Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1999, Side 25
T>'V FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
29
Hellisbúinn
Eftir sumarfrí eru nú hafnar
sýningar aftur á hinu vinsæla
leikriti Hellisbú-
inn en verkið hef-
ur verið sýnt við
mikla aðsókn frá
því í fyrrasumar í
íslensku óper-
unni, nánast
alltaf fyrir fullu
húsi. Aðeins einn
leikari er í sýn-
ingunni, Bjarni
Haukur Þórsson.
Hugmyndina að
verkinu, sem
fjallar á skemmti-
legan hátt um
samskipti kynj-
anna, má rekja til
leikritsins Defending the Caveman
eftir Rob Becker en það hefur ver-
ið á fjölunum vestur í Bandaríkj-
unum i sex ár. Hallgrímur Helga-
son rithöfundur skrifaði Hellisbú-
ann og byggir hann verkið á hug-
mynd Beckers. Sigurður Sigur-
jónsson er leikstjóri.
Bjarni Haukur
Þórsson leikur
hellisbúann.
Leikhús
Hellisbúinn er verk sem karlar
og konur eiga að sjá saman. Verk-
ið á að geta gefið lexiu um hitt
kynið og gæti ef til vill hjálpað
fólki að skilja ýmislegt í fari
makans sem hingað til hefur ver-
ið torskilið. Næsta sýning á Hell-
isbúanum er í kvöld.
Árni Johnsen stjórnar brekkusöng í
Hveragerði.
Blómstrandi
dagar
Síðastliðin sex sumur hefur
áhugamannahópur í Hveragerði
staðið fyrir samkomum er kallast
Blómstrandi dagar. Hátíðirnar eru
tvisvar á sumri, í júní og ágúst.
Seinni hátíðin verður nú um helg-
ina. Á laugardaginn er hápunktur
dagsins kvöldvaka í lystigarðinum
við Varmá. Þar mun Ámi Johnsen
stjórna brekkusöng við varðeld eins
og honum einum er lagið. Kvöldið
endar með glæsilegri flugeldasýn-
Samkomur
ingu. Á sunnudaginn mætir Sprell
með barna- og unglingatæki og
hestakerra verður á svæðinu. Grill-
að verður báða dagana, Gæna smiðj-
an býður upp á villijurtate, hvera-
svæðið verður opið með leiðsögn og
sýningu á íslenskum eðalsteinum,
fegurstu garðarnir verða til sýnis og
margt, margt fleira.
Bikarmót í
hestaíþróttum
'Á morgun og sunnudag verður
Bikarmót Norðurlands í hestaíþrótt-
um haldið á vellinum við Hrings-
holt i Svarfaðardal. Þátttökurétt á
mótinu hafa hestaíþróttamenn úr
Þingeyjar-, Eyjafjarðar-, Skagafjarð-
ar- og Húnavatnssýslum. Á mótinu
verður keppt í öllum hefðbundnum
greinum hestaíþrótta, auk 150
metra skeiðs.
Landbúnaður
í nútíð og framtíð
í dag er haldin ráðstefna i Félags-
heimilinu á Hvammstanga sem
Húnaþing vestra og Búnaðarsam-
band Vestur-Húnvetninga standa
að. Gestir fundarins verða Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra,
Ari Teitsson, formaður Bændasam-
taka íslands, Stefán Gíslason, um-
hverfisfulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, og Magnús Jónsson
háskólarektor, auk fjölda annarra
framsögumanna úr héraði.
Skálholt og Hallgrímskirkja:
Einn stærsti tónlistarviðburður
sumarsins er flutningur á Messu í
h-moll eftir Johann Sebastian Bach
sem flutt verður á tvennum tónleik-
um í kvöld og á sunnudaginn. Það
eru Mótettukór og Kammersveit
Hallgrímskirkju sem flytja, ein-
söngvarar eru Þóra Einarsdóttir,
sópran, Monica Groop, alt, Gunnar
Guðbjörnsson, tenór, og Kristinn
Sigmundsson, bassi. Stjórnandi er
Hörður Áskelsson. í kvöld hljómar
messan í Skálholtsdómkirkju kl. 20
og á sunnudag í Hallgrímskirkju, kl.
20.30. Flutningurinn í Hallgríms-
kirkju er liður I dagskrá Kirkju-
listahátiðar 1999. í þessum flutningi
koma um 90 manns við sögu.
Tónleikar
Kórinn hefur fengið frábæra ein-
söngvara í lið með sér. Þóra og
Gunnar eru fremst i hópi ungra ís-
lenskra einsöngvara. Þau hafa bæði
sungið áður með Mótettukórnum og
það er mikið gleðiefni að þau skuli
geta sungið með kórnum á þessum
tónleikum en annars starfa þau
bæði mest við erlend óperuhús.
Kristinn Sigmundsson er einn
Einsöngvarar á æfingu í Hallgrímskirkju.
þekktasti einsöngvari íslendinga í
dag. Hann hefur unnið hvern lista-
sigurinn á fætur öðrum og því er
það mikið tilhlökkunarefni að
heyra aftur í honum hér á íslandi.
Monica Groop er ein af þekktustu
einsöngvurum Finnlands. Hún er
talin í hópi bestu mezzósópransöng-
kvenna heimsins í dag og er eftir-
sótt bæði sem óperu-, óratóríu- og
ljóðasöngvari. Monica Groop hefur
fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir
túlkun sína á barokktónlist en hún
hefur þar komið fram með mörgum
af þekktustu stjórnendum
barokktónlistar.
Messa í h-moll
Veðrið í dag
Rigning með
köflum
Kl. 6 í morgun var austlæg átt,
5-8 m/s, og rigning eða súld víða
sunnanlands en annars skýjað og
úrkomulítið. Hiti var 7 til 12 stig.
