Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 11
DV LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
11
Jarðgöng og Jagger
„Hægðu á þér, maður,“ æpti
blaðamaðurinn á ljósmyndarann
þar sem þeir óku á methraða í
gegnum vestfirsku jarðgöngin á
Toyota turbo. Þeir voru á hraða
sem ekki hefði fallið í kramið hjá
sýslumanni þeirra ísfirðinga en
ástæða þess hversu hratt miðaði
var sú að sjálfur Mick Jagger hafði
dúkkað upp handan fjallsins og vit-
að var að hann myndi leggja á
flótta um leið og hann svo mikið
sem fyndi lykt af ljósmyndara eða
blaðamanni. Blaðamaðurinn var
hundkunnugur vestur á fjörðum
en ljósmyndarinn hafði aOan sinn
langa aldur haldið sig við Reykja-
vík og þá helst miðsvæðis. Þeir
höfðu farið um þriðjung ganganna
án teljanlegra skakkafalla þó annar
hliðarspegillinn hefði lent utan í
gangaveggnum með slæmum af-
leiðingum. Hinn vestfirski blaða-
snápur rak miskunnarlaust á eftir
ljósmyndaranum. „Hraðar, hraðar.
Ætlarðu að missa af Jagger," sagði
hann og lamdi létt í mælaborðið til
að ná upp svipaðri stemningu og
gerist í kappróðri þar sem stýri-
maður gefur frá sér ákveðin hljóð
og lemur með krepptum hnefa í
borðstokkinn til að hvetja sína
menn. í aftursæti bifreiðarinnar
sat eiginkona ljósmyndarans sem
var ýmsu vön eftir ótal fréttaferðir
með manni sínum frá því um miðja
öldina. Niðurbældar stunur henn-
ar í húmi jarðganganna náðu ekki
að trufla áform þeirra sem framar
sátu í bílnum. „Er ekki allt í lagi?“
kallaði ljósmyndarinn aftur í til
konu sinnar og með herkjum kom
svarið. „Jú, jú, við erum búin að
koma upp öllum börnunum okk-
ar.“
I sporum Díönu
Jarðgöngin eru einbreið en með
útskotum til að þeir sem á móti
koma geti vikið. Þegar nálin á
hraðamælinum sýndi tölu sem
ekki má koma á prenti birtust
skyndilega bílljós skammt undan.
Blaðamaðurinn sem fram að því
hafði hvatt hinn óspart til að slá í
klárinn fraus sem snöggvast. Um
huga hans flugu lýsingar á þeim
hryllingsatburði þegar Díana
og Dodi enduðu líf sitt í
jarðgöngum. Þar sem
bílljósin nálguðust með
ógnarhraða fannst hon-
um sem hann væri í
miðri mannkynssög-
unni og gott ef ekki sjálf-
ur Dodi. Jagger gleymd-
ist og eitt andartak
fannst blaðamannin-
um sem hann væri
sjálfur með nokkra
papparazzía á hæl-
unum á flótta undan
pressunni. Hann
hrökk upp úr þessum
hugsunum enda ekki Díana
sem-sat við hlið hans heldur
frekar geðþekkur ljósmynd-
ari sem á tyllistundum hafði
að vísu verið líkt við hina
erlendu kollega sem stund-
uðu þá iðju að elta fræga
fólkið og mynda. Þá lá fyrir
að þrátt fyrir þokka hans
hafði Díana vinninginn,
auk þess að vera af öðru
kyni. Þar sem ofsahræðsl-
unni linnti og rökrétt
hugsun fékk yfirhöndina
bað hann ljósmyndar-
ann að hægja á sér
áður en illa færi:
„Hvað er þetta, ertu
aldrei ánægður?"
urraði bílstjórinn
sem var i ham. „Þú
verður að gera það
upp við þig hvort ég
á að fara hraðar eða
stoppa," bætti hann
við þar sem hann stóð
bremsuna i botni með tilheyrandi
ískri í miðjum Vestfjarðagöngun-
um.
