Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
föygarðshornið
Gunnar Gunnarsson var einn af
stóru höfundunum sem við áttum
á öldinni. Fjallkirkjan ætti að vera
jafnsjálfsögð lesning og helstu
verk Þórbergs og Laxness. Eða
Svartfugl: þetta glæsilega verk um
glæp og sekt og ástríður i þrengsl-
um og víðáttum íslands. Sú bók
ætti líka að vera lesið í öllum skól-
um landsins. Og þannig mætti
áfram telja. Gunnar var sérkenni-
legur höfundur sem samdi stórar
skáldsögur sem ættu að vera mik-
ilvægar lesandi íslendingum til
skilnings á hlutskipti sínu.
En hann virðist samt ekki vera
almennt mikið lesinn.
* * *
Það lesa hann alls ekki allir.
Hvað veldur? Einhverjir kynnu
halda því fram að það sé vegna þess
að Gunnar hafi ekki verið í náðinni
hjá „kommúnistum" eða „menning-
armafíunni" eða ekki verið aðili að
einhverju slíku samsæri um völdin
í íslensku menningarlífi en það
væri fávísleg skýring: einn helsti
aðdáandi verka hans var sjálfur
Kristinn E. Andrésson og helsti
þýðandi hans var Halldór Laxness.
Sjálfur var Gunnar á efri árum
þessi borgaralegi og öfgalausi frí-
þenkjari sem stundum hefur svo
sárlega virst vanta í íslenska menn-
ingarumræðu - einarður baráttu-
maður málfrelsis og annarra borg-
aralegra gilda að hætti evrópskra
menntamanna, og þar með fremur
liðsmaður vinstri manna en hægri
manna í mörgum álitamálum. En
hann átti sér fortíð í pólitískum
efnum sem var staðfastlega þagað
um en því meira skrafað um.
Og smám saman hefur þögnin
fengið að breiðast út, og yfir nafn
hans - og verk.
* * *
Arthúr Björgvin Bollason var
einn þeirra sem reyndi að rjúfa
þessa þögn. Hann ritaði ágæta bók
um dálæti nasista á norrænum
arfi, Ljóshærða villidýrið, og skoð-
aði þar meðal annars hlut Gunn-
ars í því. Ekki virtust niðurstöður
Arthúrs Björgvins benda til ann-
ars en að Gunnar hafi fallið í þá
gildru að láta vonda menn dilla sér
um of. Gunnar var á sínum tíma
vinsæll og virtur höfundur í Dan-
mörku og i Þýskalandi áttu bækur
hans stóran markað. Eins og títt er
um íslenska höfunda var hann
haldinn þeim misskilningi að gildi
hans sem höfundar væri undir
gengi hans á erlendri grund komið
og sú trú hans virðist hafa leitt
hann í vondan félagsskap - þar á
meðal gekk hann á fund Hitlers
eins og Arthúr Björgvin dró fram í
Þjóðlífi, en mátti ekki segja frá.
Fyrir utan afar vandaða grein
Sveins Skorra Höskuldssonar í
Tímariti Máls og menningar
4:1988, Gegn straumi aldar, hefúr
þó lítið verið rætt um hugmyndir
Gunnars á þessum árum í pólitík,
en þó virðist bændarómantík hans
og andúð á stórborgarmenningu
að hætti Hamsuns samfara trú á
eitthvert sérstakt hlutverk norður-
landa í heiminum hafa orðið til
þess að hann fann eitthvað við sitt
hæfi í glamri nasista.
