Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 29
IjV LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 0/Á Af blöðum og blaðamönnum: Björn Bjarnarson og Björn Bjarnarson - Heimdallur 1884 og Alþýðlega fréttablaðið 1886 Saga íslenskra blaða og tímarita er býsna áhugaverð og fjölskrúðug miðað við fámenni þjóðarinnar og erfiðar samgöngur langt fram á þessa öld. Hinn margfróði Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrum útvarpsstjóri, gaf út ágæta og læsilega bók, Blöð og blaðamenn, 1773-1944, á vegum Al- menna bókafélagsins 1972. Um þessar mundir er svo Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og fyrr- um blaðamaður, að leggja lokahönd á ítarlega sögu fjölmiðlunar á Is- landi. Þá hefur Landsbókasafnið gefið út tvær skrár yfir blöð og tímarit á íslandi, sú fyrri nær yfir tímabilið 1773-1973 og hin síðari yfir timabilið 1974-1993. í helgarblaði DV á næstunni mun Sigurjón Jóhannsson segja frá ýmsum blöðum og tímaritum sem fáir kunna skil á, en eiga sér sér- kennilega eða athyglisverða sögu, oftast stutta. Um leið verður sagt frá ritstjórum blaðanna og hvaða spor þeir mótuðu síðar á ævi sinni. I dag verður tekin til umfjöllunar tilraun til útgáfu fréttablaðs og myndatímarits árin 1884 og 1885 og voru ritstjóramir alnafnar. Hverjir voru þessir bjartsýnismenn? Tólf tölublöð af Heimdalli Árið 1884 hóf göngu sína mánað- arblaðið og myndatímaritið Heimdallur, ritstjóri og eigandi Bjöm Bjamarson, þá orðinn lög- fræðingur og búsettur í Kaup- mannahöfn. Blaðið var liflegt með stórum myndum sem fengnar voru að láni hjá danska blaðinu Blustrer- et Tidende. I Heimdalli birtust kvæði og þýðingar á verkum margra stórskálda á Norðurlönd- um, enn fremur vom þar greinar um almenn málefni, s.s. kynning Valtýs Guðmundssonar, síðar al- þingismanns, á svifferjum sem hann taldi henta í stað venjulegra brúa á ýmsum stöðum á landinu. í kynningarorðum segir ritstjórinn: Við pólitík fæst Heimdallur alls ekki, og persónulegar meiðingar og skammir koma ekki í blaðið. í stuttu máli var Heimdallur hið eigulegasta rit, vel prentað og fal- lega um brotið. Myndimar vom mjög stórar á þeirra tíma mæli- kvarða og skýrar því þær vora skomar út eftir ljósmyndum (etsað- ar) eins og tíðkaðist á þeim tíma. Hannes Hafstein, síðar ráðherra, skrifaði mikið í blaðið, kvæði og laust mál, þar á meðal gamansög- una Brennivínshatturinn. Heimdallur hætti útkomu eftir 12 tölublöð, alls 192 bls. Bjöm kveður ekki lesendur sína, en ráða má af smáklausu í síðasta tölublaðinu að hann geti ekki meir, „því helmingur kaupenda blaðsins hefur enn ekki borgað það og ég þess vegna beðið 800 kr. skaða á því“. Hugmynda- og fram- kvæmdamaðurinn En Björn varð síðar lands- þekktur maður fyrir annað en blaðaútgáfu. Hann varð sýslu- maður í Dalasýslu 1891 og alþing- ismaður Dalamanna 1900-1908. Hann var einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúrugripasafnsins. Enn á ég eftir að nefna merkasta fram- lag Bjöms til íslenskrar menning- ar, en hann var frumkvöðull að stofnun Listasafns íslands. í júlí- hefti Heimdallar skrifar Björn greinina Söfh vor, og segir þar að það sé sómi fyrir landið að eiga góð söfn og sér hafi komið til hug- ar að stofna olíumyndasafn heima í Reykjavík. