Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Page 27
27 U"V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 Húsbóndahollusta og vinnusemi Vladímírs Pútíns fleytti honum á toppinn: Grái kardínálinn - skrifborðsþrællinn sem varð forsætisráðherra Skjótur og óvæntur frami Vla- dímírs Pútíns, nánast óþekkts yfir- manns úr rússnesku leyniþjónust- unni, kom heiminum i opna skjöldu síðasta mánudag. Þá skipaði Boris Jeltsín, forseti Rússlands, Pútín sjötta forsætisráð- herra Rússlands á síðustu 18 mánuð- um og tilkynnti um leið að KGB- maðurinn fyrrver- andi væri sá sem hann treysti best til að verða eftir- maður sinn á for- setastóli. Pútín tók af all- an vafa um það að hann ætlaði sér í framboð til forseta og um nýja embættið sagði hann einfaldlega, á sinn stuttorða og þungbúna hátt: „Mér var gert tilboð og ég þáði það.“ Heimurinn klóraði sér í hausn- um: Hver er þessi maður? Pútín fæddist 7. október árið 1952 í Leníngrad, eða Sankti Pétursborg, og er því 46 ára að aldri. Hann nam lög í heimaborg sinni og útskrifað- ist 1975 en hvarf þá til starfa í leynilögreglunni KGB. Frá 1975 til 1984 var hann óbreytt- ur skrifborðsþræll í innanlands- deild KGB en var svo sendur til Dresden, þá í Austur-Þýskalandi, sem njósnari. Þar starfaði hann næstu sex árin, allt fram að falli Berlinarmúrsins. Skiptar skoðanir Lítið er vitað um störf Pútíns fyr- ir KGB en ljóst er að þar var hann langt frá því að komast til æðstu metorða og gegndi stöðu undirof- ursta þegar hann hætti. Heimildir innan KGB herma að hann hafi að- eins verið einn af hundruðum venjulegra útsendara og jafngilt „núlli og nixi“ innan stofnunarinn- ar. Hins vegar bera gagnnjósnadeild- ir vestrænna ríkja, sem fylgdust með Pútín frá 1984, honum allt aðra og betri sögu. Skýrslur þeirra segja hann hæfileikaríkan á mörgum sviðum, snjallan skipuleggjanda með skarpan huga og gæddan frá- bærum stjómunarhæfileikum. Pútín hefur ávallt forðast að ræða um þennan hluta starfsferils síns en viðurkennir þó að hann tali þýsku reiprennandi. Grái kardínálinn Árið 1990 lauk kalda stríðinu og því varð Pútín að finna sér störf á öðrum vettvangi. Hann hélt aftur til Sankti 'Pétursborgar og hóf afskipti af rússneskum stjórnmálum sama ár sem aðstoðarmaður Anatólýs Sobtsjín borgarstjóra. Þar vann hann á bak við tjöldin í skugga yfirmanns síns en stóð sig svo vel að hann varð fljótlega ómissandi í rekstri borgarinnar. Fyrir samviskusemi, húsbóndaholl- ustu og lítt áberandi störf sín fékk hann viðurnefnið grái kardínálinn, sem loðað hefur viö hann síðan, og tók fyrsta skrefið á framabrautinn er hann varð aðstoðarborgarstjóri árið 1994. Sífellt valdameiri Tveimur árum siðar, árið 1996 eft- ir kosningaósigur Sobchaks, flutti Pútín sig til stóru strákanna i Kreml og hóf að feta sig upp valda- stigann þar. Talið er að flutningur hans til Moskvu og stöðuhækkunin hafi verið runninn undan lifjum Anatoly Chubais, höfundar hinnar umdeildu einkavæðingaráætlunar Rússlands, sem einnig er frá Sankti- Pétursborg. Pútín gegndi hinum ýmsu emb- ættum fyrir ríkisstjórnina, og varð sífellt valdameiri. Meðal annars var honum falið að sjá um samskipti hinna 89 sam- bandsríkja Rúss- lands og fékk í því embætti orð á sig fyrir að vera harð- ur sameiningar- sinni, þ.e. þjóðern- issinnaður að því marki að hann barðist gegn því að völd leiðtoga ríkja í sjálfstæðishugleiðingum væru aukin. í júlí á síðasta ári varð Pútín yfir- maður ríkisöryggisþjónustunnar, eins arftaka KGB, og í mars á þessu ári einnig ritari hins ráðgefandi Ör- yggisráðs en sú tilnefning var talin staðfesta aðdáun Jeltsíns á