Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 6
6
'lönd
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
stuttar fréttir
Þróunarkenningu úthýst
ISkólamálayfirvöld í Kansas-
ríki í Bandaríkjunum hafa tekið
þrónarkenninguna af lista yfir
skyldunámsefni í skólum ríkis-
ins. Yfirvöldum fannst kenningin
um þróun lifveranna of frjáls-
lyndisleg.
Kvef Japana
að lagast
Forsætisráðherra Rússlands gegn skæruliðum:
Árásin er hafin
Vladímír Pútín, starfandi forsæt-
isráðherra Rússlands, sagði í gær
að allsherjarárás væri hafin á upp-
reisnarmenn múslíma í Kákasus-
héraðinu Dagestan til að hrekja þá á
brott. Ráðherrann sagði að upp-
reisnarmennimir fengju hvergi
frið, ekki einu sinni í Tsjetsjeníu.
„Árásin er hafin,“ hafði fréttastof-
an Interfax eftir Pútín.
Uppreisnarmenn undir stjóm
tsjetsjenskra skæruliða náðu
nokkrum þorpum I fjallahéraðinu
Dagestan á vald sitt fyrir einni
viku. Ekki var ljóst á máli Pútíns
hvort nýjar hernaðaraðgerðir væru
hafnar gegn uppreisnarmönnunum
eða hvort hann hefði verið að vísa í
aðgerðir sem þegar vom hafnar.
Sjónvarpstöðin NTV sýndi mynd-
ir af þungavopnum Rússa punda á
stöðvar uppreisnarmanna og af vel
vopnuðum þyrlum á sveimi yfir
fjöllunum.
Rússar hafa ekki komist í hann
jafnkrappan siðan þeir fengu
hörmulega útreið í stríðinu í
Tsjetsjeníu á árunum 1994 til 1996.
Rússneskir leiðtogar, allt frá Bórís
Jeltsín forseta og niður virðingar-
stigann, hafa keppst við að lýsa því
yfir að átökunum nú muni ljúka
skjótt.
„Tsjetsjenía er rússneskt land-
svæði og ráðist verður á stríðs-
mennina hvar sem þeir eru niður
komnir," hafði Interfax eftir Pútín.
Rússneskar hersveitir hafa þegar
farið yfir landamærin til Tsjetsjen-
íu, að sögn yfirmanns landamæra-
sveita Dagestans. Hann sagði að
fimm brynvarðir vagnar og her-
menn með hefðu farið inn i
Tsjetsjeníu en snúið við um klukku-
stund síðar.
Talsmaður innanríkisráðuneytis-
ins í héraðshöfuðborg Dagestans
sagði að rússneskar hersveitir og
sjálfboðaliðar væm að hrekja upp-
reisnarmenn burt úr þorpum sem
þeir höfðu lagt undir sig.
Hann sagði að uppreisnarmenn
réðu aðeins yfir sjö þorpum af þrjá-
tíu og einu á helstu bardagasvæðun-
um.
Alls hafa tvö hundruð uppreisn-
armenn verið drepnir frá því að-
gerðimar gegn þeim hófust, að sögn
Rússa en Tsjetsjenar segja að aðeins
fimm skæruliðar hafi fallið.
Fullorðin serbnesk kona veifar til serbneskra flóttamanna þegar þeir yfirgefa bæinn Gniljane, um 40 kílómetra suð-
austur af Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo. Fólkið er á leið til Serbíu. Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins
sagði í gær að ekki væri hægt að kenna frelsisher Kosovo um árásirnar á Serba undanfarið.
Eyrarsundsbrúin vígð í dag:
Danaprins á fund Svíaprinsessu
Tímamót verða í samgöngum
milli Danmerkur og Svíþjóðar í dag
þegar brúin og jarðgöngin yfir Eyr-
arsund verða vígð.
Af því tilefni mun Friðrik krón-
prins í Danmörku ganga á fund
Viktoríu Svíaprinsessu á brúnni,
skammt frá landamærum Svíþjóð-
ar.
Ekki hefur verið hægt að komast
þurram fótum milli landanna
tveggja frá því frostaveturinn 1941
til 42 þegar Eyrarsundið lagði. Sjö
þúsund ár munu hins vegar vera frá
því löndin tvö vora samfost.