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur hófst handa við að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd og hafði sam- band við nokkra þekkta lista- menn á Norðurlöndum sem tóku flestir vel í það að gefa myndir til íslands sem átti ekkert listasafn. Það var málstað Bjöms mjög til framdráttar, segir Bera Nordal í grein um Bjöm og stofnun Lista- safns íslands, þegar Kristján IX og Lovísa krónprinsessa sýndu máli hans áhuga og gáfu til safns- ins fjögur verk sem eru fyrstu skráðu verkin í safnið. Þá gaf Thorvaldsensafnið í Kaupmanna- höfn 66 grafísk verk, sem gerð vora í Róm af styttum Bertels Thorvaldsens meðan hann var enn á lífi. Um aldamótin vom skráð í safnið 74 myndverk og 2 höggmyndir auk grafiskra verka. Mikil viðbót við upphaflegan stofn safnsins var dánargjöf Ed- valds J. Johnsens, læknis í Kaup- Alþýðlegt fréttablað. K>mur út 4 cuinudöíua (ut; fimtml « jflll ^ VerO: 3 kr.; »rtendú -í kr. BorjUt týrir Ift. jíill. Uppiðyn (*knfi)buBdin rið Annót,ðgiM. nemakvmin <é til fit*. f>7ir l.oktúber. A:<r.: t>in^ki.lw«tr»ti 15. Revkjarík 28. júli 1888. æiluOu «0 hjudtt þfti) ittn. Eu þ« VÍtUDJ VÚT p!|ð er nú koraiO a0 þeiaj titna. er eg allir, itð tleatir rit'n blöðin i umbúðir, tappa raiðnði við, til a0 bvrja „AlþL frbL- ef nægi- ...............>0nra en liúið er að lesa þnu. 1 letra niArgir kau|«:ndur hetðu tengizL En En — ekki skal standa á þvi — fcg er tús I nú liatn undittektirnur. einkum Jger í nA- að hroyía forralnasvo, aðblaOið sé tvibrotið, erennina, verið avn daufar, að það er cigi en uð <Wru leyti baldi sömu leturaiergð. — til að hugsa, að bvrja blaðið raeð avo fáam et' meiri hlati áskriíenda getur þess tucð | kaupcndura ; en það sje luugt frá raér, að jiöntuninni, nð þeir óski þess. þröngva þvi inn á menn, og enga nsueðu Petta blað scndi jeg ýmsunt mðnnum sem lieíi eg til að ticyjft peningum út í þú óvúwu. eg kanuast við að naiui, viðsvcgar utn laud, »0 gettt bl. út in iakrifta. Pau al' boðs- og þar aö auki iifikrífeudunum, cu svo læt brjefum minum (tri 22. f. m.), scm aptur ' eg þar við lcnda að siuni, nema ef eg kynui ent komin, bafa flest vcrið filiðuð, <>g sum- að gefa út þriðja biaðiö eptir lokið auka- um liafa fylgt {jcssu likar aihugasemdir: j þingið, til að get& um lÍrsUt þess og lita í ljósi flEg hetí eigi getw) fcngiO fleyrl kauj>eudur álit mitt i þvi. og sendieg þi þ*ð blað gef- enn. menn eni sókkhlaðnir af sunnanblöðun- I ins einungis þeim, sem hafa gjörzt itskrif- ; um gönilu, en þykjast Uaia litið i aðra hðnd . endor til þess tima. til blaðakaupa-. | Eg kveð yður svo. kæru lumhmionn, og Um leið og eg þannig gjdri með hreiu- ðaka yður árs og friðar. skllni grein fyrir, hventlg saklraar nú sunda, Bjijnt Bjarmrson. skal eg elnuig gcta þess. að eg frumlengi j iskriftórtímann tíl áramótónna næstkomandl, | Setntng alpingiS: og mi þetta blað skoðazt sem endurnyjaO ! Ara(jótur Ólafsson prétlikaOi út af þessum boðsbrjef upp á „Alþl. frbL“, sem þá byijar ■ ritniugorQrOnm : Til þess er eg fæddur, heílan argong; útkoma: múnudaga, um j og til þess kom eg i heiminn aO eg þingtímann: mánuiL og tímmtndaga, aU . beri