Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 35
I>V LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
43
mik
Hér sjást vinirnir Helgi Steinar Þorsteinsson, ingiberg Þorsteinsson og Ari Már Gunnarsson með forsíður tveggja
töiubtaða tónlistarblaðsins Sánd en annað tölublað kemur út um helgina. Blaðið er sérlega efnismikið og vandað og
áhugavert fyrir alla þá sem áhuga hafa á tónlist, kvikmyndum og öðru efni, tengdu skemmtanabransanum.
Ungir drengir gefa út tónlistarblað í 5000 eintökum:
Von á Sánd
Um helgina kemur annað tölu-
blað tímaritsins Sánd út en þeir
sem standa að blaðinu eru allh'
nemendur í Hólabrekkuskóla, í 7.
til 10. bekk. Það eru bræðurnir
Helgi Steinar og Ingiberg Þor-
steinssynir og Ari Már Gunnars-
son. Þeir skipta blaðinu með sér
þannig að Helgi er Ijósmyndari,
Ingiberg fer með hlutverk ritstjóra
en Ari Már er tæknimaður. „Við
fjöllum um alla tónlist, kvikmynd-
ir, snjó- og hjólabretti og fleira.
Við tókum viðtöl við alla helstu
tónlistarmenn landsins og það
hafa allir verið mjög jákvæðir fyr-
ir því sem við erum að gera,“ seg-
ir Ingiberg.
Okeypis blað
Sánd kemur út í um 5000 eintök-
um og er dreift víða um land í tón-
listarverslanir, fataverslanir og
snjóbrettaverslanir. Blaðið er
ókeypis en drengirnir fjármagna
blaðið með auglýsingum og öflun
auglýsinga segja þeir að hafi gengið
vonum framar. Sánd kemur í fram-
haldi af Prodigy-blaði þeirra félaga
en þeir byrjuðu að vinna að því
1997. Þeir voru á þeim tíma miklir
aðdáendur bresku hljómsveitarinn-
ar Prodigy. „Við fundum blað úti í
búð um Prodigy og ætluðum að
þýða efni upp úr því en þá kviknaði
sú hugmynd að það væri kannski
skemmtilegra að gera heilt blað í
staðinn fyrir að þýða eina grein.“
Tímaritið Sánd er sem sagt fram-
hald Prodigy-blaðsins en nýjasta
tölublaðið er sérstaklega efnismikið
og skartar hljómsveitinni Ensími á
forsíðu. Blaðið er ekki hugsað fyrir
neinn sérstakan aldurshóp og er því
ekki sérstakt unglingablað þrátt fyr-
ir ungan aldur þeirra sem að því
standa. En hverjar skyldu uppá-
haldshljómsveitir þeirra vera sem
lifa og hrærast í tónlistarbransan-
um? Þeir Helgi Steinar og Ari Már
eru samtaka í því þegar þeir segjast
hafa gaman af flestum íslenskum
hljómsveitum en: „Við getum ekki
dæmt á milli hljómsveita þegar við
erum að gera tónlistarblað."
-þor
7AVVV/AV\V/i\VV/A\T/A\V/A\\f
Norræna Afríkustofnunin auglýsir hér með
FERÐASTYRKI til rannsókna í Afríku.
,Síðasti umsóknardagur er 16. september 1999.
NÁMSSTYRKIR til náms við bókasafn stofnunarinnar
tímabilið janúar-júní 2000.
Síðasti umsóknardagur er 1. nóvember 1999.
Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem hægt
er að fá gegnum Netið: http://wwww.nai.uu.se,
eða hjá Nordiska Afrikainstitutet P.O. Box 1703,
SE-751 47 Uppsala, Sverige
Sími 00 46 18 56 22 00 Tölvupóstur: nai@nai.uu.se
VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS
auglýsir eftir kennara í fulla stöðu í hagfræöi og
viðskiptagreinum fyrir næsta skólaár,
eða frá l. nóvember nk.
Hér er um að ræða spennandi tækifæri fyrir
liugmyndaríkan einstakling með
góða viðskiptamenntun.
Tómas Bergsson, síma 557-9872, veitir nánari
uppiýsingar um starfið.
Umsóknir sendist til skólastjóra,
Þorvarðar Elíassonar,
síma 568-8400,
tölvupóstfang: thorvard@verslo.is.
VERZLUNARSKÚLIÍSLANDS
með öllu, ek. 15 þús. km, dekurbíll, sem nýr.
Upplýsingar í síma 566 7363
og á kvöldin í síma 566 7196.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa 1
eftirtöldum ftokkum:
1. flokki 1991 - 31. útdráttur
3. flokki 1991 - 28. útdráttur
1. flokki 1992 - 27. útdráttur
2. flokki 1992 - 26. útdráttur
1. flokki 1993 - 22. útdráttur
3. flokki 1993 - 20. útdráttur
1. flokki 1994 - 19. útdráttur
1. flokki 1995 - 16. útdráttur
1. flokki 1996 - 13. útdráttur
2. flokki 1996 - 13. útdráttur
3. flokki 1996 - 13. útdráttur
Koma þessi bréf tii inniausnar 15. október 1999.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaóinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fýrsttöldu flokkunum hér að ofan
birti Morgunblaðinu sunnudaginn 15. ágúst. Upplýsingar
um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum.
íbúðalánasjóður
j Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 [ Fax 569 6800