Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 5 DV Fréttir Við blöndum rétta litinn á pallinn þinn 1.785 kr. 35% afsláttur Óhugguleg uppákoma við Bergstaðastræti: Fann sprautunál- ar á bak við hús „Auðvitað bregður manni við að sjá svona, þetta er rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér,“ segir Gunnar Halldórsson, íbúi á Bergstaðastræti lla. Tvær spraut- ur og skeið, áhöld til flkniefna- neyslu, var það fyrsta sem blasti við honum þegar hann fór út með ruslið í fyrradag. Virtist sem leifar flkniefna væru í skeiðinni. Gunnar hringdi á lögreglu sem kom og fjar- lægði sprauturnar. Atvik sem þessi eru alls ekki óalgeng, að hennar sögn. „Það er fullt af fjölskyldufólki sem býr hér nálægt og böm um allt hverfið. Kannski verður það ein- hver krakkinn sem finnur næstu sprautu. Við bræðurnir erum tveir í íbúðinni og við vöktuðum staðinn aftur í fyrrinótt. Um nóttina kom einhver og við heyrðum umgang en þegar við rukum út var enginn þar. Það hefur heyrst til okkar þegar við fórum út. Þarna var líka samloku- bréf og eitthvað fleira af matarum- búðum,“ segir Gunnar. Hann vildi vara fólk við að skot sem þessi gætu verið ákjósanleg fyr- ir þá sem eru í eiturlyfjum og sprauta sig. „Það hefur enginn gaman af því að vita að fyrir utan svefnherbergis- gluggann sé einhver að sprauta sig,“ segir Gunnar. -EIS Gatnamálastjóri um akrein slökkvistöövar: Hlutur sem þarf að skoða Nauðsynlegt er að bera á nýja palla og tréverk fyrir veturinn Aðra palla þarf að bera á árlega. Viðarvörn í rétta litnum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri vill að það verði athug- að hvort til greina komi að slökkviliðið í Reykjavík fái séra- krein út á Bústaðaveginn. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, viðraði þá skoðun í DV í gær að slökkviliðið fengi slíka akrein þar sem umferðarteppa gæti skapast við Flugvallarveg yrði fyrirhuguð bygging reist í næsta nágrenni við stöðina. „Ég tel að það sé rétt að skoða þetta en ég vil ekkert um það segja hvort þetta sé raunhæft," segir Sig- urður. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri vill að það verði athugað hvort til greina komi að slökkviliðið í Reykjavík fái sérakrein út á Bústaðaveginn. Hann telur að málið verði athug- að ef ósk kemur fram um það frá slökkviliðinu. „Væntanlega mun skipulags- og umferðarnefnd fjalla um ósk slökkviliðsstjóra ef hún kemur formlega fram. í dag er myndavél inni í slökkvistöðinni sem sýnir stöðu umferðarljósanna en mér skilst að Hrólfur hafi af því áhyggj- ur að umferðin aukist ef nýtt hús rís við hliðina. Við skoðum málið ef ósk um það kemur fram,“ sagði Sig- urður. -hb Gunnar Halldórsson bendir á sprauturnar og skeiðina sem hann fann hjá ruslageymslunni heima hjá sér. Virðist sem leifar fíkniefna séu i skeiðinni. Vísitala neysluverös: Veruleg hækkun í júlí Vísitala ne-ysluverðs miðað við verðlag í ágústbyrjun 1999 var 190,2 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði. Þetta kom fram í frétt Hag- stofunnar í gær. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 191,6 stig og hækkaði um 0,3%. Verðlækkun á fótum og skóm, um 8,5%, sem aðal- lega stafar af sumarútsölum, leiddi til 0,49% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðhækkun á mat- vörum um 3,3% hafði í for með sér 0,48% hækkun vísitölu neysluverðs. Af einstökum matvöruliðum hækk- aði grænmetisverð um 18,2% sem olli 0,22% hækkun visitölu og verð- hækkun á ávöxtum um 11% leiddi til 0,10% vísitöluhækkunar. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 3,4% sem olli 0,14% hækkun neysluverðs- vísitölunnar. Húsaleiga hækkaði um 2,7% sem hafði í fór með sér 0,07% hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 3,2%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,3% verðbólgu á ári. -bmg Þannig skiptast útgjöld heimilanna Matur og drykkjarvörur 17,0% Áfengi og tóbak 3,2% Föt og skór 5,2% Hiti og rafmagn 3,3% Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 5,3% Heilsugæsla 3,0% Ferðir og flutningar 18,1% Póstur og sími 1,6% Tómstundir og menning 13,1% Menntun 1,0% Hótel og veitingastaðir 5,2% Ýmsar vörur og þjónusta 9,3% Húsnæði 14,7% Samtals 100% Heimild: Hagstofan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.