eftir- spurn sé eftir japönskum hluta- og skuldabréfum. Það veldur því að mikU eft- irspum er eftir jenum og því hækkar gengið. Þó er talið hugs- anlegt að jenið fari aftur lækkandi á síðari hluta þessa árs vegna þess að ekki er búist við neinum hagvexti í Japan þegar litið er á árið í heUd sinni. Áhrif hér á landi Enda þótt gengi erlendra gjald- miðla hafi veruleg áhrif á öU þau fyrirtæki og einstaklinga sem eiga mikU gjaldeyrisviðskipti hafa þau áhrif minnkað verulega frá því sem áður var. Flest stór fyrirtæki verja stöðu sína og tryggja sig gagnvart gengissveiflum erlendra gjaldmiðla. Það gera þau með ýmsum gerðum framvirkra samninga og vilnana. Einnig haga fyrirtæki skuldasam- setningu sinni með þeim hætti að gengisþróun hafi sem minnst áhrif á afkomu þeirra. -bmg Fjárfestingarbanki atvinnulífsins birtir milliuppgjör: Tæpur milljarður í rekstrarhagnað Rekstrarhagnaður FBA hf. fyrstu sex mán- uði ársins 1999 var 974 mUljónir króna fyrir skatta. Þetta er meiri hagnaður en aUt áriö í fyrra þegar hagnaður nam 734 mihjónum króna. Hagnaður fyrir skatta fyrstu sex mán- uði sl. árs var 357 mUlj- ónir króna og nemur vöxtur hagnaðar fyrir skatta frá sama tíma í fyrra því 173%. Skattar samkvæmt uppgjörinu nema 239 milljónum króna. Að teknu tilliti Bjarnl Ármannson, forstjóri FBA. til skatta nemur hagnaður fyrstu sex mánaða ársins 734 mUljónum króna. Hins vegar er gert ráð fyrir því að hagnaður á seinni hluta ársins verði minni og á árinu öUu verði hann 1.345 miUjónir. Vöxtur á flestum sviðum Vöxtur efnahagsreiknings var um 12,5% á fyrri hluta ársins og námu heUdareignir félagsins 30. júní 81,9 mUljörðum króna. Vöxtur útlána var hins vegar minni, eða 7%. Meg- inhluta vaxtarins má því rekja tU aukningar markaðsverðbréfa og lánveitinga til annarra lánastofnana. Veruleg umskipti hafa orðið í tekjumyndun bankans frá fyrsta rekstrarári hans og munar þar mestu um mikla aukn- ingu tekna vegna þókn- ana af markaðsviðskipt- um og aukins gengis- hagnaðar af annarri fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir að útlán hafi vaxið mUli timabila er vaxta- munur í miUjónum talið nokkru lægri nú en fyrir sama tíma- bU í fyrra. Það þýðir lækkun vaxta- munar í prósentum úr 1,74% í 1,63% á ársgrundveUi. Nemur vaxtamunur fyrstu sex mánuði ársins 525 mUlj- ónum króna og lækkar um 33 mUlj- ónir miUi ára en aörar rekstrartekj- ur nema 1.051 mUljón króna og vaxa um 891 mUljón króna eða tæplega sjöfalt frá sama tíma í fyrra. Þannig vora hreinar vaxtatekjur um 65% af heildarrekstrartekjum bankans árið 1998 en einungis 33% nú. Að sama skapi vaxa aðrar rekstrartekjur af nýjum starfsþáttum bankans úr 35% 1998 í 67% á fyrri hluta þessa árs. Skuldir við lánastofnanir lækka um 7,3 mUljarða króna vegna stórauk- innar verðbréfaútgáfu erlendis. Eig- ið fé bankans vex um 437 mUljónir króna þrátt fyrir arögreiðslu tU hlut- hafa að fjárhæð 544 mUljónir króna þann í maí sl. Sterkur markaður og starfsfólk Góða afkomu má meðal annars rekja tU jákvæðrar þróunar á ís- lenska fjármálamarkaðnum á fyrstu mánuðum ársins og viðunandi hagnaðar af einstökum viðskiptum á hlutabréfamarkaði á síðari hluta tímabUsins. Það sem að mati stjóm- enda fyrirtækisins skiptir enn meira