Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Blaðsíða 9
DV LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
300 viðbótarsæti
9
„Mér finnst það hræðilegt.
Skrokkarnir á þessum stelpum
eru óþroskaðir táningalíkamar en
það er verið að stilla þeim upp
sem fyrirmyndum fyrir full-
þroska konur. Þær eru fengnar
vegna þess að það má ekkert
skyggja á fotin sem þær sýna.
Þær eru ráðnar til að vera herða-
tré. Fólk sem ekki starfar nálægt
þessum bransa gerir sér enga
grein fyrir því hvað þær eru í
rauninni grannar og þegar þær
eru komnar út í hinn stóra heim
neyta þær alira bragða til að
halda sér þvengmjóum.“
Fíkniefni til að finna
ekki hungurtilfinningu
Lína Rut lærði og starfaði um
tíma i Paris þar sem hún kynntist
hátiskuheiminum. „Stærsti hlut-
inn af fyrirsætunum á við alvar-
leg magavandamál að stríða. Þær
reykja mikið til að finna ekki
hungurtilfinninguna, sumar
drekka og sumar dópa til að
minnka matarlystina.
Það var mér mikið áfall að
kynnast þessum heimi vegna þess
að sem unglingur hafði ég legið
yfir kvennablöðum og -tímaritum
- rétt eins og aðrar konttr, bæði
þá og nú, en gerði mér ekki grein
fyrir því fyrr en seinna hvað það
var óhollt. Það kom fram í könn-
un sem gerð var nýlega að konur
sem liggja yfir þessum tímaritum
eru þunglyndari og skapstyggari
en aðrar konur.
Ég hafði alltaf dáðst að stelpun-
um sem voru i fyrirsætubransan-
um áður en ég fór til Parísar. Ég
skildi ekki hvað þær voru fallegar
og flottar og hvernig þetta væri
hægt.“
Þú ert að tala um hinn stóra,
harða fyrirsætuheim erlendis.
Ekki er þetta svona slæmt hérna
á íslandi?
„Nei. Hins vegar eigum við í
rauninni bara eina fyrirsætu sem
hefði getað orðið „súpermódel".
Inga heitir hún, en hún ákvað á
sinum tíma að hún vildi ekki fara
þessa leið. Hún valdi að vera hér
heima og er í dag tveggja barna
móðir - alveg jafnflott og hún var
áður. Hún er ein af þessum örfáu
undantekningum frá þeirri reglu
að líkaminn breytist þegar hann
fullorðnast og gengur meö börn.
íslenskar konur eru ekki byggð-
ar fyrir þennan bransa og það er
kannski þess vegna sem hann er
ekki eins harður hérna heima.
Hér komast fyrirsætur upp með
að vera með jafnvel feitan rass og
feit læri og eru bara myndaðar
þannig að það sést ekki. Þær geta
líka vera bólugrafnar. Það er bara
allt falið. Erlendis yrðu þær ekki
sendar í verkefni ef þær hefðu
eina bólu.
Höfnun og athyglissýki
Þegar stelpurnar byrja svona
ungar á líkaminn eftir að
þroskast. Þá henta þær ekki leng-
ur til módelstarfa. Þá eru þær
kannski á aldrinum fimmtán til
átján ára og búnar að vera. Mót-
unarárum þeirra er ekkert lokið
og þetta er skelfilegt áfall fyrir
þær. Á þessum árum, sem þær
eru að mótast inn í kynhlutverk-
ið, fá þær þau skilaboð að útlitið
skipti öllu máli og það sé óæski-
legt að verða fullþroska kona.
Þegar það svo óhjákvæmilega ger-
ist hefur það þau áhrif að þeim
finnst þær vera feitar - það sem
eftir er.
Annað er að þær fá mjög mikla
athygli á þeim tíma sem þær
henta til módelstarfa, þangað til
viðtal
kkin
allt í einu, einn daginn, að allt er
búið. Þá eru þær orðnar vanar og
háðar athyglinni. Á unglingsár-
unum hefúr allt snúist um útlitið
og þær hafa yfirleitt ekki þroskað
með sér hæfni til að taka því að
missa athyglina og athyglissýkin
hangir yfir þeim eins og mara
árum saman. í stað þess að byrja
aftur frá grunni á einhverju öðru
leita þær allra leiða til að fá at-
hygli áfram.