í sömu svifum mátti merkja hvar
hinn aðvífandi ógnvaldur jarðgang-
anna skaust inn í útskot og Toyotan
tók aftur flugið undir hvatningu far-
þegans í framsætinu.
„Helvíti er dimmt í göngunum.
Þeir tíma ekki að lýsa þau upp,“
sagði ökumaðurinn við farþegann
þar sem hann fékk mælt eftir at-
burðinn. Hinn var ekki sammála
þessu mati ljósmyndarans og taldi
lýsinguna vera með miklum ágæt-
um svo sem Vestfirðinga væri von
og vísa. í fjórðungnum væru menn
þekktir fyrir allt annað en að spara
ljós og hita eins og sjá mætti af hita-
reikningum fólks sem gjarnan væru
hærri en matarreikningarnir. Hann
leit á bílstjórann, samstarfsmann
sinn, og spurði hvort ekki væri ráð
hjá honum að taka af sér sólgleraug-
un þarna inni i fjallinu. „Nú, hvur
fjandinn," sagði ljósmyndarinn af
bragði og þreif þau af sér í sömu
svifum og bifreiðin rann út um
gangamunnann Ísafjarðarmegin og
vestfirskt sólskin hellti geislum sín-
um yfir ferðafólkið. Bíllinn tók smá-
sveiflu yfir á rangan vegarhelming
á meðan ökumaðurinn bjástraði við
að koma á sig sólgleraugunum aftur
en síðan var brunað, réttum megin,
í áttina að miðbæ ísafjarðarkaup-
staðar.
Bærinn í uppnámi
Bærinn var í uppnámi og algjört
fjölmiðlafár ríkti. íbúarnir þvæld-
ust hver um annan þveran í mið-
bænum í leit að hinum eina sanna
Jagger sem virtist týndur og tröll-
um
V
Laugardagspistill
Reynir Traustason
gefinn eftir að hafa valdið taugaá-
falli hjá nokkrum íbúum sem
skyndilega höfðu mætt sjálfu goð-
inu á heimavelli. Félagarnir
spurðu nokkra vegfarendur um
ferðir Jaggers en enginn vissi neitt
nema það eitt að hann hefði hjólað
í burtu. Sjá mátti hvar sjónvarps-
menn voru að taka viðtal við út-
varpsmann sem átt
hafði viðtal við 'SsEá
Jagger. Sá
lýsti því
með
and-
köfum hvernig hann hefði borið
hljóðnemann upp að andliti hins
heimsþekkta söngvara sem hefði
hindrunarlaust tekið til máls.
Hinn heimsþekkti munnur hans,
sem jafnframt var vörumerki
Stones, hafði opnast upp á gátt og
út streymt meiri vísdómur en
Vestfirðingar áttu að venjast. Það
var sama hvar borið var niður í
höfuðstað Vestfjarða, enginn vissi
hvað hefði orðið af Rollingnum.
Félagarnir sammæltust um að aka
niður að höfn í þeirri von að þar
væri Jagger að finna í lífæð staðar-
ins. Þar bar vel í veiði og söngvar-
inn stóð eins og hver annar triflu-
karl á kajanum og virtist vera að
athuga með sjóveður. Hann brosti
út að eyrum þegar Toyotan stöðv-
aðist við hlið hans og útsendaram-
ir birtust. Tónleikana á íslandi
sem aflýst var sagði hann aðeins
hafa verið á umræðustigi en ekki
hefði verið tekin ákvörðun. Hon-
um fannst mikið til þess koma að
hálf íslenska þjóðin hefði beðið
þess í ofvæni að Rolling Stones
spiluðu í Sundahöfn. „Er það
virkilega? Trúðuð þið því að við
kæmum?“ spurði hann á móti og
var greinilega að forðast að gefa yf-
irlýsingar um hið ofúrviðkvæma
mál sem næstum því hafði valdið
þjóðarsorg. Heimamenn og ferða-
fólk þyrptust nú að söngvaranum í
mikilli geðhræringu, raulandi
Stoneslög. Jagger tók þessu
með miklu jafnaðargeði þrátt
fyrir að vera í erfiðu skiln-
aðarmáli við Jerry Hall og
faðmaði þá sem vildu
faðma hann á annað borð.