Síðasti hluti sextán kílómetra
langrar brúarinnar verður settur á
sinn stað í dag. Sérfræðingar vonast
til að bættar samgöngur muni efla
mjög atvinnu- og efnahagslíf beggja
vegna sundsins.
Brúin verður ekki opnuð fyrir al-
mennri umferð fyrr en 1. júlí á
næsta ári. Þá mun aðeins taka tiu
til tólf mínútur að aka milli kaup-
mannahafnar og Málmeyjar. í dag
tekur ferðalagið hraðskreiðustu
ferjuna 45 mínútur.
Sérfræðingar spá því að ellefu þús-
und bílar fari yfir brúna, sem verður
fjórar akreinar, á degi hverjum á
næsta ári. Reiknað er með að kostn-
aðinum við brúar- og gangagerðina
verði náð inn með veggjöldum á
næstu þrjátíu árum. Auk akbraut-
anna era tvöfaldir brautarteinar fyr-
ir rafknúnar lestir á brúnni.
Kostnaður við mannvirkið nemur
um 150 milljörðum króna.
Menning á bláþræði
Ef stjórn Pouls Nyrups
Rasmussens í Danmörku veitir
ekki aukið fé til
byggingar nýs
ópera- og tón-
listarhúss í
Kaupmanna-
höfn getur Kon-
unglega leik-
húsið allt eins
gleymt áform-
Iuðu nýju leikhúsi. Þetta segir
Peter Duetoft, þingflokksformað-
ur miðdemókrata á danska þing-
inu, við Ritzau-fréttastofuna.
í mál fyrir laxinn
ÍTvenn náttúruverndarsamtök
hafa höfðað mál til að þvinga
bandarísk stjórnvöld til að gera
gangskör að því að vemda villta
P: Atlantshafslaxastofninn i Maine
j frá útrýmingu.
.
Nýnasistar skúffaðir
Danskir nýnasistar eru svekkt-
ir yfir að dómsmálaráðuneytið
skyldi hafna beiðni þeirra um
mótmælagöngu um miðborg
Kaupmannahafnar. Þeir sendu
þegar inn aðra umsókn með
breyttri gönguleið.
ítalir trúa á töfra
Nærri fjórðungur ítala trúir á
l| töfra, spádóma, stjömuspeki og
[j anda framliðinna og eyðir um
; fjörutíu milljónum króna árlega í
% þessi fyrirbæri, segir í nýrri
könnun.
Koníak á bílinn
Lögreglan í Litháen handsam-
aði mann sem reyndi að smygla
53 flöskum af koniaki í bensin-
geymi bifreiðar sinnar. Maður-
inn var að koma frá Hvíta-Rúss-
landi.
Sakaruppgjöf fyrir vopn
Kúrdiski skæruliðaleiðtoginn
Abdullah Öcalan, sem hefur ver-
ið dæmdur til
dauða, sagði í
gær að skæra-
liöar hans
væru tilbúnir
að afhenda
vopn sín gegn
því að þeim
væri veitt sak-
aruppgjöf. Skæruliðar hefar þeg-
ar lofað að hlýða kalli foringjans
um að hætta bardögum.
Brandarakall drepinn
Mesti spaugari Kólumbíu var
skotinn tU bana í gær. Byssu-
mennimir komust undan.
Hagvöxtur í Japan frá janúar fram
í mars var endurmetinn og mælist nú
2% í stað 1,9%. Þessar fregnir höfðu
víðtæk áhrif í gær og hlutabréf í Jap-
an hækkuðu í verði, auk þess sem
gengi jens gagnvart dollara hækkaði.
Þessar fregnir hafa rennt enn frekar
stoðum undir þá skoðun margra að
japanska hagkerfið sé að ná sér á
strik. Þó telja japanskir stjómmála-
menn að ástandið sé enn ekki orðið
viðunandi og reyna að halda gengi
jensins veiku til að styðja við útflutn-
ing. Sem dæmi má nefna að við-
skiptaafgangur í Japan minnkaði um
15% í júlí sem voru ákveðin von-
brigði í augum margra því út- og inn-
flutningur drógust saman.