Gunnar var ekki nasisti, ekki
glæpamaður, ekki samsekur þeim,
enginn ber honum það á brýn Og
samskipti hans við þetta hyski
eiga ekki að vera feimnismál og
umlukin þögn - heldur er þetta
heillandi rannsóknarefni, íslensk-
ur bóndasonur sem verður frægur
rithöfundur „úti í hinum stóra
heimi“ og hvemig sá heimur leik-
ur hann. En þögnin kringum nafn
Gunnars er slík að þeir menn sem
sitja í stjórn Skriðuklausturs, og
eiga að hafa umsjón með hinni
stórbrotnu þjóðargjöf Gunnars og
Fransisku konu hans - þeir þekkja
ekki þessa umræðu. Þeir þekkja
ekki bók Arthúrs Björgvins, og
þegar þeir loks hafa spurnir af
henni þá hugkvæmist þeim ekki
að lesa þá
bók, heldur
taka það trú-
anlegt að hún
geymi róg og
níð um skáld-
ið, og virðast
þar með fall-
ast á að Arth-
úr Björgvin
hafi einkum
þá köllun í líf-
inu að sverta
nafn Gunnars
Gunnarsson-
ar, og leggi í
því skyni á
sig að flytja
sig og fjöl-
skyldu sína
austur í Fljótsdal.
* * *
Oft heyrir maður landsbyggðar-
fólk segja að leiðin þyki stutt til
Reykjavíkur en löng út á land. Vandi
hinna litlu samfélaga víða um land
er vissulega fólginn í því að þaðan
fer fleira gott fólk en þangað kemur
Guðmundur Andri Thorsson
- þar munar um hvern og einn. Án
þess að varpað sé rýrð á nýráðinn
umsjónar-
mann
Skriðuklaust-
urs - eða aðra
ágæta um-
sækjendur
um starfann -
þá er það ekki
vafamál að
koma Arthúrs
Björgvins og
fjölskyldu
hans í Fljóts-
dal hefði orð-
ið mikil lyfti-
stöng öllu
menningarlífi
á Austur-
landi. Og af-
komendum
Gunnars hefði það mátt vera svolítið
umhugsunarefni að maður sem
rannsakað hefur sérstaklega sam-
skipti Gunnars Gunnarssonar við
nasista skuli sækjast eftir starfi við
stofnun sem ætti að hafa það að
markmiði að halda nafni skáldsins á
lofti fremur en að láta það nafn vera
umlukið þögn og gleymsku.
„En þögnin kringum
nafn Gunnars er slík aö
þeir menn sem sitja í
stjórn Skriðuklausturs,
og eiga aö hafa limsjón
meö hinni stórbrotnu
þjóöargjöf Gunnars og
Fransisku konu hans -
þeir þekkja ekki þessa
umrœöu. “
flagur í lífi
' k
Bergþór Pálsson söngvari segir frá frumsýningardegi í lífi sínu:
Bergþór Pálsson, söngvari og leikari, hefur fengið frábæra dóma fyrir söng sinn og leik í
S.O.S.-kabarett í Loftkastalanum. En á frumsýningardaginn gerði Bergþór ýmislegt fieira
en að slá í gegn á leiksviðinu.
Laugardagurinn
7. ágúst. Frumsýn-
ingardagur á S.O.S.-
kabarett. Ég vakn-
aði kl. 7.00, einn
heima og fann fyrir
litla fiðrildinu í
maganum, þessari
skemmtilegu
blöndu af tilhlökk-
un og væntingum.
Kannski er þetta
viðfelldna fiðrildi
merki um að ég hafi
varðveitt barnið í
sjáifum mér. Eftir
óteljandi frumsýn-
ingar er ég enn þá
eins og bam sem
bíður eftir jólunum,
þegar sjálfur dagur-
inn rennur upp. Til
að létta mér biðina
hef ég einsett mér
að hafa alla hluti
eins og venjulega en
það þýðir í raun að
ég sé eins og útspýtt
hundskinn allan
daginn og það tókst bara bærilega
í þetta skiptið. Ég skellti mér í
sturtu, rakaði mig og steig síðan á
vigtina því að ég vigta ekki skegg-
ið með. Deginum var bjargað,
loksins hafði saxast svo á
jólasteikina að sætur sigur í þeim
bardaga var í augsýn! Ég hjólaði
til mömmu og pabba í morgun-
kaffi. Kl. 10.00 var ég svo kominn
upp í Bústaðakirkju til að æfa
með Guðna organista (eöa organ-
isma eins gárungarnir segja). Við
Guðni þurftum að æfa þrjú lög,
svo það fór heilmikill tími í spek-
úlasjónir, þ.e. að ákveða formið,
tóntegundaskipti, styrkleikabreyt-
ingar o.s.frv.
