Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
7
Fréttir
Júgóslavnesku Qölskyldurnar á Blönduósi:
Tvær eru fluttar suöur
Tvær af serbnesku fjölskyldunum
sem komu til Blönduóss fyrir rúmu
ári eru fluttar suður og aðrar tvær
hafa hugsað sér til hreyfmgs. Alls
komu sex fjölskyldur til Blönduóss
frá Júgóslavíu; 23 einstaklingar. Ný-
búaverkefninu svokallaða lauk 1.
júlí sl. en alls komu 60-80 manns að
sjálfboðastarfi því tengdu, þar af
30-40 í stuðningsfjölskyldum, en
þrjár voru til stuðnings hverri ný-
búaijölskyldu.
Jón Ingi Einarsson, verkefnis-
stjóri á Blönduósi, sagði að þetta
verkefni hefði gengið mjög vel og
serbnesku fjölskyldurnar, sem
Herdís Á. Sæmundsdóttir, for-
maður skólanefndar, nýtur leið-
sagnar Árna Rögnvaldssonar
gröfumanns áður en hún tók
fyrstu skóflustunguna að við-
byggingunni.
DV-mynd Þórhallur
Sauöárkrókur:
Viöbygg-
ing við
Árskóla
DV, Sauðárkróki:
Framkvæmdir eru hafnar
við byggingu B-álmu og Kubbs-
ins við Árskóla á Sauðárkróki.
Áætlað er að þessum fram-
kvæmdum verði lokið haustið
2000. Árskóli verði þá einset-
inn skóli en með þessum ný-
byggingum verða til átta
kennslustofur og þrjú sér-
kennslurými og þá verður
hluti stjórnunarrýmis skólans
í Kubbnum svokallaða sem er
tengibygging milli skólans og
íþróttahússins.
Það var Herdís Á. Sæmunds-
dóttir, formaöur skólanefndar
og byggðaráðs Skagafjarðar,
sem tók fyrstu skóflustimguna
að viðbyggingu Árskóla 4.
ágúst. Herdís sagði ánægjulegt
að framkvæmdir væru nú
loksins hafhar en þessar bygg-
ingar hefðu verið á dagskránni
lengi, enda brýnt að bæta úr
húsnæði grunnskólans á Sauð-
árkróki.
Óskar G. Björnsson, skóla-
stjóri Árskóla, sagði að skólinn
byggi við mikil þrengsli í dag
og væri orðið erfiðara að koma
öllum bekkjum fyrir eftir að
námsgreinum nemenda fjölg-
aöi nú á seinni árum, sem
lengir skóladag þeirra. Óskar
sagði að þrátt fyrir væntanlegt
húsnæði 2001 yrði enginn af-
gangur af því að einsetja skól-
ann en vissulega væri ástæða
til að fagna þessum áfanga.
Það er Trésmiðjan Borg sem
er aðalverktaki við skólabygg-
ingarnar en hún átti eina til-
boðið í þær. -ÞÁ
- og aðrar tvær að íhuga það
komu frá Krajina-héraðinu, væru
yndislegt fólk. Blönduósingar hefðu
líka lagt sig mjög fram um að auð-
velda þeim lífið í bænum.
Aðspurður sagði Jón Ingi að það
hefði ekki verið vegna atvinnuá-
stands sem þessar fjöldskyldur
hefðu kosið' að fara. Atvinnuleysi
gerði reyndar vart við sig um tíma
á liðnum vetri en næg vinna hefði
verið undanfarið.
„Það er svo sem ekki mitt að skil-
greina hvers vegna fólkið fór en
Ijóst er að það eru ýmsar orsakir,
t.d. að unglingar þurftu að sækja
framhaldsnám sem ekki er til stað-
ar hér. Þá flutti til Reykjavíkur fyr-
irtæki sem einn fjölskyldufaðirinn
vann hjá, Trésmiðja Hjörleifs Júlí-
ussonar. Svo er júgóslavneska sam-
félagið orðið stórt á höfuðborgar-
svæðinu og það kann að vera ein
skýringin að fólkið leiti þangað."
Jón Ingi sagði að fólkinu hefði
samt sem áður liðið vel á Blönduósi
en hins vegar hefði eðlilega gripið
um sig ótti þegar NATO byrjaði
sprengjuárásir og hefndaraðgerðir á
heimaland þess, Serbíu.