Á meðan á þessu gengur halda
þeir sem standa fyrir utan þenn-
an heim að þetta sé allt ein lukka
og velgengni vegna þess að við
höldum áfram að sjá tálgaðar
unglingsstelpur í tímaritunum ár
eftir ár. Fólk gerir sér ekkert
grein fyrir því að þetta eru ekki
alltaf sömu stelpurnar. Það er
stöðugt verið að taka inn nýjar
stelpur um leið og hinum, sem
þroskast líkamlega ogeða eldast,
er ýtt út. Fyrirmyndin stendur
alltaf þótt stelpunum sé fórnað."
Módelbransinn snýst
ekki um fegurð
Lína Rut hefur starfað mikið
við förðun fyrir fegurðar- og mód-
elsamkeppnir hérlendis og segir
hún stúlkurnar sem taka þátt í
þeim keppnum verða fyrir áhrif-
um frá tískutímaritunum ekki
síður en aðrar konur. „Þær eru
ekki allar ánægðar með sitt útlit.
Þetta eru stúlkur sem eru valdar
héðan og þaðan af landinu vegna
þess að þær þykja sætar í sínu
héraði. Það er ekki þar með sagt
að þær standist staðla sem eru
settir í hinum alþjóðlega fegurð-
ar- og fyrirsætubransa. Enda eru
haldnar svo margar keppnir hér
miðað við mannfjölda að það er
óframkvæmanlegt og í rauninni
snúast þær alltaf um eina stelpu
hverju sinni.
Það er lika lítill standard á
þessum keppnum hér heima. Ég
get vel ímyndað mér að hér á
landi sé í dag til einhver stúlka
sem gæti náð langt í módelbrans-
anum úti i heimi en hún hefur
einfaldlega ekki sýnt sig enn þá.
Á þeim tólf árum sem ég starfaði
í þessum heimi var aðeins ein
sem uppfyllti öll skilyrði."
Hvers vegna er það?
„Konur á íslandi eru allt öðru-
vísi byggðar en til dæmis fransk-
ar og ítalskar konur - sem eru svo
fíngerðar. Þær sem komast áfram
í módelstörfum hafa annaðhvort
mikið fyrir því eða eru flngerðast-
ar af öllum, bijósta- og mjaðma-
lausar eins og fermingardrengir
og virðast svo brothættar í
daglegu lífi að það er varla þor-
andi að anda á þær.
Þetta er útlitsbransinn en ef við
tölum hins vegar um feg-
urðarsamkeppnir þá er allt annað
uppi á teningnum. Það er ekkert
mál að vera sætur eins og margar
af þeim stelpum sem taka þátt í
keppnum hér heima eru en mód-
elbransinn snýst ekkert um það.“
Tæknibrellur
Þú varst að tala um nýlegar
rannsóknir sem sýna að konur
sem liggja yfir kvennatímaritum
séu þunglyndar og skapstyggar.“
„Já, vegna þess að útlitsfyrir-
myndimar, sem við fáum, eru
blekking en konur taka þær al-
varlega. Þær eru óteljandi kon-
urnar sem liður illa yfir þvi alla
ævi að geta ekki náð þessu útliti.
Þær eru 1 eilífum megrunarkúr-
um og streða við að vera eins og
þessar stúlkur vegna þess að þær
trúa því að svona eigi þær að líta
út. Þær gleyma því að þær eru
ekki - og hafa kannski aldrei ver-
ið - með svona líkamsbyggingu.
Og þær átta sig ekki á blekking-
unni.“
Hvaða blekkingu?
„Ég get farið niður í bæ, fundið
konu sem er tiltölulega grönn og
gert hana að kynbombu með því
að nota réttan farða, rétta hár-
greiðslu, góðan ljósmyndara - og
tölvuvinnslu. Konur sem eru ekk-
ert síðri en þær sem við sjáum á
myndunum og líður illa yfir eigin
útliti ættu að átta sig á því að
þetta er allt blekking sem byggð
er á tölvutækni. Þetta eru tækni-
brellur.
Fegurðarsamkeppnir eru
fyrirtæki sem vilja græða
En nú eru þessar stúlkur að
vinna sér inn háar fjárhæðir.