Eldað fyrir mömmu og
pabba
í hádeginu fékk ég mér skyr,
ávöxt og kaffi. Þennan matseðil
gæti ég haft í öll mál, svo ljúffeng-
ur, seðjandi og heilnæmur sem
hann er og ekki arða af harðri fitu
í honum en það gerir hann vissu-
lega enn þá lystugri eftir fertugt!
Þá skaust ég upp í Skíðaskála til
að syngja við brúðkaup þeirra
Halldóru og Ómars Arnar og
skírn barnsins þeirra. Umferðin
var þung og bílstjórinn á brúðar-
bílnum þorði auðvitað ekki að
taka nokkum séns með svo dýran
farm innanborðs svo að klukkan
var orðin 15 mínútur gengin í tvö,
þegar Jónas ritstjóri leiddi dóttur
sína upp að altarinu sem hafði
verið útbúið í salnum. Allt stress
fauk út í veður og vind og ég
hreifst af þessari stóru stund í lííi
þeirra. Varla er hægt að hugsa sér
ánægjulegri vinnu en að syngja
við brúðkaup þar sem allir eru
svo finir, glaðir og staðráðnir í að
uppfylla fogur fyrirheit. Eftir at-
höfnina þaut ég heim til að
hringja nokkur símtöl og gera
laugardagshreingerningu. Síminn
hringdi viðstöðulaust og á meðan
setti ég í þvottavélina og renndi
moppunni yfir gólfin en ákvað að
láta bíða að þurrka af „vegna
anna“, hehe...
Enn fór ég til mömmu og pabba
til að elda stóra, prótínríka frum-
sýningarmáltíð, „recette du ba-
eckeofe“, sem ég keypti einhvem
tíma á póstkorti í Elsass. Það er í
raun vatnssnauð kjötsúpa í ofni
með heilum lauk og alls kyns
grænmeti. Ég lagaði uppskriftina
að minni tilfinningu, eins og
stundum oftar, skar t.d. í kartöfl-
urnar og setti timian-haug ofan á
þær.
150% einbeiting
Eftir máltíðina fór ég aftur upp
í Bústaðakirkju kl. 6 til að syngja
við brúðkaup þeirra Þórðar -og
Sesselju. Aftur hreifst ég af falleg-
um brúðhjónum og í hjarta mínu
óskaði ég þeim gæfu og staðfestu í
áformum sínum. Jæja, þá var
kominn tími til að setja í hæsta
gír, hendast í Loftkastalann, búa
sig, lesa yfir handritið og hita upp
með hljómsveitinni og meðleikur-
unum. Svo verður einbeitingin að
vera 150% þangað til allt er af
staðið. Gleðin sem skein út úr
andlitunum í salnum og undir-
tektirnar bentu til þess að okkur
hefði tekist ætlunarverkið, að búa
til fjöruga og létt leikandi sýningu
þar sem öll fjölskyldan gæti
skemmt sér við áhyggjulausa
fimmaurabrandara og glæsilega
músík. Við vorum því ægiglöð að
sýningu lokinni, foðmuðumst og
elskuðum heiminn, skunduðum
svo öll upp á Sólon þar sem ég
hitti margt áhugavert og viðræðu-
gott fólk. Ég lagðist því sæll og
glaður á koddann að aíloknum
enn einum viðburðaríkum degi og
þakkaði guði fyrir að fá að vera
til.