„Sorry about Jerry,“
sagði miðaldra kona og
horfði djúpt í augu
hans án þess að upp-
skera svo sem sáð var.
Önnur faðmaði hann
og stundi í sífellu:
„You can’t always
get what you want.“
Hin þriðja raulaði í
eyra söngvarans 1
can get no satisfaction
en ekki var að sjá að
söngvarinn hygðist
bregðast sérstak-
lega við þeirri
krísu.
Popp-
goðið svaraði spurningum DV-
manna, sem lagt höfðu á sig
háskafor um jarðgöng og fjallvegi,
um það hvenær restin af hljóm-
sveitinni kæmi.
„Ég veit það ekki? Ætli við
komum ekki á næstu hljómleika-
ferð,“ sagði hinn kjaftstóri stór-
söngvari hinnar einu sönnu Roll-
ing Stones og hló svo hátt að við
lá að undir tæki í vestfirskum
fjöllum og hvarf síðan um borð í
léttabát sem flutti hann um borð í
snekkju á Pollinum.
Enn í háska
V
Bærinn var í uppnámi og algjort fjolmiðlafar rikti
Jagger brosti út að eyrum og faðmaði þá
sem á annað borð vildu faðma hann.
DV-mynd Sveinn
Það var afslappað andrúmsloftið
í Toyotunni á heimleiðinni. Ekið
var á löglegum hraða eftir Skutuls-
fjarðarbrautinni þar sem Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumaður ís-
firðinga, sem átti að baki tugi tón-
leika með Rolling Stones og hafði
nú loksins hitt sjálfan höfuðpaur-
inn að máli, stóð og horfði á
snekkju Jaggers en gaf sér samt
tíma til að heilsa tiðindamönnum
DV með heiðurskveðju. Ekið var á
jöfnum og löglegum hraða inn í
jarðgöngin sem voru tvíbreið. Ljós-
myndarinn kippti af sér sólgleraug-
unum um leið og komið var inn í
fjallið og leit hróðugur á samstarfs-
manninn. „Maður lærir af reynsl-
unni,“ sagði hann og brosti út und-
ir eyru. Þar sem komið var inn að
miðju ganganna þrengdust þau og
við tóku útskot. Á undan Toyot-
unni voru fjórir bilar á vesturleiö
og þar sem fyrsta útskotið var að
baki byrjaði ljósmyndarinn að
rausa.
„Hvers konar aksturslag er þetta
á þeirn," sagði hann og leit á hraða-
mælinn sem sýndi 40 kílómetra
hraða þar sem 60 kílómetrar voru
leyfilegur hámarkshraði. „Hættu-
legustu ökumennirnir eru þeir sem
aka langt undir hámarkshraða.
Það stafar af þeim stórhætta,"
sagði hann með nokkrum þjósti en
í sömu svifum gáfu allir fjórir bíl-
arnir stefnuljós til hægri og hurfu
inn í útskot einn af öðrum.
„Helvíti eru þeir almennilegir,"
sagði ljósmyndarinn og gaf allt í
botn og fór fram úr lestinni áður
en heimamaðurinn náði að mót-
mæla og benda honum á að þeir
sem væru á vesturleið ættu að
víkja í einbreiðum göngunum.
Toyotan var komin á gott skrið
þegar farþeginn stundi upp að það
væri bíll á móti og sá ætti réttinn.
Þar sem ljósin nálguðust óðfluga
tók sig upp gamla tilfinningin frá
því fyrr um daginn og farþeganum
fannst hann enn vera í sporum
Dodi og Díönu í jarðgöngunum í
París. Toyotan var þanin til hins
ýtrasta og þar sem hún skaust inn
í næsta útskot í sömu svifum og
hinn þeyttist framhjá leit bíl-
stjórinn á skjálfandi farþeg-
ann: „Ertu svona bíl-
hræddur. Þetta er aflt
undir kontról og að-
eins spuming um að
víkja á réttum
tíma.“