Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Side 31
JL>V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
Sefur hjá brjósta-
stórum konum
Auðvitað var engin leið að
nýtilkomin góðmennska Courtn-
ey Love entist eitthvað að ráði.
Örskömmu eftir að Courtney var
lofuð í fiölmiðlum fyrir að hafa
bjargað pari úr bílflaki er hún
aftur orðin söm við sig. í nýju
viðtali tímaritsins Jane við
drottninguna tekur hún bæði Al-
anis Morrissette og Celine Dion í
bakariið: „Ég var hræðilega af-
brýðisöm yfir því að Alanis
skyldi selja allar þessar plötur,
en Hole (hljómsveit Courtney)
ekki neitt. En svo sá ég viðtal við
hana í Billboard og það var það
heimskulegasta viðtal sem ég hef
á ævi minni lesið. Jafnvel Celine
Dion er gáfulegri i viðtölum en
hún,“ sagði Courtney hneyksluð.
Síðan trúöi hún blaðamanni fyrir
lesbískri kynlífsreynslu sinni í
ofanálag: „Þegar ég er með kon-
um þá vil ég vera með klám-
fengnum druslum. Þær eiga helst
að vera ofbeldishneigðar og með
risastór brjóst.“
Celine Dion getur nú varla
toppað þetta.
Hanks eldist illa
Sagt er að Tom Hanks hafi
bara leikið í kvikmyndinni The
Green Mile, sem byggð er á sögu
Stephens King, til þess að hafa
eitthvað við tima sinn að gera á
milli
stærri
verkefna.
En nú er
liöið ár frá
því að tök-
ur hófust
og enn er
verið að
kalla leik-
arana sam-
an til þess
að endur-
taka sum
atriðanna. Meginástæða þess er
bílslysið sem höfundurinn Steph-
en King lenti í og gerði hann
óvinnufæran. Önnur stór ástæða
er að það gekk svo illa að bæta
árum við andlitið á Tom Hanks.
Reynt var að nota farða til þess
að hann eltist um tuttugu ár en
þær tilraunir runnu út í sandinn.
Leikstjórinn Frank Darabont seg-
ir um málið: „Þegar sjónarhornið
var rétt þá leit Tom út fyrir að
vera eldgamall en svo sneri hann
kannski höfðinu aðeins og þá var
eins og hann væri með grímu.“
Lausnin var að láta eldri leik-
ara hlaupa í skarðið fyrir hinn
unglega Tomma sem virðist vera
fyrirmunað að eldast.
&
sfe
Leigjum borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Skógarsel 15, sími 557 7887
sviðsljós
George, tímarit JFK heitins:
Hafnar forsíðuviðtali
Einkennilegar aðstæður hafa
skapast á tímaritinu George sem
rekið var af John heitnum Kennedy
allt þar til hann fórst í flugslysinu
hræðilega. Sagan segir að rætt sé
um að fresta útgáfú nýjasta heftis
blaðsins sem var það síðasta sem
Kennedy kom nálægt áður en hann
lést.
Það sem veldur því er forsíðuvið-
talið sem tekið er við leikarann
Harrison Ford. Ford segir þar frá
nýjustu mynd sinni, Random
Hearts, en svo kaldhæðnislega vill
til að myndin fjaliar um karl og
konu sem dragast hvort að öðru eft-
ir að ótrúir makar þeirra farast í
flugslysi á
leið í helgar-
frí.
Líkindin
eru ekki slá-
andi en mik-
ið írafár er á
blaðinu
vegna þessa
máls og ef
til vill endar
það með því
að George
verður
fyrsta tíma-
ritið til þess að hafna forsíðuviðtali
við stórleikarann Harrison Ford.
ssk., toppeintak,
fluttur inn 1990.
Nánari
upplýsingar í síma
569-5660 897-1401
BÍLAÞINCpl
N O T A Ð I R B (_
LAUGAVEGI 174 -SÍMI 569 5660 • FAX
opið virka <laga 9-18, laugardaga 12-16.
Oldsmobile
98 Regency
arg. 1955
Viltu styrkja stöðu þína ?
Námið er 280 kennslustunda skipulagt starfsnám og er
sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga.
Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta
þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri.
Námið hentar þeim sem vilja :
O Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum
0 Annast bókhald fyrirtækja
O Öðlast hagnýta tölvuþekkingu
| Auka sérþekkingu sína
Starfa sjálfstætt
Umsagnir nemenda um námið:
„ Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“
„Frábært nám og frábær kennsla “
Tölvu- og rekstrarnámið gerði mér kleift að skipta um starf“
„Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtalinu og fékk vinnuna“
„Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat það ekki áður“
Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma.
Næstu hópar byrja 6. september
RAFIÐNAÐARSKÓLINN
Skeifan 11 b • Sími 568 5010 • skoli@raf.is