„Sumar, já, en það eru aðeins
örfáar sem ná þvi að verða
svokölluð „súpermódel“ og verða
virkilega ríkar á þessu og þeim er
auðvitað hampað og mikið látið
með ríkidæmi þeirra til að tæla
fleiri til starfa. En þetta er dýrt
starf. Stúlkurnar þurfa að lifa
hátt og klæða sig dýrt. Það sem
mér finnst skelfilegast er að ég
hef séð konur, sem dreymdi um
að verða módel en tókst það ekki,
byrja að ýta barnungum dætrum
sínum út i þetta. Þær gera sér
ekkert grein fyrir því hvað þessi
heimur er ógeðfelldur og eyði-
leggjandi."
En er þetta nú enn þá ekki sak-
laust hér heima?
„Nei, vegna þess að markmiðin
eru þau sömu og annars staðar.
Hér eru til dæmis reknir módel-
skólar og þeir eru reknir eins og
hvert annað fyrirtæki. Þar er
ekki verið að þjálfa stelpur sem
eiga möguleika á að verða módel
heldur er fýrst og fremst hugsað
um að fá sem flestar stelpur til að
fjármagna fyrirtækið. Þetta eru
dýr námskeið og stelpurnar verða
sjálfar að borga fyrir þau, jafnvel
þótt ljóst sé að þær eigi enga
möguleika, hvorki hér heima né
erlendis. Það er ekki verið að
leita að módelum, heldur leiðum
til að reka fyrirtæki.
Það sama má segja um fegurð-
arsamkeppnir hér. Þegar ég vann
við að farða þátttakendur sá ég
um leið og þær settust í stólinn
hjá mér að þær áttu enga mögu-
leika. Þær sáu það sumar sjálfar
og töluðu um það en þeir sem
standa að keppninni heilaþvo þær
á því að þær séu flottar og eigi
alla möguleika, til þess að þeir
geti haldið áfram að nota þær á
þessum tímapunkti. Fegurðar-
samkeppnir hér og annars staðar
eru bara fyrirtæki sem vilja
græða...
Eða, hvað hafa stelpurnar sem
hafa tekið þátt i þeim fengið út úr
þessu? Halda forráðamenn keppn-
innar áfram að segja þeim að þær
séu flottar eftir að keppni er lok-
ið? Sitja þær ekki bara uppi með
það að þær hafi tapað í keppninni
og hafi í rauninni aldrei verið
flott£ir?“
Hvað finnst þér vera flott kona?
„Kona sem þorir að koma fram
fyrir aðra eins og hún er, ómáluð,
með öll sín svipbrigði en getur
líka komið fram vel förðuð og vel
klædd þegar svo ber undir. Kona
sem ekki er of upptekin af útliti
sínu. Til dæmis kona eins og Isa-
bella Rossellini sem þorir að leika
ófríðar konur í kvikmyndum þótt
hún birtist í snyrtivöruauglýsing-
um sem hrein fegurðargyðja."
-sús
. London
með Heimsferðum
og tryggðu þér
afslátt fyrir manninn
Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg
viðbrögð og afsláttarsætin 300 seldust strax upp.
Nú bætum við 300 viðbótarsætum við þar sem
þú getur tryggt þér ferðina til London á hreint
frábæmm kjörum. Heimsferðir kynna nú fimmta
árið í röð beint leiguflug sitt til London, þessarar
vinsælustu höfuðborgar Evrópu. Aldrei fyrr
höfum við boðið jafn hagstætt verð og nú
kynnum við glæsilegt úrval hótela í hjarta
borgarinnar.
Gildir í ferðir frá mánudegi til
fimmtudags ef bókað fyrir 20. ágúst.
Glœsilegt höteli hjgrta London á frábœru véröi
Glœsileg ný hótel í boði
Charing Cross hótelið.
Flugsæti til London
Kr. 16.990.-
Flugsœti fyrir fullorðinn með
sköttum.F'erð frá mánudegi til
fimmtudags, efbókað fyrir
20.ágúst.
Flug og hótel í þrjár nætur
Kr. 24.990.-
Ferðfrá mánudegi til
fimmtudags, efbókaðfyrir
20.ágúst, Bayswater Inn.
Flug og hótel í 4 nætur,
helgarferð
Kr. 33.590.-
Ferð fráfimmtudegi til mánudag,
Bayswater Inn hótelið.
íslenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja þér
örugga þjónustu í
heimsborginni
Flug alla
fimmtudaga og
mánudaga íoktóber
og nóvember
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600