hollustu og þögulli hæfni Pútíns. Afturhaldssinni atast í umhverfissinnum Frjálslyndir í leynilögreglunni fógnuðu hinum gamla félaga þó ekki nema meö hálfum huga þar sem litið var á hann sem afturhalds- sinna. Störf hans hjá leynilögreglunni voru upp og ofan og að margra mati ollu þau vonbrigðum. Óneitanlega mistókst Pútín að takast á við og leysa mörg mikilvæg mál en kaus í staðinn að eyða miklum tíma og peningum í að atast í umhverfis- verndarsinnum og þeim sem sö- kuðu stjórnvöld um umhverfi- sspjöll. Pútín álitur meira að segja að er- lendar leyniþjónustur séu á bak við starf margra umhverfisvemdarsam- taka og hefur notað þá skoðun sína sem átyllu til að gera þeim lífið leitt. Stóra hnossið Pútín fór fyrir leyniþjónustunni allt þangað til stóra hnossið féll hon- um í skaut fyrir tæpri viku og sjá má að frami þessa þögulla og þurra manns hefur verið með ólíkindum síðasta áratuginn, allt frá því að vera undirtylla í borgarstjórn heimaborgar sinnar til þess að verða forsætisráðherra og hugsan- lega einhvem tímann forseti, æðsti maður ríkisins. Ráðning Pútíns og brottrekstur Stepasjíns er ekki talinn liður í efnahagsaðgerðum eins og flestar hrókeringar Jeltsíns á valdamönn- um hafa verið hingað til heldur er fyrst og fremst talið að Jeltsín sé að tryggja sér hollan og hlýðinn eftir- mann. Einnig hefur vakið athygli að Pútín er þriðji forsætisráðherrann í röð sem kemur úr röðum leynilög- reglunnar - hver sem ástæðan fyrir því er. Arftaki Jeltsíns? Jeltsín hefur ekki áður talað svo skýrt um hvern hann vilji helst fá sem eftirmann sinn þó svo hann hafi ýjað að hinum og þessum nöfn- um í gegn um tíðina. En reynslan hefur sýnt að Jeltsin er maður óþol- inmóður og fallið getur komið jafn- snögglega og framinn fyrir forsætis- ráðherra hans. Takist Pútín að halda stuðningi hans mun það reynast honum gífur- lega dýrmætt í forsetaslagnum þar sem hann mun sennilega berjast gegn Júrí Lúsjkov, borgarstjóra Moskvu, og /eða Jevgeni Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra. Hin óvænta skipan Pútíns og brottrekstur Stepasjíns olli tafar- lausu gengisfalli rúblunnar og lækk- un á rússneskum hlutabréfum þang- að til áhættufjárfestingar hækkuöu þau aftur. Síðan hefur efnahagsá- standið verið nokkuð stöðugt en mörg lönd hafa einmitt lýst þvi yfir að stöðugleiki í Rússlandi sé fyrir mestu og meðan svo sé séu út- og innáskiptingar Jeltsíns rússneskt innanríkismál. Viðbrögð sumra Moskvubúa voru öllu afdráttarlausari: „Viö hverju býstu af veikum for- seta og trúðaflokki hans,“ sagði rússnesk kona aðspurð um álit sitt á breytingunum. EHent fréttaljós Finnur Þór Vilhjálmsson Trúður eða töframaður? Hinn lúsiðni og þjóðholli Vladímír Pútín. Handklæði Ainerísk 645 kr. gæðahandklæði frá CANNON aii( Iklaði 40x70 sm 895 kr. I lauclkbiöi()7.\l.'50siii Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum Toyota Corolla 1999 ToyotaYaris 1999 Kia Grand Sportage 1999 Volkswagen Polo 1998 Toyota Corolla Wagon 1998 Mazda 323 1998 Land Rover Defender 1998 Nissan Terrano II 5SE 1998 Toyota Carina E 1997 Peugeot306 1997 Toyota Corolla XLi 1997 Volkswagen Golf 1996 Suzuki Baleno GL 1996 Nissan Primera Wagon 1995 Nissan Sunny Wagon 1994 Hyundai Pony 1994 Saab 9000 CS 1992 Nissan Primera SLX 1991 Suzuki GSX750F bifhjól 1990 Mitsubishi Lancer 1989 Chrysler LeBaron 1988 Daihatsu Charade 1988 Jeep Cherokee 1985 Mazda 626 1985 Bifreiðamar verða til sýnis mánudaginn 16. ágúst 1999 í Skipholti 35 (kjallara), frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 540 6000. aukaafslótt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.