viiní sannleikanura, og hver sem fúll 60 blöð, vcrð: 3 kr. InnanL, 4 kr. ut- elskar sannleikami, si hlýOir minni anl. A0 öðru leyti akýrskotó eg til fyrra röddu. Prédikunin varð æ jioUtlskari eptlr boðsbrjeísins. þvi sem fram i hana sóktí, og bla-r hennar Eg þakka þeim mönnum sem þcgar hafa , og andi lýsti þvi, að prédlkarinn beim- tekið vel undir boðsbr. mitt, og vona eg að færðl inntóksorðin til sín sjálfs, enda þeir apturkalU eigi nöln 3Ín — þó er ajáii- | þótt þau séu hófð eptir AÍt öðrum pré- sagt að taka þvi, ef að ber. í dikara. Nokkrir hafa eigi getað íelt sig við þessa Þegar inn i þingsalinn kom, las laudsh. | einfddni blaðsins, og barið þvi við að þelr j upp umboð konunga til sín, tll að setja þingið, Mdnaðarblað ineð myndtim. 1884. mannahöfh, árið 1893, alls 28 mál- verk og vatnslitamyndir. Edvald var ættaður frá Húsavík. Fyrsta íslenska verkið sem safniö eignaðist var höggmyndin Útlaginn eftir Einar Jónsson, áriö 1902, en það var ekki fyrr en árið 1911 sem safnið fékk fyrsta málverkið eftir ís- lenskan listamann, verkið Áningu eftir Þórarin B. Þorláksson. Bjöm Bjamarson andaðist árið 1918. Alþýðlegt fréttablað Alþýðlegt fréttablað hóf göngu sína 22. júní 1886. Það átti að koma út á mánudögum og líka á fimmtu- dögum um þingtímann. Ritstjóri var Björn Bjamarson. Hann skrif- aði í boðsbréfi að aðalefni blaðsins verði innlendar fréttir ... ritstjóri vill forðast egnandi og ósiðlegan rit- hátt, en draga þó ekki dul á það sem miður fer, til aðvömnar .... Auglýs- ingar, sem almenningi geti við komið, flytji blaðið, en hafnar tál- vöru-auglýsingum. Þess vegna mun útgáfa blaðsins fara á mis við hinn mikla arð af Bramaaugl. og þvíl. ... Blaðið verður einkum stUað í anda ungra, frjálslyndra manna, og með framtíðarhugmyndir þjóðar vorrar fyrir augum, skrifaði ritstjórinn. Það er skemmst frá því að segja að eitt tölublað til viðbótar kom út, undirtektir lesenda vom of daufar og einn verðandi umboðsmaður skrifaði: Ég hef eigi getað fengið fleiri kaupendur enn, menn em sökkhlaðnir af sunnanblöðunum gömlu, en þykjast hafa lítið í aðra hönd til blaðakaupa. Björn skrifar um setningu Al- þingis og endar greinina á þennan veg: Dag skal aö kveldi lofa og þing- ið að endalykt. Hver var svo þessi ungi maður sem langaði í slaginn við gömlu grónu blöðin Þjóðólf og ísafold? Hann var fæddur í Skógarkoti í Þingvallasveit árið 1856. Hann stundaði búnaðarnám í Noregi 1878-80 og áralangt í Danmörku. Hann titlaði sig jaröyrkjumann. Hann gerðist bóndi á Reykjahvoli í Mosfelissveit 1887-98 og síðan í Grafarholti 1898-1919, en þá tók sonur hans, Bjöm Birnir, viö bú- skapnum, Björn Bjarnarson lagði gjörva hönd á margt á langri ævi, en hann lést árið 1951, hátt á tíræðis- aldri. Hann tók þátt í margs konar félagsstörfum, undirbjó m.a. stofn- un búnaðarskóla á Hvanneyri og var einn af stofnendum Sláturfé- lags Suðurlands og Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann varð fyrstur manna til að nota dúkayfirbreiðsl- ur yfir hey og fann upp kílhnaus (kílplóg) holræsagerð þá er lengi var notuð við mýrarræslu um land allt, eins og segir í Hver er maður- inn? Sigurjón Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.