Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 fmtímn "ísnáÞÉTn Utlönd Bush fordæmir drullumak: Neitar að ræða kók George W. Bush, líklegur forseta- frambjóðandi repúblikanaflokksins í Bandarikjunum að ári, lýsti í gær yfir vanþóknun sinni á drullumaki í stjómmálum. Það gerðist á sama tíma og dagblöð vestra vöktu at- hygli á því að hann neitaði að ræða staöhæfingar um að hann hefði neytt kókaíns. Málið kom upp eftir að Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni, kvartaði við frétta- menn yfir því að fjölmiðlar væru mjúkhentir við Bush saman borið við þá meðferð sem Hillary Clinton forsetafrú hefði fengið. Bush, sem er ríkisstjóri í Texas og sonur Bush, fyrrum forseta, hef- ur margsinnis neitað að ræða um það sem hann kann eða kann ekki að hafa gert sem ungur maður. Eina svarið sem hann gefur er eftir- farandi: „Þegar ég var ungur og óá- byrgur hagaði ég mér þannig. Ég ætla ekki að tilgreina nánar hvað ég gerði.“ George Bush vill ekki ræða æsku- syndirnar, ef syndir skyldi kalla. Bush hefur viðurkennt ofneyslu áfengis en segist vera löngu hættur að drekka. Japönsk kona krýpur á kné og biður fyrir fórnarlömbum kjarnorkuspreng- ingarinnar í Hiroshima árið 1945. íbúar Hiroshima minntust þess í morgun að 54 ár eru frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjunni. Enn eitt ofbeldisverkið í USA: Þrír myrtir í Alabama - hertrar vopnalöggjafar krafist Byssumaður skaut í gær til bana þrjá menn í tveimur litlum fyrir- tækjum í borginni Pelham í Ala- bama í Bandaríkjunum. Þetta er enn eitt ískyggilegt dæmið um að því er viröist handahófskennd fjöldamorð í Bandaríkjunum að undanfómu. Morðinginn náðist skömmu eftir moröin eftir æsilegan bílaeltinga- leik á nálægri hraðbraut og fannst byssa í farþegasætinu við hlið hans. Enn hefur lögreglu ekki tekist að komast að ástæðunni fyrir morðun- um en maðurinn var starfsmaður annars fyrirtækisins, pípulagninga- fyrirtækis, og hafði áður starfað hjá hinu, sem stundar svipuö viðskipti. Hinir myrtu voru starfsmenn fyrir- tækjanna. , Þessi röð tjöldamorða í Banda- ríkjunum hefur vakið upp umræður um hvað sé á bak við ofbeldið og hefur fært kröfunum um strangari byssulöggjöf og eftirlit meö skot- vopnum aukinn byr í seglin - kröf- um sem oftar en ekki í áranna rás hafa veriö léttvægar fundnar af þjóð sem virðist meta framar flestu öðru réttinn til að bera skotvopn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.