Næsta sólarhringinn verður aust-
læg átt, víða 5-8 m/s og rigning með
köflum, en þurrt að kalla á Norður-
og Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig yfir
daginn, hlýjast norðaustan til. Um
300 km suðvestur af Reykjanesi er
1002 mb lægð sem hreyfist austsuð-
austur, en yfir Grænlandi er 1020
mb hæð.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
austan 5-8 m/s og rigning öðru
hverju. Hiti 9 til 13 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 21.52
Sólarupprás á morgun: 05.14
Síðdegisffóð í Reykjavík: 19.52
Árdegisflóð á morgun: 08.15
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaö 9
Bergsstaöir rigning og súld 8
Bolungarvík skýjað 9
Egilsstaöir
Kirkjubœjarkl. rigning 9
Keflavíkurflv. rign. á síö.kls. 11
Raufarhöfn þoka 9
Reykjavík alskýjaö 10
Stórhöfði súld 10
Bergen skýjaö 12
Helsinki léttskýjaö 13
Kaupmhöfn léttskýjaó 16
Ósló léttskýjaö 11
Stokkhólmur 14
Þórshöfn skýjaö 10
Þrándheimur léttskýjaö 6
Algarve heiöskírt 18
Amsterdam skýjaö 14
Barcelona skýjaó 20
Berlín skýjaö 12
Chicago skýjaö 24
Dublin skýjaó 16
Halifax súld 17
Frankfurt hálfskýjaö 10
Hamborg hálfskýjaö 14
Jan Mayen rigning 5
London rign. á síö.kls. 15
Lúxemborg skýjaó 11
Mallorca skýjaö 23
Montreal léttskýjaö 19
Narssarssuaq heióskírt 9
New York hálfskýjaö 24
Orlando þokumóöa 24
París skýjaö 12
Róm léttskýjaó 23
Vín skýjaö 15
Washington þokumóöa 24
Winnipeg heiöskírt 7
Víkurvegur lokaður við
Vesturlandsveg
Vegir um hálendið eru flestir orðnir færir, í flest-
um tilfellum er þó átt við að þeir séu aðeins jeppa-
færir. Víkurvegi í Grafarvogi hefúr verið lokað við
Vesturlandsveg og verður hann lokaður til 22.
ágúst.
Færð á vegum
Við það lokast akstursleiðir í og úr Grafarvogi
um Víkurveg. Vegfarendum er bent á að aka um
Höfðabakka og Gullinbrú á meðan.
Bjarki Þór
Myndarlegi drengurinn
á myndinni, sem fengið
hefur nafnið Bjarki Þór,
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 30. janúar
síðastliðinn kl. 11.48.
Barn dagsins
Hann flýtti sér pínulítið i
heiminn og var ekki
nema 9 merkur við fæö-
ingu og 47 sentímetrar.
Foreldrar Bjarka Þórs
eru Ámý Sigurðardóttir
og Valdimar Þór Hall-
dórsson og er hann þeirra
fyrsta bam.
Scott Wolf og Jay Mohr leika fé-
lagana Adam og Zack.
Farðu
Háskólabíó sýnir um þessar
mundir Farðu (Go) sem gerð er af
Doug Liman sem vakti mikla at-
hygli fyrir fyrstu kvikmynd sína,
Swingers. í Go segir frá nokkmm
ungmennum og reynslu þeirra af
miður heppilegum aðstæðum. Það
sem skilur myndina nokkuð frá
öðrum er að hún er með fjóra út-
gangspunkta frá sama staðnum
þannig að áhorfendur sjá sama at-
burðinn frá ólíkum sjónarhorn-
um. í aðalhlutverkum
eru ungir leikarar y///////
sem hafa vakið at- /////,
Kvikmyndir
hygli að undanförnu í
nýjum kvikmyndum. Þessir leik-
arar eru Kate Holmes, Scott Wolf,
Sarah Polley og Jay Mohr og leika
þau ungmenni sem em á villigöt-
um í undirheimum Los Angeles.
Myndin gerist á 24 tímum. Þess
má geta að Go var sýnd á Sund-
ance-kvikmyndahátíðinni við
mikla hrifningu hátíðargesta.
Nýjar myndir í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: Ressurection
Saga-Bíó:Tarzan and the Lost
City
Bióborgin: The Other Sister
Háskólabíó: Notting Hill
Háskólabíó: Fucking Ámál
Kringlubíó: Wild Wild West
Laugarásbíó: Austin Powers
Regnboginn: Virus
Stjörnubíó: Universal Soldiers
I
Krossgátan
1 2 3 4 5 6
7 8 B
10 11 12
13 14 15
16 17 18
19 20 21 22
23 24
Lárétt: 1 gagn, 7 fornsaga, 8 saur, 10
sló, 11 komast, 13 ókeypis, 16 vam-
ingur, 18 gufu, 19 þjóta, 21 eykta-
mark, 23 slíta, 24 snemma.
Lóðrétt: 1 heilög, 2 siða, 3 smuga, 4
flani, 5 kyn, 6 flökt, 12 tré, 14 bjálki,
15 veiðarfæri, 16 hugfólginn, 17
form, 20 frá, 22 oddi.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 lúfa, 5 hef, 8 áræða, 9 rá,
10 tilgang, 12 úða, 13 álfa, 15 næsti,
17 ró, 19 æsta, 21 nót, 22 stuna. r
Lóðrétt: 1 látún, 2 úrið, 3 fælast, 4
aðgát, 5 hvað, 6 ern, 7 fága, 11 alinn,
14 fróa, 16 ess, 18 ótt, 20 au.