„Það var greinilegt að fólkið tók
það mjög nærri sér og skyldi engan
undra,“ sagði Jón Ingi. -ÞÁ
Dalvík:
Nýtt fyrirtæki
keypti Árnes
DV, Dalvík:
Þórunn Þórðardóttir á Dalvík og
ívar Baldursson á Akureyri hafa
keypt flskvinnslufyrirtækið Árnes
af samnefndu fyrirtæki i Þorláks-
höfn. Hófu þau rekstur nýs fyrir-
tækis, Dalmar ehf., 9. ágúst. Eignar-
aðild fyrirtækisins skiptist til helm-
inga og mun Þórunn sjá um fram-
leiðslustjómun en ívar um kaup og
sölu efnis.
Að sögn Þórunnar munu allir
starfsmenn fyrirtækisins halda
störfum hjá þeim enda um hæft og
reynt fólk að ræða. Frekcir er útlit
fyrir að íjölga þurfi starfsmönnum.
Þó mun Pétur Þorleifsson, fram-
kvæmdastjóri Árness, láta af störf-
um hjá fyrirtækinu. Þómnn segir
að til að byrja með verði starfsemin
með breyttu sniði og ýmsar nýjung-
ar em á döfinni sem verða spilaðar
af fingrum fram. Til dæmis megi
nefna að stefnt verði að að fara í
auknum mæli í handflökun þar sem
það auki nýtingu hráefnisins.
Áfram verður lögð áhersla á
vinnslu á flatfisks en einnig ráðgert
að vinna tindaskötu og jafnframt er
möguleiki á að vinna bolfisk. Hrá-
efnisöflun verður með þeim hætti
að keypt verður á fiskmörkuðum og
af togurum, bæði ferskt og frosið, og
einnig er möguleiki á því að flytja
inn hráefni ef hagstætt verð býðst.
Þórunn segir að þau hafi mikla
trú á fyrirtækinu - annars hefðu
þau ekki farið út i þetta. Auk þess
megi nefna að hefðu þau ekki keypt
fyrirtækið hefði það horfið af sjón-
arsviðinu. Undanfarið hefur staðið
til að Árnes hætti rekstri þessa úti-
bús á Dalvík og þar með hefðu hátt
i 30 manns misst vinnuna á Dalvík.
-HIÁ
Tvær af serbnesku fjölskyldunum sem komu til Blönduóss fyrir rúmu ári eru
fluttar suður. Myndin er tekin við komu júgóslavneskrar fjölskyldu norður.
Viðskiptaævintýri
Við höfum opnað skrifstofu
í Sóltúni 3.
Skrifstofan er opin íyrir alla
sem hafa áhuga á að starfa
með okkur í NATURE'S OWN.
Ef þú hefur áhuga á þessu
skemmtilega tækifæri hafðu
þá samband.
Skrifstofan, sími 552 6400
Gústav, sími 699 8113
Erlendur, sími 698 0077
Fyrsta uppboð á Listaskálanum í Hveragerði fór fram nýlega.
Hveragerði:
Listaskálinn
á uppboð
- menningarslys að dómi eiganda
DV, Hveragerði
Fyrsta uppboð á Listaskálanum í
Hveragerði fór fram nýlega. Annað
uppboð fer síðan fram íjórum vik-
um eftir hið fyrsta. Einar Hákonar-
son og synir hans reistu Listaskál-
ann á sínum tíma og þótti sumum
það alldjörf framkvæmd en Einar
var bjartsýnn á stuðning áhugafólks
um menningu og listir. Hann er nú
að flytja frá Hveragerði til höfuð-
borgarsvæðisins.
í samtali viö DV sagði Einar að
hann hefði gefist upp á að bíða eftir
svari ríkisstjórnarinnar við áskor-
un bæjarstjórnar Hveragerðis og
Sambands sunnlenskra sveitarfé-
laga um að Listaskálinn yrði notað-
ur sem menningarmiðstöð Suður-
lands. Sú áskorun hafi verið send
ríkisstjóminni fyrir 8 mánuðum.
Einar kvaðst hafa heyrt sögu-
sagnir um að Listaskálinn yrði
keyptur undir einhvers konar versl-
unarrekstur og kvað það algjört
menningarslys ef úr því yrði. Einar
segir framtíð sína vera óráðna,
nema hvað hann héldi áfram að
mála. -eh
EVRÓPA
,TAKN UM TRAUST'
Faxafeni 8 - sími 581 1560
Land Rover Discovery
2500 turbo dísil 04/98
Í i-1 & 'V i > PR !*
t.. II JlAB
V
5 gíra, geisli, rafdr. í öllu.
j Verö kr. 2.650.000.
WWW.evropa.is