Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 20
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
JAPISS
Heppinn áskrifandi fær SONY
heimabíó frá Japis sem er:
6 hátalarar
og auk þess:
14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn
og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára.
Dregið 20. ágúst
Vikulega verður dreginn
út áskrifandi sem fær
kr. 30.000 í vöruúttekt að
eigin vali í Útilífi.
Heildarverðmæti vinninga er
700.000 kr.
29" 100 riða sjónvarp
sviðsljós
Níels Ragnar Björnsson með þann stóra.
Sonarsonurinn
jafnaði met afans
- veiddi 22 punda hæng í Flókadalsá
„Ég hef veitt í þessari á síðan ég
var sex ára. Það hefur tekið mig 30
ár að fá þann stóra en það tók afa
minn 60 ár að fá sinn stærsta lax
sem þá var sá stærsti sem vitað var
um að veiðst hefði í ánni.“
Það hefur verið reytingsveiði í
Flókadalsá undanfarið - komnir á
land um 20 laxar og talsvert af
bleikju. Þá hefur fengist dálitið af
urriða í Hópsvatni og þeir vænstu
hafa verið níu punda þungir.
Flókadalsáin hefur verið æði
brokkgeng hvað laxveiði snertir
undanfarin ár. Mest hefnr áin gefið
um 130 laxa en veiðin hefur líka al-
veg farið niður í 10 laxa yflr sumar-
ið. -ÖÞ
Fjölmargir krakkar fengu að fara á bak í tilefni afmælisins, 7. ágúst
Ólafsfjörður:
Hátíð hjá Gnýfara
- þegar hestamannafálagið varð 30 ára
Síðar um daginn var farið í sam-
eiginlegan útreiðartúr fram að
Hringveri, sem er lítið félagsheimili
i sveitinni. Um kvöldið var slegið
upp grillveislu, kveikt í bálkesti og
fjölmargir gestir tóku þátt í glensi
með hestamönnum í Tuggunni, fé-
lagsheimili hestamanna.
Núverandi formaður Gnýfara er
Ásgrímur Pálmason.
-HJ
DV, Ólafsfirði:________________________
Hestamannafélagið Gnýfari í
Ólafsflrði heldur upp á 30 ára af-
mælið sitt um þessar mundir. Af
því tilefni var mikið um dýrðir hjá
félaginu 7. ágúst. Hestamenn byrj-
uðu daginn á því að bjóða bömum í
heimsókn og fengu allir sem vildu
að fara á hestbak innan girðingar i
fylgd reyndra manna.
DV, Hjótum:______________________
Það hafa ekki oft veiðst stórlaxar
yflr 20 pund í Flókadalsá í Fljótum
en um verslunarmannáhelgina
veiddist þar einn slíkur - 22ja
punda hængur. Aðeins einu sinni
áður hefur veiðst svona vænn fisk-
ur á stöng úr ánni. Það var árið 1996
en þá fékk Níels Hermannsson 22ja
punda lax. Nú var það hins vegar
sonarsonur hans, Níels Ragnar
Bjömsson, sem landaði þeim stóra.
Níels Ragnar sagði í samtali við
fréttamann að hann hefði sett í lax-
inn í svokölluðum Merkjahyl og
baráttan við að landa honum hefði
tekið 25 mínútur.