Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 7 Torfæra Heimsbikarmótið hefst Fyrsta umferð heimsbikarmótsins i torfæruakstri verður haldin á morgun, laugardaginn 7. ágúst, í malargryfjun- um við Akureyri. Er það Bílaklúbbur Akureyrar sem sér um að halda keppn- ina. í þessari keppni byrja allir með hreint borð og miðað við gang mála í DV-Sport íslandsmeistaramótinu í sumar má búast við hverju sem er. Á íslandsmeistaramótinu hafa verið miklar sviptingar og gengi manna mis- jafnt milli keppna. Eins og staðan er eiga nokkrir menn möguleika á meist- aratitlinum þegar ein keppni er eftir. það er því ljóst að keppnin í heimsbik- armótinu verður hörð og spennandi. Bikarmeistarinn Akureyringurinn Sigurður Amar Jónsson skaust nokkuð óvænt upp á toppinn í fyrra og sigraði í heimsbik- arkeppninni. Siddi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið framar- lega í Islandsmeistaramótinu í sumar og á þar raunhæfa möguleika á fyrsta sæti. „Ég hef farið einu sinni til að æfa mig og til að reyna að stilla bílinn en annars hef ég verið í geðveikri vinnu. Ég verð að eiga fyrir útgerðinni á bíln- um en það hefur gengið erfiðlega að fá kostendur til að styrkja mig. Ég ætla að berjast fyrir titlinum og reyna að halda bikamum hérna fyrir norðan,“ sagði Siddi. Götubílameistarinn Ásgeir Jamil Allansson, bikarmeist- arinn í götubílaflokki í fyrra, hefur verið mjög áberandi i torfærunni í sumar og í upphafi leiddi hann DV- Sport íslandsmeistaramótið þrátt fyrir að vera á götujeppa. í síðustu keppn- um hefur hann lent í bilunum, eyði- lagði vélina, innspýtingin var til vand- ræða og sjálfskiptingin fór við Stapa- fell. „Ég er búinn að skipta um sjálf- skiptingu og hef verið að reyna að stilla innspýtinguna. Ég er samt ekki nógu ánægður með hana. Ég er ekkert sérlega bjartsýnn fyrir keppnina, en ætli keppnisskapið nái ekki tökum á mér á leiðinni norður," sagði Ásgeir Jamil. Engin afslöppun Gisli G. Jónsson skaust upp i fyrsta sæti DV-Sport íslandsmeistaramótsins í síðustu keppni sem haldin var við Stapafell á Reykjanesi. Þar mætti Gísli ákveðinn til leiks og ók af hörku á ný- máluðum bil sínum. Mussoinn Haraldur Pétursson varð að hætta keppni við Stapafell eftir tvær brautir vegna vélarbilunar. Festing fyrir rockerarma hafði losnað, þær og und- irlyftur höfðu skemmst. „Mistök í sam- setningu úti,“ sagði Haraldur. „Við 'ptpprrG.- Jöhsson verður effaust g'rirtímur á Arctic Trúcks bijnum sinum og Stefnir vafglaust á sigur. erum búnir að fá varahlutina og gera við vélina. Hún gengur fint núna. Þá höfum við verið að gera tilraunir með stillingu á íjöðrunarbúnaðinum þannig að bíllinn er farinn að láta bet- ur að stjórn," sagði Haraldur enn frem- ur en Mussoinn hans er hrein íslensk hönnun og smíði. Riddarinn hugumstóri Sigurði Þór Jónssyni á Fassa tröll- inu hefur gengið nokkuð vel í síðustu keppnunum. Sigurður hefur vakið at- hygli fyrir djarfan akstursstíl. Minnir hann helst á riddara sem ræðst að óðum dreka þegar hann botnar Cor- vettuvélina í Fassa tröllinu í þverhnípt stálin í torfærunum, án þess að slá af. „Bíllinn er i góðu standi, ég er bú- inn að yfirfara vélina og drifbúnaðinn. Þá er ég búinn að vera að mála bílinn og pjattast dálítið. Það er ekkert nema toppurinn sem bíður," sagði Sigurður. -JAK Rafn Arnar Guðjónsson ætlar ekki að taka þátt í fyrstu umferð heimsbik- armótsins þar sem honum hefur gengið erfiðlega að fá kostendur til að styrkja sig. Rafn Arnar hefur sýnt tilkomumikinn akstur í sumar og lent í nokkrum hrikalegum veitum á Rauða prinsinum, eins og þessari við Akra- nes. DV-myndir JAK BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. í samræmi viö 21. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breytingar á aðalskipulagi og/eða deiliskipulagi og deiliskipulag á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Jafnasel 2-4, atvinnuhúsnæði Tillaga um byggingu einnar hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 2-4 við Jafnasel. Lyngháls 1, viðbygging Tillaga um viðbyggingu við hús á lóð nr. 1 við Lyngháls. Miklabraut, göngubrú Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Fyrirhuguð göngubrú yfir Miklubraut á móts við Grundargerði færist um 120-130 m til vesturs. Sundabraut 8, lóðarstækkun Tillaga um stækkun lóðar nr. 8 við Sundaborg til norðausturs. Jafnframt tillaga um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem spilda norðaustan Sundaborgar 8 breytist úr útivistarsvæði í athafnasvæði. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:00 frá 6. ágúst til 3. september 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 17. september 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. . _____________________________________________________ Smiðjuvegi 6D • Rauð gata 200 Kópavogur • Sími 554 4544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.