máli er styrkur starfsfólks- ins. Flestir starfsmenn FBA búa við árangurstengt launakerfi og er það lykUatriði í því að stöðugar framfar- ir verði innan bankans. Slíkt kerfi miðar að því aö tengja saman hag starfsmanna við hag hluthafa bank- ans. Þannig njóta starfsmenn góðs af góðu gengi en slíkt hlýtur að auka hvata starfsmanna tU að ná ár- angri í starfi. -bmg Verðhjöðnun í júlí Kaupþing spáir verðhjöðnun í júlí og að vísitala neysluverðs lækki um 0,1%. Helstu forsendur þessarar spár era þær að útsölur á skóm og fatnaði hófúst um miöjan júlí og gerir Kaupþing ráð fyrir að lækkunin verði 8-9%. Það veldur 0,5% lækkun vísitölunnar. Bensín hækkaði um 3% í byrjun ágúst og hækkar þaö vísitöluna um 0,14%. Húsnæðisverð hækkar áfram og strætisvagnagjöld hækkuðu einnig. Þá er talið að grænmeti hækki og saman veldur þetta um 0,1% lækk- un vísitölunnar. Breytingar hjá Síldarvinnslunni Lífeyrissjóður Austurlands hefur selt verðbréfafyrirtækinu Bum- ham Intemational hlutabréf í Síld- arvinnslunni hf. að nafnvirði 30 m.kr. sem er 3,41% af heildarhluta- fé Síldarvinnslunnar á genginu 4,3. Fyrir átti lífeyrissjóðurinn hlutafé í Síldarvinnslunni að nafnvirði 52,2 m.kr. séln er 5,94% af heildarhluta- fé en eftir söluna á Lifeyrissjóður- inn 22,2 sem er 2,53% af heildar- hlutafé Síldarvinnslunnar hf. Fjármálafyrirtækin vinsæl Mjög mikil viðskipti voru í gær með hlutabréf í fjármálastofnun- um. Opnað var fyrir viðskipti með bréf FBA og vora viðskipti að and- virði 33 milljónir og hækkaði geng- ið um 2,4%. Mest viðskipti vora þó með bréf íslandsbanka, 50 milljón- ir, en gengið lækkaði lítillega. Þá vora töluverð viðskipti með Búnað- arbankann og Landsbankann. Aukin bjartsýni Ný könnun, sem gerð var í lönd- unum 11 sem mynda myntbandalag Evrópu, gefur til kynna að bjart- sýni gæti i auknum mæli. Þetta er í fyrsta sinn síðan í desember sl. að vísitala, sem mælir viðhorf neyt- enda og fólks í viðskiptalífinu, fer upp á við. Clinton reynir áfram Clinton, forseti Bandaríkjana, reynir áfram að fá þingið til að samþykkja að afgangur af fjárlög- um fari í að greiða niöur erlendar skuldir í stað þess að lækka skatta eins og repúblikan- ar vilja. Nú þegar hefur mikill hag- vöxtur stuðlað að lægri skuldum en Clinton vill ganga lengra. Skuldir ríkisins nema 5.600 milljörðum Bandaríkjadala og á þessu ári er ráðgert að greiða 87 milljarða doll- ara. Japanar lofaðir Bill Clinton lofaði þær efnahags- umbætur sem átt hafa sér stað í Japan undanfarið. Hann bæfti því jafnframt við að hann óttaðist ekki gengissveiflur gjaldmiðla. Hann lof- aði sérstaklega þátt Obuchis for- sætisráðherra, sem var einmitt í heimsókn hér á landi fyrir skömmu. Lokapróf Obuchis er þó eftir því ekki er enn komið í ljós hvenær Japanir ná fyrri styrk. Hlutabréf í Tokyo falla Hlutabréf í Tokyo féllu um 1,9% við lokun í gærmorgunn. Ástæðan er fyrst og fremst fall Naxdaq-hluta- bréfavísitölunnar en hún sam- anstendur af tæknifyrirtækjum. Einnig hefur vaxandi styrkur jens- ins áhrif til lækkunar. -bmg TITANIC'V^JftB I HAFNARFIRÐI ■ Svninaunni Ivkur sunnudaainn 8. áaúst. kl. 21:00 Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. ágúst, kl. 22:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.