Stjómvöld era nú að undirbúa
áætlanir sem eiga að hvetja til fjár-
festinga og eru að leggja til eins kon-
ar eyðslupakka sem er ætlað að örva
efnahaginn. Til að styðja enn frekar
við efnahaginn hefur Seðlabanki
Japans ákveðið að halda vöxtum
áfram við 0 prósent. -bmg
Kauphallir og vöruverð erlendis
London
6000
6153,30
JJw
Jwuu 4000 i FT-SE 100
\ M J J
Tokyo
170 r
160
150
140
130 NMwl
A M J J
Hong Kong
20000
Hang Seng
A M J J
Klofningsmenn
úr röðum Le
Pens blankir
Klofningsmönnum úr röðum
Þjóðarfylkingar hægri öfga-
mannsins
i Jeans-Marie Le
I* Pens í Frakk-
landi hefur ein-
ungis tekist að
safna nægilegu
fé til að eiga
fyrir mislukk-
uðum kosn-
ingaslag til Evrópuþingsins fyrr í
sumar. Bruno Mégret, hinn smá-
vaxni leiðtogi klofningsmanna,
segir að aukins fjár sé þörf ef
hreyfingin á að halda velli,
Flokksbrotið, sem fékk aðeins 3,3
prósent atkvæða, þarf um áttatíu
mdljónir króna.
Mégret sagði fréttamönnum í
fær að hann væri bjartsýnn á
þetta tækist. Hann ætlar þó að
leita sér að atvinnu utan vett-
vangs stjórnmálanna til að eiga
fyrir salti í grautinn.
Pyntingarklefar
í herstöð sem
Kanar byggðu
Yfirvöld í Miö-Ameríkuríkinu
Hondúras hafa fundið pyntinga-
klefa í herstöð sem Bandaríkja-
menn reistu handa kontraupp-
reisnarmönnum frá Níkaragva
1 árið 1983. Þá hafa einnig fundist
nokkrar hugsanlegar fjöldagrafir
I fyrir utan herstöðina.
| Þetta kemur fram í viðtali AP-
fréttastofunnar við mannrétt-
indalögfræðinginn Söndru
Ponce.
Bandarísk stjórnvöld fjár-
mögnuðu kontraskæruliðana i
I stríði þeirra gegn sandínista-
Istjóminni í Managva.
Talsmenn bandaríska land-
varnaráðuneytisins vildu ekkert
segja um pyntingaklefana þegar
I eftir því var leitað.
Norska ríkisol-
íufélagið einka-
Ivætt að hluta
Forráðamenn norska ríkisolíu-
félagsins Statoil hafa lagt til að
fyrirtækið verði einkavætt að
hluta og að það verði sett á hluta-
* bréfamarkað. Þá leggja forráða-
mennimir til að ríkisstjórnin láti
l fyrirtækinu í té allar olíu- og
: gaslindir landsins, eða bróður-
; part þeirra.
„Bæði ríkið og Statoil era bet-
1 ur sett með því að einkavæða fyr-
irtækið að hluta og setja það á
hlutabréfamarkað," sagði Ole
Lund, stjórnarformaður Statoil á
fundi með fréttamönnum.
Hagnaður Statoil hefur farið
1 minnkandi að undanfórnu og fyr-
| irtækið liefur einangrast á al-
Iþjóðavettvangi.
Norska stjómin mun nú íhuga
framtið fyrirtækisins og að sögn
Anne Enger Lahnstein orkumála-
ráðherra verður reynt að ná
breiðri sátt um niðurstöðuna.
Fyrsti alvöru-
prófsteinninn á
I framboð Bush
[[ Fyrsti alvöruprófsteinninn á
I það hvort George W. Bush eigi
[ einhverja
möguleika á að
1 verða forseta-
efni repúblik-
I ana í kosning-
I unum á næsta
; ári verður í
dag í Iowa. Þá
fer fram ófonn-
leg skoðanakönnun meðal allra
íbúa ríkisins sem eru tilbúnir að
j greiða 25 dollara.
Bush keppir við níu aðra
flokksbræður sína um tilnefning-
una og hefur gífurlegt forskot á
þá alla, reyndar svo mikiö að
[ margir að segja að minna en 50
prósent atkvæða í Iowa sé slæleg
frammistaða.